Fjallkonan


Fjallkonan - 08.11.1901, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 08.11.1901, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í viku. Yerð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða P/a doll.) borgist fyrir 1. júli (erlendis fyrir- fram). TJppsögn (skrifleg)bund- in við áramðt, ðgild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktð- ber, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XVIII. árg. Reykjavíkj 8. nóvember 1901. >r. 42. Biöjiö ætíö um: OTTO MONSTEDS danska smjörliki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka stjðrnin við kl. 12—1. Landsbókas'afnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og id. til útlána. Forngripasafnið er i Landsbankahúsinu, opið á mánu- dögum miðvikudögum og laugardögum ki. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á priðjudögum og töstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlækningí húsi Jðns Sveinssonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1. IÞráðlaus telegrafí. Frá því var skýrt fyrir skömmu í þessu blaði, að Danir væru farnir að reyna þráð- lausa telegrafí (loftritun). Þetta hefir nú ver- ið reynt á öðrum stað milli Rungsted og Kronborg á Sjálandi. Blaðamönnum frá Kaup- mannahöfn var boðið að vera þegar við fregn- færin voru reynd í fyrsta sinni. Iðnfélagið Fred. E. Sörensen & Co hefir komið þeim upp, en hinir dönsku raffræðingar segjast hafa breytt nokkuð útbúnaði Marcoui’s, og gert hann einfaldari. Færin vóru á Rungsted inni í skúr, en úti fyrir var reist 80 feta hátt seglutré og á toppinum á því er fest lítið tól, sem er áþekt valt&ra. Gegnum það fer rafstraumurinn og það tekur við honum. Annað siglutré með sama útbúnaði, er reist upp í Kronborg. Inni í skúrnum eru rafvirki (batterí) í köss- um, sem er raðað hvorum ofan á annan. Þessi batterí búa til straum með 25 þús. volta afli. En straumurinn til rafljóssins í Kaupmannahöfn er 220 volt, og til rafspor- vagna þar í borginni 500 volt. Til þess að koma orðskeytinu á stað er haft það færi, sem kent er við Morse, full- naðarhöfund telegrafsins, og hefir því þó nokkuð verið brevtt. — Þegar þessi sterku batterí eru sett í samband við færið á trjá- toppinum og orðsendingin byrjar, fer raf- straumurinn út í loftið. Straumurinn dreifist saman við rafmagns frumvægin (mólekule) í loftinu, og brýzt á parti úr sekúndu til við- tökufærisins, og orðsendingin kemur pituð á pappirsræmu. Alt þetta virðist vera mjög einfalt, og þó alveg óskiljanlegt. Tilraunirnar hafa hepnast mjög vel, Fyrst var send kveðja til Krónborgar frá blöðun- um í Kaupmannahöfn. Svar kom á augna- bliki, og var þakkað fyrir kveðjuna með nokk- urum fögrnm orðum. Næsta tilraun var enn þá merkilegri. Með lestinni sem flutti blaða- mennina úr Kaupmannahöfn til Rungsted var maður sem hélt áfram til Helsingjaeyrar og ætlaði að fara til Kronborgar. Einn af blaða- mönnunum hafði gleymt hönzkum sínum í vagninum. — Nú var send orðsending frá Rungsted: „Er hr. N. N. kominn, og hefir hann fundið hanzka ritstjórans í vagnklefan- um?“ Svarið kom á næsta augnabiiki: „Hr. N. N. er kominn, hann hefir fundið hanzkana og skal fá honum þá seinna“. Gireinilegra dæmi til að sýna, hversu hag- kvæmt er að nota þessa loftritun, þarf ekki að koma með. Eins og kunnugt er hefir hinn ungi ítalski verkfræðingur fundið loftritunina, og stofnaði hann auðugt enskt félag til þess að nota þessa uppfundning, en auk þess hafa þrjú félög þýzk og amerísk fengist við að nota sér hana. Danska félagið, Sörensen & Co., hefir síðan í vor fengist við tilraunir sínar. Svo hefir því félagi reynst sem það takist betur að senda orðsendingarnar yfir sjó, þó líka megi vel senda þær yfir land. Það hefir nú tekist að gera áhöldin svo einföld, að hver maður getur notað þau og hirt, þó enga verkfræðilega þekkingu hafi. Kostur er það á þessum áhöldum, að svo má búa þau út, að neistar sjáist fljúga frá toppinum af siglutrénu um leið og orðsend- ingin er send. Þetta getur komið að notum ef dimt er. Biiaófriðurinn. ----- Hermálaráðherra Englendinga hefir nýlega skýrt svo frá liðsafla og hernaðaráformum Englendinga í Suður-Afríku: „Yér höfum nú sem stendur yfir 200 þús. manna með 450 kanónum í suður-Afriku, og 100 þús. manna erum vér að búa heiman af Englandi. Það er ekki neitt örðugt fyrir oss, að halda hernum við með þessari tölu, og ef vér þurfum á nýjum herauka að halda, get- um við aukið herinu á skömmum tíma. Á hverjum mánuði sendum vér 10 þús. hesta til suður-Afríku. Því getur ekki verið nein ástæða til að kvarta um aðgerðaleysi eða að neitt sé ábótavant af hálfu stjórnarinnar Stjórnin ber fult traust til herstjórnar Kit- cheners, og lætur hann ráða. Hann á það verk fyrir höndum, að hreinsa landflæmi, sem er á stærð við Frakkland og Spán samanlagt, svo að þar verði ekkert eftir af óvinaliðinu, og að vernda járnbrautirnar, sem eru marg- ar þúsundir enskra milna á lengd. Hins vegar hafa þau tíðindi borist fyrir löngu og verða meira og meira sennilegri, að Kaplandið muni rísa upp gegn Englending- um þegar minnst varir, eða að uppreist sé þar þegar byrjuð. — í miðjum f. m. hafði Herbert Gladstone á almennum fundi sagt, að enginn efi væri á því, að horfurnar fyrir Englendinga þar syðra væru að verða ískyggi- legri en áður. Fregnir þær sem stjórnin sjálf eða vinir hennar flytja af ófriðinum hafa jafnan verið mjög óáreiðanlegar og munu ekki sízt vera það nú. 11. f. m. vóru liðin 2 ár frá því er stríðið hófst og var þá taia dauðra manna og særð- ra hjá Englendingum 76 þúsundir, þar af dauðir 837 herforingjar. Yist er um það, að Englendingar hafa nú lýst Kap í hergæzlu því þaðan hefir Búum hingað til bæzt iið i skarðið fyrir það sem þeir hafa mist. „Times“ hefir með hörðum orðum vítt að- farir ensku stjórnarinnar gegn Búum, og sagt að stjórnin hafi farið óhyggilega að ráði sínu, Er þá ekki furða þótt kurr sé meðal almenn- ings. „Times“ sagði i grein um málið í f. m.: „Yér vórum ekki herbúnir þegar vér fór- um í ófriðinn við Búa. Vér höfum orðið að sannfærast um þetta af þeim óförum, sem vér höfum sífelt beðið. Þegar vér byrjuðum annan leiðangurinn vórum vér heldur ekki undirbúnir. Stjórnin hafði meira að segja auglýst það fyrir löngu, að striðinu værilok- ið. — Þriðji leiðangurinn gegn Búum er nú byrjaður, og engin merki sjást til þess að ó- friðurinn sé að heldur á enda kljáður. Formaður íunra truboðsins í Danmörku og eftirmaður Vilh. Becks 6r nú orðinn Zeuthen stiftprófastur í Fredericia. Svarti dauði eða „pestin“, sem almennt er kallað, hefir stöðugt verið að gera vart við sig við Miðjarðarhafs hafnirnar, Konstantínópel, Ai6xandría, Neapel og víðar. Járnbraut þvert yfir Asíu. Stórvirki mik- ið hefir enska stjórnin með höndum, þar sem í ráði er að leggja járnbraut alla leið frá Alexandríu á Egiptalandi til Shanghai á austurströnd Kína, en sú leiðarlengd er 10 þús. kílómetrar. Þessa járnbraut á að leggja í samkepnis skyni við Síbiríu járnbraut Rússa, væntanlega stórverzlun þeirra í Kína og framgang þeirra í Asíu yfirleitt, sem Eng- lendingum er farinn að hrjósa hugur við. Hinu stórvirkinu, sem þeir höfðu í hyggju, j árnbrautarlagningunni frá Kap til Kairó, hefir ekki getað orðið framgengt sakir Búastríðsins. Babýlonar-rústir. Að fornmenjagrefti í Babýlon, eða réttara á svæðinu þar sem Ba- býlon stóð til forna, er nú starfað af miklu kappi. Hefir tekist meðal annars að grafa upp stóran sal, er menn ætla að verið hafi

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.