Fjallkonan


Fjallkonan - 20.10.1903, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 20.10.1903, Blaðsíða 1
Kemur . út einu sinni í viku. Verð árgangsins 4 krónur (erlendis 5 krónur eða IV2 dollar), borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). UXJ BiENDABLAÐ TTppsögn (skrifleg) bund- in við áramót, ógild nema komin sétil útgefanda fyr- ir J. október, enda hafi kaupandiþá borgað biaðið. Afgreiðsla : Lcckjargaia 82. YERZLUKARBLAÐ XX. árg. Reykjavík, 20. október 1903. Nr. 41. Augnlækning! ókeypis 1. og 3. þrd. í hverjum mán., kl. 11—1 í spítalanum. Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. K. F. U. M. Lestrar-og skrifstofa opin á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskvöldi kl. 8V2 síðd. Landakotskirk.ta. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Lnndakotsspítam opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 10VS—12 og 4-6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókbsafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundn lengur (til kl 3) md., mvd. og ld. til útlána. Náttúrugripasrfn, í Vesturgötu 10, opið á sd. kl. 2—3. Tannlækning ókeypis i Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Walker's giscuits JolmWalker-Glasgow baka allar tegundir af hinum ljúf- fengu smákökum og ódýra skipsbrauði. Biðjið ætíð um þeirra brauð. Aðalumboðsmenn þeirra fyrir Is- land: G. Gíslason & Hay, Leiíh, Yinur, sem yert er að ininnast. „Fáir og smáir". — Þessum eink- unnarorðum um sjálfa okkur erum við íslendingar teknir að venjast. „Fátækir og úti á hala veraldar," — bæta margir við. Hvorttveggja má til sanns vegar færast; því er ekki að neita. — Það er hverju orði sannara, að bornir saman við stóru, auðugu og framkvæmdarsömu þjóðirnar erum við ekki „á marga fiska". í alþjóða- verðlagsskránni erum við bæði aftar- lega í lestinni og ekki dýrt metnir. Meginhluti stórþjóðanna veit ekki, að við erum til; og þeir fáu menn, sem vita, að við erum tíl, gera sér margir hverjir um okkur mjög fá- ránlegar hugmyndir, skipa okkur á bekk með skrælingjum, ef ekki öp- um. Við höfum líka sjaldnast áttmarga vinina í öðrum löndum. Héðan var hvorki von á krossaregni, orðadrífu eða titlatogi; og allir, sem hafa heyrt okkur nefnda, vita, að við eigum ekki bót fyrir skóinn okkar. Nei! Það hefir hvorki verið upp- hefðar- nó ábatavon að því, að viðra sig upp við okkur íslendinga, og þvi valla von, að margir hafi gert það. Samt höfum við stundum átt vini í öðrum löndum, og þá góða. En - hví góða?- Af því að vinátta þeirra hefir aldrei verið sprottin af sjálfselsku eða eigingirni, heldur af ást til landsins eða þjóðarinnar, af ást til Bögu eða tungu íslendinga. Slík vin- átta, sjálfselskulaus og óeigingjörn, er líka hin eina, sem að nokkru er virðandi. Við íslendingar eigum nú einu góðan, einlægan 'og tryggan vin í fjarska; það er fræðimaðurinn J. 0. Poestion í Vínarborg. Hans hefir fyrir skömmu verið minst hóríblað- inu í sambandi við íslenzkar bók- mentir. Og hans er víða minst ár- ið að tarna, því að hann varð fim- tugur 7. júní í vor, sem leið. Að Konráði Maurer látnum er Poestion efalaust einn einlægasti, ó- eigingjarnasti og bezti vinur, sem íslendingar eiga úti í löndum, að öllum öðrum ólöstuðum. Þessi maður hefir tekið upp hjá sjálfum sér að stunda íslenzka tungu, sögu og bókmentir af einstöku kappi. Hann hefir ritað hverja bókina á fætur annari um bókmentir vorar; en aldrei þó tekið pennann sér í hönd í hagsmunaskyni. Þreytist hann al- drei að halda orðstír íslands á lofti og gera íslandi, íslendingum og ís- lenzkum bókmentum alt til sóma hjá stóru og mentuðu þjóðunum. — Og — alt þetta hefir hann gert af því, að hann hefir fest ást á íslandi, íslenzku þjóðinni, sögu vorri, tungu og bókmentum. Það er eins og sál hans finni miklu meiri unun og á- nægju við að hvarfla út á heimsjað- ar til okkar, hinna fáu, smáu og fá- tæku en við auðinn, dýrðina og full- sæluna þar suður frá. Það eru auð- sén ástarmörkin í öllu atferli hans. Getum við nú ekkert gert til að votta þessum vini vorum virðingu okkar og þakklæti ? Getum við ekki látið það ásjást við þenna mann, að við höfum vit og vilja til að meta ást og vináttu þeirra fáu manna meðal stórþjóðanna, sem eins og taka okkur í faðm sinn, leitast við að hefja okkur upp úr duftinu og skipa okkur^í öndvegis- sess með siðuðum og mentuðum þjóðum? Jú! Við bæði getum það og eig- um að gera það, þó við séum „fáir og smáir". Við þurfum ekki að vera vanþakk- látir þó við séum fámennir, og ekki lítilmenni, þó við séum fátækir. Hvað eigum við þá að gera gagn- vart þessum manni, þessum góða og ósérplægna íslandsvini ? Við eigum að grípa tækifærið núna, árið sem hann er fimtugur, og bjóða honum hingað út til ís- lands, bjóða Jwnam lieim. Og við eigum að gera meira; við eigum að skildinga saman og senda honum fó til fararinnar, því hann er ekki ríkur maður; taka honum tveimhöndum, þegarhann kemur, og setja undir hann íslenzkan gæðing, fá honum fylgd, sýna honum hreina íslenzka gestrisni, sýna honum feg- urðina, sem skaparinn hefir gefið landinu okkar, og láta hann þreifa á þjóðardygðunum, sem kunna að geymast hjá okkur. Já! íslendingar góðir! Þetta eig- um við að gera og þessu væri manns- bragð að. Eða — hvar er höfðingslundin, hvar er drengskapurinn, hvar er and- legi göfugleíkurinn, sem. stundum er verið að blaðra um að við höfumtek- ið í arf? Hvar er konungablóðið, sem á að renna í æðum okkar? Það koma stundum tækifæri, hent- ug til að sýna, hvort það er nianns- mót að okkur eða ekki. Nú ber eitt slíkt tækifæri að dyr- um, og okkur ætti ekki að fara eins og karlinum, sem sagt er, að hafi verið að nudda tóbakspunginn sinn þangað til tækifærið var á bak og burt. En hver ætti svo að bindast fyrir þetta mál? Oss finst, að stjórn Bókmentafé- lagsins hér á landi ætti að geraþað. Hún er skipuð ágætismönnum, sem mikils góðs má vænta af. Hún ætti í vetur að gangast fyrir samskotum hjá öllum mentuðum íslendingum utan lands og innan, hjá öllum þeim, sem kunna að meta það, að sóma íslands er haldið uppi í öðrum löndum. Líklegt til liðs í þessu máli þætti oss einnig Stúdentafélagið hér i Evík; mundum vér telja sennilegt, að það vildi rétta forgöngumönnum þessa fyrirtækis hjálparhönd. Vér lítum svo til, að innan vebanda þess, sé „táp og fjör og fnskir menn", menn, sem vilja sýna það í verki, að ekki eru allar dísir dauðar hjá okkur íslendingum. Nú mun einhver segja: „Þetta er hreinn óþarfi, því konungurinn hefir gefið Poestion kross; þar hefir hann launin bæði frá hendi Dana og ís- lendinga". Jú! „Guð borgar fyrir hrafninn", segir íslenzk aiþýða. En við þuríum ekki og eigum ekki í þessu efni neinir „hrafnar" að vera. Það, sem okknr er vel gert, eig- um við sjálfir að meta sem verðugt er, og sjálfir sýua í verkinu, að við kunnum og viljum virða á réttan hátt það vináttuþel, sem að okkur snýr. Við bæði getum þetta og okkur væri sómi að gera það. íslands-vin- inum, Poestion, mundi lika efalaust ánægja, að þiggja þenna virðingar- og þakklætisvott frá íslendinga hendi. Þetta mundi í hans augum öllum krossum betra. — Árið 1874 voru 1000 ár liðin frá bygginga íslands og þá fengum við stjórnarbótina eftirþráðu, sem búið var að berjast fyrir um tugi ára. Þá var glatt á Hjalla hér á landi. Konungurinn heimsótti okkur og margír góðir og frægir menn frá öðrum löndum. Þjóðin var í sjöunda himni af ánægju og fögnuði; skáldin ortu, ræðumennirnir þuldu tölur sm- ar, bumbur voru barðar, sýmfón troð- iii, pípur blásnar og halelúja oghúrra bergmálaði úr einum fjallshnúknum í annan. Eftir langa baráttu var þjóðin frjáls orðin, „frelsisskráin í föðurhendi" vakti þakklætisorð á allra vörum tii konungsins. En — samtímis þessu sat gamall og þreyttur maður úti í Khöfii. Hann var ofðinn hvítur fyrir hærum og magnþrota; elli og dauði voru búin að helga sér hann. Hann var búhrn/ að fórna lifi og kröftum fyrir ætt- jörð sína. Það yar harm, sem hafði haldið jafnan uppi orustumii fyrir frelsi íslendinga; liaim liaíði blúsið í lúðurinn og kallað liðsmenniua til vopna, hann hafði jaí'nan • staðið fremstur hinna fremstu í íylkmgumii, lianu haiði borið merkið,. hann hafði. skipað iyrir til, hverrar atlögu og hann hafði — aílað þjóðinni. sigurs- ius, þess sigurs, sem þjóðin var að gleðjast af 1874 hér á landi.' — , Þessi maður var Jón Sigurðsson. En — á þjóðhátiðinni var þesNirar hetju valla minst. Þótt miukun só frá að segja, þá gleymdu íslejxdingar, hershöfðingjanum að 'mestu leyti,, þegar sigursins var hátíðiega minst. Oss er af atvikum : kumiugt um það, að þetta vauþakklæti særði Jón Sigurðsson djúpt og tilíiniianlega. Að vísu galt þjóðiu Jóni Sigurðssyni sið- an heiðurslaun. En krónurnar eru ekki smyrsli á slík sár, sízt hjá hin- um andlegu stórmennum. Vór þurfum ekki að vera vanþakk- latir, þótt vérum séum „fair ogsmá- ir". "Vér getum heiðrað íslandsvm- inn J. C. Poestion á þann umrædda hátt, ef vór viljum; og vér eigum að gera það. Vauþakklæti við vini og velgetða- menn er einkunn lítilmenna, En ó- gjarnan viljum vór þann blett á ís- lenzku þjóðinni. Burt með gaddavírinní Fyrir þá áratugi, sem gaddavírinn hefir verið notaður hér á landi sem girðingarefni, ætti að vera fengin næg reynsla til þess að geta Ijóslega sagt, hvað mælir með því að inn- ie'iða hami frekar, en gert hefir ver- ið; óg hins vegar, hvað sérstaklega mælir í móti honum sem varnar- girðingu. Það, sem honum sýnilega hefir verið og verður talið til gildis er að greiðara er að afgirða með hon- um á kostnaðarminni hátt en jafn- vel með nokkurri annari girðingu, og þetta er hægt að sannfæra alia um; en án þess að endurtaka það, sem hr. S. S. segir í „Fjallkonunní,, 18. f. m. um endiugu hans og þar afleiðandi viðhald, er eitt alveg ó-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.