Fjallkonan - 27.09.1904, Qupperneq 3
FJALLRONAN.
151
X. Siðspekin nýja.
1. Guyan. 2. Nietzsche. 4. Tolstoy.
Sakir rúmleysis þætti honum vænt
urn, að þeir, er helzt hefðu hugsað
sér að hlusta á fyrirlestra þessa,
gefi sig fram við hann fyrirfram,
bréflega eða munnlega, en um stað
og stundu auglýsist síðar.
Skagafirði, 9. sept. 1904.
.... Þetta sumar heflr verið
eitt hið bezta hvað tíð og heyskap
áhrærir.
Orasvöxtur í betra lagi, nýting
aligóð; oft hafa verið litlir þurkar,
en úrfelli iítið, þar til síðastliðna
viku rigndi mikið, en nú kominn
þurkur. Harðlendi alt í bezta lagi
sprottið. Garðávextir allir góðir,
Fiskafli mjög rýr í sumar inn
fjarðar, en góður á Skaga og við Drang-
ey; nú er nóg síld á Höfðaströnd.
Utlit er fyrir, að fó verði vænt í
haust, en ekki er sagt, að kaupmenn
muni gefa betur fyrir það en í fyrra
(18 aura hæðsta verð á pundi), en
gærur er sagt, að hækki í verði.
í vikunni sem leið fórst bátur
með 8 mönnum á frá Grafar-
ósi; formaður var Þórður Baldvins-
son. Sigidi það sig um norður hjá
Málmey; 3 mönnum varð bjargað,
en 5 druknuðu, þar af 3 unglings-
mgnn, mjög mannvæniegir.
Snemma í ágúst varð hér vart við
jarðskjálfta og fanst mönnum hreyf-
ingin koma frá austri.
Seint í vor varð sá atburður, að
Höfðavatn sprengdi sundur möl þá
innan við Þórðarhöfða, er Bæjarmöl
er kölluð og aðgreinir vatnið frá sjón-
um. Það hafði verið farið að byrja
á að gera lítinn farveg í malarkamb-
inn til þess að grynna vatnið, því
það var mjög mikið hærra en sjór-
inn og flæddi yfir engin á Höfða og
Bæ; en úr þessum litla farvegi, sem
að grafinn var, er nú orðinn 60
faðma breiður ós; er hann vel skip-
gengur með flóði. Mun Höfðavatn
sjálfsögð vetrarhöfn fyrir fiskiskip,
þegar þau komast upp hér á Skaga-
firði. Yatnið hefir grynst um fullar
3 álnir og aukist stóikostlega land
við Höfðaengið, sem sjálfsagt verður
grasgefið engi með tímanum; en hjá
Bæ hefir komið upp stór hólmi, sem
að líkindum verður varphólmi, þegar
árin líða.
Orustur og mannföll fyr og nú.
Eins og kunnugt er, eiga Japanar
og Rússar nú í miklum og mann-
skæðum ófriði; orustan við L’aoyang
er talin ein af mannskæðustu orust-
um á síðari tímum.
Yæri þá eigi ófróðlegt, að kynna sór
orustur og mannföll fyrri tíma.
í Napoleons-styrjöldunum eru or-
usturnar við Moskva og Leipzig
nafnkendastar. 1 orustunni við Moskva
(7. sept. 1812), þá er Frakkar og
Rússar börðust, höfðu hvorir um sig
130,000 manns á að skipa. Af Frökk-
um féllu og særðust um 30,000, en
af Rússum um 50,000. í fólkorust-
unni við Leipzig, er stóð dagana 16.
til 19. október 1813, hafði Napoleon
á að skipa um 190,000 manna, en
bandamenn höfðu 300,000 manna.
í ítalska ófriðnum 1859, þá er
Frakkar og ítalir áttu í ófriði við
Austurríkismenn, stóð aðalorustan
við Solferino (24. júní). Hvorir um
sig höfðu á að skipa um 140,000
manns. Af Austurríkismönnum féllu
og særðust um 13,000, en 9000 voru
teknir til fanga; af Frökkum féllu
og særðust um 12,000, en 600 voru
teknir til fanga. ítalir mistu 5,300
manns, en 1200 voiu teknir til
fanga.
í styrjöldinni 1866, þá er Prússar
og Austurríkismenn áttu í ófriði, var
aðalorustan við Sadowa (Königgratz)
hinn 3. júií. Prússar höfðu um
220,000 manns, en Austurríkismenn
200,000. Af Prússum féllu og særð-
ust 9000. Austurríkismenn mistu
42,000; af þeim féllu og særðust
18,000.
Þá er Frakkar og Þjóðverjar áttu
í ófriði 1870 — 71, voru aðalorust-
urnar kring um Metz (einkum við
Pange, Vionville og Gravelotte) dag-
ana 14., 16. og 18. ágúst. Af Þjóð-
verjum féllu og særðust í þessum
þrem orustum um 40,000 manna
(í orustunni við Gmvelotte mistu þeir
21,000 manns). Líkt fór hjáFrökk-
um. í orustunni við Sedan höfðu
Frakkar 110,000 manns, en Þjóð-
verjar 200,000. Af Þjóðverjum féilu
og særðust um 8000, en manntjón
Frakka í þessari orustu er eigi fuil-
kunnugt. En þá er Parísarborg gafst
upp 2. september, féllu 14,000 sjúk-
ir og særðir Frakkar í hendur Þjóð-
verja. Auk þess tóku þeir (Þjóðv.)
83,000 manDS til fanga.
í stríðinu milii Rússa og Tyrkja
1877—78 var aðalorustan í héraðinu
kring um Plevna; hafði Osmar Pashja
náð þar öruggu víði. Gerðu Rússar
þar tíðum snarpa aðsókn, en urðu
frá að hverfa; snarpasta aðsóknin var
ll. sept. 1877. Af Rússum féllu
þá og særðust um 13,000 manns.
Ritsíminn
íyrirhugaði á að leggjast á land á
Austfjörðum, þaðan iandveg norðan-
lands hingað til Reykjavíkur.
Verkfræðingur frá ritsímafélaginu
norræna er kominn 'hingað til lands;
á hann að gera hér einhverjar und-
irbúningsrannsóknir.
Óráðið er, hvar á land á Aust-
fjörðum skuli leggja símann; til tals
hafði komið að leggja hann á land
í Reyðarfirði. Ekki iízt verkfræðingn-
um það, því miklir straumar eru í
fjarðarmynninu; sjávarbotn er þar og
mjög óslóttur. Að líkindum verður
ritsíminn lagður á land í Seyðisfirði,
enda eru þar engir slíkir gallar. —
Eítir því er nú sýnist, verður rit-
síminn kominn hingað til lands og
um land alt fyrir haustið 1906.
Um Keflavíkur-læknisliérað
sækja: Halldór Gunnlaugsson cand.
med. og læknarnir Guðm. Guðmunds-
son, Ingólfur Gíslason, Ólafu Finsen,
Sigurjón Jónsson, Skúli Árnason,
Þorbjörn Þórðarson og Þorgr. Þórð-
arson.
sem allra jyrst anglýs-
ingarnar á Cangavegi 19;
það margborgar sig, þö
gatan sé blaut.
Rjúpan.
Eftir J e 1 j a g r í m.
(smá-saga).
Það var grimdar-gaddur og þykt
snjólag lá yfir jörðunni. Egvareinn
á ferð og átti yfir heiði að sækja.
Færðin varslæm, því að fyrirfarandi
daga hafði kingt niður mikluaflaus-
um snjó. Eg lagði snemma upp á
heiðina, en var skamt kominn, þegar
tók að hvessa. Stormurinn jókst
meir og meir og snjórinn þyrlaðist
hátt í loft. Eg átti ílt með að draga
andann og augnanna gat eg lítið notið.
Skömmu áður en hríðin datt á, sá
eg ekki all-langt fram undan mér stór-
an stein. Mér reið nú lífið á, að ná
þangað, því þar vissi eg að vera
mundi dálítið skjól; óg tók því stefn-
una þangað svo rétt sem eg gat og
varð svo heppinn að hitta steininn.
Mór var ómögulegt að haida lengra
áfiam. Eg reif snjóinn frá steininum
eins vel og mér var auðið og settist
svo á tösku mína í skjóli við hann;
eg hallaði höfði mínu upp að stein-
inum og var í þungum hugsunum
um hagi mína. — Brátt skefldi yfir
mig, en fremur þótti mér dauft og
einmanalegt í þessu hýbýli mínu, en
þó leið ég þar enga neyð af kulda og
matarforða hafði eg nægan í mal
mínum.
Það var liðið á dag, þegar eg heyrði,
að veðrið mundi vera farið að batna;
eg bjó þá til gat upp með klettin-
um með staf mínum til þess eg gæti
sóð út,. Lágur snjórenningur var
yfir alt, og bakkinn í landnorðrinu
var mikið farinn að eyðast.
60
„Nei, mikil ósköp, hei", svaraði hr. Saiígneux. Svo laut hahtl
að eyranu á honum og bætti þessu við:
„Eg spyr að því svona rétt okkar á milli, hr. Teteról —
hefir ráðsmaðurinn orðið yður mjög kostnaðarsamur ?“
Hr. Teteról hrökk við.
„Það er ekkert fallegt, sem þór ætlið mér“, svaraði hann
með þykkjusvip, eins og gengið væri nærri sæmd hans. „Grunið
þór mig um að hafa mútað hr. Grépin. Nei, þór verðið að afsaka,
eg hefi aldrei mútað neinum.
„Eitt þykist eg viss um, að yður hefir enginn nokkru sinni
getað mútað. En við skulum ekki iáta þetta verða okkur að á-
greiningsefni; má eg taka í höndina á yður — eg aísegi yður ekki að
iátayður fá malargryfjuna, en þér verðið að lofa mór að hugsa mig
um. Eg skal gera yður aðvart bráðuin; og verið þér nú sælir,
nágranni minn góður“.
Enn gerði hr. Teteról sér í hugarlund að hann mætti eiga
víst að fá sínu framgengt og ná í malargryfjuDa. En því miður
leið hálft ár fyrir honum milli vonar og ótta. Alt sumarið og
alt haustið hafði hr. Saligneux fyrirtaks gaman af að kvelja hann.
Teteról skrifaði honum bréf í hverri viku, og stundum gáfu svör-
in, sem hann fékk, dágóðar vonir, stundum mjög litlar. Einu sinni
var málið sama sem útkljáð; ekkert var eftir nema undirskrift-
irnar. En daginn eftir voru komin veðrabrigði, baróninn taldi
þá á því öll tormerki og gat ekki fengið af sér að selja malar-
gryfjuna forfeðra sinna. Alt þetta fékk beinlínis mikið á hr. Tet-
eróij |>essi malargryfja varð að rótgrónu áhyggjuefni fyrir honum.
s?
„l'arhá er hjákátiegt, höfra baróh I Ég leit áðan af hend-
ingu á mölina ur gryfjunni. Hún er moldarblandin og verður
ekki almennilega notuð, sízt í kalk“.
„Satt mun það vera. En eg nota hana í göturnar í garðin-
um mhium; til þess er hún ágæt“.
„Jú — jú! En hún er litarljót, ólukkans mölin", mælti Tet-
eról. „Eg hefi betri vöru á boðstólum og hún verður ekki dýr,
því verðinu rnegið þér ráða sjálfur".
„Mikill dæmalaus gæðamaður eruð þér, herra Teteról!“, mælti
baróninn. Það er því líkast sem þór hugsið ekki um annað en að
taka af mér skellina og hlífa mór við útgjöldum þeim, sem brú-
arsmíðinu fylgja. En eg get valla lagt það á samvizkuna, að selja
yður malargryfjuna, sem ekki fæst almennileg moldarlaus mölúr“.
„Jú! Eg er ekkeit að hugsa um mölina úr gryfjunni. Ef
gryfjan væri hii*u megin við ána, þá væri þetta annað mál. En
nú er hún mín megin og . . . .“
„Nú, já — já. Nú fer eg að skilja, hvar fiskur liggur undir
steini“.
„Mér kom þetta nú ekki sjálfum fyrst í hug“, mælti Tete-
ról og hneigðí sig. „Það var einhvern tíma hérna á dögunUm,
að eg átti tal við blessaðan karlinn, hann Crópin, ráðsmanninn
yðar; þá stakk hann upp á við mig og meira að segja lofaðimér
hátíðlega, að . . . .“
„Eg ætla að biðja yður, að minnast þess“, greip baróninn
fram í, „að þessi „blessaði maður“, hann Crépin, er farinn úr
Vistinni hjá mér, að hann talar eins og hver vill heyra og að hann