Fjallkonan


Fjallkonan - 10.03.1903, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 10.03.1903, Blaðsíða 1
Kemur út eiuu sinni •'í viku. Yerð árg. 4kr. (erlendis 5 kr. eða 1 *-/a rloll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis 'yrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi kaup- andi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: >ing- holtsstræti 18. Eeylíjavik 10. marz 1903 XX. árg. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 í spitalanum. Forngripasafn opið mvd. og ld. II—12. K. F. U M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsíðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8'/2 siðd. Landakotskirkja. öuðsþjónusta kl. 9 og kl. 0 á kverjum helgum degi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag fei 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) tnd., mvd. og ld. til útiána. Náttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14 b 1. og á. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Bændamál. V. Afnám vorhreppaskilaþinga. Eftir Brodda. Það kveða nú við fjöllunum hærra umkvartanir yflr fólksleysi og skorti á vinnuafli í landinu og á þetta sér einkum stað hjá landbændum. Verulegra umbóta á þessu má varla vænta fyr en atvinnuvegir landsins eru það á veg komnir, að við getum boðið alþýðu manna viðlíka góð kjör og hún nú hefir i Ameríku; og að þvi er landbún- aðinn snertir, verður eigi ráðin bót á vinnufólkseklu hans fyr en sveitamenn geta boðið langsamlega eins góð kjör og sjávarútvegur- inn, en það verður eigi fyr en af urðirnar hækka stórum í verði og framleiðslan eykst að mun fyrir betri jarðrækt, en til þess er langt að bíða. Það eina, sem nú er auðið að gera í þessu efni, er að afnema alt, sem dregur úr vinnunni. Spor í þessa átt var afnám kougsbæna- dagsins, og er víst, að fyrir þau lög hefir margur fiskur komið á land og margt dagsverkið verið unnið, sem ella hefði verið ógert Næsta sporið ætti að sumra skoðun að vera það, að afnema síðari heigi- dag stórhátíðanna, að minsta kosti páska og hvítasunnu; enda nægir sumum stórþjóðunum, sem engu nfiður þykjast kristnar en vér, að hafa einn hátíðardag. Út í þá sálma skal samt ekki farið frekar í þetta sinn, því ólíkt er, að það gangi af baráttulaust, en eg ætl- aði mér aðeins að tala um það, sem líkur eru til, að koma mætti í framkvæmd á næsta þingi. En til er einn dagur, sem rétt er til einkis og engu er þarfari en kongsbænadagurinn sæli. Það er sá dagur, sem bændur eyða til vorhreppaskilaþinga, því að þeim er engin uppbygging. Helztu verkefni hreppaskila- þinga eru, a ð kjósa hreppsnefnd- armenn, a ð telja fram lausafé og hunda, a ð bjóða niður ómaga og halda undirboðsþing á vegagerð- um; en alt þetta er engan veginn þess vert, að eytt sé til þess heiÞ um degi. Að því er kosning hreppsnefnd- armanna snertir, má vel láta hana fara fram á hreppsfundi eftir manntalsþing. Engin mótbáraætti það að geta verið, að manntals- þingin eru oft naldin fyrir fardaga, því það er einmitt alsiða; kjör- tímabilið er ekki talið frá kjördegi og má i því efni vísa til alþingis- kosninganna, Ekkert virðist heldur vera felt niður, þótt framtal lausafjár og hunda biði til hausthreppaskila- þinga. Vanhöld skulu dregin frá á hausti og er því eigi hægt, að gera skýrslurnar fyr en að þeim afstöðnum, og þar sem breytingin á horfellislögunum gerir ráð fyrir, að fénaður manna sé talinn á vor- in, virðist loku skotið fyrir, að bændur dragi fremur úr framtal- inu fyrir það, að síðar er talið fram. Um hundana virðist mega á sama standa, þótt þeir kynni að týna eilítið tölunni yfir sumarið, því hundaskatturinn feilur í sjálft sig eða sama sem. Það mun eigi allsjaldgæft, að ó- magar séu boðnir niður á hreppa- stefnu, en óhætt mun samt að full- yrða, að sá ósiður sé að leggjast niður ár frá ári og virðist timi til kominn, að hann hverfi alveg, enda þeim, sem bjóða vilja niður ómaga, engin vorkunn, að snúa sér beint til hreppsnefndarinnar. Undirboðsþingum á vegagerðum mætti eins og hreppsnefndarkosn- ingunni huýta aftan í manntals- þingin, enda heppilegra að því leyti, að oft má byrja vegagerðir löngu fyrir hreppaskilaþing. Á síðasta þingi kom fram frum- varp um að afnema manntalsþing- in; og yrði það gert að álita máli, getur enda komið til mála, að af- nema vorhreppaskiiaþingin. En það var hvorttveggja, að sú ný- breytni virtist hafa lítinn byr á þinginu og að hún er í sjálfu sér mjög ísjárverð. Helzta ástæðan fyrir að afnema þau var, að þau væru þýðingarlaus eða þýðingar- lítil; en það þurfa þau alis ekki að vera, ef sýslumenn vilja gæta skyldu sinnar. Þar þarf að brýna fyrir mönnum og útskýra ýms lagaboð, sem almenniug varða, og ná í tillögur manna um ýms meiri háttar sýslumálefni. Auk þess eru manntalsþingin notagóð fyrir þá, sem búa, í fjar- lægð við sýslumann, til þess að fá þrætumál sín útkljáð með eða án dóms, og eru líkur til, að sú þörf fari vaxandi eftir því, sem við- skiftalífið verður fjörugra. Sumir sýslumenn hafa og þann sið, að skifta dánarbúum eftir manntals- þing og halda skiftaíundi til að útkljá skuldakröfur í þau, og er það mikið hagræði fyrir sýslubúa og stórsparnaður fyrir dánarbúin, sem oft eru ærið fátæk. Ef rétt er á haldið, er líka óþarfi, að að- alstarfið á raanntalsþingunum, inn- heimtan, verði þýðingarlaus. Pen- ingar eru að aukast i landiuu og ætti þá gjaidendum að vera minni vorkunn en áður að borga gjöld sín á þingi og því íreraur astæða fyrir sýslumenn til að ganga eftir þeim. Fari svo, að efnahagur iandssjóðs verði þrengri en nú hef- ir verið um nokkurt árabil, gæti líka rekið að því, að landsstjórnin yrði að ganga harðara að sýsiu- mönnum með greiðslu á tekjum hans en nú á sér stað, og verður þá sýslumönnum einn nauðugur, að ganga harðara eftir gjöldun- um; en það er hvergi hægara en á þingi. Að Öllu þessu íhuguðu, er víst varlegra að fara mjög gætilega að því, að breyta jafngamalli og forn- helgri réttarskipun og manntals- þingin eru. Það getur komið að þvi, að menn fegrfir vildu fá þau aftur og væri þá ver farið en heima setið. Eg hef nú bent á, að afarnauð- synlegt sé fyrir bændur, að fá auk- inn styrk úr landssjóði tii jarða- bóta, að fá lögunum um verð- laun fyrir útflutt smér breytt og vorhreppaskilaþingin afnumin. Eg vona, að bændur verði nú sam- taka í að kjósa þá eina á þing, sem með alvöru fylgja'fram þessum raálum, og sýna það bæði í orði og verki, að þeim er hjartfólgið áhugamál, að hefja landbúnaðinu upp úr þeirri niðurlægingu, sem búið er að koma honum í. Takist þetta, geta bændur verið vongóð- ir um góðar og betri tíðir; en verði þeim mislagðar hendur, sýnir það átakanlega, að kosningará- huginn undanfarin Ar hefir átt rót sína að rekja til annars en skyn- samlegrar íhugunar þess, sem bændastéttinni er fyrir beztu. Hvernig á að beizia Þjórsá og hve nær verður hún ieidd yfir Skeið og Flóa? Eftir Vigfús Guðmundsson. II. Eg hef oft átt leið um Þrándar- holt.sbakka, og þá hefir jafnan vakað fyrir mér sú spurning: Er hvergi unt, að ná vatninu úr Þjórsá á tryggari stað en þessum? — sem eg hefi nú lýst. Landslagsins vegna getur ekki verið um það að tala ofar en hjá Þrándarholti, og hallans vegna naumast neðar en fyrir ofan Murn- eyri. Innan þessara takmarka er einn slíkur staður, sem eftir mínu viti er verður þess, að honum sé gaumur gefinn. Staður þessi er neðst á Þrándarholtsbökkum, dá- litið ofar en þar sem S. E. mældi við Murneyri. Er hér krókur á ánni, þar sem norðurállinn byrjar að beygja fyrir endann á Árnesinu. Bakkinn er hér nokkuð lægri en Xr. 10 ofar og að miklu leyti gróinn niður að ánni, fyrir neðan skurð- inn, sem gæti legið fyrst í stað eftir lægð, nær þvi þvert út frá ánni — ef ekki bagaði grjót eða klöpp í botninn, sem auðvitað er órannsakað. Áin er lygn á þessurn stað og aldrei mikið straumkast í henni, því nokkrum föðmum neðar er állinn nokkuð þrengri, með grjóthafti þvert yfir botn hans og klöpp eða föstu grjóti við bæði löndin. Er því ekki útlit til, að állínn geti breytt farvegi eða grafið sig á þessum stað. Auk þess er löng eyri, sem leiðir dálítinn ál að skurðstæðinu. Þegar áin er mikil, er eyri þessi í kafi, en þegar minna er í ánni, er áll þessi fremur lftill, og mætti þá ef til vill stífia hana fremst á eyrinni, til að auka vatnið í skurð- inum, ef þörf krefði. Hér væri ekki raikil hætta, að skurðmynnið brotnaði, og mikið minna reyndi á stífiuna, þvi jakar geta ekki skollið á hana flata með straum- kasti. Samt væri vísara, og að mlnu áliti enda sjálfsagt, að gera öryggisskurð úr aðfærsluskurðin- um niður á Murneyri, til þess að leiða vatn aftur í ána, sem kynni að koma óboðið í aðfærsluskurðinn. Öryggisskurðinum væri þá lokað með hæfilega hárri stiflu á sumr- in, en hafður opinn á veturna, og stífla sett þá neðan við hann í aðfærsluskurðinn til að varna skemdum, ef áin kynni að brjót- ast vfir bakkana á veturna. Frá þessum stað yrði aðalskurð- urinn 1—2 þúsund föðmum styttri en frá hinum fyrnefnda, og þá að líkindum einnig mörg þúsund kr. ódýrari. En þessu fylgir einnig sá ókostur, að vatnið næðist ekki eins fljótt úr skurðinum, og yrði því ekki brúkað til áveitu efst á Skeiðunum að minsta kosti. Hve miklu þetta munar, er ekki unt að segja nema með nákvæmri mælingu. En af þvi hvergi er strengur mikill né hávaðar 1 ánni milli fyrgreindra staða, þykir mér líklegt, að hæðarmunurinn sé ekki melri en 5—10 fet. Hvenær sem áin verður beizluð, er áríðandi að gera það svoleiðis, að hún hvorki slíti beizlið, né smeygi því fram af sér. Þegar um svona þýðingarmikið og stórt fjárspursmál er að ræða, verður að athuga vandlega allar ástæður og fyrirsjáanlegar hættur og örðugleika jafnframt gæðunum og ábatavoninni. Og ekki má lita svo mikið á hag einstakra manna eða endurbót fárra jarða, að það leiði til þess, að draga úr fram- kvæmdum, gera verkið miklu dýr- ara, eða máske spilla því eða eyðileggja það. III. Mál þetta er nú senn búið að liggja í salti í 9 ár, og ætti því ekki illa við að byrja 10. árið með því, að hrista það úr saltinu. Búnaðarfélag ísiands hefir ekki

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.