Fjallkonan

Issue

Fjallkonan - 05.01.1906, Page 2

Fjallkonan - 05.01.1906, Page 2
2 FJALLKONAN Páll Ólafsson dáinn. Páll Ólafsson skáld lézt hér í bænum á Þorláksmessu hátt á átt- ræðisaldri, f. 8. marz 1827. Hann kom hingað suður síðastl. vor, til þess að leita sér heilsubótar, og dvaldist hér síðan. Hann var tví- kvæntur, fyrst Þórunni Pálsdóttur, ekkju síra Halldórs Sigfússonar í Hof- teigi, og síðar Kagnhildi Björnsdótt ur, Skúlasonar, umboðsmanns á Eyj- ólfstöðum, er liíir mann sinn. Um hana hefir hann ort ýms af sínum fegurstu ljóðum. Með Páli Ólafssyni heflr íslenzk- ur alþýðuskáldskapur komist á hæst stig, sérstaklega lausavísur. Lip- urðin og snildin öll er þar víða svo mikii, að ekki verður lengra jafnað. Auk lausavísnanna hefir og Páll Ólafsson ort allmikið af kvæð- um, og eru sum þeirra með allra- fegurstum gimsteinum íslenzkrarljóða gerðar. Jarðarför Páls Ólafssonar fór fram frá heimili bróður hans, Jóns Ólafs- sonar ritstjóra 2. þ. m. Síra Þórh. Bjarnarson hélt húskveðju, en likið var ekki borið í kirkju. Eftirfar- andi kvæði, eftir Þorstein Erlings- son, var sungið: Nö eárnar það, vinur, hve veik eru hljóð og 'vanmáttug orðin á tungu; en flestum er ofætlun, ÍBlenzka þjóð að eiga að kveða þeim skilnaðarljóð, sem lengi’ og svo ljómandi sungu. Þó vita það færri hve vont er að ejá af vini svo tryggum og góðum. Ef satt væri talað um trygðina þá, þeir teldu það víeast, sem hlustuðn á, að það væri logið í Ijóðum. Þeir vita það seinna, hvað við höfum átt, og vita hve lítið við fundum; við vísurnar sárbeittu varð okkur kátt, en verst er hve munað og launað er fátt aí öllum þeim unaðarstundum. Við sáum svo íslenzkt, svo ólnihuga skeið, að ófærur þurfti’ ekki að brúa; en góðhestum fækkar og grýtt verður leið — og gott var að eiga þá bróður í neyð og hina, sem með honum hláa. Og henni við þökknm sitt þrekmikla stríð, sem þér fylgdi unaðarveginn og varði þig bezt þegar versnaði tíð, og vermdi á hjarta sér blómin þín fríð og fléttaði sjálf með þér sveiginn. Þó nú hafi skuggarnir skeiðið þitt stytt, þá skina þó ljóðin í heiði; þau breiða’ yíir næturnar norðurljós sitt á nafnið þitt kæra’ og á ættlandið þitt og verða þér ljómi’ yfir leiði. Nýtt stjórnarmannablaö. Hið nýja blað stjórnarmaima, er „Fjallkonan“ sagði síðast að væri í vændum, hljóp af stokkunum á ný- árinu. Það heitir,, Lögrétta“ og ritstjóri er hr. Þorsteinn Gíslason, eins og til stóð. Það er gefið út af hlutafélagi, sem þjóðkjörnir þíngmenn í stjórnarflokk- inum gengust fyrir, í þinglokin síð- ustu, að stofnað yrði. Hlutafélag þetta ætlar jafnframt að gefa út blað á Akureyri, en „Stefnir“ og „Gjall- arhorn“ á að leggja niður að sögn. „Lögrétta“ nefnir 12 stjórnarþing- menn sem stuðningsmenn sína. Stofnun þessa hlutafélags og þess- ara nýju blaða bendir óneitanlega ríkt á, að stjórnarmenn sjálfir líti eitthvað svipað á hin gömlu blöð sín eins og andstæðingar stjórnarinnar líta á þau. Ekki er það fyrir skort á pólitiskum fréttablöðum, að lagt er út í að stofna ný blöð hér á landi, jafn-mikil og blaðasamkepnin er hér. Það er auðvitað fyrir þá sök gert, að hinum sæmilegri stjórnarmönnum þykir sér ekki samboðið að rita neitt í þau stjórnarblöð, sem til hafa verið, og hafa upp á síðkastið sem minst viljað láta bendla sig við þau. Naumast þarf að taka það fram, að það væri mikið gleðilegt, ef stjórn- armenn hefðu tekið sinnaskiftum, ráð ið af að bæta blaðamensku-ráð sitt, fara nú að gefa út skynsa rdega rit- uð blöð, er segja satt og tala af ein- lægni, fræða menn með stillingu um málstað stjórnarmanna og láta and- stæðinga stjórnarinnar njóta sann- mælis. Hve góður sem ásetningurinn kann að vera, ber ekki þetta fyrsta blað „Lögréttu“ það með sér, að það ætli að taka öðrum blöðum stjórnar- n:anna fram í einlœgni. Eins og áður er sagt, telur blaðið upp heila tylft af þingmönnum stjórnarmanna sem stuðningsmenn sína. Og það segist sjálft vera stofnað fyrir forgöngu ýmsra þjóðkjörinna þingmanna. Öll- um er kunnugt um, að enginn þeirra þingmanna var utan stjórnarliðsins. Samt segist blaðið vera „óháð stjórn landsins og öllum stjórnmálaflokkum.“ Þetta er svo gífurleg óeinlægni og svo hjákátleg mótsögn, að það er hrein furða að hið nýja blað stjórn- ■ rmanna skuli fara á stað með hana. Hvers vegna í ósköpunum segist : ekki blaðið ætla að verða málgagn stjórnarflokksíns, eins og það sýni- lega og vitanlega ætlar að verða? Þykir því skömm að því? Telur það stjórnarflokkinn svo illa þokkaðan með þjóðinni, að ekki sé á það hætt- andi að sigla með réttu merki? Sé svo — hvaða erindi á það þá til þjóðarinnar? Ekki benda heldur þau ummæli blaðsins á mikla óhlutdrægni eða sjálfstæði andspænis flokkunum, að æsingarnar gegn ritsímamálinu hafi átt rót sína í gömlu flokkshatri. Yerði „Lögrétta“ eftirleiðis með þess konar fullyrðingar, sver hún sig óneitanlega í sömrn ættina eins og þau hneyklis- blöð, sem stjórnarmenn hafa nú ekki lengur geð til að kannast við. Marconi-loftskeyti. Frá Rúslandi. 26. des. Alment verkfall um RúsJand þvert og endilangt hófst á hádegi á föstu- daginn (22. des.). Verkmenn heimta tafarlausa framkvæmd á fyrirheitum keisarans. Þeir eru mjög svo ein- beittir og alt stendur kyrt. Trepoff hershöfðingi heflr mjög vandlegan viðbúnað við keisarahöllina. Hann hefir raðað þar hraðvélarbyssum og fallbyssum við alla glugga og dyr. Fréttir frá Moskva lýsa voðalegu ástandi þar. Búðir eru lokaðar þar. Brauð og kjöt er komið upp í hall- ærisverð. Síðari fréttir segja að það sem gerst hafi á laugardaginn í Moskva. (Þorláksmessu) hafl verið engu betra en „blóðsunnudaginn11 (í Pétursborg 22. jan. 1905). Mikill múgur byltingamanna ætlaði að taka með valdi bæjíystjórnarhúsa- kynnin, en þá komu í móti þeim 25 þúsundir hermanna og skutu á fylkinguna viðvörunarlaust. Strætin voru sópuð með fallbyssuskotum og höifuðu veikmenn bak við stræta- virki, er þeir höfðu reist, en þá var skotið á þá með fallbyssum. Þegar verkmenn ætluðu að gefast upp og hurfu frá virkjunum, var ráðist á þá, þeir höggnir niður og troðnir undir (hesta fótum), og er ekki hægt á að gizka, hve margir hafa þar týnt lífi. Hræddir eru mcnn um, að þessi hrannvíg muni hafa áhrif á Péturs- borg og valda þar frekara uppnámi. Enn heldur áfram hrannvígum á Múhamedstrúarmönnum í Kákasus og hafa 2000 fjölskyldur flúið burt úr Tíflis. 29. des. Tala þeirra, er fallið höfðu í hrannvígunum í Moskva, var orðin á mánudagsmorguninn 5,000, 14,000 sárir. Barist var enn og skotið með fallbyssum á mánudagskve’dið (jóla dag hér). Strætavirkjum hafði verið hrófað upp um ýmsa hluti borgar innar og var varist þar af alefli. Margt manna saklausra og slðsamra var drepið. Mælt er. að farið sé að brydda á vistaskorti í borginni. Framkvæmdarnefnd vopnaðra bylt- ingamanna í Pétursborg, 49 menn, var handtekin í Pétursborg á þriðju- dagskveldið (annan í jólum) og hefir það heft í bráð fyrirhugaða uppreisn með vopnum. Síð ri fréttir frá Moskva á miðviku daginn (27. des.) segja, að þar sé enn barist og svo mikill spjöll gerð og manndráp framin, að hræðilegt sé umhorfs. Mikill liðsafli er lagður á stað frá Pétursborg til Líthauen. Tveimur frönskum bryusnekkjum hefir verið skipað að vera viðlátnum að fara til Rússlands til þess að vernda franska menn þar og fara með þá burt, ef þarf. 3. jan. Fréttir frá Moskva segja, að þar hati enn verið barist á fimtudaginn var. Lið uppreistarmanna var ;,ð hlaða strætavirki í ýmsum hlutum borgarinnar og gera árásir þar sem ekki var við búist. Þeir börðust líka frá húsum, sem þeir höfu tekið af handahófi, en hurfu frá þeim, þeg ar skothríðir voru gerðar á þau af herliðinu. Mikið ber á konum með byltingamönnum fyrirhugrekki þeirra og grimd. Uppreisnarmenn hafa nú 6 vélafallbyssur. Stjórnarskýrsla frá Pétursborg segir byltinguua í rénun og að fullur bugur verði á henni unninn eftir fáar vikur. Bylt- ingamenn kannast við það, að þeim hafi yfirsést í því að hefja uppreist of snemma. 4. jan. Hersveitir eru þegar að fara inn í Kúrland í því skyni að bæla nið- ur bænda óeirðirnar í Eyffrasalts fylkjunum, og er búist við að sú herferð verði allan veturinn. Snörp orusta með verkmönnum og hersveit- um er sögð frá Bakú; 300 verk- menu féllu. Ospektir eru að réna í Moskva. Önnur tíðindi. Chicago blaðið „Record and Her- ald“ hefir falið Wallmann að smíða loftbát með þeirri fyrirætlun að finna Norðurheimsskautið. Bátinn á að smiða í París undir umsjón Santos Dumont, sem verður í förinni. Að- alstöðvar verða settar á Spítsbergen og Wellmann býst við að ná heim- skautinu á viku, ef vel gengur. Frank Stebbing, áður ríkisstjóri í Idaho, var drepinn með dýnamít- sprengikúlu, sem fest hefði verið á hús hans og komið svo fyrir, að hún skyldi springa, þegar framdyrunum á húsi hans væri Iokið upp. Hald- ið, að sprengingamenn sem hann hafði lögsótt vægðarlaust árið 1899, séu valdir að þessu. Frank Dingenusey dáinn í Amer- íku; hann hafði ofan af fyrir sér sem óbreyttur verkmaður, eftir að hafa eytt þrem miljónum dollara á sjö mánuðum. Ný útlendingalög komin í gildi á Englandi. Af 42 innflytjendum, sem komu til Grimsby frá Hamborg, var 24 vísað aftur. Síðari fréttir frá Grimsby segja, að innflutningastjór- inn hafi afráðið að hleypa inn 15 af þeim, sem frá var vísað, af því að þeir hafi verið pólitískir landflótta- menn, en hinir verðá sendir til Hamborgar með næsta gufuskipi. Bæjarstjórníirkosning- fór hér fram í gær með hinum hærri gjaldendum. Sex bæjarfull- trúar áttu að víkja: Kristján Jóns- son yfirdómari, Jón Magnússon skrif- stofustjóri, Þórhallur Bjarnarson lektor, Sighv. Bjarnason bankastjóri, Guðm. Björnsson héraðslæknir og Sigurður Thoroddsen adjúnkt. í þetta sinn var í fyrsta sinn kosið hér í bæ eftir hinum nýju kosningarlögum. Kjörlistar voru 8, og þessir náðu kosningu: Kristján Jónsson yfirdómari, Jón Magnússon skrifstofustjóri, Magnús S. Blöndahl trósmiður, Jón Þorláksson verkfræðingur, Ásgeir Sigurðsson kaupmaður, Þorst. Þorsteinsson útgerðarm. Kjósendur skiftust ekki að neinu leyti eftir afstöðu til landsmála. Loftskeytln og flskiveiðar. Hollenzkir botnvörpunga-útgerðar- menn hafa alveg nýlega sainið við Marconifélagið um loftskeytaútbún- að á skip sín. Stjórn norska ritsímans hefir á síðasta sumri samið við þýzka leift- urskeytafélagið um tvær leiftur- skeytastöðvar, aðra í Sorvaagen, hina á Röst norðan til í Noregi Þetta þráðlausa samband kostar 22 þús. kr., eu 125 þús. kr. mundi hafa kostað að leggja þar sæsíma. Norð- menn voru svo grunnhygnir að vilja heldur loftskeytin. En þeir höfðu 'ekki heldur stjórn íslendinga til þess að semja fyrir sig. Búist er við, að þetta loftskeyta samband muni verða að mjög mikl- um notum fyrir fiskiveiðarnar. Rjómabú Dalamanna. Það var stofaað á fundi að Stóra Skógi 18. júní 1904; en vegna sérstakra ástæðna gat það eigi tekið til starfa pá nm sumarið, en hóf fyrst starfsemi sína um miðjan marz síðastl. ár. Félagar þess ern um 40 og kúgildatala búsins nálægt 200. Stofnkostn- aður als 6900 kr. — Þetta fyrsta ár starf- aði búið fram í miðjan september, en svo féll úr langur tími og það optar en einu sinni, er búið varð að bætta fyrir þá sök. að bifvélin (mótorinn) bilaði hvað oftir annað. Þetta kom sér samt einna iakast i vor, er bún bilaði rétt fyrir fráfærumar, en afleið- ing af því var sú, að sumir félagsmenn hættu við að færa frá.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.