Fjallkonan


Fjallkonan - 13.01.1905, Page 1

Fjallkonan - 13.01.1905, Page 1
Kemur út einu sinni í viku. Yerð árgangsins 4 krónur (erleiidis 5 krónur eða IV2 dollar), borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). BÆKDABLAÐ YERZLUNARBLAÐ Uppsðgn (skrifleg) bund in við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. október, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið- Afgreiðsla og skrifstofa: Hafnarstræti 22. XXII. árg. - Reykjavík, 13. janúar 1905. Nr. 2. Verzlunin EDlNBOliG í Beykjavík þakkar hinum m'órgu viðskiftamönnum sínum fyrir viðskifti þeirra þetta liðna ár og vonar að lienni takist að njóta hylli þenra framvegis. Verzlunin mun sem að und- anfórnu leitast við að sýna það og sanna, að hún kann að útvega almenningi góða vöru fyrir lágt verð. Hinn afarftjóti vöxtur hennar þessi 10 ár, sem hún nú hráðum hefir staðið, sýnir, að landsmönnum liafa geðjast vörur hennar og verzlunaraðferð. Verzlunin var stofnsett 1895, og seldi hún það ár vörur fyrir kr. 42754,08, en keypti enga inn- lenda vöru. Síðan hefir verzlunin stöðugt aukist, og í ár 1904 mun hún hafa selt vörur fyrir yfir 860,000 krönur, og keypt innlenda vöru, aðallega fislc, fyrir rúmar 770,000 kr. i Reykjavík eingöngu. Óskandi öllum viðskiftavinum verzlunarinnar gleðilegs og farsœls komandi árs. Virðingarfylst Ásgeir Signrðsson. Augnlæknino ókeypis 1. og 3. þrd. hverjum mán., kl. 2—3 í spítalanum. Poengripasafn opið md., mvd. og ld- 11—12. K. P. U. M. Lestrar- og skrifstofa opin á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskvöldi kl. 8V2 síðd. Lk.NDAKOTSKiRK.iA. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 10V2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 (md., mvd. og ld. kl. 2—3 til út- lána) 6—8 síðdegis. Landsskjalasafnib er opið hvern þriðju- dag, fimtudag og laugardag kl. 12—1. Náttúrugripasafn, í Vesturgötu 10, opið á sd. kl. 2- 3. Tannlækninö ókeypis í Pósthússtræti 14b 1. og 3. inámud. hvers mán. kl. 11—1. Landritaraembættið og flokkadeilur, —:o:— Siðan er fyrv. landshöfðingi Magn- ús Stephensen gerði stjórnarmönnum þann grikk að koma því upp, að nafn hans hafðí verið sett á hluthafa- skrá stjórnarblaðsins í algerðu heim- ildarleysi, hefir mönnum ekki verið með öilu Ijóst, hvað þeir ættu að hugsa um þann stjórnarblaðsfélags- skap. Menn sögðu við sjálfa sig, að vel gæti verið, að traustataki hafi verið tekið á fleiri nöfnum, jafnvel ekki óhugsandi, að allar breytingar, sem gerðar hafa verið á hluthafaskrá þessa einkennilega félags, væru að meira eða minna leyti fals og mark- leysa. Mönnum var ekki ljóst, hvers hr. Magnús Stephensen ætti sérstak- lega að gjalda hjá stjórnarmönnum, né að nein von væri til þess, að þeir leyfðu sér meiri ófeiini við hann en aðra. En nú hafa liðið svo nokkurar vikur, að enginn þeirra, er settir voru á hina nýju hluthafaskrá blaðs- ins, hefir komið með sams konar mótmæli, sem þau er landshöfðingi sendi Fjallkonunni. Fyrir því virðist engum óréttur gjör, þó að gengið sé að því vísu, að þeir menn aðrir, sem færðir voru inn á hluthafaskrá stjórnarblaðsins, hafi verið ritaðir þar með vilja þeirra og vitund sjálfra eða að þeir hafi að minsta kosti eftir á látið við svo búið standa. Landritarinn er einn þeirra manna. Það hefir vakið undrun og megna óánægju, sem von er. I breytingu þeirri, er varð í vetur á útgáfufélagi „Reykjavíkur", kennir ákveðins og heldur illkynjaðs flokks- fylgis. Blaðið er rifið út úr hönd- um og undan yfirráðum kaupmanna- stéttarinnar með harðfylgi og stjórn- armönnum er raðað að eigninni, til þess að afstýrt sé allri hættu við það, að blaðið geti nokkuru sinni flutt nokkura aðra skoðun eða tekíð 1 nokkurt mál á annan veg en bezt kemur sér fyrir stjórnina og hennar menn. Almenningur manna átti ekki von á því, að landritara væri ætlað að taka þátt í slíku herbragði. Áður en landritaraembættið var veitt, ákvað ráðherrann, að landrit- ari skyldi ekki vera þingmaður og gerði það að skilyrði fyrir veitingu. Hr. Kl. Jónsson varð að Rggja niður þingmensku, jafnframt því, sem hann fekk hið nýja embætti. Um þetta urðu nokkurar umræð- ur í fyrra. Núverandi ritstjóri Fjallk. tók þátt í þeim umræðum í Norður- landi. Blað það, sem hann veítti þá forstöðu, hélt því eindregið fi'am, að ráðherrann hefði gert alveg rétt í þessu efni. Blaðið benti þá á, að landritari ætti ekki að eins sam- kvæmt embættisskyldu sinni að vera- í náinni samvinnu við núverandi ráð- herra, heldur og í sams konar sam- vinnu við alla ráðherra, sem kynnu að taka við stjórninni, meðan hann hefði þetta embætti með höndum; hann ætti að veita öllum þeim ráð- herrum sömu aðstoð, hverjar lands- málaskoðanir sem þeir kynnu að vera fulltrúar fyrir. Af því leiddi óumflýjanlega, að það væri ósæmi- legt, að hann væri þingmaður (Norð- url. III, 14). Enginn vafi getur á því leikið, að Norðurl. hélt þar ekki að eins íram skoðun íslenzkrar þjóðar yfirleitt, heJdur og skoðun, sem er ómótmæl- anlega rétt og sjálfsögð. En óneitanlega fer að verða minna í þessa ráðstöfun ráðherrans varið, ef landritara er samt sem áður ætlað að taka þátt i svæsnustu og illkynj- uðustu flokkamálum fyrir stjórnina. Hvers vegna getur hann þá ekki eins verið þingmaður? Sé honum á annað borð ætlað að koma fram sem ftokksmaður andspænis þjóðinni, þá hlýtur hann, hvort sem hann er þingmaður eða ekki, að verða skyndi- lega miður vel til þess fallinn aðað- stoða aðra menn, er þjóðin kynni að vilja fá í hendur forstöðu mál- efna sinna. Ein óhjákvæmileg afleiðing af því, að landritara sé ætlað að va,sast í flokkadeilunum, er sú, að hann víki úr embætti, hvenær sem ráðherra gerir það. Norðurl. hélt því fram í fyrra, að það væri illa til fundið, og komst meðal annars að orði á þessa leið í því sambandi: „Stjórn lands- ins getur trauðlega fengið næga framhaldsfestu, ef maðurinn, sem veitir skrifstofustörfunum daglega forstöðu, á að vera skyldur til að víkja úr sessi, hvenær sem stefnu- breyting kann að verða í þinginu og ráðgjafaskifti þar af leiðandi óum- flýjanleg". Fjallk. heldur hinu sama fram nú, sem Norðurl. hélt fram þá, og skor- ar á stjórnina að gefa alvarlega gaum að þessu mikilsverða atriði. En það er ekki frá þessu sjónar- miði einu, að vér verðum að krefj- ast þess, að landritara sé ætiað að standa utan við flokkadeilurnar. Það er yfirleitt alveg ótækt, að embætt- ismennirnir, sem ráðherrann eiga að aðstoða í stjórnarráðinu, komi fram sem ákveðnir flokksmenn. En verst á það við um landritara, af þvi að hann hefir þeirra mest völd. Trygg- ingin fer þá að verða svo undurlítil fyrir allri óhlutdrægni, öllu réttiæti, bæði andspænis embættismönnum og mörgum öðrum. Embættismenn í andstæðingaflokki stjórnarinnar fara þá að telja sig eiga að sjálfsögðu ilt aðstöðu, og þjóðin telur sér lítils réttar von andspænis þeim embætt- ismönnum, sem fylgja stjórffinni að málum. Það er lífsnauðsynlegt, að ekki lendi öll stjórn landsins í flokkarígn- um og llokkakappinu. Og það er gersamlega þarflaust af ráðherranum að vera að draga skrifstofuembættis- mennina inn í deilurnar, eins og það er þarflaust af þeim að láta nota sig á þann hátt. Ráðherrann hefir nóga aðra menn, sem boðnir eru og búnir til að vinna í hans þágu. Og fyrir skrifstofuembættismennina er það sjálfsagt tiltöluiega auðvelt að halda sér utan við flokkariginn, ef þeir eru sæmilega úr garði gerðir að kjarki og staðfestu. Norðurl. tók það frarn í fyrra vet- ur, að vér ættum að krefjast þess, að ekki að eins landritara, heldur og öllum starfsmönnum í skrif- stofum stjórnarinnar yrði bönn- uð þingseta. Og beint áframhald af þeirri stefnu er það, að þeim verði sömuleiðis bönnuð hluttaka í deilum flokkanna utan þings. Þetta er sér- staklega tekíð fram hér í tilefni af því, að ekki að eins landritari held- ur og einn skrifstofustjórinn hefir gengið ínn í útgefendaflokk stjórnar- blaðsins. Skólamál. Eftir Guðm. linnbogason. II. (Siðari kafli). Eg skal nú snúa mér að sérment- uninni og sambandi barnaskólanna við hana. Hr. J. Þ. ætlast til, að vér látum barnaskólana sitja á hakanum fyrir unglingaskólum, einkum sérmenta- skólum, af því hann telur oss ekki hafa efni á að hlynna að hvorum- tveggja. Hann ávítar mig fyrir, að eg hafi í tillögum mínum gengið þegjandi fram hjá þörf þjóðarinnar á sérmentaskólum, en það sýnir að eins, að hann hefir ekki lesið bók mína til enda, að minsta kosti ekki með athygli, því í niðurlagi hennar hefi eg tekið það skýrt fram, að eg hefi að eins talað um grundvöllinn, sem framhalds-mentastofnanir og sérmentastofnanir þjóðarinnar eiga að hvíla á og verða að hvíla á, ef þær eiga ekki að hanga í lausu lofti. Eg hefi enn fremur bent á, að vér yrðum að koma upp öllum þeim skólategundum, sem hr. J. Þ. nefnir, til þess að veita æskulýðnum fram- haldsfræðslu og frekari undirbúning undir lífið, og að eg ekki hefi talað ítarlega um þá skóla, kom af þvi, að tíminn, sem eg hafði til að inna starf mitt af hendi, hrökk ekki til þess; málið er svo víðtækt og vanda- samt og kraftar mínir því miður tak- markaðir. Eg hafði þá trú, að betra væri að reyna að undirbúa grund- völlinn vel, en að taka alt málið fyrir í einu og leysa það alt illa af hendi.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.