Fjallkonan


Fjallkonan - 16.09.1903, Qupperneq 3

Fjallkonan - 16.09.1903, Qupperneq 3
FJALL KONAN. 147 fluttu í sumar 1400 — 1500 pund a rjómabússméri, segir „Nld.“, til Blönduóss á leið fyrir „Yesta"; en engum vörum varð þá skipað út í hana fyrir stórviðri og brimi. Urðu þeír síðan að flytja smór þetta til Skagastrandar í veg fyrir „Geres“, upp á von og óvon. Rætast þar um- mæli vor á þingi í sumar, að er búsafurðir vaxa hér á landi, þá reyn- ast samgöngur vorar að sumu leyti illar og ónógar. Nýdáinn er sagður Þórður Þórðarson, bóndi á Sumarliðabæ í Holtum í Rangár- vallasýslu. Hann var allra manna mestur vexti óg rammur að afli; var hann talinn flestum ef ekki öllum mönnum íremri austur þar að kná- leik og karlmensku, meðan hann stóð á uppréttum fótum. Hann var gleði- maður mikill og léttur í lund, var „hrókur alls fagnaðar" hvarsemhann var kominn. Hann var drengurgóð- ur, blíður og barnslegur í aðra rönd- ina og hugljúfl hvers manns er þekti hann rétt. Smælingjum öllum var hann skjöldur og skjól; tjáði engum að troða þá um tær þarsem hann var nærri. Þórður sál. var hetja að fornum sið; en — hann var líka hetja að kristnum sið, því hann var heitur trúmaður. Ullarsendingum til klæðaverksmiðjunnar á Álafossi í Mosfellssveit veiti eg móttöku eins og að undanförnu. Verksmiðjan tekur að sér að kemba ull, spinna, vefa, þæfa, lóskera, pressa og lita. Áríðandi, að sendingarnar séu vel merktar með skýrri áritan á umbúð- rinar. Þingholtsstræti nr. 1, Reykjavík. JÓN Þórðarson Áskorun til bindindisvina frá drykkjurnannakonum, Munið eftir því, að IV. 0. Ilreið- fjörð hætti áfengissölunni eiiiung'is fyriv “indindismálið, og kaupið því hjá honum það, sem þið fáið þar eins gott og ódýrt og annarstaðar, sem flest mun vera nú af hans fallegu, miklu og margbreyttu vörubirgðum. THE NORTH BRITISH ROPEWORK Co. Kirkcaldy Contractors to H. M. Government búa til rússneskar og ítalskar fisStiIínui' agj færi, alt úr bezta efni og sérlega vandað. Fæst hjá kaupmönnum. Biðjið því ætíð um Kirkcaldy fiskilínur og færi hjá kaupmanni þeim, er þér verzlið við, því þá fáið þér það, sem bezt er. Dundas-prjónavéliu. Það sem síðast kom af Dundas-prjónavélunum var að mestu leyti áður pantað, og verður því afhent eða sent til kaupenda víðsvegar um land svo fljótt sem hægt — Af þeim eru að eins fáar óseldar nú. — En svo á eg von á, að fá 25 af þeim til, með einhverri næstu ferð frá útlöndum, sem enn eru ópantaðar. Þeir sem vilja ná í eina af þeim, sendi pöntun sína SEM ALLRA FYRST ÁSAMT FULLRI BORGUN. • Hver sem sendir mér 50 krónur fyrir eina laf þessum 25, fær hana frítt senda (í umbúð- 'um) á næstu tiltekna höfn, með næstu ferð eftir að þær koma frá útl. — En só hún tekin hér á staðnum, án umbúða, þá fæst hún fyrir að eins 48 krónur. En hver sem vill eignast þessa vél, fyrir það ALLRA LÆGSTA VERÐ sem. mögulegt er, og vill vinna það til, að borga hana aðfullu með pöntun, löngu fyrir fram (altað 6—8 mánuðum), eða að panta minst 6 vélar í einu — í samlög- um við aðra — með 60 lcr. fyrirfram borgun og upp á að borga afganginn að fullu við afhending hér, fær vélina fyrir 4 kr. minna en ann- ars. Það er: 46 krónur fntt ftutta í umb. eða 44 krónur að eins, án umbúða, hér á staðnum. 3. Hún gerir eins gott verk á sléttu prjóni og nokkur önnur vél. 4. Hún prjónar flestar stærðir af bandi, laust og fast eftir vild. 5. í henni má prjóna allar stærðir af sokkum og vetlingum, og alla vega löguð nærföt af öllum stærðum. 6. 1 lieiluin liólk má prjóna í henni flestar almennar stærðir af sokk- um og vetlingum, með hæl og totu að öllu ieyti (sjá Hlín nr. 1, 1. ár). — En í lengjuni má gera í henni allar stærðir af sokkum og vetlingum, og livað annað sem vera skal. 7. í henni má prjóna saman lengjur eða flat-prjón, til sokka eða alls konar búta, ef menn vilja það fremur en þræða saman. 8. í henni má laga alls lconar flíkur alveg ótakmarkað eftir hvers eins vild. Úr 8000 pundum aí bandi má fá 16000 pör sokka. Ef það er'.svo 30 aura virði að prjóna sokkaparið, þá má innvinna sér um 4800 krón- ur (fjögur þúsund og átta hundruð krónur) á þessa vél, áður en hún þarfnast stórkostlegrar aðgerðar. HVAÐ B0RGAR SIG BETUR? Þessi vél, Dundas-prjónavélin, er vel látin alstaðar þar sem hún þekkist, sem nauðsynlegt áhald. — Og hún er í sannleika alveg eins nauð- synleg á hverju heímili eins og saumavél, sem ekkert heimili getur nú án veríð. Hún er einíold, sterk og ódýr. Henni fylgir fullnægjandi prentuð tilsögn á íslenzku um notkun hennar. Hún kostar aö eins 50 krónur. Sendið pantanir yðar sem allra fyrst. Vinsaml. Rvík, 1. sept. 1903. S. B. Jónsson. Eflsr>fySg]«írsdi er álil anrsara matrssia tsm þessisr véiar. Þessi vól er orðín talsVert útbreidd víða hvar hér á landi, og þykir alstaðar borga sig vel; en þó eru enn til heilar sýslur á landinu, sem ekki eiga eina einustu af þeim, svo eg viti, og má það yfirgengilegt heita, eins og þessar vélar hafa þó verið auglýstar og eins og þær eru afar- nauðsynlegar svo að segja fyrir hvert einasta heimili, og eins og þær eru líka alveg EINSTAKLEGA Ó D Ý R A R. — En í sumum sýslum eru þar á móti tugir af þeim í notkun nú þegar. Að því er Dundas-prjónavélina nr. i snertir, er áreiðanleg reynsla. fengin fyrir því, sem nú skal greina: 1. í henni má prjóna 8000 pund af bandi (4 tonn), áður en prjónahólk- urinn, sem aðal-slitið lendir á, auk prjónanna, er ónýtur orðinn. Þetta heflr verið sannað með verklegri tilraun á prjónaverkstöð í Ameríku. 2. í henni má prjóna alt að 20 pör sokka á dag, ef gott lag er á - 10 pör auðveidlega. Eg undirskrifaður, sem hefi fengið prjónaða sokka í „Dundas“-prjónavól, er herra Stefán B. Jónsson útvegar, votta hér með, að lagið á sokkunum og prjónið sjálft var svo gott að öllu leyti, sem eg gat á kosið. Breiðabólsst. áSkógarstr. 27.jan. 1901. Jósep Kr. Hjörleifsson. Duudas prjónarélin nr 1, sem eg keypti af herra kaupmanni Jóh. Kr. Jónssyni á Seyðisfirði, heflr í alla staði reynst mér eins vel og leiðar- vísirinn segir. Og get eg prjónað allar þœr aðferðir, sem þar eru kend- ar. Mér er því sönn ánægja að mæla með prjónavélum þessum, sem óg álít nauðsynlegar hverjum þeim, sem hefir ráð á að fá sér þær. Skriðuklaustri á Austurlandi. — (Sjá „Austra“ 29. júní 1901.) 21. júní 1901. Halldór Benediktsson. Prjónavélin „ D U N D A S “ nr. 1 reynist mér hið handhægasta heim- ilisáhald. Prjónar bæði fljótt og vel; jeinkum er fljótlegt að prjóna sokka- plögg í henni. - Nauðsynlegt áhald *á hverju stóru heimili, einkum þar sem börn eru mörg. Eg er í skyrtu og sokkum prjón- uðu í henni og fellur mjög vel við hvorttveggja. Tjörn 30. apr. 1902. Jón M. Þorláksson. Hcrra S. 15. Jónsson! „Dundas“-prjónavélina, sem við fengum frá yður í fyrra, likar okkur vel við. Hún heflr verið mikið brúk- uð og prjónuð í henni öll plögg, smá og stór. Sömuieiðis nærflíkur. Auð- vitað verður að sauma víðar saman nær-flíkur en úr stóru vélunum. — Þegar litið er á verðið og svo það, hverju þær afkasta, sést það, að vel er tilvinnandi að kaupa þær. Yið álítum þessar vélar því sérlega þarf- legt verkfæri á hverju heimili. Helguhvammi 15. jan. 1903. Vigdís Jónsdóttir. Kothvammi. Elisábet Eggertsdóttir. Talrið eftir! Þeir, sem eiga fataefni liggjandi hjá mér, og ekki verða búnir að sækja þau fyrir 30. þ. m. mega búast við, að þau verði seld upp í vinnukostn- aðinn. Virðingarfylst Nýtt dilkakjöt fæst nú mcð lágu verði við verzlun Leifur Th, Þorleifsson barnakjóla, enskt vaðmál, og fleiri vefnaðarvörur sel eg með lægsta verði Björn Kristjánsson. £ampa, fampaglös, karlmanna-og kvennanærföt, karl- mannsalfatnaði, vetrarhúfur, Eg hefl um full 6 ár verið veik, sem voru afleiðingar af barns- burði; var eg svo veik, að eg gat tæplega gengið á milli rúma. Eg leitaði ýmsra lækna, en ár- angurslaust. Svo fékk eg mér 5 flöskur af J. Paul Liebes Maltextrakt með kína og járni og tók inn úr þeim í röð. Lyf þetta hefir bætt mig svo, að eg get nú gengið bæja á milli og hefi beztu von umfullan bata. liergskoti á Vatleysuströnd. 2. nóv. 1902. Signý Olafsdóttir. Framannefnt lyf fæst hjá undirskrifuðum í stórkaupum og smákaupum. Björn Kristjánsson.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.