Fjallkonan


Fjallkonan - 10.03.1903, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 10.03.1903, Blaðsíða 3
taka til sín ýms óhreinindi bæði loftkend og önnur skaðleg efni. Er því aldrei ofbrýnt fyrir fólki, er ætlar að gera verzlunarvöru úr mjólkinni, að fara Aem allra hreinlegast með hana, vera sem allra varkárast með hana frá því fyrsta til hins síðasta. 2. Af ís álít eg bráðnauðsyn- legt að hvert bú hafi nægar birgðir til notkunar við smérgerðina sjálfa, og helzt að smérklefinn væri svo útbúinn, að hitinn i honum aldrei yfirstigi víst hitastig t. a. m. 5i°til 4° C. Sé hitinn mikill, er hætt við, ef eitthvað væri athugavert við smérið, að það aukist og marg- faldist. Utflutninginn nefni eg ekki, þvi það er auöskilið, að smér- ið þarf nauðsynlega að vera ís- varið í skipinu, sem flytur það; því smérið er eins og fieira, sem lengi er búið að vera isvarið, að því er hættast við að skemmast, er það þiðnar; er þvi bráðnauðsyn- legt, að það sé ísvarið frá þvi það er framleitt og þangað til það kemur á markaðinn. 3, Búnaðarfélag Islands hefir hér stórt verkefni fyrir höndum til meðf'erðar. Það er langt frá, að mjólkurkennarinn á Hvanneyri geti fullnægt þeim kröfum, sem mjólkurbúin hljóta með tímanum að gera til hans aðstoðar í þessu efni; til þess hefir hann alt oflít- inn tíma. Það er meir en nægi- legt verk handa einum manni, að leiðbeina og aðstoða mólkurbúin í einu og öðru, og það því fremur, sem þau stækka, fjölga og starfs- tími þeirra verður lengri. Ofaii úr syeitum. Arnarfirði 27. jan. 1903. Það mun vera sjaldgæft, að héðan komi tíðindi til höfuðstaðar- ins. En þar eð nokkrar breyting- ar hafa verið hér um þessar mund- ir, viijum vér gjarnan, að béðan komi hljóð úr horni. Tíð er hér fremur hagstæð, þó nokkuð vindasamt með köflum. Fiskafli var hér fremur góð- ur í haust. Töluvert hefir verið gert hér í vetur i áttina til framfara. Kaupfélagsfundar var haldinn hér i Döium, hinn 20. nóv. siðast- Jiðið ár. Á fundi þeim gerðist ýmislegt viðvíkjandi félaginu; sam- þykt var með öllum atkvæðum, að stofna söludeild fyrir félagið. Kaupfélag þetta var stotnað 1901, og hefir herra kaupm. Björn Kristjánsson reitt það. Menn lýsa almennt ánægju sinni yfir því, og þykir mikill munur eða við verzl- anir hér. Eftir tilkynningu hins nýkosna sýslunefndarmanns,! Jóns Hall- grímssonar á Bakka, var fundur baldinn hinn 22. þ. m. Umræðuefni fundarins var, að ræða ýms mál, er varðaði hrepp- inn, eða einstaka menn, er fela skyldi svo sýslunefndarmanni að bera upp á sýslufundi. A fundin- um mættu 12 menn alls. Fund- arstjóri var kosinn í einu hljóði hreppstjóri Ben. Kristjánsson á Kirkjubóli og skrifari real. stud. Einar Bogason í Hringsdal. Gerðir fundarins voru: 1. Lesin upp beiðni til sýslu- nefndar Vestur-Barðastrandarsýslu um að leggja fyrir næsta þing, 1903, beiðni um, að strandferða- skipið »Skálholt« hafi viðkomu- stað á Bakka i D&lahreppi í Barða- strandarsýslu, alt að fjórum sinn- um i mánuðunum mai, júní, júlí og ágúst, en sérstaklega tvær ferðir, þá fyrstu og siðustu," maí og ágúst. Ástæður fyrir beiðni þessari eru: a ð kaupfélagið hefir aðsetur sitt á Bakka og þar af leiðandi gæti skipið haft töluverðan flutn- ing, og a ð uppskipun á Bíldudal er svo afar há, að hún er litt viðunandí, þar sem hún kostar ásamt pakk- húsleigu 50 aura á hvert stykki, og i mæli, að hún hækki um helming. í’undarmenn rituðu all- ir undir beiðnisskjal þetta. 2. Tillaga kom fram: »Vér hreppsbúar skorum á sýslunefnd- ina að ieggja fyrir næsta þing, 1903, að betra eftirlit og sterkari gætur séu hafðar gegn yfirgangi botnverpinga en verið hefir næst- liðið sumar, þar eð oss virðist, að varðskipinu »Hekla« hafi ekki verið nægilega kunnugt um, hvern yfirgang botnverpingar veita oss Arnfirðingum, því vér vissum ekki til að það bafi kornið hér á fjörð- inn utan einu sinni«. 3. Sýsluneindarmanni var falið á hendur, að fara þess á leit við sýslunefndina, að hún veitti Dalahreppi styrk, kr. 150, gegn jafnri upphæð, eða meiri, er hreppsbúar legðu til af frjálsum samskotum, og skyldi fé þessu varið til að brúa þrjár ár í hreppn- um, er oft eru ófærar á vetrum. Nýlega var stofnað hér búnað- arfélag með 10 meðlimum, og höfum vér von um, að það beri ávöxt með framtíðinni. Arnfikðingub. Strandasýslu (norOanverðri) f jan. Sumarið, sem leið, mátti heita heldur gott eftir að komið var fram í júli. Vorið var það versta, sem komið hefir nú i 10 ár, bæði hvað frost og ísalög snerti. Gróður kom seint. Hörkufrost i, 11. og 12. viku sumars. Tún spruttu illa, en engjar í meðallagi. Óþurkar miklir frá því i 15. og fram í 20. viku sumars. Töður nýttust illa og töluvert af beyjum fauk, en vel nýttist það, sem seint var slegið. I haust var tíðin góð fram að veturnóttum, gerði þá þriggja vikna skorpu og voru þá kindur viðast hvar teknar í hús, en svo batnaði aftur og var tíðin svo hin bezta fram að jólum. Tvisvar hafa komið aftaka veð- ur hér i haust. Fyrra veðrið var aðfaranótt 15. nóv. frá kl. 2—6 f. m. Fuku 2 bátar á Reykjarfirði, 3 á Melum og 2 kindur rotuð- ust þar. Seinna veðrið var 6. desember. Urðu þá viða skaðar á heyjum og húsum. Fiskiafii var góður í sumar og haust, og var það að þakka ó- minnilegum gæftum; hæstu haust- hlutir yfir 1000, en fiskur óvenju- lega smár. Verzlunin hefir verið hér með bezta móti, og er það að þakka söludeildinni á Norðurfirði, sem er útibú frá söludeildinni á Hólma- vík. Hún var í nokkuð smáum stýl, sem von er, þar sem þetta er byrjun; þó bætti hún mikið verð á vörum, bæði útlendum og innlendum. Reykjarfjarðarverzl- un gaf nærri því jafnt fyrir fisk og á Isafirði, og er það heldur sjaldgæft. Eins og lög gera ráð fyrir, þá fór sú almenna kláðaskoðun hér fram í desember. Þrátt fyrir þess- ar dýru skoðanir og sífeldu skrift- ir fram og aftur er kláði nú kom inn á flesta bæi í hreppnum. Tó- baksblöðin, sem áttu að fara í baðið, duga ekki það hálfa. Ef hugsa á til þess, að útrýma hon- um, verða yfirvöldin að taka duglega í strenginn; ekkert kák dugir. Um stjórnmál er lítið talað, enda hefir alþingismaðurinn okk- ar aldrei látið svo lítið að halda leiðarþing hér nyrðra. Þegar hann heldur slíka fundiinnfrá, þá geta menn ekki sökum vegalengd- ar sótt þá. Þess vegna virðist það vera sanngjörn kraf'a, að hann (þingm.) og haldi hér leiðarþing. ISLENZKUR S0GUBALKUR. Æfisaga Jóns Steingrimssonar, prófasts og prests að Prestsliakka. [Eftir eiginhandr., Landsbókas. 182, 4to.] I verki og viðskiftum var hún so hrein- geðjuð, að hún vildi aldrei láta á sig hall- ast, gagntrygg og stöðuglynd við góða menn og vini sina, er hún skifti við, misk- unsöm og aðhjúkrandi við nauðlíðandi og fátseku menn og so örlát, að aldrei gat hún lítið tiltekið, meðan nokkuð var fyrir hendi, sem oftast var; og þá eg eða annar sagði hún ætlaði enn ei að sjá fyrir sér, svaraði hún: >Eg hef enn nóg og mun hafa nóg svo lengi eg lifi«; hvað og so skeði. So sem hún var hreinlynd so var hún einföld i sínum verkum og sá ei við óhreinlyndnm og kænnm mönnum oft og tíðum, er þeir nýttu sér að narra það út úr henni, er þeir þá þóttnst við þnrfa. Til dæmis og gamans er ein sveitarkerling i Mýrdalnum, er hét Oddný Helgadóttir; hún var mikið raunamædd, en þar hjá klók og undirsett og hafði sérdeilis andagtug- an talanda. Hún var litil að vextí, stutt og digur, augndöpur og brjóstveik. ÞesBÍ kerling kemur um sumarið að Eelli, þá fólk er ei heima nema Þórunn mín sæla og eg, en þó ei vitanlega. Kerling sezt á hlaðið fyrir framan hæjardyr, stynur þar hátt og andvarpar og segir: »Hér er eg nú komin i siðasta sinn. Æ, hvar er nú blessað dygðablóðið, búsmóðirin? Eg kom til þess að kveðja hana«. Hin heyrir þess- ar stunur, fer fullsnögt til hennar og af stærstu meðanmkun býður henni inn til sín, sem hin afþakkar; segist ei vilja gera henni kostnað, en vilja í guðsnafni þiggja það hún vilji rétta að sér, og komi hún nú til hennar margs þuríandi. Hún spyr, hvað hana, skepnuna, vanhagi þá um. Hin segir sig vanti ull í skyrtubol. Þá hún hafði það fengið, vantaði svarta ull i sokk- bol, so léreft í skyrtukraga; so góðan harðfisk og nokkuð við honum. Þá þetta var alt fengið, mæltist kerling til um fisk- höfuð, so sundmaga, so hrogn, so hin varð að sækja hvað eftir annað; en kerlingin forsómaði ekki hjartaþrengjandi fyrirbænir og handaupplyftingar við hvert eitt þar til so mikið var komið í kjöltu hennar, að hún gat varla upprisið. Þá segir hún: »Grefðu mér nú ei meira, elskulega guðsbarnið góða; þér hafið í mörg horn önnur að líta«. Fór hún þá að sækja hestinn, sem farið bafði fram á flötina á meðan. Þá segir kerling við sjálfa sig: »Ekki þorði eg að biðja nú um fleira; margt smátt gerir eitt stórt; ef eg fengi sona á hverjumbæ, dratt- aði mig það nokkuð. Þó gaf hún mér ei heila skökuna«. Heyrir nú ei til hennar stun eða hósta, meðan hún er að pútta niður hjá sér. Kem eg þá i ljós og segi: »Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hverri. Ertu nú þess verðug, herjans kerling þin, að eg taki nú alt af þér aftur; en þú verður að njóta vesældar þinnar*. — I sínu húsi var hún stjórnsöm og fram- sýn um marga hluti, so það hepnaðist oft vel, er hún fyrirlagði. I sinni framgöngu var hún í hófi glöð og siðprúð. En so sem enginn gerir so öllum líki og enginn getur so lifað, að ei verði að fundið, þó ei sé aðfinningarvert, so var og hér. Hún átti sér þvílika haturs og öfundarmenn eins og önnur guðsbörn; hverra aðkast eins og hvert annað mótlæti hún leið með góðu umburðarlyndi. Yar hennar daglegt við- kvæði þetta: [Angrast þessvegna ekki máttu, Illir menn þó lasti þig, Glaðvær alt þér geðjast láttu. Gott málefni birtir sig. Sigurvinning visa áttu, Yon er sú ó- brigðanlig. Sumt af þvi hún mátti líða er hér áður sýnt. EJvað hennar likamans skapnað áhrærir, þá var hún með meðal- hæð, nett og nokkuð hátt {vaxin og þess vegna framsett með ljósleitt og hrokkið höfuðhár, með hofmannavikum; hafði verið smáfeld og andlitsfríð þar til bóiusóttin 1736 afskræmdi hana mikið. Húnvarenn- isbreið með höfðinglegu yfirbragði, létt- eygð með litið nef, nokkuð þykt að fram- an, slétta og rauða kinn, litlum og vara- þunnum munni, með lítilli höku með skarði dálitlu i. Hennar brjóst voru lítil; útlimir og öll bein smá; hendur mjóar og jafn- breiðar fram með litlum nöglum; rist og ilvegur jafnbreiðar að framan; hún hafði mikið aðsópsmikinn og fallegan svip að sjá eftir henni á bak eftir og að öllu góð- mannlegan, ættarsvip að framanverðu. En þó hún væri þannin að ailri útvortis ásýnd og skapnaði sómasamleg og prýði- leg af guði gerð, þá bar hún samt inn- vortis þungar meinsemdir, so hún iagðist í tvær þungar stórsóttir, að mannlegur skilningur gat ei begripið, að hún mundi þá lífi halda. En guðs óútsegjanlegt al- mætti sýndi i því sem öðru sinn kraft, að hún komst á fætur aftur. Milli íjalls og íjöru. Eldsábyrgð vilja Akureyr- ingar og koma á stofn, brunabóta- félagi fyrir sveitabæi og lausafé, Forgöngumaður þess nytsemdar- fyrirtækis er amtm. Páll Briem. Fundur haldinn um þetta mál 31. jan. Þótti fundarmönnum vá- tryggingargjald útl. félaga óhæfi- lega hátt, og litið rakna úr því, þótt lög um það frá síðasta þingi verði staðfest. Nefnd kosin í mál- ið: Amtmaður Páll Briem, kaup- maður Friðrik Kristjánsson og verzlunarstjóri Jón Nordmann. (Norðurl.). Fallega gjöf, 302 kr., hef- ir síra Björn B. Jónsson í Minne- ota sent »Norðurlandi«. Eru það samskot frá nokkrum íslenzkum nágrönnum hans til sjúkraskýlis í Höf'ðahverfishéraði. (Sama). N ý d á i n er hér i bænum hús- frú Jóhanna Friðriksdóttir, kona Gunnars kaupm. Einarssonar. Andaðist 7. þ. m. á kaþólska spí- talanum eftir 4 mánaða legu og margra ára vanheilsu. S k a ð a r allmiklir hafa orðið hér á höfninni að ofsaveðrifjþvi, sem var á sunnudaginA og að- faranóttina mánudagsins. Sleit í því upp 3 skip, er hér lágu, mastralaust skip,| Randers, eign kaupm. G. Zoéga, notað einungis til geymslu, en orðið lekt og forn- fálegt; franskt fiskiskip, er komið hafði inn með handleggsbrotinn háseta. Og ennfremur fiskiskip austan af Seyðisfirði, eign St. Th. Jónssonar, nýlegt og vandað skip, afbragðs gott. Önnur akkerisfest- in hrökk í sundur og rak það svo upp í Arnarhólsklettana. Mann- björg varð, en skipiðjjj ósjófært talið. Þá sökk og á höfninni bátur sá, er Þorsteinn skipstjóri í Bakka- búð hafði smíða látið og sett í vél, og áður hefir verið á minst hér í blaðinu. Er það leiðinlegt, er menn, sem ráðast í ný og nyt- samleg fyrirtæki, verða fyrir slík- um óhöppum. — En sennilegt er, að eigandinn hugsi eitthvað svip- að og Sigmundur Brestisson, er hann sagði: »Grátum ekki, fest- um oss heldur þenna dag í minni«.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.