Fjallkonan

Eksemplar

Fjallkonan - 23.03.1906, Side 2

Fjallkonan - 23.03.1906, Side 2
50 FJALLKONAN. að með þökkum, þá var eftirfarandi smágrein ritnð á 10 mínútum. Pcg ar til kom, komst hún ekki inn í blaðið. Hún er svona: Yar það uokkur sönuuu. Eg heyrði menn tala um í morg- un, hvað spíritisminn væri „viðbjóðs- leg ímyndun vantrúar“ og mér heyrðist þeir mikið til byggja orð sín á dauða manns þess, sem andalækn- ingar hafa farið frain við hér í Reykjavík, Jóns Jónssonar frá Stóra- dal. Það sýndí meðal annars, að slíkar tilraunir væru stranglega á móti guðs vilja — slikar vonir um heilsu mannsins væru algerlega óleyfilegar. Hvað haldið þið, að eg hafi sagt þeim? „Mig óaði við“ að segja þeim nokkurn hlut, tala nokkurn skapaðan hlut við þá meira. En ykkur, lesarar góðir, ætla eg að segja dálitla sögu: Ungur maður misti unnustu sína, sem hann hafði elskað framúrskar- andi mikið og þrásinnis beðið guð að lofa henni að lifa, eins og eg hefi heyrt sagt, að andarnir hafi beðið fyrir J. J. En guð lofaði henni ekki að lifa. Skömmu fyrir dauða hennar höfðu þau hlaðið upp hvern turninn á fætur öðrum á eintómum skýjaborg- um. Og vonir þeirra gengu allar upp turnana. — En svo hrundu þeir allir. „Hjálp, hjálp“! En það heyrði enginn nema guð, og samt hjálpaði hann ekki. — Og þarna lágu vonir hans, dánar, sundurmarðar, undir hruni skýjaborganna. Yar það nokkur sönnun þess, að vonir hans væru óleyíilegar, að guð vildi ekki, að hann sýndi henni kær- leika. Já, var það nokkur sönnun? H. C. A. J. H. Guðmundur Jónsson er fyrirtaks vel gáfaður piltur og skáldmæltur. Það vita allir, sem hann þekkja. En ef alt það væri runnið úr hans eigin hug, sem hann hefir ritað síðustu dagana, þá væri sá unglingshugur miklu meiri þroska og gáfum gædd- ur en sögur fara af — jafnframt því sem hann væri alveg takmarkalaust og óskiljanlega ósannsögull. Því að fæstir hafa ríka tilhneiging til að koma sér undan að kannast við sína eigin snild. Því miður er G. J. heilsutæpur, og vinir hans hinumegin hafa sagt, að vanséð sé, hvort hann sé fær um að þessum tilraunum sé haldið áfram með hann til muna. En síðan er hann fór að rita á þennan hátt, hefir hann ekki getað við það ráðið, hefir ekki getað spyrnt á móti þeim öfl- um, er við hann hafa fengist. E. H. Rödd úr sveitimum. Pólitískir molar. Eftir Andra. m. Annars virðist mér að framkoma stjórnarmanna á þinginu, bæði í rit- símamálinu, undirskriftamálinu o. fl., beri þess ljósan vott, hve ósjálfstæð- ir jafnvel beztu menn geta verið and- spænisþessusvo kallaða embættisvaldi. Látum svo vera að símasaroband væri í rnun og veru hentugra, trygg- ara og ódýrara en loftskeytasamband, og að ráðgjafinn hefði, að því leyti, valið réttu leiðina. Samningurinn við það St. n. er eigi að síður athuga- verðúr, því verður ekki neitað. Og í beimildarleysi var hann gjörður, að því er landsímann snerti. — En meiri- hluti þingsins gjörði ekki einungis að samþykkja þennan samning sem það skársta, er fengist, heldur jós hann miklu lofi á alt, er til þessa máls kom frá ráðgjafanum, sem það bezta og happasælasta þjóðinni til handa, er hugsanlegt væri að mann- leg vera í ráðgjafastöðu gæti til leið- ar komið. En gæti maður nú þess, að samn- iugurinn er fjarri því að vera viðun- andi, og hins að allar líkur eru á, að loftskeytasamband verði ódýrara og eftir því sem hér til hagar, hent- ugra en símasamband, þá sést hve villur vegar þeir hafa farið, stjórnar- menn, er þeir keyrðu þetta mál áfram á síðasta þingi, þvert á móti vilja meiri hluta þjóðarinnar. Það virðist ekki þurfa mikið vit til að sjá annað eins og það, að ein- ar 80 þús. manna, dreifðar um 1900 □ mílna svæði eða vel það, fátækir, eins og vér erum, geta aldrei án þess að taka nærri sér risið undir þeim kostnaði, er símalagning um landið þvert og endilangt hefir í för með sér. Var það eitt ærin ástæðatilað hugsa sig betur um í þessu máli en stjórnarmenn gjörðu, og verð jeg því að ætla, að þeim, er málið keyrðu áfram hafi eigi öllum verið sjálfrátt um þær roundir. IV. Nú skal litið yfir nefndarálit meiri hlutans í ritsímamálinu rétt sem snöggvast. Það byrjar með sögu um, hvenær fyrst hafi komist til tals að leggja síma til landsins og rekur þar um ýmsar bollaleggingar útlendinga íram að árinu 1891. Þá var því máli fyrst hreyft á alþingi. Segja þeir frá, stjórnarmennirnir, hvað ísleDd- ingar hafi lagt til málsins frá þessum tíma og þar til er þetta „óvænta til- boð“ kom og „tækifærið var notað.“ — Gamlar þingsályktanir finnast 1 þessu nefndaráliti, eins og alt annað, er lengt getur málið og gjört það flókið. Er mér eigi ljóst, hvaða þýð- ingu þess konar málalenging hefir, eða hvaða gagn þeir hafa séð sér í að hrúga öðru eíns saman, nema þeir hafi ætlast til þess að með langri sögu um málið mundi þeim takast að klóra yfir gallana á ritsímasamningn- um, og hættu þá er af honum stafar, svo að ekki sæi í annað en það bezta. Allir hljóta að sjá, að þess konar saga er sérstaklega óþörf á þessum stað, og allir vita, að hlutverk þess- arar nefndar gat aldrei verið að rita sögu, beldur blátt áfram að raunsaka, hvort mál það, er fyrir lá, væri þann- ig lagað, að betra fengist ekki. Var þá sjálfsagt að taka fram galla rit- símasamningsins og ritsímasambands yfirleitt, jafnframt kostunum, og bera þetta hvorttveggja, á þann hátt, sam- an við tilboð þau, er fyrir lágu um loftskeytasambönd. Með því hefði verið sýnt, að leitað væri eftir því bezta og heillavænlegasta fyrir þjóð- ina. En að mínu áliti sýnir umrætt nefndarálit ekkert í þá átt, heldur að eins það, að hlutverk nefndarinn- ar hafi verið að bjargá málinu sam- kvæmt ritsímasamningnum og ekki annað. Bréf Krarups dags. 15. júní, er stjórnarmenn styðja sig við, sýnir þetta, eins og margt annað, og hefðu þeir aldrei átt að nefna bréf þetta; það hefði verið þeim sjálfum bezt og ráðgjafanum líka. Það er vitanlegt, að hér tjáir ekki um að tala. Svo er nú komið, sem komið er, og verðurn vér því að una, hvernig sem það reynist. Yfir því geta stjórnarmenn fagnað og er þeiin það ekki ofgott, þvi að heiður hafa þeir aldrei af þessu starfi sínu fyrir þjóðina; það mega þeir vita. Frá öðrum löndum Bréf frá Kaupmannahöfn. 8. marz. Kosning-arréttar-lbaráttan. Þótt eigi sé nú margt stórtíðenda, eru eigi að síður ýmsar hreyfingar á ferðinni, sem vert er að veita eptir- tekt. Má þar fyrst nefna baráttuna fyrir almennum kosningarrétti, sem nú er háð af miklu kappi víða um lönd af alþýðuvinum. 1 tveim löndum hefir þeim þegar orðið svo mikið ágengt, að stjórnirn ar hafa sagt frumvörp til laga um rýmkun kosningarréttarinn fyrir þing- in. Það er í Svíþjóð og Austurríki. Hér skal stuttlega lýst hinum nú- gildandi kosningarlögum Svía, því þau sýna ljóslega, hve fátæklingum víða er gert erfitt að hafa áhrif á landsmál. Kosningarrétturinn er bundinn því skilyrði að eiga fásteign, er sé 1000 króna virði, eða hafa á leigu slíka eign, er metin sé á 6000 krónur; sé það ekki, þá að gjalda skatt af 8 ð minsta kosti 800 króna árlegum tekjum. Sé þessum skilyrðum full- nægt, öðlast meun kosningarrétt, þegar þeir eru 21 árs að aldri. — Kjördæmaskiftingin er þannig, að hvert lög-sagnarumdæroi (domsaga) er kjördæmi út af fyrir sig; en séu í því meiri en 40,000 íbúar er því skipt í tvent. En í bæjunum er 1 fulltrúi fyrir hverjar 10000. Kemur það af því, að þá er lög þessi voru samin, voru bæirnir flestir fólksfáir og bjuggust menn því við, að bænd- ur myndu þröngva um of rétti þeirra, ef þeim væri gert jafnt undir höfði, að því er fulltrúafjölda snerti. Frjálslyndir menn í Svíþjóð hafa fyrir löngu fundið, að lög þessi voru úrelt og samsvöruðu ekki jafnréttis- kröfum vorra tíma. Lét' að lokum svo hátt í þeim, að íhaldsstjórnin sá sér ekki annað fært en að koma í fyrra fram með breytingar á kosn- ingalögunum. Að vísu bættu þær nokkuð úr ýmsum agnúanna, en þó eigi svo, að frjálslyndi flokkurinn telji sér fært að ganga að þeim ; eink- um var það kosningaraðferðin, er í milli bar. íhaldsfiokkurinn vildi hafa hlutfallskosniugar og sagði, að á þann eina hátt yrði réttur minni hlutanna nægilega trygður. Hinir báru ekki á móti þvi, að sú aðferð væri í raun og veru réttlátust, eu sögðu aftur á móti, að auðmennirnir réðu mestu um skipun efri deildar- innar; þá væri engin sérstök ástæða til þess að tryggja rétt þeirra í hinni deildinni. Jafnframt töldu þeir og töluvert varið í persónulega viðkynn ing milli þingmannaefnanna og kjós- endanna, en hún hyrfi, ef einmennis- kjördæmin yrðu afnumin. Ennfrem- ur hugðu þeir, að allur þorri kjós- enda yrði í vandræðum, er þeir skyldu kjósa fjölda fulltrúa og þektu fæsta þeirra. Niðurstaðan varð því sú. að frumvarpið féll. í haust fóru fram kosningar til 2. deildar og unnu frjálslyndu flokk- arnir sigur og myndaði þá foringi hinna „líberöu“ nýtt ráðaneyti. Hann hefir nú lagt fyrir þingið frum- varp til laga um kosningar, sem eiga að rýmka kosningarréttinn stóruin. Helztu breytingarnar eru þessar: Kosningarrétt fá menn á næsta al- manaksári, eftir að þeir eru orðnir fullra 24 ára að aldri; þó því að eins, að þeir hafi int landvarnarskyldu sína af hendi og borgað skatta sína til ríkis og sveitar síðustu 3 árin, og hafi eigi síðustu 2 árin þegið sveitarstyrk, er eigi sé endurgoldinn. í hverju kjördæmi skal að eins kjósa 1 fulltrúa; en til þess að afstýra því, að af því leiði ranglæti, þar sem búast má við, að fólkinu fjölgi mis- munandi roikið í kjördæmunum, á að endurskoða kjördæmaskiftinguna níunda hvert ár. — Enn er eigi hægt að segja, hver verða forlög frum- varps þessa. íhaldsliðar vilja endi- iega hafa hlutfallskosningar, en jafn- aðarmönnum þykir frumvarpið aftur á móti eigi nógu frjálslegt; einkurn telja þeir illa til fundið ákveðið um að menn megi eigi skulda sveitinni. í Austurríki eru tildrög málsius nokkuð önnur. Svo sem kunnugt er, byggja það ríki ýmsar þjóðir, og fjandskapur mikill með þeim. Ber það einkum til þess, að Þjóðverjar vilja skipa öndvegissessinn, þótt miklu séu þeif fámennari en hinir slafnesku þjóðflokkar. Auk þess eru kosningarlög mjög úrelt og ranglát; af þeim 425 fulltrúum, sem sitja í fulltrúadeildinni, eru einir 72 kosn- ir með almennum kosningarrétti. Loks hefir stjórnin nú látið undan síga og lagt kosningarlaga frum- varp fyrir þingið. Þar er reynt að bæta úr helztu agnúunum, bæði að því, er rýmkun kosningarréttarins snertir og hlutfallið milli þjóðanna. Eftir því eiga þingmenn fulltrúa- deildarinnar að verða 455; þar af fá Slafar 230 og Þjóðverjar 205 fulltrúa. Þingmannafjöldi einstakra landshluta er miðaður við fólksfjölda, mentun og skatthæð til ríkis. Þeg- ar frumvarp þetta var lagt fyrir þingið, gerðu Þjóðverjar gauragang mikinn, því þeir telja sér með því steypt af stóli sem öndvegis þjóð ríkisins, og er eun óvíst, hvort það nær fram að ganga. Lengst í áttina til hins jafna og almenna kosningarréttar gengur þó frumvarp það, er samið hefir verið nm kosningar til þingins á Finu- landi; en mjög er það undir hælinn lagt, hvort Rússakeisari staðfestir það eða eigi. Eftir því eiga bæði karlar og konur að fá kosningarrétt 21 árs, hvort sem þau borga skatt eða eigi. í Svíþjóð er og allmikið rætt um að veita konurn rétt þenna og kveðst forsœtisráðherrann vera því hlyntur, en vilja samt eigi setja það í frum- varpið, einkum sakir þess, að hann óttist, að það yrði öllu frumvarpinu að falli. Ekki treystist hannn held- ur til að taka upp ákvæði það, er öðlast hefir gildi í Norvegi, að sjó- menn og aðrir þeir, er eigi mega

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.