Fjallkonan


Fjallkonan - 08.11.1901, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 08.11.1901, Blaðsíða 2
2 FJALLKO'NAN. hásætissalur Nebukadnezirs. Hann er 78 álna langur og 26 álna breiður og þar leifar af ýmsu allvel varðveittu mynda-skrauti; er vegg- hvilft í öðrum enda salsins beint audspænis dyrum, og í henni hefir hásætið staðið. Þá hafa og fundist leirtöfiur letraðar (bróf, samn- ingar og orðasöfn) afarfornar, og það frá eldri tímum en biblían greinir um. Námur í Færeyjum. í septemberm. síðast- liðnum vóru hinir sænsku námagraftarmenn komnir langt með að r&nnsaka kolamagn og málmefna á Suðurey, og reyndist að þar er gnægð af kolum, járngrjóti, eirrauða og eld- traustum leir, og eirefnið svo hreint, að gera má ráð fyrir að lítið gangi úr við bræðsluna. Rigningaótíðin sama sem verið hafði sumar- langt á Færeyjum hélzt þá enn og gerði erfitt fyrir með að byrja námavinnuna. Landauðnir í Evrópu. Þó ótrúlegt kunni að þykja, þá eru auðnir eða óræktarsvæði afar-arðlitil eða arðlaus heldur að aukast en minka í Evrópu, og stafar það meðfram af skógar eyðingu. Mestallur suðurhluti Rúss- lands er þess konar land, og er það svæði ait talið að vera um 18,000 □ mílur, eins er og geysimikið auðnarland í Austurríki, sjötti hluti Italíu hér um bil, og í Þýzkalandi 670 □ mílur. Samtals reiknast að 22,000 □ mil- ur af Evrópu sé eyðiland, og er það eins mik- ið og Þýzkaland, Austurriki, Ungarn og Hol- land samanlagt. Fjallið Sinai, sem öllum er kunnugt frá Mósebókunum og bibliusögunum, og haft hefir mikia helgi á sér jafnvel til skams tíma, það er nú á þessum trúarlitlu og óskáldlegu tímum orðið eign miljónamanns eins á Englandi, sem hefir keypt það til að reka í þvi námugröft, mest eftir gimsteinum, sem sagt er að sé þar miklir. Klaustur eigi allfá eru á fjallinu, hið elzta 1300 ára gamalt, og sýna munkarnir enn ataðinn þar sem Jehóva vitraðist Móse í log- anda þyrnirunni. — Tímarnir breytast. Ríkustu mennirnir í heimi tveir eru, annar Englendingur en hinn Kínverji. Eng- lendingurinn heitir J. Beit og á helming málmnámanna í suður-Afríku. Eigur hana eru metnar 1800 milj. kr. Kínverjinn er enginn annar en Li-Hung-Tschang, og á hana viðlika mikið, en leynir auðlegð sinni sem hann getur fyrir Kínadrotningu. Hinn þriðji, sem þeim gengur næst, er auðkýfingur einn í suður-Afríku Róbínson að nafni, og á hann um 1550 milj. kr. Þá kemur næst Rochefeller steinolíukóngurinn í New-York, með 1080 milj. kr. Svo kemur Yanderbilt, hinn íjórði í röð- inni með 600 milj. kr., — lítið meira en bjargálnamaður í samanbui'ði við hina. Bækur sendar Fjallkonunni. Færöerne — Island — Grönland paa Verdens- udstillingen i Faris 1900 heitir ritlingur, sem kapt. D. Bruun hefir samið um muni frá þesa- um hjálendum, sem Danir kalla, á Parísar sýn- ingunni síðustu. Rit þetta er með mörgnm myndum, einkum af búningum frá öllum þess- um löndum, mest frá íslandi. Svo er að sjá, sem íslenzka deildin, sem að mestu leyti var fornmenjar, hafi vakið mikla eftirtekt, en jafnframt hefir hún auðvitað orð- ið til þees að setja Island skör lægra en í raun og veru er rétt, og má því telja víst, að sýn- ingin hafi spilt áliti íslands í augum annara þjóða. Höfundurinn getur þess, að meiri hlutinn af 8ýnismununum muni verða hluti af þjóðsafni Dana (störste Parten vil udgöre en Del af Nationalmuseet). Þeir menn, sem gengust fyrir því með kapt. Brnuu að safna giipnm tii þessarar sýningar, hafa því beinlínis og óbeinlínis stutt að því, að svifta ísland allmörgum góðum forngripum. Það er orðin venja á síðustu árum, að þeir sem sízt skyldi, og jafnvel yfirvöld landsins, eiga þátt í því að sópa dýrindis forngripum úr landinu. F'ornleifafélagsstjórnin skiftir sér ekkert af þessu; henni er þsð líklega ekki fullkunnugt. í uppnámi, ísl. skákrit I—III (Leipzig) Próf. W. Fiske í Florens, hinn mikii íslands vinur, er farinn að gefa út í Leipzig íslenzkt tímarit til að kenna og útbreiða skák. Af þvi eru komin þrjú hefti, og eru í þeim skákleikir eftir marga beztu skákmenn í heimi. - Þeir sem vilja læra skák eiga helzt að læra hana af bókum, því með því móti lærist hún bezt- Próf. Fiske hefir þegar gefið út tvö rit öunur á ísl. um skák og hið þriðja er á leiðinni. Hann hefir og gefið fjölda af skákborðum og skák- möunum hingað til lands, meðal anDars tii Grímseyjar, en þar hefir skák verið mjög tíðkuð í fyrri daga, og þangað hefir hann 6inuig gefið bókasafn. — Landsbókasafniuu hefir hann gefið svo mikið safn af skákbókum, að þvílíkt s&fn er ekki á Norðurlöudum og er líklega með hinum auðgustu í sinni röð í heimi. Læreanstalt for EleJctrotelmik (rafiðnaðar- skólinn í Kaupmannahöfn) sendir Fjallk. alt af skýrslu sína, og þykir vert að vekja eftirtekt á honnm, enda munu íslenzkir iðnaðarmenn þegar jafnvel farnir að ganga á hann. — Ekki vantar verkefnið hér heima. Sagan af Hróbjarti hetti og köppum hans. Jóan Austfirdingur setti saman eftir fornura strengleikum enskum. — Barnabók, verður getið nánara síðar. ISLENZKUR SÖGUBÁLKUR. Æíisaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Bftir eiginhandr., Landsbókas. 18‘i, 4to.] Liðu so fram 5 ár, frá 1778 til 1783, að eg lifði hér sðm aðrir góðn og farsælu lífi, so vor bein voru ei so sterk að geta þolað þá daga. Bentu margir til þess að sti velgengni og eftirlæti gæti ei lengi staðið, og mundi fá rýrnan.—1783 tók sá alvísi guð bæði í vöku og svefni að benda mér og öðrum að vér skyldum taka vara á oss og búa oss við yfirhangandi og ókomnu straffi. Eldsroði sást á lofti og teikn, ormar og pestarflugur á jörðu, skrímsli í vötnum og eldmaurildi á jörðu, item hljóð og veinan í hennar iðrum. Yanskapan á nokkr- um lömbum. Drambsemin sté upp sem ávalt og failinu næst. Marga skikkanlega menn dreymdi það sem eftir kom. Tvo drauma dreymdi mig sem vóru þessir: Mér þótti að stórt hús væri komið hér út undan Klausturs- fjalli, þar sem eldurinn stansaði síðar. Þar inni þótti mér Baman komnir allir bændur úr þessu þinglagi, sem áttu að syngja gleðivers hvor yfir sinni skál. Mitt í því er sagt ókendur maður sé að kominn, grár af hær- um, sem inn var leiddur og settur á miðjan bekk, fengin skál að syngja gleðivers fyrir, en hann tekur við, upphrópar og segir: „Sól, sól, sól, dómsdagur er snart kominn". Mér þyki menn kasta að honum orðum, að hann hafi gert sig fráleitan öðrum með so óviðfeldinni og fjarstæðri fyrirsögn. Bn eg svara: „Skimpið ei að ókendum; hann hefir sína þanka fyrir sig; eg skal eiga tal við hann“. Spyr eg hann að heiti; hann segist heita Eldriðagrímur, og hafa komið hér austur-landnorðan of- an af fjöllum. Eg spyr hann hvort honum hafi verið sá vegur kunnugur, hverju hann játar og segir: „Eg kom hingað áður sama veg í tíð Sæmundar fróða. „Eg spyr hvort hann muni það ár, hverju hann játar og segir: „Þaðvar 1112“. Finn eg síðar í annálabók einni, að það ár var hér eldgangur mikill, sem skemdi land og bygðir. Ann- an draum dreymdi mig sama vetur áður eldurinn fram kom. 1 röð féllu úr níu helgir dagar, sem eg gat, ei embættað á vegna illviðris á þá, þó bezta veður væri alia vikuna, hvar af eg fékk þunga þanka, þar eg þótt- ist sjá, að guð var farinn að byrja dóminn á sínu húsi. Eina sunnndags aðfaranótt þyki mér máður koma til mín tignarlega búinu og segja: „Eg veit þú liggur í þönk- um, og þeir eru allir réttir, en orsökin er að þú ert fólkinu ónýtur prédikari, og þá mér kom sú aðfinning undarlega fyrir, spyr eg hann hvað eg eigi þá að kenna, en hann segir: „Esaiæ Bpádómsbókar 30sta kapitula, og haf þú til merkis: nú verður gott veður á morgun, og þú fær að embætta11. Þaðan í frá duldist eg ei við hvað fyr- ir hendi lá, og sneri oft mínu ræðn-formi eins og fyrir var lagt. Því var þó miður, að mín og annara augu vóru so blind og haldin, að ei þektum né vissum, hvað til vors friðarheyrði réttilega. 41. So byrjast upphaf drottins typtunar og nýrra hörmunga, er komu yfir mig og aðra, þó með stærri bið- lund og vægð en verðskuldað höfðum, sem eftir fylgir: —1783, þann 8. Júní á hvítasunnuhátíð, gaus hér eldur upp úr afréttarfjöllum, sem eyðilagði land, menn og skepn- ur með sínum verkum nær og fjær hvar um eg ei fram- ar skrifa, þar bæði eg og aðrir hafa þar áður um skrif- að á parti. So fljótur skaði og töpun kom þá yfir skepn- ur þær guð hafði lánað mér, að laugardaginn áður en pestin á kom, vóru frá kvium og stekk heimboruar átta fjórðungsskjólur af mjólk, en næsta laugardag þar eftir 13 merkur, og eftir því fóru af hold og líf. Sauðfé og lömb foreyddust strax. En kýr mínar og hesta lét eg færa út að Leiðvelli og fólkið til að heyja fyrir þeim, þó til lítils kæmi; því öll ráð, útréttingar og höndlan, er menn tóku sér fyrir, urðu að ráðleysu, fordjörfun, mæðu og kostnaði, og flest að aldeilis öngu. Frá 12. Aug. 1783 til 24. Júnii árið eftir átti eg slétt öngvan mjólk- urmat á mínu heimili. — Yar það einasta að þakka allra stærsta almætti guðs, að eg oggmínir skyldu lífi halda. Pestin í loftinu var so þykk, að eg vogaði aldrei að draga að mér andann til fulls, og varla vera úti þá sól var ei á lofti alt það ár og það eftirkomandi. Kjötið, sem étið var af skepnunum var fult af pest; item vatnið, er menn hlutu nú að drekka, og það fór nú fyrst að svekkja mína krafta, þar so mikið varð af því að drekka af því Bifelda ónæði, er eg hlaut allan þann tíma í að vera. — Eg fór um haustið vestur í Skálholt til biskupa minna; fékk hjá þeim 20 rd. af fátækra peninga kössum. Þeir gáfu mér ei einn skilding, auk heldur meir, en 7 fjórð. smjörs seldu þeir mér. Þá eg kvaddi Hr. Finn segir hann: „Verið þér harður, og látið ekkert á yður bíta“. Kom mér þessi upphvatning ei síður en lítil gáfa. Því þetta átti so vel við mitt geð, sem þá var ; var það og vist, að í öllum þeim býsnum, sem þá gengu, varð eg ei hið allra minsta hræddur, hvernin sem jörðin og hús- in hristust og skulfu, skruggur dunuðu, eldblossar flygi (sic) um mig á allar síður. Var eg í mínum guði svo hugbraustur, því eg vonaði og trúði, að hann mundi hjálpa mér bæði í því og fram úr því öllu, ef eg gengi á hans vegum og gerði mín embættisverk með trú og dygð. Á þeirri minni haustferð í Skálholt fann eg marga mína vini, sem nú kendu í brjóst um mig og gáfu mér smjörfjórðung nokkrir, en sumir minna, og þáðu þá ei betaling, en þar eftir sannaðist, að ’æ veit gjöf til gjalda’. Fóru þeir þá að biðja mig um ýmsa hluti, þar til við urðum skyldir að öllum skiftum og vin- áttu undir eins, eftir því sem eg tók efnaminni að verða. Sannaðist enn, að ’margur er vinur vei þá gengur, víst að nauð, en ekki lengur’. Frá takast börn mín og ná- ungar, og einn vandalaus, sem var Magnús Ólafsson nú vísilögmaður, þá ökonomæus í Skálholti. Spár. „Litli drenguriim yðar verður einhvern tíma veraldfrægur rnaður", sagði flakkari við veit- ingamann í sveit á Ítalíu fyrir mörgum ár- um. „Konungurinn mun sækjast eftir að kynnast honum, og margar þjóðir munu syrgja hann þegar hann deyr". Yeitingamaðurinn rak upp skellihlátur, en gaf þó spámanninum í staupinu, svo að hann gæti drukkið velfarnaðarminni drengsins. Hann lifði það samt að sjá son sinn Giuseppe Verdi (f. 1813) verða veraldfrægt tónskáld, og hefir hann nú fyrir skömmu verið grafinn á kostnað þjóðarinnar með mikilli sorg. Tíu árum síðar bar það til í Ameríku, að

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.