Fjallkonan - 02.12.1902, Qupperneq 3
búnaðinum eða óbeit þá, sem
margt þetta fólk af lægri skólun-
um hefir á allri líkamlegri vinnu
eða helzt þó á störfum þeim, sem
nauðsynleg eru og óhjákvæmileg
við búskapinn; og af þessum or-
sökum er vinnukraftur talsvert
minni í sýslnnni, en fóiksfjöldinn
bendir til að ætti að vera
Báðir héraðslæknar vorir eru
veikir; Sigurður liggur á spítalan-
um á Akureyri, en Magnús Jó-
hannsson á Hofsós er heima iijá
sér, en við rúmið öðru livoru.
Kíghósti er að ganga í Sléttuhiíð
og hafa ungbörn dáið úr honum.
Kýdáinn er Jóhannes Sigurðsson,
bóndi á Skriðulandi, ungur og dug-
legur bóndi; hafði áður farið ti!
Ameríku og verið þar nokkur ar,
en kom aftur og fór að búa hér.
Einnig er dáinn Jón bóndi á Víð-
irnesi, roskinn maður, og Mar-
grét kona fyrrum hreppstjóra Arna
Ásgrímssonar á Kálfstöðum.
Ekkert heyrist nú um fyrirhug-
aðar Ameríkuferðir, enda er Jón
Jónsson frá Hjaltastöðum, er mest
vann að agitatiónum fyrir Ame-
riku og ferðaðist hér sveita á
milli í þeim erindagerðum, kom-
inn til Ameríku, og lætur illa af
lífi sínu þar, og vill nú feginn
vera kominn heim aftur, en far-
gjaldið vantar, enda mun enginn
óska eftir svoleiðis pilti aftur.
ISLENZKUR S0GUBALKUR,
Æflsaga Jóns Steingrímssonar,
prófasts og prests að Prestsbakka.
fEftir eiginhandr., Landsbókas. 182, 4to.]
[Framh.]
Varð eg þá að láta hana lesa yfir mér
og fyrir mig, því eg hafði ei ráðdeild á
því sjálfur; og þar eftir, þar eg sá, að hún
hafði alt það geðslag til að bera, sem í
minum veikindum með þurfti, þá gerði eg
hana mér handgengna og þá eg var búinn
að kynnast við hana hér um mánaðartíma
og hún var ljúf að skilja ei við mig fyr
en daaðinn gerði endir á minni mæðu og
þá eg sá, að eg gat ei launað henni góð-
semd sína og fyrirhöfn eftir verðugleikum
og að heimurinn mundi taka sér hneiksli
af okkar einingarlegn samveru, þó hrein og
saklaus væri fyrir guði, réði eg það af, að
eg leitaði eiginorðs við hana; hverju hún
vel tók, ef það væri guðs og bræðra sinna
vilji, því hún væri búin að skoða sig um
það, að eg hafi huggunar- og líknarþörf
og gott verk mundi það vera, að hjálpa
upp á mig, sem svo mörgum hefði komið
til hjáipar. Skrifa eg síra Markúsi mági
mínum til, bið hann um leyfið, en lýsi
sjálfur, bið guð að hindra það, ef sé eigi
hans vilji, annars að hann gefi þar á
framkvæmd. Atti sira Markús að taka lag
að vestan og bjóða fólki upp á vissan dag,
sem hann findi hentugastan; sem hann alt
röggsamlega útrétti. Varð so okkar hjóna-
bands inngöngndagur 3. sepembris,
hver og hinn sami er fyr meir var, þá
guð gaf mér mína fyrri sælu konu. Þann-
ig leikur guð við mannanna börn, so hér
sannaðist: Upphaf bæðí og ending með
allra hörmunga minna, faðir himneskur
fyrir sér í forsjón etc. Loíaður veri guð;
nú enti hann á mér öll sín fyrirheit, bend-
ingar, viðvaranir, innföll og alt hvað hér
að laut, so að bæði eg og hún gengum úr
öllum skugga um það, að þetta var guðs
forundrunarlegt ráð og vilji, að við skild-
um í eina hjónasæng saman komast. Hafði
guð og so bent henni þar til, að hún
mundi hingað komast til mín í ókent pláss.
Nú með þessari giftingu fekk egfyrirguðs
náð og það meðal hugarins so sem og
hvild nótt og dag so ssetan og rólegan
svefn, hvar með burtdrifust allir vondir
þankar, freistingar og innbyrlingar. Hér
með hef eg glaðvær gengið að öllu minu
verki og útréttingum, í mínum embættis-
FJALLKONAN
Afytietændstikfabriken ,,Glodefri“
Heimdalsgade. Kobenhavn L.
Anbefaler sine glodefri Tændstikker.
'tltu.-jL/rSuifj
ILHöjLödeFrTuU!
KJ0BENHAVN L
Disse Tændstikker siukkes uden at glode og ere derfor absolut farefri.
verkum fengið sætara lyf, lyst og gleði
að lofa guð og dýrka, þvi nú kynni eg
með réttum sönsum og yfirbevísingu um
guðs orða og fyrirheita sannleika, kraft
bænarinnar og verkun þolinmæðinnar að
auglýsa, útmála og frá skýra, hversu sá al-
vísi gnð hagar öllum hlutum til hins bezta
álítur í náð eymd og einstæðingsskap
sinna biðjanda og nauð barna, látandi hjálp
og bænheyrsluna framkomna á hagkvæm-
ustn tið.
Milli ijjalls og l^öru.
Laar a kom á fimtudaginn 27.
þ. m. Farþegar voru M. Lund
lyfsali með frú og börnum, Valde-
mar kaupm. Ottesen, Einar mál-
færslum. Benediktsson, E. Möller
rakarasveinn, Bergsteinn Magnús-
son bakari, Gunnlaugur Sigurðs-
son múrari o. fl.
N ý d á i n n er A. Fredriksen
bakari. Hann var einn af merk-
ustu borgurum bæjarins; andaðist
hann aðfaranóttina iaugardagsins.
H e y b r u n i varð 22. f. m. hjá
Sveini bónda á Hvalsnesi við
Stöðvarfjörð. Kom eidur upp í
hlöðu, sem mestallur heyfengur
bónda var í, og brann hún til
kaldra kola.
Fiskiafli er sagður dágóður
enn á ísafirði, um 5 kr. i hlut á
dag. ytirburðagóður afli kvað
hafa verið á Snæfjallaströndinni
í haust. I Steingrímsfirði einnig
mjög góður afli, og fiskur uppi í
landsteinum. Verzlanir því víða
orðnar saltlausar.
F énað arsýningum hefir
sýslunefndin í Snæfellsnessýslu
komið á fót með verðlaunum fyrir
afbragðsskepnur. E'yrsta sýning-
in var haldin í vor í Staðarsveit-
inni; en ekki var hún fjölsótt. Er
mælt, að Snæfellingar hafi í hyggju
að gera bragarbót.
Aukaskip á að koma von
bráðar frá Sameinaða íélaginu
með vörur, sem ekki komust í
»Laura«. Skipið heitir »Morsö«.
Verzlunarmannafélagið í Tromsö
hefirsamið og samþykt áskorun
til stjórnarinnar í þá átt, að hún
hlutist til ura, að á næsta stórþingi
verði samin lög um algerða frið-
un á hvölum fyrst um sinn i 20
ár.
Hallur Hallss
on
á Horni
snúi sér tii Guðmundar Magnús-
sonar prentara og skálds.
r •;
i: ■. ::; 1 !ni
:©
C. Zimsen's verzlun
fær nú með »Laura» og »Mori.ö« mikið af alls konar vörum,
sem seljast að vanda mjög ódýrt.
Kaffi — Export — Sykur alls konar — Grjón — Haframjöl —
Bankabygg malað og ómalað — Hafra — allskonar fín grjón
og mjöl, — Rúsinur — Sveskjur — Kúrennur — Epli — App-
elsínur — Vinber — Niðursoðna ávexti — Syltitöj ' — Choco-
lade — Cacao, sætt og ósætt, mjög ódýrt
Ullajkamba — Högl — Hvellhettur.
Rúðugler — Kitti — Saum alls konar.
Kerti og Spil afar ódýr.
Enn fremur mikið af hinum vel þektu ágætu amerísku
verkfærum, sem allir viðurkenna að eru lang bezt og jafnframt
ódýrustu.
Axir — Sagir — Sporjárn — Skrúíjárn
Borar margs konar — Sveifar — Rissmát
Sagarklemmur — Þjalir — margs konar.
Járnhefla r
fleiri tegundir en nokkru sinni fyr, og margt fleira.
Flestallir vita að þeir gera hvergi betri kaup
^cð
•I—s
an
5C
©
en hjá
C. Zimsen.
s
©
1- -
♦ ■+ 1
@
Góöar jólagjafir
f á s t 1
Veltusundi Nr. 3
Stórt úrval af;
StunóaRluRRum, *ffasaúrum,
Saumavdlum, ^lrfosfum,
SCnifapörum, Slrjóstnœlum
og mörgu JT.
Magnus Benjaminsson.
♦
t-
J ólavörur.
Eins oy að undanförnu hefi eg nu fengið nýjar vörur tif JÓLANNA, vona eg, að
heiðraðir viðskiftavinir mínir láti mig njóta viðskifta sem fyrri. Vörur þær, er eg hefi
fengið og kem til að fá með skipinu »Morsö« sem von er á bráðlega, mæla bezt með sér
sjálfar og liggja til sýnis fyrir hvern og einn, er á þær vill líta, svo fljótt sem hægt er
að koma þeim haganlega fyrir i búð minni,
Með virðingu. PÉTUI^ HJALTEjt?TBÐ.