Fjallkonan


Fjallkonan - 24.03.1903, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 24.03.1903, Blaðsíða 3
FJALLKONAN 47 rúmt hundrað, og það af rýrum fiski. 23. fyrramánaðar harst á báti á Hjallasaiuii, réit fyrir framan lend- inguna;”nokkrir bátar reru þaðan um morguninn, þá í bærilega veðri, en slæmu útliti, sem ekki varð langt að bíða að riki úr; sneru því flestir aftur nema 2 bátar, sem komust til miða og lögðu eitthvað af Jóðunum; þá rauk á með bráð- viðri af norðri og taisverðum ósjó, sem títt er hér af þeirri átt. Þegar þessi ofannefndi bátur var kominn* sama sem upp í lending- una, tók sig upp boði svo nálægt bátnum, að ekki var unt, að hann het’ði sig undan, tyltihann bátinn, svo að hann hvolí'di úr sér. Með dugnaði manna þeirra, sem á landi voru, varð komist út að þeim, sem barst á, og náðust fimm mennirn- ir með lifi, en sá sjötti, sem á bátn- um var, náðist ekki, og eigi hetir hann rekið upp enn. Tveir af þeim ð, sem bjargað varð með Hfi á land, dóu mátti heita strax, áð- ur en læknir kom, sem tafarlaust var þó vitjað og brá strax við. Þeir sern dóu, voru Andrés nokk- ur, gamall maður frá Búðarnesi hjá St.hólmi, hann var kvongaður. Annar var Geirmundur Gíslason úr Eyrarsveit, mesti efnismaður; hann lætur eftir sig ekkju og 2 börn á unga aldri; sá þriðji, sem dó, hét Gisllaugur Þorsteinsson af Hjallasandi; hann var fyrir innan tvitugt, mesti efnismaður. For- maðurinn, sem af komst, heitir Gisli, og er frá Vatnabúðum í Eyr- arsveit, mesti dugnaðarmaður; hans son var Geirmundur sá,er druknaði. Nú er hér alstaðar í kringum Jökul alveg haglaust fyrir allar skepnur; en vonandi er, að flestir hafi nægjanleg hey, því útigangs- skepnur kcmu ekki á gjöf fyr en um jól, en sumarið mikið gott. Skepnuhöld alstaðar að frétta góð; heilsufar manna fremur gott það sem til hefir spurst hér um pláss. Héðan úr Ólafsvík er fátt að skrifa nema þann gleðilega vott, að flestir hafa nú það helzt hug- fast, að gera Bakkus gamiahérað öllu leyti héraðsrækan. Goodtempl- arstúkan »Jökulblóm« nr. 24 hér i Ólafsvík hefir nú milli 50 og 60 meðlimi fullorðna; og í unglinga- stúkunni eru 30 ungtemplarar, og er vonandi, að þeim fjölgi; enda hefir nú félagið þægilegt og gott hús til þess að halda fundi sina og getur því boðið marga vel- komna til að fylla flokk sinn. Stúkan mun vinna að því eftir megni, að vínsölubannið verði lög- leitt; helzt af öllu ætti það þó að vera innflutningsbann, sem allir ættu að vinna að að fengist; hér mun verða reynt að fá undirskrift- ir um það fyrir næsta þing. Hér hafa verið haldnir sjónleikir í vetur, og hefir það þótt takast vonum fremur, því fæstir af leik- endunum, eðajafnvel enginn, hefir einusinni séð leikið, svo það hefir orðið að vera nokkurskonar handa- hóf. Leikirnir, sem leiknir hafa verið, eru: 1. »Prestkosningin«, 2. »Sálin hans Jóns míns«, 3. »Ná- grannarnir« og 4. »Hundrað og eitt«. Leikirnir hafa farið fram í Samkomuhúsi Ólafsvíkur. Að leik- irnir hafa ei orðið vel sóttir, heflr mikið stafað af þvi, hvað tíðin hefir verið andstæð, og þar af leiðandi fólk haft lítiö handa á milli. Milli íjalls og ijöru. Pójstgufuskipið »Laura« (Aasberg) lagði af stað til útlanda á föstudagskveldið 20. þ. m.' Með því fóru til K.hafnar snögga ferð Gísli Finnsson, járnsmiður, og Jón Brynjólfsson, skósmiður, og Vilhjálmur Þorvaldsson, kaupmað- ur af Akranesi. Til Ameríku fóru Sveinn Eiríksson, trésmiður og sonur hans, Sveinn Oddson, prent- ari og bræður tveir, Bjarni og Magnús Hreiðarssynir. Gufuskipið Éros, norskt (Lindabl), kom á laugardagsmorg- unin 21. þ. m. með salt til Fis- chers verzlunar frá Englandi. Yí'irlijúkrunarkona ný er þegar korain að Laugarnes- spítalanum. Heitir hún frk. Kiær og kom frá K.höfn með síðasta póstskipi. Frk. Júrgensen, er ver- ið hefir, giftist spítalalækninum í haust og sagði þá upp starfi sínu; er það almannarómur, að hún hafi stundað starf sitt prýðisvel. Yfir- hjúkrunarkonan er ráðin hingað af yflrmanni Oddfellowreglunnar í Danmörku, dr. Petrus Beyer. Ný dáinn 17. þ. m. er Ein- ar Eyjólfsson, sem morgum var kunnur á Suðurlandi og jafnvel um land alt. Hann var orðlagð- ur göngugarpur og manna minn- ugastur á daga og stundatal. Ráðvandur maður og hrekkl.aus var hann og öllum að góðu kunn- ur. — Andlát hans var fremur með skjótum atburðum. A 1 þ i n g i er stefnt saman 1. júlí þ. á. með konungsbréfi dags. 13. f. m. G u f u s k i p Napoli (A. Mo- winkel) kom hingað að morgni 18. þ. m. með timburfarm til verzlun- arinnar Godthaab (Th. Jensen). N ý 11 gufuskipafélag hefir ný- lega vedð sett á laggirnar í K.höfn og er helzti maður þess fyrirtækis stórkaupmaður Th. E. Tulinius. Félag þetta heitir »Thore« og ætlar að halda fram- vegis uppi ferðum milli Islands , Færeyja og K.hafnar. Eru 20 ferðir áætlaðar þetta ár. Hefir hr. Tulinius látið skip sín, Mjölni og Perwie, í hendur félagi þessu. En það kaupir siðan i viðbót 2 fyrsta flokks gufuskip. Höfuðstóll félagsins er 500,000 kr. Að lík- indum mun félag þetta gerast keppinautur Sam. gufuskipafél. danska hér við land og teljum vér ekki að því. Fiskiskipið Langanes, eign Thorsteinsens kaupmanns á Bíldu- dal, kom inn í Hafnarfjörð i fyrra- morgun með 11,000 af fiski, þar af 1,700 óslægt á þilfari. Hafði fengið þann afla fram undan Grindavík, enda þar sagður góð- ur afli, er gæftir leyfa róðra. F i s k i s k i p i ð Swift (skipstj. Hjalti Jónsson) kom hingað í morgun með 14,500 af flski. Skemtisamkoma var haldin á Auðkúlu 23. jan. Voru þar saman komnir 80 manna. Helztu skemtanir voru ræðuhöld, söngur, spil og dans. Leikið var leikrit laglegt og skemtilegt eftir síra Stefán á Auðkúlu. Skemtun- in þóttí góð. Fyrir henni stóðu Erl. Erlendsson á Rútstöðum. Jak- ob Guðmundsson í Holti og Jónas Bjarnason í Sólheimum. (Ndl). A ð s ó k n i n að Hóiaskóla mik- il. Auk þeirra. 12, sera í skólan- um eru í vetur. hafa 23 nýir sótt um inntöku í skólann. Um auka- kenslu handaíbændum og bænda- efrium hafa sótt 40. Auðsær hús- rúmsskortur. A þvi að gera við baðstofu, búr og eldhús í Nýjabæ hjá skólahúsinu, svo að unt sé að taka móti fleirum nemendum. (Sama). Vatnsveitirigu um bæinn eru Akureyringar að bræða. Hafa þegar grafið brunn nægilegan handa öllum bænum. Kostnaður, að undanskildri vatnsveitu innan- húss, áætlaður 7920 kr. I fram- kvæmdarnefnd eru Sigtr. Jónsson, snikkari, Magnús Blöndal, kaupm. og Sigv. Þon teinsson, kaupmaður. (Sama). Alþýðufyrirlestra er byrjað að haida á Akureyri. Klemens Jónsson bæjarfógeti reiö fyrstur á vaðið með erindi um réttindi giftra kvenna. Næst hon- uro kemur sira Mattías fram á völlinn. (Gjallh.). S 1 y s f a r i r. Tveir menn hröpuðu til bana í síðastl. mánuði norður og vestur í Jökulfjörðum, Ólafur Torfason og Bæringur Guðmundsson. Báðir ungir og nýgiftir. Þá meiddist og maður vestur i Alftafirði, Björn Jónsson frá Tröð. Féll stórtré á háls honum að aftan. Hálsinn marð- ist, bein brotnuðu og höfuðkúpan dalaðist að framan. Maðurinn talinn af. — ISLENZKUR S0GUBÁLKUR. Æflsagra Jóns Steingrrímssonar, prófasts og prests að Prestsbabka. [Eftir eiginbandr., Landsbókas. 182, 4toJ Hann átti dóttur, er Ólöf hét, vel uppfrædd, guðhrædd og ráðvönd. Hún fótbrotnaði af ei stærri steinnibbu en sauðarvölustærð, er stóð upp úr gólfinu. Hún lagðist í ból- unni 1 <63; fór bólan að falla so hún hafði aftur fengið opna sjón, lá so mállaus og hreyfingarlaus, so enginn gat formerkt hún hefði nokkra rænu né sansa. Þó beiddu foreldrar hennar mig að koma til hennar, er eg messaði á Dyrhólum. Las eg þá bænar- og blessunarorð yfir henni og fól hana guði á hendur. Lá þá fyrir mér ferð i burtu úr sókninni. Þá eg fór úr húsinu, vantaði mig annan klút minn; var leitað og fanst hann ekki, hugsaði eg ei annað en eg mundi honum hafa annarsstaðar glatað; fór eg so minn veg. í vikunni hjarnaði hún við aftur; var þá sira Daði sóttur að þjónustu hana. Þar eftir kom eg til hennar, fagnaði hún mér og sagði: »Það var mér stór kvöl, þá enginn ykkar hugði eg hefði vit; en eg hafði það altog heyrði hvað sem talað var, og til merkis talaðir þú þessi orð yfir mér og annað er það, að hér er hjá mér klútur þinn, er eg bar mig að draga inn undir mig, þá vor- uð að tala um þekkingarleysi mitt, til þess ef þið kynnuð þar af að ráða, að eg væri ekki þekkingarlaus. Hefi eg nú siðan ver- ið á milli heims og helju; hefir guð sýnt mér inni himnaríkisdýrð; sá eg þar bæði systkini min, sem á undan eru sáluð, og aðra kunningja mina í soddan fegurð og ljóma, sem þar er, sem einskis manns tunga getur hér útmálað og alt, er eg hefi heyrt hér um, er satt en þó oflítið. Soddan glaðværð og ljómi er nú kominn í hjarta mitt, að eg get ei framar sint mínum góðu foreldrum og engum manni. Eg get ei sofið, etið né drukkið af þeirri sárheitu eft- irlaungun, sem eg hef þangað. Er eg nú ekkert annað að gera en að biðja guð að flýta|fyrir mér þangað og láta mig ekki lifa5[i veröldinni, á hverri eg hefi fengið stærsta viðbjóð. Yona eg nú þetta dragist ei lengi og fær þú þá vísbendingu (hvað og skeði). Kvöddnmst við so í fullvissu, að guð mundi veita henni það hennar hjarta girntist. Að skilnaði gaf eg henni klútinn og segir móðir hennar að láta hann yfir hennar andvana ásjónu, hvað og so gert var. Ei alleinasta var mér sem henn- ar sálusorgara þetta dæmi gleðilegt, að vita hana fara so beinleiðis í himnariki, heldur tók eg hér af þá sterkustu leiðslu og áminning, að fara aldrei so fram hjá veikum manni, sem eins heyrðist ásigkom- inn vera, að eg færi ei til hans og beiddi fyrir honum. whisky” YVm. FORD & SON stofnsett 1815. Einkaumboðsmenn fyrir ísland og Færeyjar: F. Hjortli & Co. Kjobenhavn. K. ji^ranzar og pálmagreinar. Til búin blóm Vaxrósir Puntur í Blómsturvasa Boi'ðblómstur. Efni i Kransboiða Hattabuquetter o. fi. fæst ávalt á Skólavörðustíg 5. Mikið úrval af fallegum Höttmn og Húfnm (eftir uýjustu tízku) og allskonar H íi I y 81 ö t y m nýkomið með Laura í verzlun W. cTiscRers. af KORTIJM. Lukkuóska- Fermingar- og Giftingarkortum. Autotypikort — Brevkort — Gravures — Fototypikort — Petitbilleder — Glanzmyod:r — Olíumyndir — Kobberstik — Hústöflur — Silfurbrúökaupskort og Silkikort. Stærsta og fjölbreyttasta úrval í bænum, selst á Skólavörðustíg 5. Eg tek á móti pöntunum og tek mál af mönnum fyrst um sinn á Skóla vörðustíg 5 Rvik 23. marz 1903 <3uém. Sigurósson, klæðskeri. JÖR Ð til kaups og ábuðar. Til kaups og ábúðar fást Hrafn- kelsstaðir í Hrunamannahreppi í fardögum 1904. Greiðfært 300 hesta tún. Flóðveita, sem fæst af 300 af kúaheyi; 400—600 af vall- lendisengjum, nokkur silungsveiði, ágætur afréttur, skamt til rjóma- bús. Hús góð og nýleg, heyhlöð- ur fyrir 900—1000. Semja má við ábúandann Harald Sigurðsson.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.