Fjallkonan


Fjallkonan - 16.09.1903, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 16.09.1903, Blaðsíða 2
146 FJALLKONAN. Vér stöndum nú á hættulegum tímamótum. Eyðileggingin voflr yfir sveitunum, og þar af leiðandi yflr þjóðerni voru. Ilelzta ráðið til að afstýra þessu er, að þjóðin sé vakin til að rækta og elska landið, til að treysta sjálfri sér og landinu sínu; vakin til þess að læra að bera virð- ing fyrir sjálfri sér, tungu sinni og þjóðerni; vakin til brennandi áhuga á því að skila landinu betur ræktuðu til eftirkomendanna en hún tók við því. Til þessa verður að knýjafram alla góða krafta, og nota öll rétt ineðöl. Takist það, þá er það engum vafa bundið, að á síðara hluta þess- arar aldar og á næstu öld blasa fyrir þjóð vorri bjartari og betri kjör, en fyrir flestum öðrum þjóðum. En þetta fæst einungis með því, að menn vilji vinna fyrir landið og eftirkomendurna, og til þess er þegn- skylduvinnan góður spori. Máls þessa mun betur minst síðar hér í blaðinu. Úr Skagafirði er skrifað 15. ág. Tíðin góð framan af slættinum; svo gerðinorðan kulda-storma og þurklítið. Nú eru komnir óþurkar. Grasspretta í meðaliagi víðasthvar; en fólksfæðin heftir heyskapinn ásamt óþurkunum. Síldar- og fiskafli hefir verið góður hér á firðinum, þegar geíið hefir á t sjó; en nú um tíma gæfta lítið vegna ýnorðan stormanna, en afli helzt norður hjá eyjum. Kaupmenn taka hér fiskinn blaut* an upp úr sjónum og gefa 8 aura fyrir pundið í ísunni, 4 aura í und- irmálsfiski og 5 aura í þorski. Hvít ull er hér borguð með 55 aurum pundið; sagt, að hún sé 65 á Akur- ureyri. Pöntun var hér með meira móti og er útlit fyrir, að margir bændur viiji fara að brjótast undan kaupmanna-farginu. Fyrir nokkrum tíma kom skip með timburfarm til pöntunaríélagsins; var viður sá all- góður og er að mestu uppgenginn. Búist er við, að haustverzlun verði ekki góð hér i kaupstöðum, því lítii eftirspurn kvað vera eftir keti; enda gefa kaupmenn ekki góðar vonir um ketverð í haust. Heilsufar manna má heita gott; læknir okkar fór norður á Akureyri til að fá bót á meini sínu. Árnessj'slu (ofanv.) 3. sept. 1903. Tíðarfar. Veturinn var með harð- ari vetrum, frá jólum. Þó afklædd- ust skepnur vel, þrátt fyrir það þó margur sparaði hey við skepnur sín- ar; nú sást, að betri eru 2 hestar af grænu og þuru heyi en 3 af illa hirtu. Vorið var fremur kalt og vætusamt, grasvöxtur með betra móti, sérstaklega á útengi. Síðan sláttur byrjaði, hefirmátt segja stöð- ug þerritíð (norðanátt), en köld hefir tíðin verið, frost á nóttu, kafaldsbyl- ur á fjöllum. Útlit er fyrir, að hey- afli manna verði með betra móti, sérstaklega niður í sveitum. Framíarir. Með- framförum «má það kallast, að einstöku bændur eru að girða engjar sínar með vírgirðingum, grjótgörðum og skurðum. Framfarahugur. Komið hefir mönn- um til hugar, að setja girðingu milli Flóamanna-afréttar og bygðar-landa Gnúpverjahrepps, inilh' Þjórsár og Laxár. En hér þarf meira en lítið fé til. En hversu afarnauðsynlegur sá garður væri, geta menn ekki gert sér í hugarlund fyr en reynzlan sýnir það, bæði fyrir Hreppamenn og Flóa. Fyrir Hreppamenn, að veija málnytu- peningþeim usla, sem géldfé gerir«á sumrin, og fyrir Flóamenn, að verja geldfé sitt hundrekstri. Því þótt Flómanna-afréttur sé fremur lélegur, þá er hann þó betri skepnum þeirra en búfjárlönd Hreppamanna. Heilsufar. Heilbrigði manna yfir höfuð, hefir verið með lakara móti. Kíghósti hefir verið hér bæði í börn- um og fullorðnum. Slys. Kvenmaður druknaði í bæj- arlæknum í Tungufelli i Ytri-hrepp. Hún hét Guðlaug Eiríksdóttir frá Fellskoti í Biskupstungum. Hún var kaupakona hjá bóndanum í Tungu- felli, en til heimilis í Bræðraborg á Stokkseyri; hafði hún ætlað að fara að þvo sokka, en var að sögn slagaveik; hefir liún að líkindum fengið slag og dottið í lækinn, og verið önduð áður en slagið var runnið af henni. Nýlátinn er Magnús bóndi Einars- son frá Miðf eili í Hrunamannahreppi; dó úr innanveiki. Hann lætnr eftir sig ekkju og 4 börn í ómegð. Itangárv.sýslu (ofan til) 8. sept. ’03. .... Ekkert merkilegt að frétta. Tíðin alt af þur og köld og rykugt loft og láð; aíar-harðslægt og hey- skapur okkar, harðlendismannanna, með stirðara og minna móti. Vegna hinnar afar-þuiu veðráttu sumarið yfir hefir málnyta verið með minna móti og borið á slæmsku í kvíaám að mun, svo að sumstaðar hefir jafn- vel drepist. Kenna menn um óholl- ustu á grasi og setja í samband við gosið í Vatnajökli. Heilsufar yfirleitt gott. Yanalegan ársfund héldu prest- arnir í Árnesþingi að Þingvöllum priðjudaginn 1. þ. m. Komu á fund- inn allir prestar prófastsdæmisins nema 2. Þar að auki komu áfund- inn: Uppgjafaprestur Ingvar Niku- lásson, fyr á Gaulverjabæ, cand. theol. Ástvaldur Gíslason og séra Ólafur Ól- afsson, ritstj. Fjallkonunnar. Helztu málin, sem kom til umræðu á fundinum, voru þessi: 1. Kristindömsfrœðsla ungmenna. Vald. próf. Briem las upp kristilegan barnalærdóm í ljóðum, sem hann hafði ort. Urðu um hann 1 sambandi við kristindómsfræðsluna allmiklar umræður. Fundarmenn luku lofsorði á ritsmíð þessa og óskuðu, að hún kæmi á prent. 2. Heimatrúboð. Candidat Ást- valdur Gísiason flutti mál þetta inn á fundinn. Urðu um þaðlangar umræð- ur, sem þar að auki hnigu að allri starfsemi presta og andJegu lífi safnað- anna hér á landi með göilum þeim, er á því þóttu vera. 3. Húsvitjanir^ Prestarnir bund- ust samtökum um, að leitast við að gera þær ávaxtasamari og uppbyggi- legri en verið hafði. 4. Heiðingjatrúboð. Fundarmenn lýstu yfir skoðun sinni, að þeim þætti oss íslendingum ekki fært að sinni, að styrkja heiðingjatrúboð með fjár- framlögum. Ótal margt hjá oss sjálf- um stæði nær að styrkja, ef vér værum einhvers megnugir. Hinsveg- ar vildu þeir, að almenningur fengi meiri og skýrari þekking á því má.U, en hann hefði nú. 5. Lestrarfélag presta í Árnes■ þingi. Gamlar bækur voru seldar, nýjum úthlutað til lesturs og umburð* ar og ráðstafanir gerðar til nýrra bókakaupa. Fundurinn hófst aflíðandi hádegi á þriðjudaginn, en lokið var honum einni stundu eftir dagmál daginn eftir. — Vér færum prestunum í Árnes- þingi kveðju vora með þökkum fyrir ánægju þá, er vér nutum í hóp þeirra á fundinum. GuðsþjénusSu undir berum himní héldu Vestmanneyingar nýl, og er Fjallkonunni ritað um það á þessa leið: Sunnudaginn 23. ág. varhaldin guðsþjónusta undir berum himni í Herjóifsdal samkvæmt beiðni safnað aðarins. Síðan öndverðl. í júnímán- uði hefir engin messugerð fram farið í prestakallinu, af því að verið er að endurbæta kirkjuna; eyjarbúar eru yfir höfuð kirkjukærir og una því illa við messuleysi; en af því að engin stórhýsi eru hér til, er rúmi mikinn mannfjölda, varð guðsþjónustan fram að fara undir berum himni. Athöfnin var fólgin í sálmasöng ogræðuhaldi; ræðutexti Lúk. 10, 38-42. Mikill mannfjöldi var þar saman kominn, og eigi færra fólk en á þjóðminning- ardeginum. Sýnilegur friðarblær hvíldi yfir mannfjöldanum, meðan ræðan var flutt og þögðu allir „þunnu hljóði." Mundi guðrækni vor bíðanokkurn hnekki við það, að prestar landsins tækju það fyrir endrum og sinnum, þar sem því verður viðkomið, að prédika undir berum himni á fögr- um stöðum og í fögru veðri? Það guðshúsið er þó veglegast og hátign- ariegast, sem ekki er með manna- höndum gert. — Utflutningui* á sméri verður mun meiri nú en í fyrra. — Nú (13. sept.) er komið til geymslu hér í íshúsið: Frá Arnarbælisrjómabúi 48 kvartél. — Yxnalækjar — 40 — — Hjalla — 34 — — Torfastaða — 68 — Birtingarholts — 78 - — Áslækjar — 100 - — Framness — 60 - — Kálfár - 40 - — Rauðalækjar — 162 - — Bakkakots — 33 — — Deildarár — 44 — — Brautarholts — 21 - = 728 kvartél. Úr Árness- og Bangárvallasýslum er suður komin 630 kvartél. Valla verður með sannindum sagt, að fé því sé á glæ kastað, sem varið er til samgöngubóta í þessum héruðum. fíý trúlofuð eru verzlunarm. Egill Jakobsen og ungfrú Sigríður Zoéga (Einarsdóttir, veitingamanns). Þjóðhútíð héldu Suðurnesjamenn sunnudaginn 6. þ. m. í Keflavík. Varð þó minna af en til stóð; olli óveðrið á laugar- daginn og rokið á sunnudaginn. Hátíðina setti Þórður læknir Thor-. oddsen með góðri ræðu. Hann mælti og fyrir minni ísiands og sagðist á- gætlega. Fyrir konungs minni mælti séra Árni Þorsteinsson á Kálfatjörn, fyrir minni Keflavíkur Ágúst Jónsson í Höskuldarkoti og fyrir minni sýslunn- ar einnig séra Árni. Til skemtunar höfðu menn dans, glímur, kapphlaup, kappreiðar og leik- fimi. Söngur var fremur lítill. Kvæð^ var sungið eftir Guðm. skáld Guð- mundsson. Mesti sægur af fólki ætlaði héðan úr Rvík sjóleiðis suður í Keflavík á sunnudaginn til að taka þátt í hátíð- inni. Eu byr hlýtur að ráða, jafnvel þó kóngar ætli að sigla. Reykvíkingar sátu heima veður- teftir. Kári lagði blátt bann fyrir förina. Jónas Helgason, oi ganisti, var jarðaður á laugar- daginn var 12. þ. m. Var líkfylgd sú, er honum fylgdi til grafar, ein hin ailra stærsta, sem menn hafa séð hér í Rvík. í kjðri um Gaul v erj abæjarprestakall eru séra Benedikt Eyjólfsson í Berufirði, séra Einar Pálsson á Hálsi og sérá Pétur Jónsson á Kálfafellsstað. Innbrofsþjófnaður var framinn aðfaranótt föstudags ins 11. þ. m. í verzlunarbúð G. Zoéga hér í Rvík. Þjófurinn hafði reist upp stiga við norðurhiið verzlunarhússins og náð riiðu úr skrifstofuglugganum og skriðið þar inn. í skrifstofunni var púlt með peningum i; tálgaði þjófurinn sundur lokið, svo að læs* ingarjárnið lá eftir í skránni, en púlt- ið opnaðist. Úr púltinu tók hann svo yfir 690 kr., er voru þar geymd- ar í kassa. Skildi hann kassann eftir á gólfinu, en hnífinn á púltinu. Sama daginn féll grunur á fær- eyskan sjómann, Tomas J. Thomsen, sem í sumar var háseti á einu af þilskipum G. Zoega. Kvisaðist, að hann hefði verzlað í ýmsum búðum daginn eftir meira en líkindi þóttu til, að hann gæti með frjálsumhætti. Fór þá lögreglan á stúfana, og handsamaði Þorvaldur Björnsson lög regluþjónn kumpán þenna inni í Laug- um, var hann í þann veginn að fara með skipi, sem ferðbúið iá inni hjá Kleppi. Óeyddar hafði hann á sér 500 kr. Fyrir hitt hafði hann keypt ýmislegt, svo sem nýjan fatnað, yfir- frakka, ferðatösku, skambyssu, vindla- kassa, vínflöskur o. fl. Fógeti yfirheyrði sökudóiginn sam- dægurs og staðfestist þá grunur sá, er á honum hvíldi. Sat hann svo í fangelsi fram yfir helgina. í gær meðgekk hann þjófnaðinn. Framdi hann aleinn húsbrotið og enginn var í vitorði með honum. Hvalveiðistöð í smiðum á Suðurlandi. Á. G. Ásgeirsson kaupmaður, einn af stjórnendum hvalveíðaféíags þess hins danska, sem hefir bækistöðu sína á Uppsalaeyri við ísafjarðardjúp, hefir lagt fölur á land í svonefndri Straumsvík suður í Hraunum, skamt fyrir utan Hafnar- fjarðarkaupstað. Er í ráði, að setja þar hvalveiðistöð á laggirnar, Tiðarfar* hið versta í Eyjafirði, segir „Nld." 22. ág. Einn fremur kaldur sólskins- dagur í þeirri viku, Annars stöðug* ar norðanþokur, með rigningu stund* um í bygð og hríðaréljum á fjöllum. Á þriðjudagsnóttina, 18. ág., alhvítt ofan að sjó. Töður, sem úti eru, mjög farnar að skemmast og ógrynni áf heyi úti hjá bændum. Hafnleysið hefir í sumar verið Húnvetningum meira en lítið bagalegt, Vatnsdælir

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.