Fjallkonan


Fjallkonan - 24.03.1903, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 24.03.1903, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni rl viku. Verð árg. 4kr. (erlendis 5 kr. eða 1 */2 doll.) borgist fyrir 1. júli (erlendis 'yrir- fram). Uppsögn (sk rifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi kaup- andi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstræti 18. XX. árg. Reykjavik 24. marz 1903 Nr. 12 Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 i spltalanum. Forvgripasafn opið mvd. og ld. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. tilkl. lOsiðd Almennir fundir á hverju föstudags- og ■sunnudagskveldi kl. 8l/a siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. ti á hverjum helgum degi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl, 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag ■kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) ■md., mvd. og ld. til ntiána. Ndttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið i sd. kl. 2-3. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. HÉR með vil eg alvarlega mæl- ast til, að allir þeir, sem skulda fyrir ,Fjallkonuna‘, láti nú -ekki dragast að sýna reiknings- skil, ög borgi mér sem fyrst skuld- ir sínar, eða semja við mig um greiðslu þeirra. Þær skuldir, sem ®kki verða greiddar eða samið um sem fyrst, verða fengnar skuld- heimtumanni til innköllunar, og vona eg svo góðs til kaupenda «Fjallkonunnar«, að þeir láti ekki koma til þess. Þess skal getið, að þeir, sem aöeins haf'a lceypt síðasta ársfjórð- ung »FjalUconunnar« 1902, eiga að greiða andvirði hans til núver- andi ritstjóra blaðsins. Vinsaralegast. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. H vöt. Þverri þjóðlestir, þrifast muu land vort. Pagran dóm framtíð og fortið heyja. Þaðfinnast mörg gullkorn í feðranna sporum, — sem fórnað við getum á ölturum vorum — ef fúsir vel leitum með félagsskap, dáð, og frelsinu sinnum og elskum vort láð og innbyrðis stríð viljum ógjarnan heyja mé úlfbúð og tvídrægni láta oss beygja. Ó, ílt er, ef vonleysið eytt getur bygðum, og ættland vort sundrungin vélar í trygðum; mér sýnist það skylt eiga móður—við morð, og mjög lítið styrkja þeir feðranna storð, sem flýja af landi úr fjallanna sölum og fóttroða sólgyltu blómin í dölum. Á hurtu með tortrygni og vonlausan vilja, ó, vér skulum þjóðlesti frá okkur skilja, svo framtíðin sanni frá sögunnar stól, að sonu mjög drenglynda nútíðin ól, sem eiga sér nöfn meðal eilifðar blóma, þeir elskuðu landið og gerðu því sóma. Þeir elskuðu landið með laufgrænum dölum og ljósgyltum hnúkum og fjallanna sölum, og glóandi túnum og glitrandi foss, og glöddust við ilhýran sólgeisla koss. Þótt hretvindar kæmu með kuldann og frostin, var kjarkur ei þrotinn né manndáðin brostin. Þeir áfram á sigurbraut einhuga runnu, i úlfbúð og tvidrægni hjörtun ei hrunnn. Þeir elskuðu sannleikann, frelsið og frið og föðurlandsástin hún veitti þeim lið, svo ljóssins á vegum og listanna brantum þeir leiddust og stóðu sem hetjur í þrautum. Gisli. Góðir lœknar segi til! »Maturinn er mannsins raegin«, segir gamalt máltæki og gott. Með þvi er sagður sá sannleikur, að eftir viðurværi eða fæði manna fari líkaraleg og andleg heilbrigði þeirra alment og yfir höfuð. Auð- vitað kemur hér fleira til, svo sem andrúmsloft, þrifnaður, aðbúð og ýmisleg meðferð líkamlegs og and- legs eðlis. En aðalheilbrigðisat- riðið hefir þó maturinn, fæðan, verið talin. Og hér verður að eins talað um fæðuna. Ollum læknum ber saman við matarmál- tækið gamla, enda er það líklega frá læknum eða heilbrigðisfræð- ingum komið. Þeir segja, að alls ekki standi á sama, hverrar fæðu sé neytt, og enn síður, hvernig hennar sé neytt, og eru alls ekki með því, sem þó margir kveða, að »alt sé matur, er í magann kemur«. Frá læknum og heil- brigðisfræðingum eru nú líka til orðnar margar reglur og bending- ar um heilsusamlegt mataræði og viðurværi raanna; og um flestar fæðutegundir hafa þeir gefið upp- lýsingar og leiðbeiningar. En flestar af þessum upplýsing- um og leiðbeiningum eru ýmist of vísindalegar fyrir almenning, svo að hann, að vonum, kann ekki eftir að breyta, þótt hann hefði vilja og efni á, eða þær komast aldrei tíl almennings, svo hann getur ekki þess vegna eftir þeim lifað, enda þótt hann hefði bæði vilja og skilning til. En þó að nú heilbrigðislegu upp- lýsingarnar og leiðbeiningarnar um mat og matarbrúkun manna væri ekki ofvísindalegar, heldur alþýð- legar og við allra hæfi, þá geta þær, þvi miður, ekki orðið að al- mennings eign og gagni, eins og enn er komið, því með þeim með- ölum, sem nú eru til og enn eru notuð til almennings upplýsingar og uppbyggingar í þessu efni, næst aldrei til alls almennings. Það dugir ekki til, þótt eitt bændablað, »Plógur«, flytji við og við harla vísindalegar heilbrigðis- og búskaparlegar leiðbeiningar í mat og matarhæfi; því auk þess, sem margt er þar af þessu ofvís- indalegt fyrir flesta alþýðu, þá nær þetta blað, »Pógur«, því mið- ur, aldrei nógsamlega til almenn- ings. Hann fer fyrir ofan og neð- an garð hjá öllum tjöldanum. En lendir helzt hjá efnaðri eða fróð- ari hluta fólksins. Það dugði ekki heldur, og mun ekki duga, því er líka ver og miður, þótt til væri eitt lækna- og heilbrigðisrit, og þótt það væri [ alla staði ágætt, eins og »Eir« sál. var; því að slík rit verða aldrei í bráðina svo alment keypt, sem til þess þarf, að gera heilbrigðis þekkinguna almenna og lifandi. En nokkur af dagblöðunum fær allur almenningur oft að sjá, og enda er varla orðinn i rónni, nema hann fái að sjá eitthvað af þeim. Langflestir halda eitthvert dag- blað, einn þetta og annar hitt, og margir fleiri en eitt. En þeir, sem ekki eru enn svo myndarlegir að halda eitthvert dagblað, þeir eru þó orðnir flestir svo vaxnir upp úr vesaldarskapnum, að þá langar þó til að sjá dagblað ná- granna síns, og fá líka að sjá það. Dagblöðin eru og verða það eina, sem hægt er að ná með til al- raennings. Því segi eg nú það, og legg það til, að helztu og jafnvel öll dag- blöðin ættu að taka að sér og flytja heilbrigðismálin. Þau ættu að hafa hvert sinn heilbrigðis dálk eða bálk. Og þann dálk eða bálk ættu þau að fylla með alþýðlegu og eftirtakanlegu heilbrigðismáli, og fá beztu lækna og heilsufræð- inga til að rita þar í hinar nauð- synlegustu lífsreglur i mat og drykk, og öðru því, sem varðar líkamlega og andlega heilbrigði einstaklinganna og þjóðarinnar. Og með þessu mundu hinir góðu læknar vorir geta látið langt um meira og betra af sér leiða en ella, og meira og betra en þótt þeir skrifuðu i eitthvert einstakt læknatímarit, sem aldrei kemst inn á jafnmörg heimili og dag- blöðin. Læknarnir mega ómögulega þegja um neitt, sem varðar líf og heilbrigði náungans; þeir þurfa af alefli að vara við öllu, sem óholt er, og hvetja til alls hins, sem veldur heilbrigði og bætir og leng- ir lífið. Þeir mega, ef vel á að vera og vel að fara, aldrei þagna á heilbrigðiserindi embættis og stöðu sinnar, á sinn hátt eins og prestarnir aldrei þagna um em- bættiserindi þeirra. Þannig ætti nú reyndar hver maður að flytja og halda uppi málefni heiðarlegr- ar og nauðsynlegrar stöðu sinnar. En engin stétt eða staða verður fyllilega skipuð né sæmilega rækt án likamlegrar og andlegrar heil- brigði. Þess vegna mega heil- brigðisfræðingarnir, læknarnir, endilega til að tala, og aldrei að þagna. En þá þurfa þeir líka að hafa eitthvert rúm, einhvern stað, einhvern ræðustól til að tala frá, svo að sem flestir heyri. En til þess er hér enginn stað- ur né stóll heppilegri eða fjölsótt- ari en dagblöðin. Eg vildi þvi innilega óska, og margir fleiri, að dagblöðin vildu rýma til hjá sér fyrir læknana betur en þau hafa hingað til gert, og að okkar góðu læknar vildu sem mest fylla það rúm með al- þýðiegu heilbrigðismáli um alt mögulegt. Með þessu mundu bæði blöðin og læknarnir fullnægja betur en ella köllun sinni, en margir ein- staklingar og þjóðin öll mundi hafa betra af en ella eða öðru- visi er unt. Og til þess nú að gera mitt til, að þetta megi af stað komast, þá leyfi eg mér hér með, að skora á læknana, að láta uppi álit og dóm sinn um eina fæðu- eða drykkjar- tegund, sem alt af er að aukast, en undarlega afskiftalaust af heil- brigðisfræðingunum;ogjafnframtvil eg biðja Fjallkonuna að útvega og flytja hið læknislega svar. Helzt mundi eg óska svars frá öðrum hvorum góðlækninum öuðmundi Björnssyni eða Guðm. Magnússyni. Þeir hafa báðir almenningsálit og tiltrú. Og báðir eru þeir þektir að áhuga um læknis og heilbrigð- is mál. (Framh.). 11 r e k u n. Það er ef til vill ráð, að eg it- reki tillögur minar út af landbún- aðarmálinu. Tillögurnar eru bygðar á þeirri skoðun, að jafnan sé það fyrsta og mikilvægasta framfarasporið, að auka og glæða hvatirnar. Það er viðurkent, að glæða þurfi jarðabótahvatir hjá bændum, einkum leiguliðum. Og þá þarf eigi siður að glæða hjá vinnuhjú- um hvatirnar til að vinna að laud- búnaðinum. Tillaga mín til að efla jarða-' bótahvatir er nú sú — mennhafa vist tekið eftir henni, — að veita þeim leiguliða, sem bætir ábýli sitt svo eða svo mikið, iagarétt til þess, að kjósa sér eftirmann á býlið án afgjaldshækkunar. Skyldi nokkur neita því, að þetta »é hin eðlilegasta og sterk- asta hvöt fyrir flesta ? Eða skyldi nokkur neita því, að þetta séu sanngjörnustu verð- launin ? I langflestum tilfellum mundi bóndi kjósa son sinn, fósturson eða tilvonandi tengdason sér til eftirmanns. 0g í mörgum tilfell- um hefði sá hinn sarai alist upp á býlinu, fengið elsku á því, sem æskustöðvum sínum, alist upp við áhuga á að bæta það og sjálfur varið kröftum sinum til þess. Getur maður hugsað sér annað maklegra eða affarasælla en að einmitt slíkur unglingur eigi þess vissa von, að njóta verka sinna ? Sem betur fer, er það nú venju- legast, að hann fær að njóta þeirra. En hann á þó engan lagarétt til þess, og þess vegna ber lika oft út af því, og það stundum tilfinnanlega. »En það er hart fyrir lands- drottinn«, munu menn segja, »að leiguliði fái þennan lagarétt«. Svo sýnist i fljótu bragði. En hvað er það, sem hann missir? Hann missir réttinn (?) til að taka vexti af þeim höfuðstól, sem leigu- liði hefir lagt í jörðina með vinnu sinni. Er það hart. ? Vextina af sinum eigin höfuð- stól í jörðunni fær hann eftir sem

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.