Fjallkonan


Fjallkonan - 03.08.1904, Qupperneq 2

Fjallkonan - 03.08.1904, Qupperneq 2
122 FJALLKONAN. Sem dæmi um átrúnaðinn á líkneski þessu má geta þess, að Nikulás Rússakeisari tók sér ferð á hendur til Kasan við upphaf ótriðarins tii þess að heita á hina heilögu guðs- móður til liðveizlu í styrjöldinni. — Líkneskið var gulli búið og gim- steinum sett; hafa þjófarnir að lík- indum látið ginnast af fjárvoninni. Kússneskur fallbyssubátur, — Smolensk, húsvitjaði þýzkt póstgufu- skip, Prinz Heinrich, á Rauðahaflnu 15. f. m. og tók í sínar vörzlur 31 póstbrófapoka og 24 póstsendinga- poka, sem alt átti að fara til Japan. Af þessu hafa Þjóðverjar gert hark mikið, segja alþjóðarétt brotinn og heimta, að þýzka stjómin krefji Rússa um póstpokana og hins jafn- framt, að þetta komi ekki fyriraftur. ltáð Finna virðist lítið vænkast þótt Bobrikoff væri veginn. Hafa nú verið fangelsaðir ýmsir háskólakenn- arar og vísindamenn, sem getið hafa sór frægðarorð jafnvel utan endi marka Finnlands. Fyrstu dagana í f. m. voru teknir höndum og fluttir til Pétursborgar lögfræðingarnir dr. E. Estlander og fríherra R. Wrede og og náttúrufræðingurinn Th. Homén. Finskir stúdentar hafa áður þrjósk- ast gegn ólögmætu varnar- eða her- mensku-útboði og drógu þá háskóla- kennararnir taum þeirra. Ætla menn, að nú sé hegningin eða hefndin fyrir þá synd að koma fram. Þá hefir og bankastjóri Schybergson verið hönd- um tekinn og dreginn til Pétursborg- ar og sömuleiðis Schaumann hinn eldri, faðir þess, er vó Bobrikoff. — Húsleit var og gerð hjá háskólakenn- ara Donner í Bomarf. Tóku vopn- aðir menn hús á honum á næturþeli og sneru öllu um, sem innanstokks var. En ekkert fundu þeir, sem sak- næmt gæti talist, og ekki lögðu þeir hendur á húsbónda. Þykir þetta með fleiru benda á, að lítið muni batna við landsstjóraskiftin. Bindlndlsinannafundur, mjög fjölmennur, hófst í Khöfn 8. f. m. Voru þar saraankomnir margir bind- indismenn af Norðurlöndum og víðar. Fundarstjóri var kosinn Herman Trier, varaform. dr. polit. Helenius frá Sví- þjóð og ritari járnbrautarstjóri Vedsæt frá Noregi. Þar kom og Josep Malins frá Englandi, aðalformaður Goodtempl- arreglunnar. Á fundinum voru haJdn- ir fjölda margir fyrirlestrar, stundum 6 í einu. í skrúðgöngu bindindis- manna tóku þátt 60—60,000 menn að ætlað var. Játuðu Danir það, að sú sveit væri fríð og gott og þarft það mál, sem þeir menn berðust fyrir. Áustræni ófriðurinn gengur í sama þófinu; rigninga- tiðin stendur yflr þar eystra og er þá erflðara um alla herílutninga á meðan. Hinn 8. f. m. vann Oku af Rússum borgina Kaiping, norðan til á Liao-tungskaganum; og fám dög- um síðar vann hann af þeim aðra borg, er Inkov heitir og er hafnar- bær frá Níútsvang, við botninn á Liao-tungflóanum. Þá varð mikill bardagi með Jap- önum og Rússum 17. f. m. þarsem heitir í Motienskarði í Mantschúríi. Þetta skarð er í fjöllum þeim, sem Jap- anar eiga yfir að sækja áleiðis til fundar við Kuropatkin. Rússar vildu taka skarðið aftur af Japönura; en unnu ekki á og urðu frá að hverfa við manntjón mikið. Er mælt, að fallið hafl af þeim 2000 manna. Af Japönum féllu að sögn 300 — 400. Bardaganum í Motienskarði stýrði Kuroki hershöfðingi, og er jafnmikið orð gert á ráðsnild hans og her- kænsku og hugprýði Japana. Sagt er, að stjórnmálagörpunum heima í Pótursborg sé sumum hverj- um tekið að lítast miður vel á blik- una og sóu teknir að óttast, að Kuro- patkin verði milli steins og sleggju þar austur frá; muni Japönum tak- ast að króa hann og koma honum og liði hans fyrir kattarnef. Japanar smáþrengja hringinn utan uár Port Arthur og halda aðsókn- inni jafnt og þétt áíram. Hinn 8. f. m. lögðu Japanar 4 tundurbátum að höfninni. Skutu Rússar 2 af þeim í kaf, en 2 komust aftur úr greipum þeirra. Þá gerðu og Japanar atlögu að borginni 11. f. m. Féllu þá af Rússum um 1000 manna og bryn- dreki þeirra einn, Norvik, skemdist allmikið. Brynsnekkju eina inistu Japanar 8. f. m. Rakst hún á sprengivél fyrir utan borgina Dalny og sökk. Manntjón lítið. Wladivostock-flotinn hefir enn lát- ið frá landi og ætlað, að hann muni hafa haft það ráð með höndum, að heilsa upp á Tokio, höfuðborg Japana. Hafði jafnvel heyrst skothiíð skamt þaðan á braut 22. f. m. En varnir kváðu styrkar þar á landi. Þegar Krímstríðinu Jauk, samdist svo um með stórveldunum, að ekki mættu önnur herskip en tyrknesk sigla um Sæviðarsund að Tyrkjum fornspurðum. Nú gerðust snemma í f. m. þau tíðindi, að 3 rússnesk her- skip stálust út úr Svartahafl undir kaupmennskufána og út í Miðjarðar- haf. En er þangað kom, drógu þau herfána á stöng, tóku fallbyssur úr búlka og héldu síðan austur um Súezskurð og austur í Rauðahaf. Eitt af þeim var Smolensk, sem áður er nefnt; hin nefndust Orel og St. Pét- ursborg. í Rauðahafi tóku þau enskt gufuskip, Malacca, hlaðið skotfærum, á leið austur til Yokohama í Japan. Sögðu Rússar, að hergagnakostur þessi væri Japönum ætlaður og því upp- tækur að alþjóðalögum. Sneru svo Rússar heimleiðis með skipið og farm- inn til Sebastopol við Svartahaf, og hugðust þar að heyja féránsdóm yflr hvorutveggja. Bretar sögðu farminn ætlaðan flota þeirra í Kyrrahafi. Brugðust þeir reiðir við tiltekjum þessum og höfðu i þungum heitingum, að láta Miðjarð- arhafsflota sinn taka Malacca aftur af Rússum. Síðustu íréttir sögðu líkur á, að Rússar mundu leggja nið- ur rófuna, sleppa skipinu úr haldi og bæta fyrir uppivöðsluna. Merkir gestir tveir eruhór í höfuðstaðnum umþessar mundir, báðir komnir frá útlöndum. Annar er 0. P. Monrad, prestur. Hann er í ætt við D. G. Monrad, biskup og stjórnmálamann með Dön- um um miðja síðustu öld. Hann ætlar að flytja fyrirlestur hér í bæn- um um stórskáldið Björnstjerne Björn- son, Hinn er N. Chr. Dalhoff, prestur við hina kristnu hjúkrunarkvenna- stofnun í Khöfn. Hann er bindindis frömuður mikill og í þeim erindum, að kynna sér bindindishreifinguna hór hér á landi og hjúkrunarráðstafanir. Hann hélt á laugardagskveldið fyrir- lestur um bindindi í Iðnarmannahús- inu og predikaði síðdegis í dómkirkj- unni á sunnudaginn. Enn fremur ætlar hann að halda 1 eða 2 fyrir- lestra um hið kristilega hjúkrunar- starf. þjóðhátíð Reykvíkinga var haldin í gær, mjög fjölmenn. Rignt hafði kveldið áður og um nóttina, og var dimt veður og dumb- ungslegt. fyrst um morguninn. En er kom fram úr dagmálum, birti til og gerði íegursta veður; var svo all- an daginn, þótt ekki væri jafnbjart og heiðskýrt síðari hluta dagsins. Eins og að undanförnu byrjaði há- tíðahaldið með veðreiðum á melun- um. Var þar eins og vant er saman- kominn múgur og maigmenni. Skeiðhestar, sem þátt tóku í veð- hlaupinu, voru alls 11, og klárhestar 13. Veðreiðunum stjórnaði Daníel Daníelsson ljósmyndari. Fyrstu verðlaun fyrir skeið fókk: Brúnn hestur, 10 vetra, 140 centi- metia á hæð á herðakamb, stærstur allra þeirra hesta, sem nú tóku þátt í veðhlaupunum. Eigandi Ásgeir Þorvaldsson á’Blönduósi. Þessi hest- ur rann skeiðvöllinn á enda, 145 faðma, á 24 sekundum. Önnur og þriðju verðlaun voru að vísu veitt, en lélegum hestum, sem í rauninni áttu engin verðlaun skilin. Hestarnir, sem með þeim voru reynd- ir, voru miklubetri; en þeir „hrukku upp“, sem kallað er, á sprettinum og því gátu þeir ekki komið til álita. Fyrstu verðlaun fyrir stökk fékk: Blesóttur hestur, 9 vetra, 131 centim. á hæð. Eigandi Guðmund- ur Helgason á Blesastöðum á Skeið- um. Hann hljóp skeiðvöllinn, 145 faðm., á 17 sekundum. Það hefir einn hestur áður gert og átti hann Dan. Daníelsson ljósm. Önnur verðlaun fékk: Grár hestur, 9 vetra, 128 centim. á hæð. Eigandi Bogi Þórðarson í Rvík. Þriðju verðlaun fókk: Grár hestur, 8 vetra, 136 centim. á hæð. Eigandi Ásgeir Gunnlögsson, verzlunarm. í Rvík. KJárhestarnir voru allir ágætir, jafnbeztir allra þeirra hesta, sem á veðhlaup hafa komið í Rvík. Aftur voru skeiðhestarnir fyrir sitt leyti lakari og um suma lítt sýni- legt, í hvaða erindum að komið var með þá til veðreiða. Að sumu leyti var betri regla á þessum veðhlaupum en flestum að undanförnu; þannig þeystu menn ekki fram og aftur á hestunum milli þess að þeir voru reyndir, eins og títt hefir verið að undanförnu. Sumir reiðmennirnir sátu vel og reiðmannlega á hestunum. En það var líka skömm og skapraun að sjá suma; þeir tifuðu og böðuðu öllum öngum, börðu með svipunum og lömdu með hælunum. Er það fyrir sig, að láta okkur íslendinga sjáþessi kjánalæti; «n enn þá lakara samt, að bera þau á borð fyrir útlendinga. Á hverju landi öðru en íslandi mundu þeir menn, sem létu eins fer- lega á hestbaki, reknir með háðung af skeiðvelli. Þeir hestar, sem þarf að lemja áfram, og þeir menn, sem láta svipuna ganga á báðar hliðar á hestunum á harðasta spretti, ættu hvorugir í veðhlaup eða veðreiðarað koma. Fyrstu verðlaun voru 50 kr., önn- ur 30 kr. og þriðju 20 kr. Að loknum veðreiðum á hestum hófust veðreiðar á hjólum. í þeim tóku þátt 6 menn. - Fyrstu verðl. hlaut Erik Banemann, danskur bókbindari; voru þau 15 kr. Önnur verðlaun hlaut Jónatan söðlasmiður Þorsteinsson, 10 kr. — Síðan gengu menn til dagverðar. Að loknum dagverði söfnuðust menn saman á Lækjartorgi og gengu í fylkingu með hornþeytaraflokk i fararbroddi til hátíðarsvæðisins, upp á Landakotstún. Á hádegi setti bæjarfulltrúi Kr. Ó. Þorgrímsson þjóðhátíðina með stuttri ræðu. Var sungið á eftir: „Ó, guð vors Jands". Þá mælti endurskoðari Indriði Einarsson fyrir minni konungs og var leikinn á horn á eftir þjóðsöng- ur Dana: „Kong Christian" etc. Því næst flutti ritstj. Björn Jóns- son langa og fagra tölu fyrir minni íslands. Var sungið á eftir kvæði eftir Guðm. skáld Guðmundsson, það er hór fer á eftir. Lag: Hvað er svo glatt, Þitt nafn í söng og sögu’ um eilífð hljómar og sendir heiðljós yfir Norðurlönd. Þin frægðarstjarna fagurskærast ljómar þó fátæk sért og víða ber þín strönd. En hýr í dölum þinum veit eg víða að vaka blóm við þýðan lækjarnið. Og ljúflingarnir langspil upp til hlíða í logni knýja’ og sumarnætur frið Eg trúi því, að lindir gulls og gæða, sem geymir þú, nú opnast muni skjótt. Eg trúi því, að sárin, sem þér blæða og sveið þig í, þau grói máske fljótt. Eg trúi’ og veit, að framsókn, dáð og frelsi til frama og sigurs niðja þína ber. Eg trúi’ og veit, að sérhvert haft og helsi mun höggvið verða karlmannlega’ af þér, Sjá, friðarbogann blika’ í miðjum hlíðum og bjartur annar hátt of fjöllum skín! Vér gleymum því, i ströngu þótt vér stríðum, ef strauma frelsis leiðum vér til þín. Vort föðurland, um e'ilífð auðna’ og gengi þig örmum vefji, foldin hjartakærst! Vér hrópum glaðir; „Ísland lifi lengi og ljómi stjarna þess sem allra skærst!“ Að þvi búnu leituðu menn sér skemtunar eftir föngum þangað til miðdagsverðartími var kominn. Einni stundu eftir nón að loknum miðdagsverði hófst hátíðarhaldið aft- ur. Sté þá Guðm. læknir Björnsson í ræðustólinn og mælti snjalt og skörulega fyiir minni Reykjavíkur. Var sungið á eftir kvæði eftir Guðm. skáld Guðmundsson, svo hljóðandi: Lag: tú bláfjallageinnir með heiíljöklahring. I dag koma bömin þín, drotning vors lands^ sem dáðríka von í brjóstum ala, úr bláiiljum, rósum þau knýta þér kranz | : og kveða ljóð um þig á grænum bala : | Og dísir frá Iugólfstíð birtast og blítt þér brosa uú við svo undur-glaðar,

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.