Fjallkonan


Fjallkonan - 08.11.1901, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 08.11.1901, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 3 uDgur sjómaður, hár og horaður og útitek- inn réð sig á dálitla ílatbytnu, sem átti að fara með ströndum ffam til New-Orleans. Þegar þangað kom, fekk einhver hann til að fara til spákonu sem orð var á að oft væri sannspá. „Þér eruð fátækur og ekki mikill fyrir manni nú“, sagði kouan, þegar hún hafði skoð- að spilin sín,„en sá tími kemur, að þér verð- ið mesti maðurinn í Ameríku; en eg sé blóð renna — nei eg vii ekki segja yður meira“. „Komdu nú Abri, þú hefir víst fengið nóg að heyra“, sagði kunningi hans og dró hann burtu með sér. Hann hló dátt að því að Abraham Lincoln ætti að verða eitthvað meira en háseti á opnum bát. Þegar Abraham Lincoln var orðin forseti Bandaríkjanna 30 árum síðar, kom honum spádómurinn í hug, en hann gat samt ekki getið nærri, hvernig endirinn mundi verða. Fimm árum dðar rættist spádómurinn, þegar hinn brjálaði leikari Booth skaut Lincoln með kúlu í höfuðið. Fyrir sjötíu árum kom maour inn i sæt- indabúð í Ameríku og keypti eitthvað. Hann sagði við búðardrenginn: „Þu brosir líklega þegar þú heyrir það sem eg ætla að spá þér. En taktu nú eftir. Áður en þú deyr, muntu eiga svo mikið gull, að það kemst ekki fyrir í þessari búð, og enginn maður er svo ríkur nú á dögum, og auður þinn verður svo mik- ill, að þú veizt ekki hvað þú átt að gera við hanu“. Drengurinn hafði 1 dollar í kaup um vik- una, og átti einkis úrkosti. Hann hét spá- manninum að gefa honum eitthvað fyrir, ef spáin rættist. Og það varð. Bussell Sage er nú einn af mestu auðmönnum í Ameríku og hann gaf spamanninum 1000 dollara á ári. Spáð hefir því verið fyrir mörgum árum, að Eússa-drotning mundi eiga sjö dætur áður hún ættii rikiserfingja. Ekki er ólíklegt að það geti ræzt. Einhver lærður msður, Dr. Ferrin, spáði því fyrir Faure Frekklands forseta þrem miss- erum áður en hann dó, að hann mundi deyja innan tveggja ára. Margrét Ítalíudrotning, ekkja Umbertos konungs, heimsækir oft spáfólk, og er sagt að hún hafi oft fengið bendingar um óorðna hluti. Það vita menn, að hún vissi gerla fyrir afdrif manns sins, og reyndi hún með öllu móti að varast þau, þó það tækist ekki. Tilraun til stórglæps. Jón Guðjónsson bóndi á Reykjum í Mjóafirði hefir átt hús á öðrum stað þar í sveitinni, þar sem heitir á Melum'. Það hús leigði hann 2 mönnum, og bjuggu í því 12 manns, þar af 7 börn. í næstliðnum mánuði komst það upp, að reynt hafði verið að kveikjg, í húsi þessu um nótt, en til allrar hamingju hafði það mistekist. Sýslumaður Sunnmýlinga, Axel Tulinius, hefir þegar getað haldið rannsókn í máiinu, og eru atvikin þau sem hér segir: Jón bóndi Gaðjónsson á Reykjum hafði komið sér saman um það við mann úr Norð- firði, að þeir skyldu brenr.a húsið á Melum, auðvitað í því skyni, að svíkja fé úr vátryggingarsjóðnum. — Þeir tóku sig tii um nótt, er ait fóik var sofnað í húsinu, og boruðu víða göt á húsið með sveifarbor og tróðu þar i kveikjum vættum í steinolíu. Svo höfðu þeir reist upp stiga og kveikt í upp við þakið. — Fólkið vaknaði um nóttina við það, að því heyrðist eins og músagangur uppi undir þaki, og gaf það engan gaum að því. En þegar það vaknaði um morguninn, komst það ekki út úr húsinu, því slagbrandur hafði verið settur fyrir dyrnar að utanverðu. Annar bóndinn fór þá út um glugga og sá þegar stigann, sem reistur hafði verið upp við þakið; höfðu söku- dólgarnir flýtt sér svo í burt, eftir að þeir kveiktu í, að þeir gættu þess ekki að taka ofan stigann. Jón Guðjónsson hefir horfið, og er getið til að hann hafi fyrirfarið sér, en sumir halda að hann hafi komist í sildveiðaskip, sem lá þar á firðinum og fór daginn eftir. Hinn maðurinn hefir játað öllu. Höfðu þeir félagar verið mjög druknir og höfðu ætlað að koma og bjarga fóikinu, þegar eidurinn væri kviknaður. En í húsinu kviknaði ekki meira en svo að að eins var sviðnaður biettur uppi undir þak- inu. Hellirigning hafði gert um nóttina, og hefir það borgið húsinu. Innbrotsþjófnaður og brenna. 1 f. m. var brotist inn í skemmu á Þorgrímsstöðum í Breiðdal, brotin þar upp kista og stolið úr henni 500 kr. Lagði þjófurinn síðan eld í skemmuna og brann hún til kaldra kola. í henni hafði verið mikið af matvælum og ýmsu fleira er alt brann. Þjófnaðurinn komst upp af því, að leiíar fundust af kistunni, og mátti sjá á þeim, að hún hafði verið brotin upp. Þjófurinn náðist og 400 kr. af peningunum, en fyrir 100 kr. hafði hann keypt sér hest. Hann heitir Sturla "Vilhjálmsson frá Dölum í Fá- skrúðsfirði. Búnaðarframfarir. Alt Öifusið, nema svo sem þrir bæir, hefir nú félag um smjörgerð, eða rjómabú, og eru það myndarlegustu sam- tökin, sem gerð hafa verið í þá átt meðal bænda hér á landi. — I þessum samtökum eru og örfáir bændur austan Ölfusár, sem láta flytja mjólkina yfir ána, og er helztur þeirra bóndinn í Kaldaðarnesi (Sigurður Ólafsson sýslumaður), sem á næsta vori mun hafa yfir 30 kýr á búi. Kaþólska spítalann hér í bænum á að byggja á næsta ári, og verður víst byrjað á verkinu í vetur. Spítalinn verður svo full- kominn sem bezt gerist nú á dögum, falleg og stór bygging um 60 álnir á lengd. — Læknaskólinn hér fær auðvitað ekki neinn aðgang að þessum spítala, og verður því þörfin á landspitala jafnmikil og áður. Fólkstal í Reykjavík er nú eftir síðustu talningu 1. þ. m. um 7000. Margir vóru fjarstaddir, en aftur eru all- margir aðkomandi í bænum. Tala þeirra, sém eiga hér fast heimili, mun vera nálægt þessu. Dáinn 15. okt. Stefán Thorarensen, fyrrv. sýslumaður Eyfirðinga, á Akureyri, 76 ára. 24. sept. lézt á Akureyri frú Ólöf Hallgríms- dóttir af Sauðárkrók, kona Stefáns verzlunar- stjóra Jónssonar. Hún dó úr sullaveiki. Druknnn. 3. okt. fanst druknaður maður í flæð- armáii í Reykjavik, Guðmundur Gislason að nafni, 32 ára aldri og ógiftur; haldið að hann hafi dottið út af bryggju, en hann hafði ver- ið á fótum fram eftir nóttunni á undan. Læknirinn var þegar iátinn skoða líkið, og réttarrannsókn gerð, en engar upplýsingar fengust um atvikin að dauða hans. Bátur fórst á Mjóafirði 5. okt. með þrem ungum mönnum, sem allir drukknuðu. Þeir hétu Jón Konráðsson (kaupmanns Hjálmars- sonar), Jón Jónsson og Sveinn Runólfsson. — Jón Konráðsson var nýkvæntur Gunnþórunni Gunnlangsdóttir (prests Halldórssonar frá Hofi). Hann var að eins tvítugur. 116 113 eg auðvitað skipaður fjárráðamaður og þá getum við komið því til leiðar“. „Getur þetta verið satt! Yill hanu svifta hana fjárráðum?“ „Já, til þess að geta neytt hana til að eiga hann Rusensköld". „En honum tekst það aldrei“. „Hver veit? Hann mun ekki spyrja um ráðin; eg þekki það að fornu fari, að hann virðir eið- inn lítils þegar því er að skifta. En við skulum samt ekki ör- vænta. Getur verið að förukarl geti mátt betur en dómari og ■‘málflutningsmenn11. Willner gaf lítinn gaum af síðustu orðunum, og gekk hratt um gólf. „Það væri bezt að þér létuð frúna vita þetta; eg gæti búist við að henni yrði stefnt í dag og væri betra að það kæmi ekki að henni óvani“. „Eg skal gera það“. „Og eg ætla að fara að finna prófessorinn11, sagði Alding og fór. Það fór sem förukarlinn hafði sagt. Prófessorinn kom seint um daginn við þriðja mann og höfðu þeir með sér stefnu frá dóm- aranum, þar sem frúnni var stefnt að mæta á dómþingi og svara kröfum um að hún yrði svift fjárráðum. Hafi faðir hennar gert sér von ura, að hún yrði bljúg og auð- mjúk, þá hefir honuðn skjátlað stóilega. Willner hafði búið hana undir raálið og tók hún stefnunni með mestu stillingu, svo að föð- ur hennar furðaði á. Síðan fór hann á stað. Hlið var á leið prófessorsins, sem venjulega var opið, en nú fara að deila við Ólaf. Þú hefir áður sett það í veð fyrir því að þú mættir fara með Norðurakurinn eins og þér sýndist“. „Eg er alveg hættur að hugsa um það“. „En eg er ekki hættur við það. Þú kannast víst við orð þín, Ólafur?“ „Eg vil ekki standa við þau nú“. „Jú, það verðurðu að gera. Þíð getið verið vitni að því, að Ólafur hefir boðist til að rækta Norðurakuiinn með nýrri aðferð og gengist undir að eg mætti draga af kaupinu hans, ef sá akur sprytti ver en hinir akrarnir. Yar ekki svo?“ „Eg get ekki neitað því“, sagði Óhfur og lét sem sér brygði illa við, en varð þó glaðari við þetta en frá megi segja. „Nú heyrið þið það. Heyrðu Pétur Níelsson, við skulum engan kaupmála skrifa í kveld, en taktu penna og skrifaðu samning milli okkar Ólafs um akurinn. Það liggurekkert á hjúskapnum“. Þessi samningur var síðan gerður og skrifaður í tveim eintök- um, en hjúskapar-samningaum var slegið á frest og vildi þó Nikulás gamli fá honum aflokið. Þegar gestirnir höfðu snætt kveldmatinn fóru þeir á stað. Lögréttumaðurinn var í bezta skapi, bæði af því að hann þóttist hafa unnið sigur á Ólafi og af því hann var orðinn ör af víninu, og þegar hann gekk gegnum borðstofuna hvíslaði hann að konu sinni: „í kveld hefi eg ekki verið mér ónýtur. Eg vona að drengurinn tapi laununum, og það er rétt handa honum úr því hann lætur svo mikið yfir sér. Finst þér það ekki, kona?“ t

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.