Fjallkonan


Fjallkonan - 23.11.1901, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 23.11.1901, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAN. íslands ráðgjafinn, Alberti, er eigandi danska blaðsins „Dannebrog". Ritstjóri þess blaðs, Secher, er nú líka gerður að riddara af dannebrog. Stýrilegt loftfar. Santos Dumont, verk- fræðingur írá Brasilíu, i París, hefir nú buið til loftfar og getur stýrr því. Þó eru enn einhverir gallar á stjórninni. Hann hefir samt fengið verðlaun þau, sem heitin voru þeim, sem fyrst gerði stýrilegt loftfar, 100 þúsund franka. Dáinn er Oarl Friðrik Tietgen, einn af merkustu mönnum Dana, fæddur 1829 i Óðins- vóum. Langmestur framkvæmdamaður Dana á næstliðinni öld; stofnaði prívatbankann 1857, hið sameinaða gufuskipafólag 1866, hið stóra norræna telegraffólag 1868, reisti Marmara- kirkjuna í Kaupmannahöfn úr rústum o. s. frv. Jarðarför hans fór fram með mikilli við- höfn frá Marmarakirkjunni. Fylgdi honum konungur til grafar og margt stórmenni. Játvarður Bretakonungur ætlar að láta krýna sig að vori með mikilli dýrð og við- höfn Er konungurinn nú að senda út boðs- bréf til allra þeirra þjóðhöfðingja, sem boðn- ir eru til krýningar-hátíðarinnar. Morðingi Mac Kinleys, Czolgoss, var tekinn af lífi með rafmagni, eins og siður er til i Banda- ríkjunum. Hann varð vel við dauða sínum, en sýndi engin iðrunarmerki. Hann kvaðst hafa drepið Mac Kinley af því hann hefði verið óvinveittur verkmönnum. Færeyingar kvarta mjög yfir því, hversu ó- fullkomnar samgöngur þeirra séu við önnur lönd, og hafa þeir þó miklu tíðari samgöngur en íslendingar, þar sem Færeyingar senda iðu- lega sín eigin skip til Skotlands. — Nú ætlar hvalveiðamaður að koma á stöðugum gufuskipa- ferðum milli Þórshafnar og Kaupmannahafaar, og teija Færeyingar það bót á „mjögóregluleg- um samgöngum“, sem þeir hafi nú. En íslendiigar gera sig harðánægða með að vera alveg útilokaðir úr heiminum tvo mánuði af árinu. Hverju mun stjórnin svara? Nú má vænta þess, að með uæstu póstskips- komu í lok þessa mánaðar fái þjóðin svar stjórn- arinnar í stjórnarskrármálinu. En hverju mun hún svara? Á því getur lítiil efi leikið. Hún mun gefa íslendingum kost á þeirri stjórnarbót, sem felst í frumvarpinu, sem sam- þykt var í sumar. Þó flokkur sá sem reisupp móti því á þinginu, teldi það i þinglokin óhaf- andi, og kallaði þá aila landráðamenn, sem því fylgdu, höfðu ýmsir menn úr þeim fiokki áður viljað sætta sig við þá stjórnarbót og væri hægt að benda á nöfn þeirra. Það má því telja víst, að gefi stjórnin ekki kost á meiri umbótum að sinni, þá muni allir skynsamir menn verða á eitt sáttir, að láta sér þetta nægja í bráðina, og reyna þá síðar til að fá fullkomnari stjórnar- skipun, þannig að sérmáiastjórn vor sé alinn- lend og hluttöku vorri í stjórn hinna sameigin- legu mála betur fyrir komið en nú. En gera má líka ráð fyrir því að stjórnin segi: „Efri deild alþingis hefir getið þess i ávarpi sínu til konungsíns, að hin íslenzka þjóð hafi aldrei verið fyllilega ánægð með það fyrirkomu- lag sem bygt er á þeim skilningi á sambandi Danmerkur og ísiands, sem hingað tilhefirver- ið haldið fram af stjórninni. — Nú heldur stjórnin ekki lengur fram þeim skilningi, og vill því veita íslendingum frekari réttindi en í frumvarpinu eru fólgin, ef þeir æskja þess. En með því að íslendingar hafa ekki ákveðið, uverjar umbætur þeir vilji fá fram yfir þær sem frumvarpið felur í sér, getur stjórnin að svo stöddu ekkert sagt um það mál“. Stjórnin mun auðvitað ekki taka til neinna greina óskir þær sem komu fram í 10 manna frumvarpinu, um að ráðgjafarnir væru tveir, enda er svo að sjá á blöðum þess flokks, sem hann sé fyrir löngu hættur að halda fram þeirri stjórn. Og munu þeir játa, að alt þeirra strit með þetta frumvarp á þÍDginu hafi verið van- hugsað. En hvert er prógram þeirra nú? [Það er almenningi ekki kunnugt fremur en vant er.— Þeir eru alt af prógrams-lausir. — Nú eru þeir að tala um einn ráðgjafa, eem sé bú- settur í Reykjavík; það fyrirkomulsg er auð- vitað einfaldast og fyrirhafnarmínst, þvi það er ekki annað en landshöfðinginn ,breyti um nafn og nefnist ráðgjafi. En með því fyrir- komulagi væri stjórn vor komin í enn meira óefni, en hún nú er í, þar sem auðsjáanlega vantaði þann millilið, sem ekki verður hjá komist við hlið konungs, svo að ríkisráðið hlyti aðtaka sérjafnvel frekari völd í málum vorum en það hefir nú. Báðar þessar tillögur minni-hluta manna eru óhæfar, og auðsjáanlega gerðar til þess að spilla fyrir framgangi málsins, spilla fyrir því að vér fáum fullkomna innlenda stjórn. Yér vit- um ekki nema stjórnin kynni að vera fús á að veita okkur samskonar stjórn og lýðlendur Breta hafa; það væri alinnlend stjórn, fullkom- in þingræðisstjórn. Það væri eitthvað annað en þau stjórnskipulegu afskræmi, sem aftur- haldsiiðið hefir verið að ota fram á þessum síðustu og verstu tímum. Þess má geta, að i fólksþinginu danska hefir komið fram fyrirspurn (frá Krdblé) til íslands ráðgjafans, Alberti, um það, hver svör stjórnin mundi veita ísiendingum um stjórnarskrár- málið. Hafði ráðgjafinn svarað á þá leið, að stjórnin mundi verða við óskum íslendinga, að svo miklu leyti sem þær kæmu ekki í bága við sambandið milli íslands og Danmerkur. Meira er enn ekki kunnugt, og er líklegt að stjómin gefi ekki neitt annað svar að svo stöddu. ISLENZKUR SÖGUBÁLKUR. Æfisaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Kftir eiginhandr., Landsbókas. 189, 4to.] Hann (Magnús^ Ólafsson) átti hjá mér 4rd.; pá gaf hann mér npp og þar til 4 fjórð. smjörs, og hefir þar fyrir öngan betaling þegið. Hann hefir og langt nm fleiri þénnstnr síðan gert mér í verki, viðurgerningnm, ráðum og útréttingum, sem hann hefir að öngn reiknað né viljað betaling fyrir, þó eg hafi hann framboðið. Fnndið hefi eg og einstökn mann af fátæku bændafólki, sem*ei hafa slitið sína trygð við mig. Við sjó. átti eg, þá eldurinn kom yfir, rúman hundraðs hlut, so nú varð eg alt að kaupa, sem eg með 14 mönnum áttom af að lifa ogjjótal er að kom til og frá, hvað mig víst kostaði 140 rd., sem eghefði ei fyrr né annars kunnað að trúa, nema reynt hefði. Um hanstið sendi eg tvo vinnumenn mina út á Eyrarbakka með sjö hesta undir mat, er eg þar tók og lagði þar í hendur þeirra. Þeir vórn 9 viknr á þeirri leið. Enginn kom hesturinn lif- andi aftur af þeim er þeir með fórn, heldur aðrir til láns eður kaups, hverir 9'hestar, allir aftur drápust um vetnrinn. Miklu höfðu strákar: þeir eytt af matnum og það heim komst skemt og fordjarfað. So varð þá alt að óhamingju, og heimamenn þeir verstu. Eg tók þræla þessa aftur í sátt, þó þannig léki mig út, hvað aldrei skyldi þó verið hafa.g Qerði þá til sjós, en sagði þeim að vista sig eftirleiðis annarsstaðar, hvað þeir gerðn, þó ei til langgæðrar lukku, sem ei var von. Þoir dóu i hungri og vesöld síðast. MadameMálmfríðurBrynjólfsdóttir, ekkjaprófastsSra Jóns Brynjólfssonar, míns forna vinar, kom upp á mig þetta haust og sálaðist bjá mér um Jónsmessn Ieytið árið eftir. Rægðu öfundsjúkir mig og bræður hennar saman um eigur þær og fatnað, sem hún hafði til mín flutt. En nrðu að renna niður þeirri lygi, þá skilagrein á öllu var með órækum vitnum og bevísingum sýnd. Umferð fólksins var svo mikil, að aldrei kom sú nótt, að ei væru að komandi 7 menn og þar yfir. Það var stór kraftnr guðs, að eg skildi við hús og búskap haldast. So var matvælum niður raðað, að 1 mörk smjörs skyldi vera handa hverjum manni í viku, sem nægði þá af öðru var nóg. Ef við fengum að mjólk, þá létum við fjögur, kona mín, Málmfríður, Helga dóttir mín og ég okkur mörkina nægja í fjögur mál saman við tevatnið, er við hlutum að drekka. So komst vani á að drekka vatnið, að það fanst sem sætur drykkur, en það leiddi þó meiri ólyfjan eftir sig en eg frá megi segja. Eg heyjaði um sumarið hér af túninu hér nm 30 hesta, sem eg ætlaði einni kú, en hún drapst út frá því, en einum hesti, er ég að keypti um hanstið, hélt ég við á því; var hey þetta so vont, að væri því kastað á eld, var líkur reykur og logi af því so sem af sjálfnm brennisteininnm. Þó lifði þessi hestur á þvi, því hann var sá eini hestur, sem hér á Síðunni var lifandi eftir og í bnrðum að bera lík til kirkjunnar. Níels Hjaltalín og Þórunn Jónsdóttir kona hans buðu mér að taka af mér Katrínu dóttur mína, hvað eg þáði. Velnefnd Þórunn hafði verið hjá mér til lækninga áður. — So fór að Jórunn dóttir min varð og á þeim bæ, hvar þau bjuggu, sem var í Hlíðar- húsum á Seltjarnarnesi. Hafði þar hvor skemtun af annari á þeirri sorglegn tíð. Áður/áminst snmar, hanst og vetnr, sem eldsins ógn mest yfir geisaði, gekk hér soddan umbreyting á í öllu, að eg get þar ei orðum að komið. Hér var flótti fólks til og frá. Þar einn þorði ei vera óhultur vegna elds yfirgangsins, þangað flýði hinn annar, og so burt hingað og þangað, alt vestur nm Gullbringnsýslu. Mátti eg vak- inn og sofinn vera að hjálpa þeim með ýmislegt, gefa þeim, geyma fyrir þá ete. En allra helzt telja þeim trú og hughreysta þá, og þá aðrir prestarnir flýðn, beiddn margir mig í guðs nafni að skilja ei við sig, því þeir höfðu þá trú, að ef eg væri hér kyr, biðjandi guð fyrir þeim, þá mundi hér eldurinn öngum bæ né manni granda, og það skeði so. Eg fór svipsinnis vestur í Mýrdal; á meðan tók eldnrinn einn bæ af sókn minni og fordjarf- aði mikið hinn annan, en helzta orsök mun þó hafa ver- ið sundurlyndiseldur, er framar var áðnr og undir það á þeim bænm en öðrum í minni sókn. Þá tók eldurinn að færa sig fram eftir árfarveginum, að ei sá annað fyr- ir, en hann ætlaði kirkjnna og so að eyðileggja. En þar hann var á fullri framrás í afhallandi farveg stefndi (hann)á klaustrið og kirkjuna sérdeilislega. Einn sunnudag, o: þann 4ða eftir Tr., embættaði eg í kirkjnnni, sem öll var í hristingu og skjálfta af ógnum þeim er að ofan komu, en so var eg óskelfdur, og eg ætla allir þeir er í kirkjunni vóru, að vér vórum ljúfir eg reiðubúnir að taka á móti því sem guð vildi. Var þá guð heitt og í al- vöru ákallaður. Enda hagaði hans ráð því so til, að eldurinn komst ei þverfótar lengra en hann var fyrir embættið, heldur hrúgaðist hvað ofan á annað í einum bunka. Þar með komu ofan á hann öll bygðarvötn eður ár, sem kæfðu hann i mestn ákefð. Einum guði sé æra! Og enn fleiri dásemdarveik veitti guð sínum börnum fyrir andaktuga bæn. Eg hlaut öllum mínum bænnm og prédikunum so að haga, sem tíminn nú útheimti; helzt hlaut eg að kenna, að guð gerði alla hluti vel og ei óréttvíslega, að mönnum byrjaði að ákalla hann og líða þolinmóðlega það hann álegði; hann vissi betur en menn, hvað þeim væri gagnlegt; að hann gæfi þeim eilíft líf, er hann vissi tilreiddir væru etc. So hversu (sem) sumir vóru gramir og illa, já, óguðlega talandi fyrst (er) þeir rnku, æddu og létu verst, so auðmjúkir og þolgóðir urðu flestallir síðast. Ágirnd og þjófnaður rýmdist næsta torveldlega í burt frá fleirum en menn áður þektu. Var það ein ólukka í landinu, að þjófar vóru frómir sagðir! Eftir því sem kom að jólum og á veturinn leið tók fólk að deyja í pest og hungri, so það ár dóu í sókn minni hér 76 manneskjur af hungri og eldsins verk- unum, blóðsótt og þess kyns. Hlaut eg nú alla tíðina að ganga og ljá (þann) eina hest minn að bera líkin til kirkjunnar, því akfæri gafst ei. Þá varð að safna líkum saman þar til á sunnudaga, og grafa þá 8 og 10, stund- um fleiri, í einu. Því mannfólk var ei fleira en því varð öllu að safna til í hvert sinn, að taka grafir og berja klaka, og varð því af máttleysi þess að láta marga i eina gröf og út undir jarðveginn á báðar síðnr. Á útmánuðum voru dagstæðar sex vikur, sem eg stóð ei við, né fór úr íötunum, nær helzt að segja nótt og

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.