Fjallkonan


Fjallkonan - 13.01.1905, Side 3

Fjallkonan - 13.01.1905, Side 3
FJALLKONAN. 7 Frá útlöndum kom í gærmorgun „Saga“, gufu- skip Edinborgar-verzlunar, á leið til ísafjarðar, Með því komu ensk blöð fram undir áramótin, sem ekki segja nein stórmarkverð tíðindi. — Japansmenn hafa náð einu vígi nálægt Port Arthur, en engin úrslitatiðindi þaðan frekari. Japanar búast heima fyrir af afar- miklu kappi. Meðal annars á að koma hersveitum þeim, sem Oyama marskálkur hefir beint yfir að ráða, upp í hálfa miijón manna. Stórmikill við- búnaður er og til þess að verja Fcrmósu og suðureyjarnar, ef Eystra- saltsflotinn kynni að reyna að ná þeim og fara þaðan herferðir. Vonir þær, sem menn gerðu sér um það fyrir nokkuru, að stjórnarskrá kynni að vera í vændum í Rússlandi, virðist hafa gersamlega brugðist. Stjórnin er þar á móti sögð ráðin í því að bæla niður þær frelsishreyf- ingar, sem mönnum þóttu svo væn- legar og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu. Jafnframt hefir og verið skipuð nefnd til þess að íhuga nokk- urar stjórnarfarsbreytingar, sem fyiúr keisaranum vaka, en bygðar eru á sömu einveldishugmyndum, sem þeim, er drotnað hafa á Rússlandi og enn drotna þar. Sú fiugufregii var feat í gær upp á spjald „sannsögli- málgagnsins11, að Port Arthur væri unnin. Til frekari viðhafnar var flagg dregið upp hjá spjaldinu, og nákvæmari frjettum lof- að eftir stutta stund. Sumum þótti mikils um vert. Aðrir létu sér fátt um finnast, sögðu, að þetta væri nú í 4. sinn, sem „málgagn sannsöglinnar11, hefði flutt þessa fregn, og hún gæti eins verið ósönn í 4. skiftið, eins og hin þrjú skiftin. Þá sögðu hinir, sem tóku mark á fregninni, að nú hlyti hún að vera sönn, einmitt af því, að málgagnið væri búið að brenna sig svo oft áður. En jafn-líkleg og tilgáta þeirra var, biðu þeir samt lægra hlut. í fátœkrastjorn Reykjavíkur er Kristjan .Jónsson yfirdómari kjörinn formaður. Mannalát. Kona f. kaupmanns Snæbjarnar Þorvaldssonar, frú Guðrún Teitsdóttir, andaðist hér "í bænum 6. þ. m. 54 ára gömul. Af 6 börnum þeirra hjóna iifa 2, Sigriður, kona Þórarins B. Þorlákssonar málara, og Ingileif, kona Jóns Jónssonar sagnfræðings. Yerði Ijós!, mánaðarritþeirra síra Jóns Helgason- ar prestaskólakennara og cand. theol. Har. Níelssonar, er hætt að koma út. Kaupendur hafði það marga, en van- skil mikil á borgun, eins og brenna vill við fyrir fleiii blöðum. Blaðið hefir jafnan borið vitni um frjáls- lyndan vísindahug aðalritstjórans, síra J. H., og verið ritað af áhuga mikl- um á kristindómsmálum. Bráðapest. Um hana er Fjk. skrifað úr Ar- nessýslu, að borið hafi á henni á stöku staðívetur; „hefir síðasta eða næstsíðastabóluefni eigi reynst tryggj- andi. Vonandi gefa bólusetjararnir, sem hlut eiga að máli, dýralækni nákvæmar skýrslur um það“. Hér nærlendis hafa og verið tölu- verðar umkvartanir um bráðapest. Benedikt Gröndal skáld hefir verið veikur undanfarið, eins og Fjallk. hefir áður skýrt frá, en er nú í b§zta afturbata. Laust prestakall. Torfastaðir í Árnessprófastsdæmi (Torfastaða, Haukadals, Bræðratungu og Úthlíðarsóknir). Metið kr, 830.92. — Prestakallið hefir fengið embættislán til túnbóta, tekið 1. júlí 1904, samkv. Ihbr. 4. nóv. 1901. (Stj.tíð. B. bls. 225), að upphæð 500 kr., sem endurborgast á næstu 10 árum með 50 kr. árlega aulc vaxta 4%. — Veitist frá næstu fardögum. Auglýst 12.jan. 1905. Umsóknarfrestur til 25. febr. 1905. FélagaMsnæöi. Formaður „Fiölnis11, mag. art. G-uðm. Finnbogason, boðaði stjórnir 11 félaga hér í bænum á fund, sem haldinn var á þriðjudagskvöldið var í Báruhúsi. Öll þessi félög eiga sam- merkt að því, að þau eiga ekkert hús, og eru öll óánægð með það hús- næði, sem þau hafa á leigu. Af þeim félögum er hætt við, að Leikfélag Reykjavíkur verði verst statt. Hálft í hvoru er við því búist, að því verði sagt upp því húsnæði, sem það hefir nú, af því að eigandinn, Iðnaðar- mannafélagið, muni sjálft þurfa á því að halda fyrir skóla sinn. Samþykt var á fundinum, að skora á félagsstjórnirnar, að afla sér vitneskju um, hverjar kröfur féiögin vilji gera, hve mikið þau treysti sór til að borga í húsaleigu o. s. frv., með það fyrir augum, þegar sá grundvöllur sé feng- inn, að rannsaka, hvort. kleift mundi vera og jafnfiamt hentugt að reisa stórhýsi, sem félögin leigðu svo til- tekna hluta af. Lárusar-málaferli. Cand. jur. Guðm. Eggerz hefir ver- ið skipaður setudómari í meiðyrða- máli því, sem síra Heigi Árnason hef- ir höfðað gegn Lárusi sýslumanni Bjarnason og ónýttist fyrir lands- yfirrétti fyrir formgalla, eins og Fjk. hefir áður skýrt frá. í fyrra var Lár- us dæmdur í 80 kr. sekt í því máli í hóraði. Setudómarinn fór vestur í öndverðum þessum mánuði. Lcikliúsið. „John Storm“ hefir nú verið leik- inn 9 sinnum, alt af fyrir húsfylli að kalla má, og stundum í vonzkuveðr- um, sem enginn hefði farið út í að kvöldi dags, sá, er ekki hefði verið það mjög hugleikið. Sjálfsagt endist leikurinn töluvert enn. Næst hugsar fólagið sér að sýna „Jeppa á Fjalli“, eitt mesta snildar- verk Holbergs og langmesta og ná- kvæmasta sálarlýsing, sem eftir hann liggur. Mjög virðingarvert og gleðilegt er það, hve mikið far íélagið gerir sór um að sýna leikrit, sem hafa eitthvert verulegt gildi. Húsbruni. Smíðahús Guðm. Egilssonar tré- smiðs, Laugav. 38, brann aðfaarnótt þriðjudagsins var. Steinveggir voru á húsinu og járnþak, og elduiinn því vel viðráðanlegur, og gekk þó illa að ná í vatn í frosthörku og kafaldsbyl. Mannalát í Árnessýslu. —:o:— Fréttaritari Fjk. í Árnessýslu minnist með eftirfarandi línum nokkurra manna, er látist hafa í sýslunni í vetur: Síra Steindór Briem í Hruna dó snemma í nóv., af langvinnum magasjúk- dómi, nálægt hálfsextugu. Að honum var mikill mannslcaði. Hann var góður prest- ur, hafði sérstakt lag á að tala til „hjart- ans“ og vekja góð og mildáhrif; hann var góður hagyrðingur og talaði einnig til hjartans i Ijóðumsínum; enda mátti segja, að öll hans framkoma talaði til hjartans, því hann var hið mesta ljúfmenni og valmenni. Búnað sinn stundaði hann prýðilega, var framfaramaður og hætti ábúðarjörð sina stórmikið með kostnaðarsamri en liall- kvæmri vatnsveitingu, reisti þar gott íbúð- arhús af timhri o. fl. Sjálfur gekk hann að vinnu, þá er hann mátti, og hagaði öllu snildarlega. Hann lét sér ant um, að bæði mönnum og skepnum á heimili hans liði sem bezt. Þó fór honum eins og fleiri prestum nú á dögum: hann sá sér ioks ekki annað fært en hætta búskap og byggja öðrum jörðina. í sveitarstjórn miðuðu tillögur hans ávalt til þess, að sameina svo sem unt var réttvísi og góð* girni. En sjálfur vildi hann sem minst láta á sér bera. í nóv. dó Loftur bóndi Loftsson í Steinsholti; hafði gengið að heiman og fanst örendur í læk fyrir neðan túnið; var nálægt sjötugu. Hann var góður bóndi og vinsæll, fjörmaður og glaðlyndur á yngri árum, en hafði nú á seinustu árum fengið þung geðveikisköst, og eigi minst nú í haust. — Þess konar veikindum þyrfti að gefa meiri gaum en gert hefir verið. í nóv. dó Guðmundur bóndi Þ o r- m ó ð s s o n í Austurhlið í Gnúpverja- hreppi, af ellilasleika; var nál. áttræður, Hann hafði áður lengi búið i Ásum þar í hreppi og verið einhver hinn bezti bóndf þar, framfara- og jarðabótamaður; var hinn fyrsti þar í sveitum, sem bygði hey* hlöðu með járnþaki, sem síðan er alment orðið. Hann var jafnan úrræðagóður og 106 þér það — heila miljón. — Ó, hugsið þór yðtlr, hr. barón, hvi- líkt eftirdæmi við getum gefið þjóðinni, og menn eiga æfinlega að gera eitthvað fyrir þjóð sína. Menn hafa lýst yfir því, að allir menn séu jafnir andspænis lögunum, en gömlu stéttirnar og nýju stéttirnar bera alt af í brjósti hatur hver til annarrar. Frakldand er fult af borgurum eins og mér, sem líta hornauga til aðals- manna, og af aðalsmönnum, sem segja við borgarana: „Snáfið þið burt, svo sólin geti skinið á mig“. Já, ófriðurinn milli Teter- óls-ættanna og Saligneux-ættanna er landplága Frakklands. Og alstaðar heyra menn glamrið í tréskónum, sem eru að færast á- íram, og hljóminn af gljáandi stígvólum, sem eru að hverfa En guð minn góður, er þá ekki nóg' sólskin og nóg rúm til fyrir alla? Hór stendur ekki á neinu öðru en því, að ættirnar skilji hver aðra og giftast hver inn í aðra! Við skulum, hr. barón, gifta gamla Frakkland nýju Frakklandi. í þessu sveitarfélagi eru nokkur hundruð aulabárðar, sem hafa verið svo heimskir að taka þátt í deilum okkar, án þess að vita, hvers vegna þeir voru að því. Sumum finst þór vera glæpamaður, og aðrir líta á migsem fant. Ef nú börnin okkar leiddust einn góðan veðurdag ofan eftir aðalstrætinu í Saiigneux . . . getið þér sóð það í anda? . . . þá mundu allir, aulabárðarnir reka upp stór augu og ekki botna lif- andi vitund í þessu — og segið þér mór, hr. barón, er til nokkur meiri ánægja fyrir skynsama menn en að fá þöngulhausana til að verða alveg steinhissa?" Svona fórust Jean Teteról orð, og ha*m hélt lengi áfram að tala. Þegar hann var kominn á stað, hugsaði liann sig ekkert um 103 barón, á afa hans, forsætisráðherranum ög allri forfeðra-röðinnii Það var fógnuður fyrir hann að merja sundur metnað tuttugu Saligheux-ættliða í huganum með fílsþrammi sínu; honum fanst beinlínis hann heyra þá emja og stynja undir stórskornum stíg- vélasólunum. Alt í einu nam hann stað, hallaði sór uþp að arn- inum, nuddaði saman beinamikium höndunum og bjó til úr þeim bikar, eins og hann var vanur. Á botni þessa bikars sá hann glögt inn í kirkju; á altarinu var ijósadýrð og fýrir framan þetta altari voru ung brúðhjón. Og hann heyrði menn segja: „Já, mér hefir verið sagt þetta, en eg gat ekki trúað því“. Og svo voru aðrir, sem svöruðu: „Ó það er einstakur maður; þegar hann vill eitthvað, þá verður það“. Þessa konu, þetta altari, þessi vaxkerti og alla þessa menn — alt þetta gat Teteról séð í lófum sínum. Og augu hans voru enn full af þessum sýnum, þegar hann sneri sér að hr. Saligneux og hrópaði til hans: „Eg kann ekki við neina hálfvelgju. Erum við vinir, eða erum við óvinir? Annaðhvort verður það að vera. Annaðhvort ófrið með öllum hans afieiðingum, eða þá frið og vináttu með góðum samningi sem grundvelli. Frá þessu vík eg ekki“. „Og hver eru ákvæðín í þessum samningi?“ spurði barón- inn lafmóður og hás; æsing forvitninnar herpti saman á honum barkakýlið. Hr. Teteról hikaði sig eitt augnablik, áður en hann svaraði.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.