Fjallkonan


Fjallkonan - 23.11.1901, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 23.11.1901, Blaðsíða 4
4 FJALLKONAN arskrármálið á leiðarþingi, sem hann hélt 15. okt., að telja má hann með meiri hlutanum, þ. e. þeim mönnum, sem vilja samkomulag við stjórnina, en vilja ekki leggja út í nýja stjórn- arskrárbaráttu við vinstri menn sera líklegt er að veiti okkur svo mikla sjálfatjórn, sem unt er að fá að sinni. Hann er því orðinn sam- huga Valtýsflokknum, enda má telja það víst, að allir skynsamir og gætnir menn fylli þann flokk undir eins er svar stjórnarinnar er fengið. Leiðarþing Þingeyinga. Leiðarþing var haldið á Einarsstöðum í Reykjadal 17. okt. — Sagði þingmaðurinn (P. J.) ágrip af störf- um síðasta alþings, en ítarlega skýrði hann einkum frá meðferð stjórnarskrérmálsins. — TJmræður urðu litiar á eftir, enda var dagur þá kominn að kvöldi og fundarmönnum orðið ant um að komast burtu. Ekki varð annars vart en öllum geðjaðist vel framkoma þing- mannsins, og var sérstaklega tekið fram, að að hann hefði eigi lofað miklu fyrir fram og eigi verið mikils af honum krafist, enda hefði hann eigi brugðist góðu trausti kjósendanna. Sumum fundarmöi nuxn þótti þurfa að „heíjast handa“ og starfa nú af megni gegn Valtý- ingum, því heyrst hefði að þeir mundu „senda“ mann í hvert kjördæmi við næstu kosningar; aftur þótti öðrum full-snemt að herklæðast; þótti líklegt að samkomulag gæti tekist með flokkunum, og eigi rétt að ala flokkadráttinn að svo stöddu. Var að síðustu borin upp sú tillaga, að halda politiskan fund i héraðinu í vetur, og var hún samþykt með flestum eða öllum atkvæðum. — „Stjórnarskrármálið virð- ist nú vera komið i gott horf. Frumvarp það, er samþykt var á síðasta þingi gæti eflaust orðið til nokkurra bóta, og miklar líkur eru til, að ferð Hannesar Hafsteins leiði þær und- tektir frá stjórninni, að meiri bætur fáist, ef flokkarnir taka saman, sem litlar ástæður eru til að efast um“. Af þessu má sjá að Þingeyingar eru að sannfærast í þessu máli. Sendes frit til Mænd. En Bog paa dansk sorn beskriver nervöse Sygdomme hos Mænd, sendes frit til Enhver, som skriver derom. Om nervöse Sygdomme har man i Almindelighed hidtil ikke havt megen Videnskab. Det er et Fak- tum, at nervöse Sygdomme hos Mænd i enhver Alder og i alle Livsstillinger ofte forekomme. Aarsagerne hertil ere meget for- skjeilige,og de beskrives fuldstændig i en Bog paa 100 Sider, som ud- gives af States Medical Institute, Fort Wayne, Ind., N. Amerika. Bogen sendes frit til enhver, som anmoder herom. Denne Bog er vel værd at gennemgaa, idet den indeholder mange rigtige og værdi- fulde Raad og Anvisninger for svage Mænd. Opgiv deres Navn og Adresse til State Medical In- stitute No. 408 Elektron Building, Fort Wayne, Ind., N. Amerika, og de sender Dem Bogen paa dansk omsorgsfuldt forseglet. Lidende anmodes ufortövet at skrive. blöö úr 15. árgangi JjlllÖ lUJi Fjallkonunnar (1898) eða þann árgang allan, kaupir út- gefandi Fjallkonunnar. Fundist heflr olíukápa um borð í „Hól- um“ á leiðinni fiá Vopuafirði til Þðrshafn- ar í mai eíðastl. Eigandinn vitji hennar til undirskrifaða. Reykjavík, Lindargötu 17, 18/n 1901. Ouðjón Sigurðsson. Fyrir 2 árum veiktist eg. Veik- in byrjaði á lystarleysi og eins varð mér ilt af öllu sem eg borðaði, og fylgdi því sveínleysi, magnleysi og taugaveiklun. Eg fór því að brúka Kinalífsrlixír þann, er hr. Waldemar Petersen í Friðrikshöfn hefir búið til. Eg brúkaði 3 glös og fann undir eins bata. Er eg hefi nú reynt hvorttveggja, bæði að brúka hann og vera án hans annað veifið, þá er það full sannfæring mín, að egmegi ekki án hans vera, að minsta kosti í bráðina. Sandlækjarkoti. Jon Bjarnason. Kína-lífs.elixírinn fæst hjá flest- um kaupmönnum á íslandi, án nokk- urrar tollhækkunar, svo að verðið er ekki nema eins og áður, 1 kr. 50 au. flaskan. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaup- endur beðnir að líta vel eftir því, að Y£- standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumið&num: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Waldemar Petersen, Frederikshavn, skrifstofa og birgðahús, Nyvej 16, Kjöbenhavn. Undirskrifaður tekur að sér húsasmíði og alt sem Iýtur að þeirri iðn. Mig er að hitta í Grjótagötu 2. Hjörleifur Þórðarson. Jón Ölafsson ætlar að halda tölu á Þriðjudags- kveldið 26. þ. m. í Iðnaðarmanna- húsinu; hann talar þar, og byrjar stundvíslega kl.81/^ um sjálfstjórn (stjórnarskrármáiið). Umræður á eftir. Húsið opið kl. 8. Aðgangur 25 au. Mei Laura koma stólafjaðrir, enskt vaðinál gasolíuvélar og larnpar, rekkvoð- ir, enskt leður, millipils og m. fl. Björn Kristjánsson. Kaupendur FJALLKONUNNAR Oö KVENNABLAESINS sem skifta um bústaði, eru beðnir að láta útgefendur vita það svo fljótt sem unt er, svo að þeir geti fengið blöðin með skilum. Sérstaklega eru þeir kaupendur blaðsins, sem flutt hafa til Reykjavíkur, beðnir að láta vita um heimili sín. #vennablaðið,|« Stærst og ódýrast íslenzkra kvennablaða. Efnið rnjög imirgbreytt: Ritgerðir ýmislegs efnis, flestar eftir ritstýruna. Skemtilegar sögur. Ymsar smágreinir, sem snerta heimilin, handavinna, eldhúsbálkur, góð ráð o. s. frv. Blaðið kostar 1 kr. 50 au. árgang- urinn (2 kr. ásamt Barnablaðinu). Kaupendur fá árgaldið margborg- að með því að færa sér í nyt þær mörgu verklegu bendingar, sem eru í bíaðinu, að sleptum öll- um fróðleiknum og skemtuninni. Nýir kaupendur árgangs- ins 1902 geta fengið árganginn 1901 á 75 aura. Árgangarnir 1899 og 1900 fást fyrir sama verð. Eldri árgangar eru seldir fullu varði. Seict í vetur fæst Kvennablaðið í skrautbandi, sem nánar verður auglýst. Útgefandi: Yald. Ásmundsson. PélagHprontsrniðian. 122 fara eins og eg er? Eg hefði ekki getað þekt þlg, ef eg hefði mætt þér á förnum vegi, svo hefir þú breyzt.“ „Já, tuttugu ár fara ekki svo leið sína, að þau skiljí engin spor eftir. En hvernig stendur á því, að högum þínum er svo komið? Af hverju hefirðu ekki viljað þiggja þá hjálp, sem eg hefi látið bjóða þér? Eg hefi alt haft auga á þér“. „Þína hjálp hefi eg ekki viljað þiggja; eg hefi einu sinni þegið hana, og mér er það atvik svo í minni, að mig langar ekki að reyna það aftur.“ „Og geturðu enn gramið þig yflr því. Þú ættir þó að muna, að þú fekst mig ekki til þess óhappaverks". „Það var sama. Þú gerðir það mín vegna. Og þegar eg hugsa um það, að afleiðingarnar hafa gerspilt framtíð tveggja ungra efnismanna, og leitt sorg og dauða yfir tvær fjölskyldur, þá liggur mér við að tárast blóði. Eg væri víst fyrir löngu fallinn í valinn, ef hefndarhugurinn hefði ekki baldið mér uppréttum og breunivín-. ið deyft minnið.“. „En á hverju hefirðu lifað öll þessi ár?“ „Ekki á ránum, eins og víllidýrin, heldur eins og fuglar him- insins, sem himnafaðirinn fæðir. Eg bið ekki beininga, en ait út- lit mitt biður fyrir mig, og eg hefi eiginlega aldrei liðið skort. Eg hefi getað vanið mig á að lifa á sem allra minstu; brennivínið er mér kostnaðarsamast, og eg á oft erfitt með að afla mér þess.“ „Já, en þessu lífi getur þú ekki lifað tií lengdar. Farðu hing- að til mín og lifðu í næði það sem eftir er. Þú veizt, að eg hefi nóg fyrir okkur báða.“ „Fara til þín, nei, og svo að þú þurfir ekki að tala meiia um 123 það, skal eg segja þér eitt, þó þér kunni að þykja það leiðinleg fregn“. „Segðu mér ekkert", sagði Erberg og dró uiður í honum. Eg skil þig og ætla ekki að neyða þig ti! að þiggja hjálp míne. En þú varst að tala um hefnd: hugsaðu ekki um það. Það hafa ver- ið forlög, og að líkindum hefir hinn miskunnarlausi maður verið verkfæri í hendi þeirra.“ „Það er langt frá mér, að vilja breyta lífernisháttum mínuin. Forlögin, sem þú kallar, eða forsjónin, sem eg kalla, hefir rétt mér hendina, og hefndin er bráðum komin, sem------------ekki meira um það. Eu heyrðu: Ertu viss um, að þér sé óhætt að trúa Pétri Hoff og konu hans?“ Erberg hnykti við og hann ieit á Aldicg með óttasvip. „Þú þarft annars ekkert að óttast“, sagði Alding, „þau hafa enn reynzt þér trú. En þú veizt, að eg bý í húsinu, og það var gott, að þar var euginn annar. Þegar þú komst þar fyrir jólin og hvarfst alt í einu sama kveldið, þá hefði forvitni þeirra víst verið ofmikið boðið, ef mér hefði ekki tekist að telja þeim trú um, að það hefði verið audi, sem hefði komið til þeirra, og að bezt væri fyrir þau, að segja engum manni frá því.“ „Eg get ekki trúað því, að þau geri mér neitt ilt. Eg hefi bjarg- að þeim úr bágindunum, svo að þau lifa bærilegu Iífi.“ „Ef þú hefir ekki annað að reiða þig á, en þakklátssemina, þá met eg hana að engu. ‘Laun heimeins eru vanþakklæti’.“ „Ekki æíinlega. Því fer betur, að margar undantekningar eru frá þeirri reglu, og svo vona eg verði hér.“

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.