Fjallkonan


Fjallkonan - 10.03.1903, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 10.03.1903, Blaðsíða 2
38 FJALLKONAN enn sýnt rögg af sér í þessu rudli, þrátt fyrir óskir sýslunefnd- ar. Mun það þó ekki stafa af því, að hin háttvirta stjórn félags- ins sjái ekki full vel og skilji — ef til vill betur en nokkurir aðrir hlutaðeigendur — að hér blasir við drjúgur spölur bæði sléttur og fjölfarinn, sem nokkru mætti kosta tii, að tengja við braut islenskra búnaðarframfara. Ekki er hægt að berja við fjár- skorti til undirbúnings eða athug- unar. Líklega skortir helzt trú á framkvæmd fyrirtækisins eða fjár- framlögum til þess, og ef til vill hefir vantað mann, sem hefir mátt missast frá öðrum störfum, og treyst hefir verið til þessara starfa. Hve lengi á fjárskortur og dáð- leysi að standa sem ósigrandi Þrándur í Götu? Hvenær verður sá stigamað- ur unninn, sem enginn þorir að leggja í? Eða tii hvers er fé vel varið, til hvers er gerlegt að leggja á nýja tolla og skyldur, ef ekki til þess, sem alt útlit er fyrir, að geti borið margfaldan ávöxt? Hver getur líka sagt, að þetta verk sé gífurlega dýrt í saman- burði við arðvonina og mannfjöid- ann, sem kostnaðurinn dreifðist á, eða að það sé ótramkvæmanlegt, meðan ekki er gerð fullkomin áætlun um kostnaðinn, og fengið álit og fjártillögur næstu hlutað- eigenda? Auðvitað eru næstu hlutaðeig- endur eða héraðsbúar einir ekki færir um að framkvæma svo mikið stórvirki að öliu leyti fyrir eigið fé, og mundu þvi verða að leita styrks hjá fjárveitingavaldi landsins. En árangurslítið mundi slíkt, og gengi ósóma næst að gjöra það, fyr en áætlun væri gerð og alt vel undirbúið. Undirbúningurinn hlýtur að kosta talsvert fé, sem hætt er við að seint komi annarstaðar frá en úr sjóði Búnaðarfélags ísl. Stjórn féi. og búnaðarþingið mun líka fúslega telja þetta i sínum verka- hring og leggja fé til þess eftir föngum. Ekki væru miklu kostað til, þó mældur væri hallinn frá þessum stað við Þjórsá, sem eg hef bent á, til að kynna sér, hve víða vatninu yrði dreift þaðan, og athugað yfirleitt vandlega, hvort vatnið geti náðst upp, og hver staðurinn mundi betur gefast. Stærsta spursmálið við neðri staðinn finst mér^vera það, hvort vatnið næðist upp úr skurðinum nokkuð fyrir ofan Merkurlaut eða Launstig, því eftir að vatnið er komið þangað, næst það hvorki yfir Skeiðin né efri hluta Villinga- holtshrepps. — Hvar sem vatnið verður tekið, hljóta líklega nokkr- ar jarðir (Ásabæir), sem hæst standa í Villingaholtshreppi, að fara á mis við áveituna. Strax á næsta sumri ætti að mega framkvæma þessa mæling og athuga, hvar hægást væri og hentugast, að leggja aðalskurðina um Skeiðin og niður íFlóa. Mætti um leið gefa hugmynd um, hvað þessir skurðir raundu kosta; en fullkomin áætlun verður alls ekki gerð fyr en búið er að mæla landið og hallann í öilum Fióan- um og gera uppdrátt af honum, bæði afstöðu-uppdrátt, þar sem sýndir væru allir bæir, lækir, skurðir, landshættir (engjar, mýr- ar, móar og hraun) o. s. frv., og auk þess hæðarlinur (Vandrette Kurver), helzt með ekki meir en 2 feta hæðamun á flatlendi. Mæling þessi er mikið verk og vandasamt, og krefur talsverða þekkingu og æfingu, glögt og at- hugult auga, praktiskt verksvit, nákvæm verkfæri og ósérhlifna vandvirkni. Mælingiu er einnig veður-vönd og er því ólíklegt, að henni verði lokið á einu sumri. Jafnframt mælingunni mætti sjá tölu búenda og ábúðarhundraða, sem vatnsveitingin gæti náð til, og taka skýrslur um heyafla af engjum, mannskap, fénað o. fl., sem gæti orðið til leiðbeiningar við áætlanina og samanburðinn á tilkostnaðinum og arðsvoninni. Fundi þarf einnig að halda í Flóanum fyrir alla aðstandendur, til að auka og glæða áhuga þeirra og áræði, heyra tiliögur manna og álit um fjárframlög og framkvæmd fyrirtækisins, kjósa framkvæmdar- nefnd og undirbúa málið að öðru leyti undir héraðssamþykt. Reyn- andi væri, að byrja á þessu strax í vor, og væri hentugt að setja slíkan fund i samband við kjör- fund sýslunnar. Mundi hyggileg- ast, að sýslufundur Árnesinga fæli oddvita sínum að gangast fyrir framkvæmdinni í þessu máli. T í ð a r f a r umhleypingasamt. Fyrir helgina logn, fegurð og blíða. Á sunnudag laudnorðanrok með frostleysu og slyddubil. Á mánu- dag aftur komið frost og norðan- kæla. — Rjómabú Holtamanna. Rjómaskálinn er bygður úr timbri, allur járnvarinn. Stærð hans er 16X9 al. Þar af 4 álnir þvert yfir af austurenda hans hafðar til geymslu, 5 álnir til smérgerðar; er þar bæði strokkur, hnoðunarvél og fitumælir. Þær 7 álnir, sem þá eru eftir, eru þiljaðar í sundur eftir endilöngu (húsinu); er annað herbergið haft til að taka á móti rjómanum og er það ftl-> Litt herbergið, 6X4V2 al.> er svefnherbergi og skápur 1X4^2 al. Smérgerðarherbergið og mót- tökuherbergið er 43/4 al. á hæð undir loft; l3/4 ai. af veggjunum á þeim er cementsteypa ; eins er gólfið í þeim báðum úr cement- steypu. Undir skápnum og inn undir svefnherbergið er klefi 2X 4í/2 al., sem hafður er til aðgeyma í smérkvartélin, þá búið er að fylla þau. Klefinn er úr cement- steypu. Skálinn kostaði með vatnsleiðslu og vatnshjólum (það er strokkað og hnoðað með vatnsafli) 1760 kr. Annar kostnaður svo sem á- höld til smérgerðar, ýms hreyfing- arfæri, flutningafötur, vagn, tvenn aktýgi og hestar sem næst 2100 kr. (Vagninn með aktýgjum 381 kr. 26 a. og 6 hestar 414 kr.) Stofnkostnaður er því sem næst 3850 kr. I rjómabúinu voru síðastliðið sumar 24 búendur með 127 kýr og 1355 ær. Eftir reglum búsins eru 15 ær = 1 kýr. Skiftist fén- aðurinn þannig á hluthafa : Nr. hlut- hafa Kýr Ær Kýr- ígildi Pund smér i alt Pund smór ettir kýr- igildi 1 10 1G5 17 668 39 2 10 75 15 573 38 3 4 120 12 456 38 4 6 60 10 311 31 5 3 30 5 169 34 6 4 20 5Vs 168 32 7 3 25 4a/s 141 30 8 5 25 62/s 230 35 9 4 45 7 272 39 10 7 55 co <M O r-H 335 32 11 3 30 5 187 37 12 7 60 11 362 33 13 6 35 8Vs 325 39 14 4 20 5Vs 179 34 15 5 30 7 272 39 16 6 45 9 341 39 17 5 50 8Vs 360 43 18 5 40 72/s 187 20 19 10 175 212/s 777 36 20 6 70 102/3 411 39 21 5 50 «Vs 384 46 22 5 80 10Vs 407 39 23 9 60 13 413 32 24 5 50 8 V« 254 31 Athugasemdir. 1. Þar sem brot úr pundi er yfir V2 pund er það gert að heilu; en nái það ekki Va> er þvi slept. 2. Við töflu þessa er ýmislegt athugavert, einkum síðasta dálk- inn, þvi það er æði mikill munur á smérmagni kýrígilda hjá hverj- um einstökum. En þar sem ekki er búið að yfirskoða reikninga bú- stýrunnar, er öllum ágizkunum slept. Auðvitað eru skepnur mjögjmis- smérgóðar. Eins geta skilvind- urnar haft töluverð áhrif á smér- magnið. Smérið var alls 8182 pd., vikt- að í rjómaskálanum, en viktin samkvæmt sölureikningi umboðs- manns 8022 pd.; rýrnun 160 pd. Búið starfaði i 63 daga. Var fyrst tekið mót rjóma 9. júlí, síð- ast 15. sept. Samkvæmt reglum búsins mega hluthafar halda eftir rjóma 1 sinni í vilui til smérgerð- ar til heimilisnotkunar. Kom það mjög sjaldan fyrir, að nokkur not- aði sér þessa undanþágu; eins var mjög lítið um að rjómi værisend- ur heim vegna galla. Að ekki var byrjað fyr en 9. júlí, kom af því að skálabyggingunni var ekki lokið fyr. Framvegis verður byrj- að fyr. Hluthafar hafa fengið í peníng- um 66,5 eyr. fyrii pundið, reikn- að eftir viktinni við rjómaskálann, nokkuð meir eftir viktinni á sölu- reikningi. Útlendur og innlendur kostnaður er rúmir 16 aurar á pd. eftir sömu vikt, þar með tal- inn allur flutningskostnaður á smérinu. Búið annast allan flutn- inginn, en ekki hver hluthafi eft- ir tiltölu, eins og vera mun í sumum hinna búanna. Ennfrem- ur eUþað aukakostnaður, að eftir reglum búsins má borga þeim, sem lengst eiga með rjómann, alt að t/2 eyr. á hvert smérpund! til að létta undir rjómaflutninginn hjá þeim. Umboðsmenn voru Garðar Gísla- son, er seldi 1528 pd., sem send voru í júJí, á kr. 80,69 pr. lOOpund, og 6280 pd. sendi okt. á kr. 79,80 pr. 100 pd. Ennfremur konsúll Fa- ber i Newcastle, er seldi 214 pd., send í okt. á 88,32 kr. pr. 100 pd. Flestir munu vera ánægðir með árangurinn, enda er áhugi tölu- verður, ef dæma á eftir því, að í búið hafa gengið nær 20 nýir hluthafar; svo nú eru í því rúmir 40. Það lítur því út fyrir, að enn þurfi að bæta við stofnkostnaðinn, þó hann sé þegar orðinn æði mik- ill; það þarf t. d. að fá annan strokk og fleiri áhöld. Örfáar bendingar um smér- [ gerð rjómabúanna.^, Greindur og gætinn maður, sem búinn er að búa í mörg ár, sem lært hefir smérgerð og meðferð mjólkur á ýmsum rajólkurbúum í Danmörku og notið kenslu próf. Segelche á búnaðarháskólanum, rit- ar oss bendingar þær, sem hér fara á eftir um smérgerð rjóma- búanna. Af því að þetta efni er nauðsynjamál og áhugamál bænda og allra þeirra, sem vilja efla og styðja landbúnaðinn, þá álítum vér allar slikar bendingar nauðsynleg- ar og gagnlegar, og gerum þessar almenningi kunnar, og það því fremur, sem höfundurinn »getur talað með« í þessu efni. Það eru ýms atriði smérbúunum viðvíkjandi, sem er bráðnauðsyn- legt að hreifa, og hafði eg ætlað mér að minnast á þau, en ' því miður leyfir tíminn það ekki, svo sem eg vildi óska, og verð eg því að láta mér nægja að drepa á hið helzta. 1. Að íslenzka smérið seldist svona illa í sumar, hygg eg sé, auk sýringarinnar, sem er ákaflega þýðingarmikið skilyrði, meðfram að kenna smérgerðinní á búunum sjálfum, þvi ýms aðferð, sem þar er brúkuð, hefði þótt miður heppi- leg i Danmörku fyrir 20 árum og sumt þótt þá úrelt. Aðláta smér- ið liggja eins lengi óhnoðað í vatni, hefði þótt miður heppilegt, því við það tapar það nokkru af sínu ein- kennilega »aromatiska« bragði, og getur í fleiru tilliti orðið fyrir skað- legum áhrifum. Að láta það liggja eins lengi hálfhnoðað, áður en það er látið í ílátin, er einnig skaðlegt, einkum um hitatímann en það er oft gert af eðlilegum á- stæðum, af því ís vantar til að liæla það hæfilega fljótt. Ein ástæðan getur verið frá heimilunum, sem rjómann senda. Það er áríðandi, að bústýrurnar séu ófeimnar með að senda rjóm- ann heim aftur, ef nokkuð er að honum, því »þefurinn sá, sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber«. Sé eitthvert óbragð að hon- um, reykjarbragð, súrbragð 0. s. frv., þó ekki sé nema frá 1—2 hluthöfum, getur það gert óbragð að smérinu i því ílátinu. Það má víst ekki hugsa sér, að hið einkennilega fiskbragð, eða hvað það nú var, sem að því var fundið, eigi rót sína að rekja til rjómans frá einstökum bæjum? Við vitum allir, að vér íslending- ar lifum mikið á fiski (trosi, grá- sleppu). Eins vitum vér, að heim- ilin eru misjafnlega varkár. Ekki þarf annað en að skilið sé í sama húsi, eða rjóminn látinn standa í sama húsi, og farið er með heita soðningu, eða. annan sterklyktandi mat. Eg tala nú ekki um, ef mjólkin væri hituð upp, áður en hún er skilin (það mun víðast þurfa að hita hana upp áður, eink- um sauðamjólk) í miður vel hreins- uðum potti. Ált þetta og ótal fleira getur valdið óbragði og óþef að rjómanum og smérinu. Vér vitum allir, að fáir vökvar eru sem mjólkin meðtækileg fyrir að

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.