Fjallkonan


Fjallkonan - 12.05.1903, Side 3

Fjallkonan - 12.05.1903, Side 3
FJALLKONAN 75 1. Hrútar veturgamlir og eldri 2. Ær 2—6 vetra. Verðlaunum verður úthlutað á sýn- íngum þessum, um 300 kr. á hverri. J>ar af leggur Búnaðarfélag íslands til helming, en hinn helminginn búnaðar- félög þau, sem taka þátt í sýningun- um, í Arnessýslu með styrk úr sýslu- sjóði og hlutaðeigandi sveitarsjóðum. Verðlaun verða þrenns konar: 1., 2. og 3. verðlaun. Fyrir hvern flokk verða að einshöfð ein eða fá 1. verðlaun, miklu fleiri 2. verðlaun og flest 3. verðlaun. Verðlaunin verða höfð hæst fyrir hesta, lægri fyrir nautgripi og lægst fyrir sauðfé, og hærra að tiltölu fyrir karlkyn en kvenkyn. Stærð og fjöldi verðlaunanna verður ákveðinn dagana fyrir sýningarnar, þegar sýningauefndirnar hafa fengið að vita, hve margir gripir verða sýndir hverrar tegundar. |>rír dómarar eru tilnefndir fyrir hverja skepnutegund. J>eir ákveða, hvaða skepnur skuli verðlauna og með hvaða verðlaunum. Sýningarnar byrja á báðum stöðum kl. 10 árdegis áðurnefnda daga, og verða þeir, sem vilja fá verðlaun, að koma sýningargripum sínum fyrir þann tíma á sýningarsvæðið. Ekki fá aðrir verð- laun en félagsmenn í búnaðarfélögum þeim (eða hreppafélögum), sem styrkt hafa sýningarnar. Með því að óhætt mun vera að gera ráð fyrir, að veitt verði talsvert fé til sýninga næsta fjárhagstímabil, svo að hægt verði að halda þær ámiklufleiri stöðum næsta vor, vil eg leyfa mér að skora á formenn búnaðarfélaga í nærsveitunum og nærsýslunum, svo og aðra, sem hafa áhuga á búpenings- rækt, að sækja þessar sýningar og kynna sér sem bezt alt fyrirkomulag þeirra. Eg hefi verið í ráðum með sýning- arnefndunum um undirbúning beggja sýninganna, og verð viðstaddur á þeim báðum, og veiti alla þá fræðslu og bendingar, er eg get eftir því sem tími og ástæður leyfa. Formenn sýningarnefndanna eruþeir óðalsbændurnir Ágúst Helgason í Birt- ingaholti og Björn J>or»teinsson í Bæ. Reykjavík 7. maí 1903. Guðjón Guðmundsson. Síra Bcnedikt Eiríksson uppgjafapi estur f Saurbæ í Efri- Holtaþingum andaðist 4. þ m. Síra Benedikt var elztur allra núlifandi lærðra tnanna hér á landi og allra andlegrar stéttar manna um alt Danaveldi. Vatð hann 96 ára gamall og 6 mánaða, 8 dög- um fátt í. Hann var fæddur að Árnanesi í Hornafirði 12. nóv. 1806; voru for- eldrar hans Eiríkur hreppstjóri Benediktsson og Þóiunn Jónsdótt- ir. Lærði hann undir skóla fyrst hjá síra Guttormi Pálssyni á Valla- nesi og síðan hjá Jóni Bergssyni, er þá var aðstoðarprestur að Stafa- felli 1 Lóni, en síðar prestur að Hofi í Álftafirði, og fór í Bessa- staðaskóla haustið 1825. ' Útskrif- aðist þaðan árið 1832 og var vigð- ur næsta ár aðstoðarprestur til síra Brynjólfs Guðmundssonar í Kálfholti. Gekk skömmu síðar að eiga Málfríði dóttur hans og var svo aðstoðarprestur föður síns þangað til hann andaðist árið 1847. Þá fekk hann Efri-Holta- þing og þjónaði hann þeim þang- að til í fardögum 1884 að hann lét af prestsskap; hafði hann þá verið prestur í 50 ár og einu miss- iri lengur. Hann eignaðist 10 hörn og voru 9 af þeim dáin löngu á undan honum. Tveir synir hans dóu af slysum. Annar. Eiríkur, druknaði uppkominn í Þjórsá; hinn, Brynjólf- ur, varð undir kletti i túnjaðrin- um í KáJfholti og beið bana af. Margt var fleira mæðusamt í lííi hans, er margan mundi hafa beygt. En hann bar alt mótlæti með stakri stillingu; rósemi hans og geðprýði raskaðist aldrei. Síra Benedikt var mjög skyldu- rækinn og samvizkusamur prestur; var hann ástsæll mjög af sókuar- börnum sínum. Enda var hann mannkostamaður hinn mesti, greið- vikinn og hjáipfús við alla bág- stadda, nærfærinn við sjúka og góðgerðasamur við fátæka. Ólu þau hjón upp mörg umkomuJítil börn og mönnuðu þau vel. Reynd- ist hann þeim öllum sem bezti faðir og það engu síður þótt þau færu frá honum. Áttu þau jafn- an til vinar að leita þar sem hann var. Á yngri árum var síra Bene- dikt fjörmaður, léttur og glaður í lund, en þó staðfastur og lítt upp- næmur, ef svo bar undir. Systkyni síra Benedikts voru þau Stefán sál. alþingismaður í Árnanesi, Guðmundur 1 Hoffelli og Vigdis, móðir Eiríks Magnússonar. Nú munu eftir lát hans ekki fleiri. en þrír lifandi af hinum fornu Bessastaðamönnum, þeir sagnfræðingur Páll Melsted, þjóð- skáldið Benedikt Gröndal og Dan- íel prófastur á Hólmum í Reyðar- firði. í þeirri fylkingu var marg- ur góður og gagnlegur leikmaður. Rættust á mörgum þeirra orð skáldsins, að þeir voru »þéttir á velli og þéttir í lund, þrautgóðir á raunastund«. Megum vér hinir yngri minnast þeirra margra með virðingu og þakklæti fyrir störf þeirra. Af Eyrarbakka er skrifað 7. maí: »Söngfélag Eyrbekkinga« bélt þrjá samsöngva í aprílmán., til ágóða fyrir sjúklinga hér og á Stokkseyri. Samsöngvar þessir voru sóttir fremur vel. Þeir, sem kunna að dæma um söng, sögðu sum lögin vel sungin, önnur dá- vel o. s, frv. Allir tekstar voru sungnir á ís- lenzku, (þeir útlendu þýddir af Brynj. Jónssyni frá Minna-Núpi). Lögin voru bæði eftir innlenda og og útlenda höfunda. Good-templarar héldu nýlega opinberan »útbreiðslufund« ogbuðu þangað sýslunefndarmönnum, sem þá voru staddir hér. Samkoma þessi var að mörgu leyti hin bezta af þess konar samkomum. Vertíðin hefir nú batnað mjög mikið síðan 1. maí. Hæstur hlut- ur kringum 600, þar af á annað hundrað af þorski. Látinn er Jón Magnússon frá Nýjabæ, eftir tveggja ára legu. Berklaveiki dauðamein. Hann var ungur maður, efnilegur og sér- lega kurteis í allri framgöngu. Milli íjalls og ijöru. F i s k i s k i p i n eru flest kom- in inn nú, en misjafnt hafa þau aflað á vertíðinni að tölunni til. Björn Ólafsson (Bj. Ólafsson) hefir fengið 32.000, Swift (Hjalti Jóns son) 29.000 tæp, Björgvin (Krist- inn Magnússon) 25.000, Georg (Kolbeinn Þorsteinsson) 24.000, Margrét (Finnur Finnsson) 23.000, og hinir þaðan af minna, alt nið- ur i 8.000, en það er bót í máli, að fiskurinn er mjög vænn yfir- leitt. Reykjavíkin kom frá Man- dal 6. þ. m., og hóf ferðir sínar hér um flóann þ. 8. Ceres fór vestur 6. þ. m., og tóku sér far með henni m. a. Sigurður Pálsson, verzlunarstjóri á Hesteyri, Lárus Snorrason, kaupm. á ísafirði, R. Riis, kaupm. á Borðeyri, Pétur Ólafsson, verzl- unarstj. og Guðm Jónasson, kaup- maður. Þá fór og landlæknir til Onundarfjarðar í embættiserind- um, vegna mislinganna, sem gert hafa vart við sig þar. Strandferðabátarnir komu báðír að morgni 9. þ. m. Hólar urðu hvergi varir við ís; með þeim kom m. a. síra Jóhann L. Svein- bjarnarson á Hólmum 1 Reyðarfirði. Skálholt hitti ís við Horn og komst því ekki lengra; að vísu fór hvala- bátur allra sinna ferða frá Siglu- firði til ísafjarðar um það leyti, en þeir kalla nú heldur ekki alt ömmu sina; annars lftur út fyrir að þessi ís sé ekki nema hrafl eitt við Horn og inni á Húnaflóa vestanverðum. Lausn frá prestskap hefir konungur veitt síra Friðriki Hall- grímssyni á Útskálum, sem fer til Vesturheims í sumar, en lands- höfðingi sira Ingvari Nikulássyni í Gaulveujabæ, sakir heilsubrests. Vitavarðarsýslan á Reykja- nesi 2. þ. m. veitt Jóni Helgasyni, vitaverði á Garðskaga. Trúlofuð eru: frk. Lovisa Pálmadóttir og cand. jur. Guð- mundur Sveinbjörnsson. 6. þ. m. lézt sfra Jósef Kr. Hjörleifsson á Breiðabóls- stað á Skógarströnd, 37 ára að aldri. Hann var sonur Hjörleifs prófasts Einarssonar á Undornfelli, útskrifaðist úr lærða skólanum 1886, af prestaskólanum 1888, og var samsumars vígður að Otrar- dal, en tveim árum síðar fluttist hann að Breiðabólsstað. 1889 gift- ist hann Lilju ÓJafsdóttur, dóttur Ólafs sál. Jónssonar, kaupmanns í Hafnarflrði, er lifir hann ásamt 7 börnum. Prestskap sagði hann af sér í vor sakir heilsubrests. Hann var prýðisvel látinn af sóknarfólki sinu og þótti prestur hinn bezti. ISLENZKUR S0GUBALKUR. Æflsaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandr., Landsbókas. 182, 4to.] Enda hef eg hjá fleirum aðkomist, að eins hefir yerið ástatt fyrir þeim og hefir mig aldrei iðrað þess litla ómaks. Þéni og þessi frásaga til þess, að hver sá guðsþénari, sem les eða heyrir þessa frásögu, að hann ta.ki hér af eina sterka anleiðing til þess hins sama. Sýslu- maður Bjarni Nikulásson, hann sálaðist i Bæarstað, sem hann hafði bygt i Sólheima- nesi; hann lagðist veikur, kallaði mig til að þjónusta sig og sagði: »Afliðna nótt var eg alla í stríði; þá sótti satan með öllum vondum öndum eftir mér. Allra mínar heimuglegar og opinberar syndir, em hafði drýgt frá barnæsku og eg hafði gleymt og eg vissi að mér var búið af guðs hálfu að fyrirgefa, komu nú 1 ljós. En guðs náð varð yfirsterkari, so uppá þau ansvör, er eg fekk, vil eg mér til trú- arstyrkingar og sálarveganestis upp á mína siðustu reisu taka mins frelsara herrans hold og blóð, sem hann og guðrækilega meðtók. Kvaddi mig so, sina ektakvinnu og dóttur og sagði: »Drottinn, eg sleppi þér ekki fyr en þú blessar mig. Eg bið, að út af þessum orðum sé yfir mér talað, nær eg verð jarðsettur*. Bauð svo öllum góðar nætur, sneri sér upp til veggj- ar og fekk með sætum svefnblundi sálu- hjálplegt andlát. Hjá honum var gamall maður nokkra stund, sem hét Jón Hall- dórsson. Hann lagðist banalegu; var hann þá í Hvammi. Eg var sóttur að veita honum sacramentið. Þegar hann hafði það meðtekið, bað hann mig gefasértóbak í nefið; eg sagði, mér sýndist annað væri nú nær hjá honum; iét hann þó ráða þvi. Að því gerðu segir hann: Lofaður veri nú guð, sem nú hefir látið gleðja mína sál og líkama. Nú lofar bann mér að deyja og nú day eg glaður. Guð taki við minni sálu«, og þar með gaf hann upp andann. Mórinn er glögt dærai þess, hvernig iðnaður nútfðarinnar breyt- ir á skömmum tíma efnum, sem hingað til hafa verið talin verð- litil, í dýra og gagnlega hluti. Flestum er kunnugt, að mórinn og mómylsnan drekkur í sig raka og loft; hefir hann því víða verið notaður til að binda og um leið bæta með honum fénaðartað. Líka hefir verið sagt, að mómylsna væri hentuggegn munn-og klaufa- veiki; en um það eru deildar meiningar. Þá er mómylsnan einkar hent- ug til ísgeymalu, og reynt hefir verið að nota hana til að geyma í henni nýtt ket, fisk, egg, ávexti og kartöflur; hefir tilraun sú gef- izt vel; ketinu reyndist hættara við að ofþorna en morkna. En það hefir verið gert meira við mómylsnuna en það, sem nú er talið. Hún hefir verið hnoðuð saman við tígulsteinsleir og áþann hátt gerður úr henni holóttur steinn, sem reynzt hefir mjög sterkur og notagóður til bygginga Úr mótrefjum hafa og verið ofnir dúkar og ábreiður og upp á sið- kastið eru menn teknir að gera pappír, einkum veggjapappír, úr þessu efni. Þá eru mennogtekn- ir að hagnýta móinn við eldspltna- gerð. Er honum þá þrýst og þjappað saman þangað til hann er orðinn það fastur og þéttur, að gera má úr honum eldspítur. Efnafræðingarnir hafa og leitað ýmsra bragða í við móinn og hafa íengið úr honum bæði »gas« og »parafín«; líka hefir þeim tekizt að fá úr honum edik. Langt er síðan menn reyndu á Frakklandi að breyta viðarmauki í áfengi. Lík tilraun hefir verið gerð við móinn og kostað minni fyrirhöfn og minna fé. Úr 2000 pundum af mó hefir fengizt jafnmikið áfengi sem úr 1000 pundum af kartöfl- um. Til {aÉbÉmanna. Eins og að undanförnu sel eg gaddavírsgirðingar með járn- stóipum. Ennfremur galvaníser- aða teina til girðinga, 6 feta langa og s/8 tomm. að gildleik, á 46 au. stykkið og ódýrara, ef styttri eru. Menn geta pantað svo marga eða fáa, sem þeim þóknast. Þorsteinn Tómasson, járnsmiður.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.