Fjallkonan


Fjallkonan - 16.09.1903, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 16.09.1903, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í viku. Yerð árgangsins 4 krónur (erlendis 5 krónur eða IV2 dollar), borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). FJALL BÆIHDABLAÐ Uppsögn (skrifleg) bund- in við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. október, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Laekjargata 12. VERZLUNARBLAÐ XX. árg. Reykjavik, 16. september 1903. Nr. 37. Vegna þess að ritstj. ferðast á morgun austur í Árnessýslu og verð- ur um viku burtu, þá kemur „Fjall- konan“ ekki út næsta þriðjudag. — Kaupendur munu samt fá jafnmörg tölublöð fyrir það áður en árgangin- um lýkur. Af sömu orsök verður heldur ekki messað í Fríkirkjunni á sunnudaginn kemur. Stutt athugasemd frá hr. Gunnari Einarssyni get.ur ekki komist að fyr en í næsta blaði. Atignlækning ókeypis 1. og 3. þrd. i hverjum mán., kl. 11—1 í spítalanum. Forngripasafn opíð md., mvd. og ld. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa opin á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskvöldi kl. 8V2 síðd. Landakotskirk.ta. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 10i/2—12 og 4-6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundn lengur (til kl 3) md., mvd. og ld. til útlána. Náttúrugripasafn, í Vesturgötu 10, opið á sd. kl. 2—3. Tannlækning ókeypis í Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Walker’s gisciiits Jolin Walker=Glasgow baka allar tegundir af hinum lj úf- fengu smákökum og ódýra skipsbrauði. Biðjið ætíð um þeirra brauð. Aðalumboðsmenn þeirra fyrir ís- land: G, Gíslason & Hay, Leith, þegnskylduvinna, Litlu fyrir þinglok bar Hermann Jónasson fram i n. d. svo látandi þings- ályktunartillögu: Alþingi ályktar að skora á lands- stjórnina að semja og leggja fyrir næsta alþing frumvarp til laga um þegnskylduvinnu á íslandi, er bindi í sér eftiríylgjandi ákvæði: 1. Að allir verkfærir karlmenn, sem eruáíslandi og hafaréttinnfæddra manna, skuli, á tímabilinu frá því þeir eru 18—22 ára, innaþegn- skylduvinnu af hendi á því sumri, er þeir æskja eftir og hafageflð til- kynningumfyrir 1. febrúarnæst á undan. En hafi einhver eigi int þegnskylduvinnuna af hendi, þeg- ar hann er 22 ára, þá verði hann, frá þeim tíma og til 25 ára aldurs, að mæta til vinnunnar, nær sem hann er til þess kvaddur, en megi þó setja gildan mann í sinn stað, eí knýjandi áetæður banna honum að vinna sjálfur af sér þegnskylduvinnuna. 2. Að þegnskylduvinnan sé 1 því falin, að hver einstakur maður vinni alls 7 vikur á einu eða tveimur sumrum, eftir því sem hann óskar, og að vinnan sé end- urgjaldslaus að öðru en því, að hver fái kr. 0,75 sér til fæðis yfir hvern dag, sem hann er bundinn við nefnda vinnu. 3. Að þegnskylduvinnan sé fram- kvæmd með jarðyrkju, skógrækt og vegavinnu í þeirri sýslu, sem hver og einn hefir heimilisfang, þegar hann er skráður til þegn- skyl duvinnunnar. 4. Að þeir, sem vinnunni stjórna, geti kent hana vel, og stjórni eftir föstum, ákveðnum reglum, líkt og á sér stað við heræfingar í Danmörku. Um tillögu þessa, sem samþ. var í n. d., fór flutningsmaður meðal annars þessum orðum: Það liggur aðallega þrent til grund- vallar fyrir tillögu þessari. í fyrsta lagi það, að kenna öllum landsmönn- um þýðingarmikla vinnu; í öðru lagi miðar hún að því, að venja þá við reglubundna stjórn, og í þriðja lagi er tilgangurinn meðhenni, að rækta landið og bæta. Hér er um gagnlegan verklegan skóla að ræða fyrir þjóðina, skóla, sem oss vantar tilfinnanlega, skóla, sem allir karlar á landinu undantekn- ingarlaust eiga að læra í mjög þarf- lega landvinnu, skóla, er styrki og æfi taugar og vöðva þeirra manna, er eigi hafa vanist líkamlegri vinnu, skóla, er veiti sjómanninum þekkingu á að rækta iarðarblett kringumhúsið sitt, og glæði áhuga hans á að gera það. Það getur verið skoðunarmál, hve lengi þegnskylduvinnan eigi að vera fyrir hvern einstakan mann. Efhag- kvæmara þætti að flokka vinnuna niður en að láta hana fara fram samtímis fyrir alla ár hvert, þá er talan 7 hentug tala, að því er verk- stjórnina snertir; yrði þá hægt að skifta vinnutímanum árlega niður í 3 sjöviknatímabil, og legðist þá sú þegnskyldukvöð á hvern einstakling, að vinna landinu eitt slíkt tímabil. Reyndar er þetta stuttur skólatími, en þó betra en það, sem nú er, og sjáifsagt vissara að gera kröfurnar eigi of-háar; eigi sízt ámeðanmönn- um er að lærast að skilja það, hverja þýðingu það hefir, að vinna fyrir landið sitt. Sumir kunna að segja, að þetta séu þungar álögur á þjóðina, og ótt- ast að það muni verða til þess, að flæma menn af landi burt. En það er aðgætandi, að á þann flokk manna, sem hér ræðir um, koma venjulega engin bein gjöld til landsjóðs, og þó er hann að jafnaði færari um að bera gjöld en íátækir fjölskyldu- raenn, Á þessum árum verður aflafé margra eyðslueyrir, og fáir munu verða fátækari að þessu ára tímabili liðnu, þótt þeir hafi á því int af hendi þegnskylduvinnuna; en margir þeirra munu verða ríkari, af því að þeir hafa lært þýðingarmikla vinnu, sem á að geta verið þeim framtíðar- auðsuppspretta, og lífsskoðanir margra þeirra munu við þetta breytast til batnaðar. Eg verð því að ætla, að skyldukvöð þessi muni ekki auka útflutning, held- ur draga úr honum; hún muni ein- mitt verða til þess, að glæða þjóðern- istilfinuinguna. Hver góður sonur ættjarðarinnar á að læra að skilja það, að hann stendur í skuld við landið fyrir upp- eldi sitt, og hjá honum þarf að glæð- ast sú meðvitund, að hann þurfi að vinna fyrir landið, að það sé bein skylda hans, að borga því eitthvað af skuldinni sinni. Þeim manni, sem þetta hefur lært, verður ekkert framlag kærara en það, sem eingöngu miðar að því, að rækta og bæta landið, gera það byggilegra og skapa í því hagsældarstöð fyrir alda og óborna. Þessi þegnskylduvinna er ekki þung, þegar litið er til herþjónustuskyld- unnar í öðrum löndum; þar verða flestir að gegna herþjónustu störfum 1—3 ár, og auk þess eru þeir skyldir að mæta við heræfingar endrum og sinnum þar á eftir um 2—3 tugi ára, hve nær sem kallað er; þá skal eg og minna á aðra skyldukvöð, er hvílir á nágrannaþjóðum vorum og öðrum fleiri, það er skólaskylda barnanna. Það er því síður en svo, að íslend- ingar verði harðari úti en nágranna- þjóðir þeirra, þótt þessi kvöð væri lögð á þá. Það getur verið, að sumir óttist, að með þessu verði ofmargir teknir frá heyvinnu og sjósókn. En þegar þess er gætt, að meðaltal drengja, sem fermdir hafa verið síðustu 5 ár, er 759, og að þetta meðaltal hlýtur að vera nokkru lægra, þegar miðað er við 18—25 ára aldur, þá verða það sem svarar 200—250 manns, er missast sumarlangt til þegnskyldu- vinnunnar, og eru þetta færri menn en þeir, sem nú ganga að samskonar vinnu og hér er gert ráð fyrir. Þessi ótti hefir því ekki við mikið að styðj- ast; og við en minna hefði hann þó að styðjast, ef vér notuðum svo vel og hagkvæmlega, sem skyldi, vinnu- kraftinn í landinu. Það er t. d. ekki lítið vinnutjón, er leiðir af því, að margir yngri mentamenn ganga iðju lausir eða iðjulitlir sumarlangt bæði í Reykjavík og út um land. Þá heyri eg sagt, að það muni vera um eða yfir 80 verzlanir í Rvík, og tiltölulega munu þær vera eins margar víða annars staðar út um landið; þetta fyrirkomulag er til að dreifa kröftunum, og draga rnikið fleiri menn en þyrfti frá framleiðslu- vinnu. Þegar litið er á alt þetta, og margt fleira svipað mætti nefna, þá er svo fjærri því, að þegnskyldan sé þyngri kvöð fyrir þjóðina en margt annað, sem hún leggur á sig sjálf- krafa og að óþörfu. Eg get búist við að sagt verði, að það vanti menn til að stjórna verk- inu og kenna það. En sé svo, þá verður að undirbúa þá til þess, og eg bið guð að hjálpa því landi, er vantar menn, sem kunna að stjórna og kunna að vinna á réttan hátt jafn þýðingarmikil verk og hér er um að ræða. Það er knýjandi nauðsyn, að allir læri vinnu- reglur og aga, sem tíðkast hjá öll- um siðuðum þjóðum, og að sem flest- ir læri að rækta jörðina. Það er skylda og knýjandi nauð- syn, að rækta landið. Menningin eykst, en óþolið líka. Menningin getur eigi þrifist og dafnað eðlilega á bersvæði; hún „vex í lundi nýrra skóga". Menning og ræktun jarðar- innar hefir jafnan fylgst að. Ef land- ið verður eigi ræktað, getur sönn menning eigi þrifist hér til lengdar. H. þm. Borgf. og formaður Búnað- arfélags íslands talaði mjög fagurlega um það á þjóðhátíðinni í sumar, að það þyrfti að klœða fjállið; þá hugs- aði eg, að það yrði seint, sem fjallið yrði klætt, nema hver einasti maður gróðursetti nokkrar plöntur; þá hugs- aði eg um þessa tillögu, og því er eg á móti síðari brtl. h. þm. Skáldið Vergeland keypti trjáfræ og bar það oft í vösum sínum, þegar hann gekk yfir óræktað land, og sáði því og sagði, að upp af einhverju fræinu kynni að vaxa. Líkt þessu þarf þjóð vor að hugsa. Það borgar sig ekki fljótt að brjóta land og yrkja, leggja vegi og þó sér- staklega að rækta skóg. En þetta er þó skylda vor gagnvsrt landinu og niðjunum. Þetta er skylda, sem hvílir á hverj- um einasta manni, en hún verður ekki alment vakin eða knúin fram nema með þegnskylduvinnu. Eins og stendur mætti færa mikið í lag með þegnskylduvinnunni, en eftir því sem fólkinu fjöigar í land- inu, eftir því verða framfarirnar, sem af henni leiða, stórfeldari. Það er sennilegt, að um eða fyrir lok þess- arar aldar verði fólkstala hér á landi orðin um hálfa millión, og í hlut- falli við síðasta fólkstal ætti þá um 5000 manns að vinna árlega þegn- skylduvinnu. Þá fyrst, þegar svo er komið, má segja, að fyrir alvöru sé farið að vinna að því, að rækta landið, eink^ um þegar það er einnig tekið með að þá vinnur sjálfsagt hestkrafturinn og náttúruöflin meira að ræktuninni en mannshöndin. Þá mun mönnum ekki ægja eins mikið og nú að rækta landið,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.