Fjallkonan


Fjallkonan - 23.11.1901, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 23.11.1901, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í viku. Yerð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l*/a doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). TJppsögn (skrifleg)bund- in við áramðt, ðgild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktð- ber, enda hafl kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. Reykjavlk, 23. nóvember 1901. >r. 44. Biöjiö ætíö um: OTTO MONSTEDS danska smjörlíki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. XVIII. árg. Landshankinn er opinn bvern virkan dag kl. 11—2.Banka stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundulengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsinu, opið á mánu- dögum miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er i Doktorshúsinu, opið á sunnu dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og föstn dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í húsi Jðns Sveinssonar bjá kirkjunni 1. og 3. mánudag hvers mán., kl. 11—1. Útlendar fréttir. Ófriðarefni milli Frakka og Tyrkja. Sem fyrr hefir verið getið í blöðunum, eiga Frakkar stórfé hjá Tyrkjum, bæði fyrir bygg- ing hafnarmúra eða skipakvía í Konstantín- ópel og fyrir járnbrautir, en Tyrkir hafa svikist um að borga, og ekki einu sinni viljað leyfa Frökkum, að nota skipakvína eftir þörf- um. Þeir hafa altaf lofað öllu fögru, þegar Frakkar hafa krafið þá um skuldina, en svik- ið öll sín loforð jafnóðum. í>etta hefir líka alt af verið venja Tyrkjan3, þegar um skulda- greiðslu hefir verið að ræða. Frakkar höfðu því engin ráð önnur, en að hóta Tyrkjum að fara með herflota á hendur þeim. Soldáninn, Adul Hamid, var þá ekki lengi að lofa góðu. En Frakkar eru fyrir löngu orðnir leiðir 4 þessum loforðum, og hafa heimtað tryggingar fyrir því að þau væru haldin. En það hefir vafist fyrir soldáninuru, að láta í tó áreiðan- lega tryggingu. Tyrkinn þarf heldur ekki að ætla að hann geti fengið lán á svipstundu. Ekkert ríki og engin peningstofnun mun fús á að lána Tyrkjasoldáni peninga. Helzt gæti hugsast. að hann kynni að láta eitthvað af þeim mörgu dýrgripum að veði, sem hann geymir að sögn í höllum sínum. Frakkar gátu því ekki lengur látið sór nægja loforðin tóm, og sendu Caillard (frb.: Kajar) sjóliðsforingja með flota inn í Grikk- íandshaf. Sagt er að Frakkar ætli sér nú að sæta tækifærinu, að gera frekari kröfur á hendur Tyrkjum, þegar skuldamálinu er lokið. Mælt er og að flotasending Frakka þangað austur hafi orðið til þess að önnur ríki ætli að serada þangað líka flota sína, og hafi ensk, ítölsk og grísk herskip fengið skipanir um að hraða sór þangað, Þessar fréttir hafa vakið óhug meðal almennings á Frakklandi, en stjórnin segir, að ekki þurfi að óttast að önnur stórveldi skifti sór að neinu leyti af viðureign Frakka og Tyrkja. Það er sagt, að Deloassó, utanríkisráðgjafi Frakka, hafi átt tal við stjórnir stórveldanna um þetta mál, áður en flotinn var sendur á stað, og hafi verið ánægður með svör þeirra. Eeyndar segja þýzk blöð, að Delcassé hafi ekki tilkynt stórveldunum það opinberlega, að flotinn yrði sendur á stað, og hafi stórveldin því ekki getað látið í Ijós neitt álit um það málefni. En þótt svo hafi verið, getur Del- cassó hæglega hafa komist eftir afstöðu stór- veldanna í þessu máli. Að líkindum munu stérveldin ekki skifta sér neitt af því, þó Frakkar taki ómjúklega á Tyrkjanum, brúki kanónur sínar og taki hafnborgir í ríki hans. En hins vegar má búast við, að stórveldin muni ekki þykjast mega sitjandi hlut í eiga, ef Frakkar fara að kasta eign sinni á eitthvað af landeignum Tyrkja. Því er vert að gefa gaum að þeim fréttum, sem fara í þá átt, að flotar stórveldanna muni vera í þann veg, að fara suður í höf Tyrkja, En þar af má ráða, að þau vilji vera til taks að heimta sinn hlut, ef að því ræki, að reyt- um Tyrkjans yrði skift. Eftir siðustu fregnum er Caillard þegar farinn að sýna Tyrkjum í tvo heima, og hefir tekið þrjár hafnir á eynni Mitylene og lagt löghald á tolltekjur eyjarinnar. Þar hafði engin vörn verið veitt. Meira verður ekki að gert þar til soldáninn hefir svarað kröfum Frakka, en þær eru auk fjárkröfunnar, um það, að stjórn Tyrkja viðurkenni alla franska skóla og öll trúarbragðafólög, sem standa undir vernd Frakka, eða franskir menn eiga þátt í þar eystra; sömuleiðis alla franska spítala; heimili að endurbyggja alla skóla og aðrar stofnanir sem eyddar vóru í óeirðunum í Ar- meníu 1895 og 1896 o. s. frv. Delcassé tók það fram á þinginu, að Frakk- ar gætu varið það fyrir öllúm heiminum, hvernig þeir hefðu farið að við Tyrki; það væri eingöngu illvilja og svikum Tyrkja að kenna, að Frakkar hefðu orðið að fara í hart við þá. Hann gat þess og, að Frakkar mundujgera alt sem þeir gætu tii þess að koma á spekt og friði í Armeníu. Einn af þingmönnum (Sembat) lagði til, að rökstudd dagskrá væri samþykt á þá leið, að franska stjórnin gerði ekki skyldu sína nema þvi að eins, að hún tæki Armeníu í vernd sína, ásamt hinum stór- veldunum; ráðaneytisforsetinn, Waldeck-Rou- sseau, mælti á móti þessari tilögn af þeirri ástæðn, að hún veikti traustið á stjórninni, en síðan var önnur rökstadd dagskrá sam- þykt með meirihluta atkvæða og hljóðaði svo, að þingið vonaði, að stjórnin mundi gera sitt til, að efla hagsmuni og heiður Frakk- lands i þessu máli. Búa-stríðið. 30. október varð allhörð orrusta milli Búa og Breta. Fyrir Bretum var Benson ofursti og fell hann í byrjun orrustuunar. Tók þá Sampson við stjórninni, og gerðu Búar enn mikil áhlaup, og varð nokkurt mannfall hjá þeim, segja Englendingar (200—400). Eng- lendingar héldu velli þar til þeim kom lið- styrkur 1. nóvember. Þá urðu Búar frá að hverfa, en höfðu náð tveimur kanónum. — Er ekki að sjá sem búist só við, að ófriðinum sé lokið að sinni. — Fjármálaráðherra Eng- lendinga, Hichs-Beach, hólt ræðu í Bristol 5. þ. m., og sagði þar, að hann hefði með fúsu geði útvegað fé til hernaðarins gegn Búum, af því hann hefði vonað, að óíriðurinn mundi brátt á enda kljáður. Feiknamikið lán hefði verið tekið til þess að standast kostnaðinn, en það hefði ekki lagt jafn-þungar byrðir á þjóðina sem ýms fyrri ián, og ekki haft áhrif á peningamarkaðinn svo á bæri. Sykurtollur og aðrir tollar hefðu ekki verið til neinna þyngsla. Tekjuskattur væri nú hærri en á dögum Krím-stríðsins, en skattgreiðendnr borg- uðu hann eigi að síður með fúsu geði, af því þeir væru svo góðir föðurlandsvinir. Hann gæti ekki sagt þær íróttir, að stríðinu væri lokið, því miður, eða að skattarnir mundu lækka; vel gæti verið, að skattarnir yrði að hækka næsta ár. 19. þ. m. kvað hann tvær riddarasveitir verða sendar til liðs við Kitchener yfirhers- höfðingja. Enn fremur mundi i þessum mán- uði send 1200 ríðandi fótgönguliðs, og þó 12000 þyrfti að senda, mundi ekki standa á því. Það væri fremsta skylda stjórnarinnar, að hlýða kröfum Kitcheners, og hún bæri örugt traust til hans. Það væri bágt, hve margir Englendingar dæu úr sjúkdómum þar syðra, en stjórnin hefði nú gert ráðstafanir til að bæta aðbúð hersins og mundu þá færri sýk- jast en áður. Hann kvað stjórnina fúsa til friðarsamninga, en hún yrði að halda því fast fram, að frið- urinn yrði ekki Bretum til vanvirðu. Hann vonaði, að Suður-Afríka yrði með tímanum sambandsland í brezka ríkinu eins og Ástra- lía og Kanada væri nú. Englendingar kaupa nú hesta, svo tugum þúsunda skiftir til að senda hernum í Suður- Afríku. Hafa fengið loforð um 20,000 hesta frá Póllandi. Pestin, sem alment er kallað, eða Svarti- dauði, hefir gert vart við sig í Grlasgow, en ekki útbreiðst svo teljandi sé enn sem komið er. Þó forðast mörg skip að leggja leið sína til Q-lasgow.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.