Fjallkonan


Fjallkonan - 06.09.1904, Síða 1

Fjallkonan - 06.09.1904, Síða 1
K-eraur út einu sinni í viku. Yerð árgangsins 4 krónur (erlendis 5 krónur eða IV2 dollar), borgist iyrir 1. júlí (eriendis fyrir- ram). BiENDABLAÐ YERZLUNAHBLlAÐ TTppsögn (skrifleg) bund- in við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. október, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið Afgreiðsla : Miðstrœti. XXI. árg. Reykjavík, 6. september 1904. Nr. 35. Augnlækniko ókeypis 1. og 3. þrd. á bverjum mán., kl. 11—1 í spitalanum. Fornoripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa opin á bverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskvöldi kl. 8V2 síðd. Landakotskirkja. (juðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. IOV2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 (md., mvd. og ld. kl.2—3 til út- lána) 6—8 síðdegis. Landsskjalasafnib er opið hvern þriðju- dag, föstudag og laugardag kl. 12—1. Nattúrugripasafn, í Vesturgötu 10, opin á sd. kl. 2- 3. Tannlækning ókeypis i Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. li—1. Walker’s Jiscuits John Walke=Glasgow. baka allar tegundir af hinum ljúf- fengu smákökum og ódýra skipsbrauði. Biðjið ætíð um þeirra brauð. Aðalumboðsmenn þeirra fyrir Is- land: G. Gíslason & Hay, Leith. Til kaupenda „fjallkonunnar“. Með því að eg við næstu áramót sel af höndum „Fjallkonuna", þá vil eg vinsamlega biðja þá, sem skulda mér fyrir blaðið, að greiða þær skuld- ir til mín nú í sumar eða í haust. Reykjavík, 19. ág. 1904. Ólaí'ur Ólafsson. Kirkjumálaskraf. „Lífskjör presta“ — „Fækkun prestakalla", 0. s. frr. (Eftir Björn Bjarnarsoni Gröf). Stjórnskipuð nefnd situr á rökstól- um og fjallar um mál ldrkna og presta á landi hér. Engan mun þvi undra, þótt prestar láti til sín heyra; þeir eru og flestir svo ritfærir og einurðargóðir, að þeir geta það. Leikmenn þóttu ekki hæfir í nefnd- ina; eiga þar engan talsmann úr sín- nm flokki, og er að meiri hvöt fyrir þá, að hvísla í eyra hinna því, er þeim hugkvæmist að ieggja til málanna. Þau taka engu síður til þeirra, og mega þeir ekki þegjandi hugsa, að þetta sé langt fyrir ofan sig. Fjöldinn af alþýðumönnum, er hafa þekkingu og greind til að ræða al- menn mál, dregur sig í hlé af ó- framfærni. Hinir fáu, er vinna skyldu- verk fjöldans, verða of oft á sjónar- bviðinu; þeir verða „sískrifandi", og fá ákúrur, hnútur, háð, brígzl og skammir — í viðurkenningarskyni og öðrum til uppörfunar! En „þeir lifa lengst, sem með orð- um eru vegnir". Er þrekleysi að ótt- ast orð. Það er ekki mitt mein. Engan skyldi undra, þótt „Fjallkon- an“ legði sinn skerf til kirkjumál- anna, þar sem ritstj. er prestur að „fornum og nýjum sið“, og hefur ýms beztu skilyrði til, að „leggja gott“ til þeirra inála. Og eg býst við, að hann vilji einnig lofa rödd- um leikmanna að heyrast. Tvær greinar frá prestum hafa ný- lega birzt í Fjallk., er áhræra hag presta, í nr. 28 og nr. 30 þ. á. Höfundarnir ganga undir „huliðs- hjálmi", eins og oft er háttur „merkra manna". Því nefni eg þá eftir blaða- nr.: sr. 28 og sr. 30, er eg hér minnist á greinar þeirra. Eg nota þær máske öðru hvoru sem texta. Mér datt fyrst í hug, er eg las fyrri greinina, að efast um sann- sögli ritstj., að hún væri send af „einum hinna merkustu manna hér á landi“. „Bréíkafli nútíðarprests- ins“ er svo úr garði gerður, að orð færi og efni, að ótrúlegt er —þó það sé sízt fyrir að synja —að hann sé eftir prest; og hitt engu betra, að „merkasti maður“ skuli gera presta- stétt vorri þá hneysu, að birta hann. „Smakki fleiri, hvort ekki er —“. Bréfkaflinn er stillingarlaus barlóm- ur um „skammarlega meðferð", og vöntun „hæfilegra launa“; og „merk asti maðurinn“, sá er kemur þessu prestlega pródúkti á framfæri (sjálf- sagt með vilja og vitund höf., hitt væri „ekki merkilegt"), áféttir með þeirri áminning, að nú sé „vissulega kominn tími til að hlynna betur að prestastéttirmi", og færir sem ástæðu, að „hún hafi haldið við þjóðerninu, geymt andlega fjársjóði þjóðarinnar, styrkt menn og hughreyst gegnum hörmungar miðaldarma0. Hefði höf. í nr. 28 fært sennileg rök að því, að prestastétt landsins mundi gera þetta: Yernda þjóðernið, halda uppi bókmentum, styrkja hugrekkið í lífsbaráttunni, á komandi öldum, það hefði eg og fleiri skiiið sem á- stæðu. Nei, nú eigum við að fara að veita heiðursmönnunum, sem vóru uppi fyrir 2—6 öldum, þau eftirlaun, að „hlynna betur að“ stéttarbræðrum þeirra, sem liættir eru að mestu að hafa samskonar þýðingu fyrir þjóðfélagið! Lítum á þetta nákvæmar. Fyr á öldum voru prestarnir næst- um hinir einu, er nokkurrar mentunar nutu. í þá stöðu völdust því flestir hæftleikamestu mennirnir. Þeim var launað sómasamlega. Þjóðfélagið fékk þeim beztu jarðirnar til ábúðar og ýms hlunnyndi og einkaréttindi, auk talsverðra launa, og söfnuðirnir trúðu á þá hálfri til heilli trú. Þess var ekki krafist, að þeir lifðu dýrara en aðrir bændur, og til námsins kostuðu margir þeirra ekki nema litlum tíma (2—3 vetrum og varla það, gátu má- ske róið vetrarvertíðina), a. m. k. þeir, er lærðu í „heimaskóla". Þeir voru stórbændur, er unnu að öllum búsýslustörfum, voru foimenn til fiskiróðra, fóru skreiðarferðir (t. d. Jón Halldórsson í Hítardal), stóðu við slátt, „fóru á milli“ 0. s. frv., og kvörtuðu ekki um „króknun", „þrælk- un“, „skammarl. meðferð", né að þeir „þyrftu að drepast", þótt þeir byggju i moldarkofum ", eins og sr. 28. Það voru þessir prestvígðu mynd- arbœndur, er báru uppi þjóðernið og bókmentirnar á fyrri öldum —oghafa gert fram á næstliðna öld. Nú er þetta ekki lengur undir prest- unum einum komið. Og mörgum þeim störfum, er þeir þá urðu einir að gegna (— þeir voru „alt í öilu“ —) er nú af þeim létt, alveg eðaað mestu. En það er satt, að í sumu tilliti er nú ver farið með þá enn fyrrum. Bújarðirnar og launakjörin hafa þeir að vísu líkt og fyr, en „átrúnaður- ínn“ er að miklu leyti horfinn. Og versta meðferðin er það, að láta þá vera 10 — 14 ár að læra undir prest- stöðuna, ætlast til „fínna" og dýrara lífs af þeim eu almenningi, og gera þá með þessu ómögulega til að bjarga sér eins og við á eftir ástæðum og landsháttum. Af þessu mikla, langa og dýra námi hafa þeir fæstir nein not, eða þörf fyrir, til að gegna em- bætti sínu; og hinar auknu lífskröf- ur, samfara því, að urn skólagöngu- tímann týna þeir um of niður líkam- legri vinnu, er það, sem rýrir líkam- legt og andlegt þrek þeirra, og „drep- ur“ þá marga efnalega. Á þessu þarf að ráða bót. Sr. 28 þykir það „hart“ fyrir sveita- prestana, að „skrifa skýrslur og bréf“ í köldum og rökum húsum. En nú eru það fleiri, sem þessi störf eru heimtuð af. Alþýðumenn: Oddvitar, hreppstjórar, 0. s. frv., er vinna fyrir þjóðfélagið launalaust, ættu þá hkl. beimting á fé til betri húsakynna til að skrifa „skýrslur sínar, bréfetc.“í. En þeir eru skynsamari en svo, að fara slíku fram. Þeir vita, að þeim er annaðhvort að duga eða „drepast" á eigin kostnað. Óánægjan, möglið, hugleysið fer illa þeim, er ætlast til launa fyrir það, að vera frömuðir og fyrirmyud í hverskonar dygðum. Búnaðarféiag íslands. —0— Forseti félagsins kom með Hólum frá Seyðisfirði. Eftir fundarhald á Akureyri í milliþinganefnd í landbún- aðarmálum hafði hann i lok júlímáu aðar farið austur Þingeyjarsýslu til Vopnafjarðar og þaðan um Héraðið. Á þeirri leið hélt hann fund á Grýtu- bakka í Höfðahverfi, Hofi í Vopna- flrði og að Eiðum. Ásarnt starfs- mönnum félagsins, er voru nyrðra, var hann á nokkrum fundum í Skaga- fjarðar- og Eyjafjarðarsýslum og við sýningar í Vatnsdal og á Sauðár- krók, og á aðalfundi Ræktunarfélags Norðurlands i byrjun júlímánaðar. Aukasýslufund héldu Vestmann- eyingar hinn 30. júlí síðastl. út af brófi stjórnarinnar 8. febr. þ. á., þar sem óskað var svars um það, hver almenn framfarafyrirtæki séu þar talin nauðsynlegust í atvinnu- og samgöngumálum. Hin mestu nauðsynjamál héraðs- ins voru að áliti sýslunefndar: 1. Viðgerð á sýsluvegi þeim, sem „Strandvegur" heitir og liggur strandlengis með sjónum. Þarf hann að vera svo traustur, að hann standist hafrót, sem iðul. mæðir á honum og margsinnis hefir skemt hann. Sé hann nægil. traustur, er hann um leið varnargarður fyiir íbúðar- og fiskigeymsluhús o. fl. 2. Umbœtur á höfninni, dýpka hana, brjóta steina úr mynni hennar og hlaða brimgarða svo, að hún verði örugt skipalægi. 3. Viti á eða í nánd við svokall- aðan „Stórhöfða". 4. Að feröum milli Austfjarða og Vestmanneyja verði eigi fækkað eftirleiðis og nóvemberferð „Hins sameinaða" haldist framvegis. 5. Að strandyæxla só aukin til að hefta yfirgang botnvörpunga, því bátaútvegurinn só annars í ber- um voða. 6. Að Vestmanneyjar verði ekki út- undan, ef loftskeytasamband kemst á milli útlanda og höfuð staðarins. 7. Að meira fó en að uridanförnu verði ætlað til lána tii þilskipa- kaupa, einkum með tilliti til þess, að komist fyrir alvöru íiski- skipaútvegur þar á, mundu gufu- skip miklu sjálfsagðari vegna þess, hve sérstakiega hagar til þar í eyjunum. 8. Að skógræktun sé komið á fót og skógfræðingur landsins látinn koma þangað til athugunar og leiðbeiningar. Búnaðarf'erðalag1. —:o:— Sigurður Sigurðsson kom heim 26. f. m. úr 12 vikna ferð um Borgar- fjörð, Da!i og Norðurland. Hann framkvæmdi í ferðinni mælingu í Mý- vatnssveit og víðar, hélt fundi og fyrirlestra 0. s. frv. Mætti hann

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.