Fjallkonan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fjallkonan - 23.03.1906, Qupperneq 1

Fjallkonan - 23.03.1906, Qupperneq 1
Kemnr 6t einn sinni og tvisvar í viku, alla 70 bl. nm árið. Verð árgangsins 4 krónnr (erlendis 5 krónur eða lVa dollar), borgist fyrir 1. júlí (erlendia fyrirfram). IIÆN DABLAÐ Uppsögn (skrifieg) bnnd- in við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. október, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Hafnarstr. 22. VERZLUNARBLAÐ Reykjavík, 23. marz 1906. Xr. 13 Stór rýmingar-sala á skófatnaði byrjar í EDINBORGr í dag, 22. marz. 25°/o 257o 14 króna skór á kr. 10,50 6 króna skór á kr. 133/4 kr. skór á kr. 10,30 5 króna skór á kr. 3,73 ÍO króna skór á kr. *7,So 4 króna skór á kr 3,00 og svo framvegis. XXIII. árg. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þriðjudag í hverjum mán. kl. 2—3 í spitaianum. Forngripasafn opið á mvd. ogld. 11—12. Hlutabankinn opinn kl. 10—21/, og 5'/,—7 K. F. V. M. Lestrar- og skrifstofa óp- in á hverjum degi ki. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8Va síðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Lanclakotsspítali opinn fyrir sjúkravit- jendur kl. IO’/j—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. ld. kl. 12-1. Lœkningar ókeypis í læknaskólanum á hverjum þriðjudegi og föstudegi kl. 11 —12. Náttúrugripasafnið, Vesturg. 10, opið á sunnud. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14. og 3. mánud hvers mán. kl. 11—1. „Heimboðið “ í ritgjörð Fjallk. um „veiðibrell- una“ uýju var ekki tekið fram, að heimboðið kæmi frá konunqi, að Hans Hátign hefði beðið ráðherra vorn að skila því. Oss var ekki kunnugt um það, þegar greinin var rituð — fórum eftir dönskum blöð- um (Politiken), sem ekki lét konungs getið í frásögu sinni. Sumir menn halda auðsjáanlega, að þetta sé eitthvað frámunanlega mikilvægt, að konungur gerir þetta „í nafni ríkisstjórnar og ríkisþings Danmerkur.“ Fyrir bragðið á oss ekki að vera heimilt að segja hrein skilnislega, hvernig vér lítum á þetta heimboð. Hvað þokan getnr verið þykk í hugum mannannal Eins og hér sé um nokkuð annað að tefla en blátt áfram stjórnarat- höfn — heimboð til löggjafarþings gert af konuDgi „í nafn stjórnar og þings“! Ef vér megnm ekki tala hispurs- laust nm þetta, þá hljótum vér að vera skyldir til að taka með auð- mýkt og þögn sérhverri stjórnarráð- stöfun, sem konungur er við riðinn., Og jafnframt þeirri hégilju, að það sé eitthvað stórlega mikilvægt, að konungur er við heimboðið rið- inn, er farið vað telja oss trú nm, að þetta geti haft heillavænleg áhrif á landsréttindamál vort, því að kon- ungur vilji kynna sér skoðanir þing- manna um það, allra þingmanna af öllum flokkum. Eru fullorðnir menn að verða að börnum? Halda þeir, að í þessum fyrirhug- uðu veizlum í Khöfn verði farið að ræða landsréttindamál vort frammi fyrir konungi frá ýmsum hliðum? Landvarnarmenn komi þar með sín- ar kenningar, Þjóðræðismenn með sínar? Þeir menn hljóta að hafa heldur litla hugmynd um konunga- veizlur. Þó tekur út yfir, þegar farið er að telja oss trú um það í einu blað- inu, að Danir muni láta sér skiljast það, að minni hlutinn á þingi sé fulltrúi fyrir meiri hluta þjóðarinn- ar og þar af leiðandi muni konung- ur taka minni hlutann miklu meira til greina en stjórnarflokkinn! Þetta er svo fráleitt, sem frekast er unt að hugsa sór. Fyrsta stjórn- skipunarskylda konungs væri sú, að taka til greina rneiri lúuta þess þings, sem verið er að bjóða — ef til þess væri stofnað, að nokkur skoðanamun- ur kæmi fram, scm alls ekki er. Þesiar veizlur eiga ekki að verða neinir umræðufundir. Með slíkum heimboðum sem þess- um er aldrei til þess stofnað að leggja grundvöll fyrir nýju ástandi. Þau eru ávalt ávöxtir af því, er menn hafa komið sér saraan, um og þeirn er ætlað að tryggja ástand, sem mönn- um þykir mikið í varið, að ekki breytist. För stjórnarandstæðinga til Khafn- ar í sumar yrði ekki til neins ann- ars en tryggja það stjórnarástand, sem vér höfum nú. Á hanayrðilit- ið sem sönnun þess, hve ánægðir vér séum í raun og veru með samband vort við Dani, eins og það er nú. Hvernig ættu stjórnarandstæðing- ar að taka þátt í slíku, eftir öll þau orð, sem þeir létn ganga út til þjóð- arinnar frá þingsætunum síðastliðið sumar — skýlausar og harðar um- kvartanir þeirra um það, hvernig samband vort við Dani sé öfugt eft- ir þeim skilningi, sem stjórn Dana og ráðherra vor leggur í það ? Þeir yrðn ekki að eins athlægi með því að sækja matarfundina. Þeir gerðn þjóð sinni ómetanlegt tjón. Ósjálfráð skrift. Á Fjölnisskemtun á þriðjudags kvöldið las Einar Hjörleifsson upp þrjú æfintýri og eitt kvæði, sem Guðmundur Jonsson, 17 ára piltur í 2. bekk hins almenna menta- skóla, hafði ritað ósjálfrátt næstu dag- ana á undan. Það er J'onas Hallgrímsson, „lista- skáldið góða,“ sem tjáir sig láta G. J. rita þetta og margt fleira. En í samvinnu við J. H. í tilraununum með þennan miðil hafa einkum verið, eftir því sem ritað er, H. C. Ánder- sen, æfintýraskáldið danska, og — Snorri Sturluson. Þetta munn nú þykja tortryggilega glæsileg nöfn Hvað á þá um það að segja, að frá þessum ritsmíðum er svo forkunnar vel gengið, bæði að efui og orðfæri, að því fer mjög fjarri, að þessum stórmennum sé nein læging að því að vera höfundarnir. Rétt til dæmisskal hér beut á eina setning í æfintýri, er Snorri Sturluson er sagður viðriðinn: „Sú es drotning yflr hu: um margra manna, es Heimska nefnisk — ok svá es hún frjáls, at hún biðr menn vera úháða allri skynsemd.“ G. J. ritar ósjálfrátt í vöku. En oft er hann sýnilega mjög nærri með- vitundarleysi. meðan hann er að rita, og stundum lætur þá mjög einkenni- lega í vitum hans. Einu sinni var að því spurt, hvernig á þeim þyt stæði, og þá var svarað skriflega: „Þið hcyrið til hugsana okkar.“ G. J. hefir ritað ósjálfrátt margt fleira en það, sem lesið var í Fjölni — meðal annars kvæði, sem Bjarni Thorarensen tjáir sig höf. að, og eng- um skáldfróðum manni mundi til hug- ar koma að eigna öðrnm en honum, ef þetta kvæði hefði fundist einhvers staðar. Þá rabbar og Jónas Hallgrímssou við menn af hinni mestu snild með hendinni á G. J. Hann hefir látið menn veltast um af hlátri stundum saman, er fyndinn og fljótur til svars, svo að afburðum sætir. Stundum bregður fyrir í þeim viðræðnm hin nm fegurstu spakmælum í fyrradag var hann, til dæmis að taka, að brýna fyrir okkur að gleyma ekki kærleikannm í sannleiksleitinni og sagði þá meðal annars: „Munið eftir, að kœrleikur og sann- leikur eru bræður. Ef sannleikurinn vinnur ekki alt af glœsilegan sigur; þá er það af því hann heíir 1 orið spjót á móti kærleikanum.“ Síðar í þeim viðræðukafla komst hann svo að orði: „Ef þið eigið sannleikann, þá hafið þið beitt sverð; en ef þið eigið kær- leikann, þá er sverðið tvíeggjað." í þessari samræðu mintist hann einu sinni á hrokann: „Hvað mennirnir, aðrar eins ves- aldarskepnur sem sumir þeirra eru, geta verið hrokafullir. „Nei við erum engin börn,“ sagði einn í gærkveldi. „Á eg að segja ykkur nokkuð? Ykkur þykir kannske gaman að því. Þið munið, að eg fluttist yfir um, á undan Birni Gunniaugssyni. „Þegar við hittumst hinumegin sagði hann við mig: „Heyrðu, Jón- as! Sýndu mér gullin þín!“ — Og þó var hann ekki barn á jarðneskan mælikvarða. „Og eg sýndi liouum 'oll gullin mín.u Sá, sem frá þessu segir, mælti þá: „Björn Gunnlaugsson var líka kall- aður ,spekingurinn með barnshjartað‘, í líkræðunni, sem haldin var yfir honum.“ Þá svaraði Jónas: „Og þegar hann kom hingað, var hann kallaðnr: ,Barnshjartað með spekinginn‘.“ . Af þessu geta menn væntanlega fengið ofnrlitla hugmynd um, hve lík- ur „óhreinum11 eða „illum anda“ sá muni vera, sem við okkur talar und- ir nafni Jónasar Hallgrímssonar. Þ ð er alkunnugt orðið hér í bæ, að sá, sem stjórnar hinum miðlinnm hér, Indriða Indriðasyni, tjáir sig vera Konráð Gíslason. Þeir segjast vera í samvinnu um að vekja þjóðina, ef þess mætti auðið verða — eins og þeir rcyndu í samvinnu að vekja hana fyrir 60—70 árum, þótt nú sé á ann- an hátt. Áð því lúta orðin „for- sprakkarnir báðir“ í erindi því, sem hér fer á eftir. En síðari helming- ur vísunnar á anðsjáanlega við orð þau, sem hér eru áður tilfærð úr æf- intýri því, er Snorri Sturluson átti sinn þátt í. G. J. var heirna hjá mér þegar eg var að leggja á stað á Fjölnisskemt- unina á þriðjudagskvöldið. Þá ritar hann ósjálfrátt: „Nú skjótumst við á Fjölnisfund forsprakkarnir báðir. J. H.“ „Ætlarðu ekki að botna þessa vísu, Jónas, áður en eg fer?“ spurði eg. Þá var ritað tafarlaust: „Skyldu þeir verða skamma stnnd skynseminni háðir? B. Th.“ Þeir félagarnir, J. H., og H. C. Á., hafalilíaspreittsigsem blaðamenn. G. J. var staddur heiina hjá mér á þriðju- daginn var síðdegis. Þá kom til mín talsímaskeyti úr prentsmiðjunni nm að handrit vantaði í svo sem hálfan dálk. Eg hafði þá orð á því, að eg hefði ekkert handbært, hæfilega langt og yrði að fara að seraja það. J. H. spurði, hvort þeir félagar ættu að fylla eyðuna. Eg tók því auðvit-

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.