Fjallkonan


Fjallkonan - 01.11.1904, Page 4

Fjallkonan - 01.11.1904, Page 4
172 FJAI, LKONAN. OOOOOOOOOOOOOOOQOOOOOOOOOOOOOOOOOoooooo 0 Kaupið 'Fnnlnivl-Sllln! c 8 8 8 () fatnaði. P Biðjið um sýnisliorn af Silkidúkum vorum í vor- og sumar. 0 SlIlQi o 8 Hreinustu fyrirtðk eru; Rósað-Silki-Foulard, hrásilki, Méssalin esj Loiaisines, Schweizer-ísaumssilki o. sv. frv. í alfatnaði og treyjur á 90 aur. og þar yfir hver meter. Vér seljum beinlínis einsfökum mðnnum og sendum silkivörur þær, er menn velja sér, tollfritt og burðargjaldsfrítt heim á heimili manna. Vörur vorar eru til sýnis hverjum sem vill hjá frú Ingibjörgu Johnsbn, Lækjargötu 4 í Reykjavík. Schweizer & Co., Luzern Y 3 (Schweiz) §Silkiyariiiiigs-Útflytjcndur. Kgl. liirðsalar. Ö ooooooooooooooooooooooooooooooooooocoo Otto Monsteds ðanska smjörliki er bezt. Konungslát. Georg Saxlandskonungur lózt þ. 15. þ. ra., rúmlega sjötugur eftir tveggja ára ríkisstjórn. Sonur hans, Friðrik, er tekið hefir konungdóm eftir hann, var kvæntur Lovísu prin- sessu frá Toscana, þeirri, er strauk fyrir tveim árum með frönskum barnakennara, og olli með því um- tali miklu um allan heim. Jarðarför rektorsfrúar Sigríðar Jónsdóttir fór fram þ. 29. f. m. Þetta fagra kvæði eftir Guðm. Guðmundsson var sung- ið í heimahúsum: Eg veit þú lifir, lifir þótt liggir þú í gröf — og svifi sorgarblær yfir svalköld dauðans höf, — því elskan var það afl, sem hátt þig yfír fjöldann bar. Svo hljómi þúsund þakkarljóð um þig til eilífðar. Þú stóðst sem bjarg í brotsjó, en barst ei mikið á, að gera öllum gott var þín gleði’ og hjartans þrá. Þú móðurlausra móðir varst, og mæddra þerðir brár. — Eg get ekki’ annað gefið þér en gleym-mér ei — og tár. Sem engíll undurfagur, sem árdagsbjarmi skær, þín minning líður Ijúf yfir land, er roða slær á leiðið þitt, og lyftir sál til Ijóss og dags á flug, því drengskapur og dygð og sæmd lá dýpst í þínum hug. Þú sefur sætum blundi við sjafnans góða hlið; þið liðuð tvö sem ijós gegnum lim í myrkum við. Þú varst hans æsku ástarrós og aftanstjarnan hans; þið siglduð tvö í blíðum byr um bifstraum kærleikans. Svo vertu blessuð, blíða og bjarta, göfga sál! Nú hljóðnar harpan mín og mór harmur stillir mál. í nafni allra’, er unna þér, af alhug kveð eg nú, — og Ijóðsveig þennan legg eg á þitt leiði’ í von og trú. Hundar ferðamanna. Sveitamenn! Gætið hundanna yðar, að þeir ekki villist frá yður á ferðum yðar til bæjarins. Virðið eigi að vettugi trygð hundsins. Gleymið ekki, hve ánægður hann er, ef hann að eins hefirhúsbónda sinn vísan, jafn- vel þótt hann eigi harðan og ónærgætinn húsbónda, sem hvorki hugsar honum fyrir fæði né húsnæði á ferðalögum. Sveittur, lúinn og svangur, eftir ótrauða hjálp í liúshóndans þarfir við fjárrekstur til bæj- arins, fær hann oft að launum nístandi næturkulda, útilokaður, einmana staddur á götum bæjarins, án minstu næringar. — Á meðan sefur húsbóndi hans sæll og mettur í húsum inni. Það er sorg og skömm að sjá þessar vesling villuráfandi skepnur þvælast fyrir fótum sér, kengbognar af sársauka sult- arins, yfirkommnar af harmi húsbóndamiss- ins. Og þó tekur út yfir alt að sjá óart- arstráka hafa þessa vesalinga að leikfangi og beita við þá þrælmensku-pörum sínum. Sveitamenn, endurgjaldið gott með góðu. Munið eftir hundunum ykkar. Og allir Rej-kjavíkurhúar gerðu vel að víkja þessum munaðarleysingjum einhverju góðu, þegar þeir verða á vegi þeirra. Dýravinur. Mog marga aðra fugla, vel skotna, kaupir Einar Grunnarsson Suðurgötu 6. Ritstjóri: Einar Hjörleii'sson. Prentari Þorv. Þorvarðsson. Bitstj. Fjallkonunnar er fram að nýárinu að hitta á heimili hans, Mjóstrœti 2. Eftir nýárið fœr blað- ið skrifstofu og afgreiðslustofu í miðjum bœnum. Afgreiðsla blaðsins verður fram að nýárinu á sama stað og áður, í Miðstræti. .Fjallkonan'. Upplag blaðsins er nú við ritstjóra- skiftin aukið að stórum mun. Jfýir kanpenður að næsta, tnttugasta og öðruin árgangi blaðsins fá ókeypis | það er hér segir: 1. Fjallkonuna frá þessum tíma og fram að nýári, 12 tölublöð, 2. „Ráðgátuna, sanna sögu frá skuggaheimkynnum í New York“, 168 bls. Þeir, sern leikur hugur á að ná í þessa einkar skemtilegu sögu, ættu að gerast áskrifendur sem állra fyrst, því að lítið er til af henni. 3. liúnaðarhálk, 96 bls., bún- aðarhugvekjur og búnaðarfréttir, sem Landsbúnaðarfélagið hefir beint lagt til blaðsins, einkar nytsamt kver fyrir alla, sem bera landbúnað ís- lands fyrir brjósti. 4. „Hefndin44, róman eftir franska skáldið Victor Cherbuliez — það-sem út er komið af henni í blaðinu, 68 bls. Til merkis um það, hve mikið þykir í þessa sögu varið, má geta þess, að „Det Nordiske Forlag" hefir gefið hana út í „Frem“, og einn af helztu núlifandi rithöfundum Dana, Herman Bang, ritaði formála fyrir þýðingunni og lýkur þar á hana hinu mesta lofsorði. Enda er sagan eink- ar falleg og skemtileg. AJt þetta fá nýir kaupendur að næsta árg. Fjallkonunnar gefins. Því verður naumast neitað með róttu, að þetta sóu góð boð, og vér vonum að margir færi sér þau í nyt. 78 hátt, þegar hann var að tala við sjálfan sig, og augu hans blik- uðu þá og ofurlítill roði kom í kinnar honum. Sennilega var hann að glíma við einhverja fráleita hugsun, sem hann gat ekki losnað við og heilbrigð skynsemi hans hafnaði. VII. Fyrstu dagana í aprílmánuði settist hr. Teteról loks að í hvíta húsinu. Hann þurfti ekki að kvíða neinum óþægiudum við að flytja sig inn í nýreist hús, því að hann hafði lofað því að þorna vel. Hann ætlaði að vígja þennan nýja bústað sinn með viðhöfn mikilli, vefcslu, og bauð þangað öllum heldri mönnum í sveitinni. Míraud ábóti fór samt nauðugur; honum féll illa að að lenda í nokkurri rekistefnu; en hann lót til leiðast, þegar hr. Teteról sagði honum, að hann mundi finna þúsundfrankaseðil undir pentudúknum. : Ábótinn treysti umburðarlyndi hr. Saligneux. Mat- ur og drykkur var ágætur og gestirnir vottuðu húsbóndanum á- nægju sína með því að borða vel og drekka ósleitulega; en þeir töluðu gætilega og ekki reyndist auðvelt að koma þeim út úr gömlum stellingum. „Sé opnuð flaskan, sér fyndnin leikur“, segir eitt skáldið — en nú lék fyndnin sór ekki, þó að hver flaskan væri opnuð eftir aðra. Það var eins og einhver þungi væri yflr Öllu, eins og eyru væru alstaðar inni í veggjunum og menn væiu hræddir um að tala af sér. Við eftirmatinn voru menn sæmilega fjörugir, en hvorki var háreysti né andagift á ferðum. Að nokk- uru leyti stafaði það af þessum tveimur málum, sem hr. Teteról jiaíði tarið í; menn trúðu ekki lengur á almætti hans; nú þótti 70 ekki jafn-mikils um hann vert eins og áður, en aftur á móti fanst þeim meira til um baróninn. Hr. Teteról varð þess þegar var, hvernig ástatt var, en hann gætti þess vandlega að láta ekk- ert á því bera; hann var aftur orðinn öruggur, og fann, að hann var yfir þá haflnn. „Og þöngulhausarnir!“ sagði hann við sjálfan sig. „En við skulum bíða ofurlítið við . . . þá skuluð þið frétta eitthvað, sem þið eigið ekki von á!“ Einn af gestunum var hr. Crépin. Hann hafði verið búsett- ur eitt ár í Bourg, hafði þar umboðsverzlun, sem gekk vel. Hr. Teteról var kunnugra um það en nokkurum öðrum, hvernig hr. Crépin var innrættur, og til hverra hluta hann var nytsamlegur. Menn verða að borga þeim mönnum, sem þeir kaupa, en virðing er þeim aldrei í tó látin og þeir eru ekki teknir til greina. Tet- eról bar ekki heldur virðing fyrir þessum seyrða pilti, en hann hafði haldið kunningsskap við hann. Hann taldi hann vera slung- inn ref, sem gæti gert honum nýjan greiða, þógar hann þyrfti á honum að halda, ef hann borgaði honum út í hönd, og svo mátti virðast, sem hann ætlaði að biðja hann um einhvern greiða, því að hann lét hann ekki fara, þegar staðið var upp frá borðum, og lofaði honum, að hann skyldi fá að fara heim daginn eftir með fyrstu járnbrautarlest. Fyrverandi bústjóri hr. Saligneux hafði ávalt áskilið sór rótt til að vera bermáll við þá menn, sem mútuðu honum. IJann var kompánlegur við þá og sagði þeim sannleikann afdráttarlaust. Á þann hátt hugðist hann að gæta sjálfstæði sinnar og sæmdar,

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.