Fjallkonan


Fjallkonan - 24.03.1903, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 24.03.1903, Blaðsíða 2
46 FJALLKONAN áðui, eins og sjálfsagt er. Þá eign getur hann selt og veðsett eftir vild. Svo kemur það auðvitað fyrir, að jarðabótamaður notar ekki rétt sinn til að kjósa eftirmann. Margt getur valdið þvi. Og þá eignast landsdrottinn vextina af jarða- bótahöfuðstól leiguliðans, hann nefnil. hækkar þá afgjaldið við eftirmanninn. Er ekki nóg, að þannig löguð réttindi séu undantekningar ? »En það er þó hart«, munu raenn segja, »að landsdrottinn kemst ekki að eignarjörð sinni, þó hann vildi sjálfur taka hana íil ábúðar eftir dag jarðabótamanns«. Hann kemst þó að henni, þegar jarðabótamaður notar ekki rétt sinn, eða eftirlætur landsdrotni hann fyrir borgun, sem ekki má banna, ef þeim semur um það. Og líka kemst hann að jörðinni, ef eftirkomandi reynist óhæfur til að sitja hana vel, og verður því að fara. Þar hefir eigandi hvöt til eftir- lits með meðferð jarðarinnar. En gerum ráð fyrir, að það verði aðalreglan, að jarðabótamað- ur noti réttinn, að eftirkomandinn verði einnig jarðabótamaður og að það gangi koll af kolli. Væri það þá ekki hið æskileg- asta fyrir landbúnaðinn ? Nákvæmar og hagkvæmar regl- ur þyrfti auðvitað um þetta alt saman; og þær gæti lengi staðið til bóta. Kvartað er yfir því stundum, að siðgæðisframfarir séu mjög litl- ar i samanburði við vitsmuna- framfarir. En látum nú sjá: Geti meiri hluti landsdrotna viðurkent sanngirnina, sem tillaga mín er bygð á, þá höfum vér fengið ekki svo litla siðgæðislega framför. Auðvitað verða ýms tormerki talin. En þá er að finna ráð til að bæta úr vandkvæðunum. Og vart trúi eg öðru, en að það sé að eins tímaspursmál, hvenær þetta eða þvilíkt fyrirkomulag kemst á. Og svo fram af þvi: Hvenær sjálfseignarábúð verður aðalregla; en að henni frátekinni verði jarð- irnar sveitareignir eða þjóðeignir. (Framh.) Verzlunarskýrsla. Verð í Liverpool 28. febr. Dönsk pund Hveitimjöl 254 pd. krónur. Ungverskt................. 27.00—28.90 Enskt.................... 20.25—25.65 Ameriskt................. 13.95—23.85 Haframjöl: Skoskt 254 pd.............. 31.95—32.85 Ameriskt 217.7 pd . . . 20.70—21.60 Verð á korntegundum og ertum er mjög mismunandi eftir ásigkomulagi þeirra og hvort nota á til fóðurs eða manneldis. Hér er að eins tilfært lægsta verð. krónur Rúgui' 59 pd............2.70 og hærra Bygg 54.4 —. . . . . 2.60 — — Hafrar 40.8 —.... 1.95 — — Hrisgr. 101,6 —.... 6.00 — — Ertur 90.7 —.... 4.95 — — Dönsk pund krónur Kaffi 101.6 pd........... 24.75 og hærra Hvítasykur 101.6 pd. . . 7.50 — — íslenzknr saltfiskur. 101.6 pd. krónur Þorskur (bezti).......................18.90 Isa (stór)............................16.20 Langa................................25.20 Verð á smálest er minna hlutfallslega. Smér. 101.6 pd. Danskt krónur Bezta................. 106.20—108.00 Gott.................. 101.70—104.40 Siberíu Bezta................ 82.90— 86.40 Kindaket 27. fehr. 1 pd enskt. (112 pd. ensk=101.6 pd. dönsk). Nýtt krónur Breskt.................... . 0.53—0.79 Amerískt*..................0.53—0.62 Frosið Af lömbum..................0.41—0)51 » fullorðnu fé.............0.28 *Bæði Bandaríkin og Canada senda til Liverpool (Birkenhead) fé á fæti, sem verð- ur að slátra eins og íslenzka fénu, innan 10 daga eftir að það kemur af skipsfjöl, en ameriska féð hefir miklu betri bakhold en íslenzkt fé og er þess vegna í hærra verði. (Hér hefir 1 shilling verið látinn vera jafn 90 au.). Ofan tír sveituin. Kvenfélags-skemtisamkoma á Eyrarbakka. Sunnudaginn 8. þ. m. hélt kven- félagið á Eyrarbakka skemtisam- komu í barnaskólahúsinu þar, kl. 3 e. m., í minningu þess, að þá hafði félagið staðið og starfað í 15 ár. Voru þar samankomnar 33 konur af 46, — 13 voru á ýmsan hátt forfallaðar og gátu ekki tekið þátt í samkomunni. En svo gengu líka 17 konur í fé- lagið á samkomunni, svo að nú eru félagskonur alls 63, og hafa þær aldrei verið nærri svo marg- ar áður. Er það gieðilegur vottur þess, að göfuglyndi og áhugi á því, að leggja sinn skerf til að líkna bágstöddum, sé að útbreiðast meðal vor. Að vísu er árstillagið ekki hátt, að eins 50 aurar. En þess er að gæta, að mjög margar af félagskonum eru bláfátækar, og gera það meira af vilja en mætti að vera með. En »kornið fyllir mælirinn«, því fremur sem fleiri ganga i félagið. Er óskandi og vonandi, að ekki líði á löngu áður en allar konur og stúlkur hér á Bakkanum eru gengnar í það. Þá ætti það hægara með að rétta hjálparhönd svo um munaði í bágindatilfellum. Sá er hinn fagri tilgangur félagsins, og það er langt fram yfir vonir, hve því hefir tekist að framfylgja honum hingað til með jafnlitlum kröftum. En þess meira mundi það gera í þá átt, ef það hefði meiri ráð. En víkjum aftur að samkom- unni. Þar var skemt sér vel og lengi með söng og hljóðfæraslætti, dansi og ræðuhöldum, og þess í milli drukkið sjókólade og kaffi til að hressa sig á. Skemtu allar kon- urnar sér vel, að því er sjá mátti. Það var líka góður fagnaðarauki, að ein af félagskonunum, frú K. Blöndal, hélt nokkurskonar »tom- bólu« á samkomunni. Hver ein- asta kona dró sinn seðil, og hverj- um seðli fylgdi dálitil gjöf. Gaf frú Blöndal sjálf allar þær gjafir, og hefir það kostað eigi alllitla upphæð. Inn á samkomuna kom bréf til félagsins frá Guðmundi bóksala Guðmundssyni og var les- ið upp. Var það hjartnæmt og fagurt, sem hans var von og vísa. Hann hefir ávalt verið ágætur styrktarmaður félagsins frá upp- hafi þess, og þá ekki síður kona hans, Ástríður Guðmundsdóttir, sem verið hefir jafnan gjaldkeri félagsins og unnið því margt til gagns og þrifa. Bréfinu fylgdi 5 kr. gjöf frá honum. Guðmundur Oddgeirsson og J. D. Nielsen, verzlunarmenn, og M. Nielsen bakari sendu félaginu lika 5 kr. hver. Er félagið þeim öll- um þakklátt fyrir. Einn karl- maður, faktor P. Nielsen, var heiðursgestur samkomuunar, öllum meðlimum til mikillar ánægju. Það er óefað, að honum og frú hans, E. Nielsen, á félagið meira að þakka en nokkrum öðrum, að það í fyrstu var stofnað, og að það hefir síðan, þrátt fyrir fátækt sína, getað rétt svo mörgum bág- stöddum hjálparhönd; þau hafa verið þess mestu styrktarmenn. Sú, er þetta ritar, fór eins og hinar glöð og ánægð heim til sín at samkomunni kl. 10 um kveldið. Getur hún ekki stilt sig um, að láta í ljósi þá ósk, að fé- lagið haldi slíka afmælissamkomu árlega framvegis. Hún er: Ein af félagskonum. Utanfélagsmaður ritar um félag þetta: Þetta félag var stofnað árið 1888 fyrir tilhlutun frú Sylvíu Thorgrímssen og frú Eugeniu Niel- sen. Það samdi sér þegar lög og er þar ákveðið verksvið þess, »að hjúkra og hjálpa sjúkum og bág- stöddum mönnum hér í piássinu«. Stofnendur voru 16, en nú eru rúmlega 60 konur og meyjar í félaginu. Inngöngutillag er 1 kr. og árgjald úr því 50 aurar. Tekjur þess hafa verið: Árgjöld meðlima, gjafir einstakra manna, hagur af tombólum og sjónleikj- um m. fl. í sjóði á það nú um 200 kr. Þau 15 ár, sem félagið hefir starfað, hefir það gefið sjúk- um og bágstöddum iijo kr. í peningum og öðrum munum. í stjórn félagsins eru frú Eugenia Nielsen (forstk.), frú Ástríður Guð- mundsdóttir (gjk.) og frú Kristín Blöndal (rit.). Helzti styrktar- maður félagsins hefir hr. verzlstj. P. Nielsen jafnan verið, hr. bók- sali Guðm. Guðmundsson o. fl. Það er óhætt að fullyrða, að margur hefir notið góðs af þessum fyrirmyndar félagsskap; enda má heyra hér þakklátar raddir í garð þeirra, sem roest og bezt hafa rétt hjálparhönd hinum bágstöddu. Á Stokkseyri var haldinn fjöl- mennur málfundur þ. 16. marz þ. á., boðaður af nokkrum Goodtempl- urum til þess, að ræða um bind- indismálið, lög um aðflutningsbann og fleira. Helgi Jónsson verzlunarm. hóf fyrstur máls með mjög snjöllum fyrirlestri um bindindismálið, er hann nefndi »Ástæður«. Þar næst talaði Jón eldri Páls- son um aðflutningsbannið, hve það væri nauðsynlegt, og byrjaði hann ræðu sína með því að lesa skýrslu upp úr gömlum »íslenzkum Good- templar« Nr. 5 VI. árg. 1892 um ástand embættismanna, er út hafa skrifast úr lærðaskóla landsins á tímabilinu frá 1851 til 1885, þeirra, er selt hafa sig ofdrykkjunni; skýrslan er ljót og um leið sorg- leg endurminning fyrir komandi kynslóð. Þá talaði gæzlumaður ungtempl- ara, Isólfur Pálsson, um v a n a n n, þann gamla vana, hve þjóðin væri sein til að breyta um gamlar venj- ur, er hún um liðnar aldir hefði átt að búa við, svo sem ofdrykkj- una, er nú væri þó víðsvegar um land verið að reyna til að eyði- leggja. Þá talaði Sigurður Eiríksson organisti um bindindismálið frá sjónarrniði Goodtemplara. Júníus Pálsson fór nokkrum orðum, glöggum og skýrum, um það, hvað þyrfti að gera bindind- ismálinu til efiingar, og komst harm að þeirri niðurstöðu með ræðu sinni, að aðflutningsbannið værr það eina, sem hjálpaði þjóðinni til viðreisnar. Eftir þessar utnræður, sem stóðu yfir á 3. kl. tíma tneð töluverðu fjöri, var borin upp skrifleg til- laga með áskrituðum stuðnings- mönnum af Jóhanni V. Daniels- syni og hljóðar hún þaunig: T i 11 a g a. Fundurinn skorar á alþingi, að samþykt verði sem allra fyrst lög um algert aðflutningsbann á áfeng- um drykkjum; og jafnframt skor- ar fundurinn á þingmenn kjör- dæmisins, nverjir svo sem þeir kunna að verða, að fylgja fram af alefli tillögu þessari. Jóh. V. Danielsson. Stuðningsmenn: Sigurður Eiríksson. Guðm. Sæ- mundsson. Hjálmtýr Sigurðsson, Sigurjón Jónsson. Gísli Pálsson. Júníus Pálsson. Jóu Pálsson. Isólfur Pálsson. Helgi Jónsson. Tillagan var samþykt með 82 atkvæðum gegn 1, en nokkrir voru farnir af fundi áður en gengið var til atkvæða. Skorað var á þann eina, sem greiddi atkvæði á móti, að gera grein fyrir atkvæði sínu, en hann færðist undan; lét hann belzt I ljósi við nokkra menn á eftir, að hann væri hræddur við vínfangatollinn, þegar hann yrði lagður á. Það var einróma ósk allra stuðningsmanna, að fundur þessi og hin samþykta tillaga yrði birt í »Fjallkonunni«. J. Árnessýslu 14. marz 1903. Seinna helming þorra var oftast þíðviðri, þó umhleypingar seinni vikuna. Fyrra helming Góu öf- ugur útsynningur, sem hér er kall- að, þá er snjóuppgangur af hafi (suðri e. útsuðri) er hærra 1 lofti, en lægra kemur landnyrðingur með fjúki frá fjöllum. Eru þá oftast harðindi til sveita og ógæft- ir við sjó, og svo var nú. Um þær mundir strandaði í Selvogi fiskiskúta úr Hafnarfirði. Menn komust af. Fyrst gaf á sjó 9. þ. m. og var róið dagana 9.—12., en tók svo frá aftur. Leit vel út með afia og er sagt um 150 bæst á Eyrarbakka. Ekki er hærra i hinum veiðistöðunum hér. Enda er litill aflinn hjá mörgum. Þeir gátu varla sumir borið sig eftir björginni fyrir mannleysi. Það er af sem áður var með sjómanna- fjöldann hér í veiðistöðunum. Ólafsvik 3. mars 1903. Fátt er héðan að skrifa; veðr- átía mjög andstæð, sífeld rok af ýmsum áttum; síðan á nýári hefir 12 sinnum verið komið á sjó, og þó tíðast skyndiróðrar, aldrei orðið lagt nema eitt kast, svo hlutir eru mjög litlir, líkast til að meðaltali

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.