Fjallkonan


Fjallkonan - 23.11.1901, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 23.11.1901, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 8 dag, til að þjónusta fólkið, bæði það sem burtkallaðist og hitt sem af hjarði, en ei komst til kirkjunnar. Þá sögðn margir: „Nú má segja, að prestur hafi mikið fyrir sínu brauði“. Varð þá síðast eftir í sðkninni með Steins- mýrar bseum 93 manns, so þá að sumarmálum leið fðru bændur sem gengið gátu að skreiðast vestur eftir til s jðs, að halda lífinu og útvega sér lífskepnur, so hér varð ei embættisfært af fðlksleysi og lasleika þess. Dar með tðk eg mig að heiman með dreng mínum, sem heitir Jón Sigurðsson, og gekk fyrst í Skálholt og síðan suður á Álftanes til Hr. stiftamtmanns Thodals; fekk eg hjá honum af innsendnm gefnum peningum 60 rd. Hann fekk mér og í hendur 600 rd. í einum kassa. Talvélin. Ný vísindagrein er nú að spretta upp. Höfundur hennar er enskur lifseðlifræðingur próf. Mao Kendrick. Þessa vísindagrein kall- ar hann fónógrafíu eða hljóðlýsing. Fónógrafinn eða hljóðritinn kemur að tvens konar notum í þarfir vísindanna. Hann rann- sakar hljóðið og hann varðveitir mannsröddina og ræður manna. Síðara atriðið hefir mest verið hugsað um, og í sumum stórborgunum hafa verið sett á stofn hljóðritasöfn, þar sem geymdur er söngur frægra söngvara og ræð- ur frægra mælskumanna, sýnishorn af mdl- um villiþjóða með öllum heyranlegum ein- kennum o. s. frv. — Þess konar söfn eru mikils virði fyrir vísindin, og mundi það vera ómetanlegt, ef nú væri til samskonar söfn af ræðum Demosþenes og Oicerós, eða ef vér yfirleitt vissum, hvernig forntungurn- ar hafa verið talaðar. En það er sérstaklega eðli og upptök hljóðs- ins, sem talvélin rannsakar, og er það atriði ekki minna vert. Allir vita, að rödd mannsins verður til fyrir hreyfingar ýmsra færa líkamans. Þegar talað er hreyfast varirnar, tungan,'góm- urinn og hálsvöðvarnir, barkakýlið og andlits- vöðvarnir meira og minna. Með því móti fær röddin ýms einkenni, sem gera hana ólika tónum hljóðfæranna. Vísindin verða að áiíta, að mögulegt sé að komast að því takmarki með rannsókn orðmyndunarinnar, að hvert einstakt hljóð geti orðið sýnt með stærðfræði- legu merki í staðinn fyrir þau tákn, sem nú tíðkast. Við þess konar rannsóknir hefir verið feng- ist í 25 ár, og hafa menn þegar komist að ýmsum niðurstöðum um frnmmyndun hljóðs- ins og orðanna. Líffræðingur einn í París, sem heitir Mar- ag, hefir komist lengst í þessum rannsóknum. Honum hefir tekist að líkja svo eftir manns- röddinni með vél, að vélin getur með mestu nákvæmni nefnt hljóðstafina, svo sem á, ó, í, o. s. frv., og eru menn ekki vonlausir um, að svo takist að fullkomna hana að með henni megi flytja ræður á sama hátt og ritvélin prentar orðin á pappírinn. Ef það yrði, gætu jafnvel málleysingjar flutt skírar og greinilegar ræður. Árnessyslu (ofanverðri) 7. nóv. Tíðin hefir mátt heita góð í sumar sem leið; heyskapnr i góðu meðallagi. Hatjurtagarðar brugðust mátti segja alger- lega. Kartöflusýki geisar hér yfir og þykir slæmur gestur. Sýkin byrjar í grasinn, legg- urinn visnar, og kartaflan jafnframt. Sýki þessi er svo næm, að ef maður stígur fæti í sýktan garð, og svo í heilbrigðan, þá sýkist hann undir eins. Heilbrigði manna fremur góð. — Skarlatssóttin er hér samt enn; núna er hún í Skálmholts- hrauni í Flóa á háu stigi. Mikill áhugi er vaknaður hjá Gnúpverja- hreppsbændum með að stofna rjómabú, og verð- ur það sjálfsagt sett á fót í vor er kemur. Það sem rjómabú Hrunamanna hreppsbænda hefir selt af smjöri hefir selst á 79 aur. pd. brutto, netto 63 aur. Ekki heyrist annað en allir hér upp í sýsl- unni séu ánægðir með úrslit stjórnarskrármáls- ins hjá þinginu í sumar, enda virðist engin á- stæða til annars. Hrapariega hefir mishepnast bólusetning á sauðfé í þetta sinn, og hefir drepist af bólunni meira og minna á hverjum bæ, sem bólusett hefir verið á. Að líkindum er það bóluefninu að kenna, þar sem sömumenn hafa bólusett og brúkað sömu aðferð og áður. Nema ef vera kynni, að fé væri eitthvað veikara fyrir nú en undanfarin ár af pestnæmi, er lægi í skepnunni, því nú hefði orðið pestarár, ef engin bólusetn- ing hefði átt sér stað að undanförnu. Enda virðist sem litt mögulegt sé að fara með sauð- fé, síðan norðlenzka fjárkynið blandaðist sam- an við fé hér. Það var sannarlega enginn búbætir fyrir Ár- nesinga, þegar keyptir voru hingað þingeysku hrútarnlr. Keynslan og vísindin sanna, að dýr- ið þrífst bezt í því loftslagi, þar sem forfeður þess hafa alist upp, því þá er kynstofninn bú- inn að laga sig eftir kringumstæðunum, og fær- ari um að standast dutlunga náttúrunnar. Því verður hverju bygðarlagi hollast sitt eigið fjár- kyn, og að bæta það með góðri meðferð og heppilegu úrvali. Kolanámurnar á Færeyjum. Svo er að sjá á dönsknm blöðum og færeysknm, að menn geri sér beztu vonir um kolanámurnar á Færeyjum; hafa þar fundist innan um eink- ar góð kol, og hyggur félagið sem hefir keypt námurnar, að það muni geta flutt þessi kol út með góðum ágóða. Ef það reynist satt sem skýrt er frá um færeysku kolin, ættu þau að verða talsvert ó- dýrari hér á landi en ensk kol. Flutnings- kostnaður minni og sparnaður á hinum enska útflutningstolli, sem er 1 sh. á tonninu. Greifinn franski d’ Ornado, sem er einn af helztu forstöðumönnum námufélagsins í Fær- eyjum, hefir sagt svo um íslenzku kolin (frá Mjóafirði), að íslendingar mundu vel geta notað þau, en þau mundu naumast verða út- flutningsvara, ef dæma skyldi eftir sýnishorn- um þeim sem Thor Tulinius stórkaupmað- ur hefði. Eimskipið „AIf“ kom hér fyrir fáum dög- um með tiraburfarm frá Svíþjóð (Halmstad) til verzlunar Thor Jensens hér í bænum. Hafðl komið við í Leirvfk á Hjaltlandi. — Þessi við- aríarmur kom hér f góðar þarfir, þvi mikill skortur var orðinn á timbri hér. Jón Ólafsson ætlar að halda ræðu á þriðju- dagskveldið kemur um stjórnarskrármálið, eins og hann hefir auglýst hér í blaðinu. Mun mörg- um vera forvitni á að heyra, hvað hann legg- ur nú til þess máls, einkum af því að þessi gamli þingmaður og blaðamaðnr heflr að kalla ekkert látið til sín heyra í þvi máli nú um mörg ár. Þjóðólfur er drjúgur yfirþví í sfðasta blaði, að svar íslands ráðgjafans gegn íyrirspurn Krabbes Bé“ í fullu samræmi við það sem Hannes Havstein hefir skýrt frá“ og telur auð- sjáanlega mikið „á því að græða“. En í svari þessu er ekkert annað íólgið, en hið sama sem felst í boðskap konungs til síðasta þings. Á þessu svari er því ekkert að græða. Klemens Jónsson sýslumaður, forseti neðri deildar þingsins, hefir haft þau orð um stjórn- 124 „Jaja. — Mikil er þín trú. Til allrar hamingju á eg heima í húsinu, og eg skal reyna að hafa gætur á fólkinu.“ 18. Miðsumarkveld. Majór Rúsensköld ætlaði að hafa tyllidag, og hann var vanur að vera rífur í útlátunum þegar því var að skifta. Hann hafði boðið vinum og nágrönnum fjær og nær, og var von á mörgum gestum að Hringnesi þetta kveld. Húsbóndinn lék við hvern sinn fingur og leit eftir öllu, en Emma þaut í hvíta búningnum sínum endanna á milli um alt hús- ið, og var alt af að líta út um gluggana. Herbergin urðu full af fólki og garðurinn af vögnum. Vagninn lögréttumannsins kom um sama leyti og fólkið frá Darnsjö. í honum sat lögréttumaðurinn með dóttur sinni, og Ólaf- ur var ökumaður. Willner hjálpaði frú Dahn og fröken Adlerkranz úr vagnin- um. Hann leit kringum sig, og sá hvar Ólafur var og brá hon- nm mjög við það. En í sama bili kom majórinn og heilsaði gest- unum, og tók því engiun eftir því, hversu Ólafi var brugðið. Ólafur hirti hestana og vissi ekki fyrr en Willner sló á öxl hans. Hann leit við og stóð þar beint frammi fyrir Ólafi. „Hvað sé eg? Ert þú kominn?* „Já“, sagði Ólafur og hló við ; „eg er hérna sjálfur, en láttu nú engan vita, eg skal seinna segja þér hvernig á öllu stendur.“ „Komdu þá til mín heim að Damsjö, og segðu mér það.“ 121 Þá kom líka stöku sinnum eitthvað af nágrönnunum að heim- sækja húsbóndann, og tók hann öllum vel, þótt hann væri frem- ur fár. Nokkurum dögum eftir heimkomu sína sat Erberg nú í elnu herberginu í litla húsinu hans. Hann virtist vera og var kominn nokkuð á fimtugs aldur. Sorgir og þjáningar höfðu afmyndað svip hans og andlitsdráttu frá æskuárunum; hann hafði verið manna fríðastur sýnum; en vits- munirnir og góðmenskan Ijómaði enn úr dökku augunum hans. Hann var enn ólotinn og unglegur í framgöngu; lífið hafði enn ekki getað beygt herðar hans, þó það hefði sett mót sitt á andlitið. Þá heyrðist skóhljóð í forstofunni; hurðinni var lokið upp og maður kom inn í beiningamannsgervi. Erberg horfði stnndarkorn á komumann, sem stóð þegjandi á gólfinu, en alt í einu tók hann viðbragð, stökk á fætur og faðm- aði hann að sér. „Alding, gamli vinur. Við höfum þá loksins fundist. En hvað þú ert breyttur, guð minn góður.“ Beiningamaðurinn gat varla komið upp orði fyrir geðs- hræringu. „Góði, góði —“ „Nefndu ekkert nafn. Liðni tíminn er dauður fyrir mig og nöfnin týnd. Hér kalla eg mig Erberg.“ „Og þú gazt þekt mig, þó útlitið hafi breyzt og þó eg sé til

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.