Fjallkonan

Issue

Fjallkonan - 06.07.1906, Page 1

Fjallkonan - 06.07.1906, Page 1
Kemnr tit einn einni og tviBvar í vikn, alls 70 bl. um árið. Verð árgangsins 4 krðnur (erlendis 5 krðnur eða 1 Va dollar), borgist fyrir 1. jtilí (erlendis fyrirfram). FJALL BÆÍÍDABLAÐ TJppsögn (ekrifleg) bund- in við áramót, ðgild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. oktðber, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið. Áfgreiðsla: Hafnarstr. 22. VERZLUNABBLAÐ XXIII. árg. Reykjavík, 6. júlí 1906. Xr. 31 Meö gufusK. Ceres lie£Lr Frá Libby. Mc. Neill & Libby, þeirra nafnfræga niöursoðna ísjöt. Frá Stavanger Preaerving Co. Eurelia Sarðines. Ennfremur höfum vér hin margþráðu og eftirspurðu ástar-epli. Augrilœkning ðkeypis 1. og 8. þriðjndag í hverjum mán. kl. 2—3 í spitalanum. Forngriyasnfn opið á mvd. og ld. 11—12. Elutabankinn opinn kl. 10—21/. og 51/,—17. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjnm degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 81/* síðd. Landakotskirkja. Gnðsþjðnusta kl. 9 og kl. 6 á hverjnm helgum degi. Betel sd. 2 og 6'/t mvd. 8, Id. 11 f. h. Landakotsspítali opinn fyrir sjtikravit- jendur kl. 101/,—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 10—2. Bankastjðrn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6-8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. ld. kl. 12—1. Loékningar ðkeypis í læknaskðlanum á hverjum þriðjudegi og föstudegi kl. 11—12. Náttúrugripasafnið, Vesturg. 10, opið á sunnud. kl. 2—3. Tannlœkning ðkeypis í Pðsthússtræti 14. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Utauför þingmanua. Nú leggja þingmenn vorir á stað á þriðjudaginn, þeir sem hér verða staddir, og tínast svo á Botníu hér og þar um landið. Alveg er það áreiðanlegt, að þjóð- in hugsar- með óvenjulega miklum áhuga til fréttanna af þeirri utanför. Ekki til fréttanna af því, er gerist í matarveizlunum. Þjóðinni stendur alveg á sama um alt það át og all- an þann hégóma, sem þar fer fram. í raun og veru ekki heldur til frétt- anna af neinu því, er Danir segja. Menn ganga að því vísu, flestir sjálf- sagt, að á því verði ekki mikið að græða. Foringjar þeirra verða naum- ast undir það búnir, að svara ná- kvæmlega þeim spurningum, sem væntanlega verða fyrir þá lagðar. Og veizluglaumurinn og annríkið og ónæðið spillir að sjálfsögðu fyrir nákvæmum samræðum. íslendingum leikur langmestur hug- ur á því, hvað alþingismennirnir segja Dönum. Alþingismennirnir standa fyrirtaks- vel að vígi. Þeir, sem satt vilja segja, hljóta allir að kannast við það, sem Guðm. Björnsson hefir kann- ast við, að öll þjóðin sé sammála um að viljafá aukna sjálfstæði út á við. Þeir hljóta sömuleiðis við það að kannast, að þjóðin geri sig ekki ánægða með neina minni sjálfstæði en þá, að ráða, án allrar danskrar íhlutunar, algerlega sínum málum, öllu því, sem henni kemur við, að svo miklu leyti, sem hún felur það ekki Dönum af fúsum vilja til lengri eða skemmri tíma eftir atvikum. Oss skilst svo, sem Guðm. Björnsson hafi líka við þetta kannast. Ogþaðværi líka undarlegt að þræta fyrir það. Það er mikið og veglegt erindi að fiytja þetta mál, gera Döuum skiljanlegan þennan grnndvöll fyrir samvinnu við þá eftirleiðis. Þetta er aðalatriðið. Semjist mönnum um þetta, þá verður auðvelt að komast að samningum um endurskoðun stöðu- laganna og um stjórnarfyrirkomulagið innanlands. Semjist ekki um aðalat- riðið, þá heldur óánægjan áfram, og þá á hún að halda áfram. í frá- sögn Guðm. Hannessonar frá stú- deutafundinum í Höfn er vafalaust fólgin bending um, hvert sú óánægja stefnir. ÖIl óánægja íslendinga við stjórn Dana hefir stafað af því, að samningar hafa ekki tekist um þetta aðalatriði. Sú ánægja, sem vart varð við um stund hér á landi, út af stjórnarskrárbreytingunni, kom af því að raönnum skildist svo, sem Danir væru farnir að láta sér skilj- ast frumatriðið í kröfum íslendinga. Sá afturkippur, sem síðan kom, öll sú óánægja, sem nú er svo megn í landinu við Dani, stafar af því, að jafnskjótt sem farið var að setja stjórn- arskrárbreytinguna í framkvæmd, varð það lýð.um ljóst, að Dönum hafði ékki skilist það, sem verið var að berjast fyrir, eða ætluðu sér að minsta kosti að koma sér undan því. Þetta segja þjóðræknir alþingis- menn Dönum, segja það hispurslaust og afdráttarlaust. Sannarlega hafa þeir umboð til þess. Þetta er það, sem allir Islend- ingar -- þeir, sem ekki eru farnir að hugsa eins og danskir valdhafar — ætlast til að sagt sé. Og þetta er það, sem alt af hefir verið barist fyrir. Hvorttveggja veit hvert manns- barn á landinu. Hitt gerir alls ekkert til, þó að ekki verði sagt, að þjóðin hafi gefið neitt fullnaðarumboð til þess að semja um stjórnarfyrirkomulagið sjálft. Það er alkunnugt, að fyrir mönn- um hefir vakað tvenns konar fyrir- komulag. Lengst af í stjórnarbar- áttn Jóns Sigurðssonar hugsuðu menn sér ráðgjafa hér á landi, sem mynd- uðu landsráð, í líkingu við danska ríkisráðið, og svo fulltrúa þessarar íslensku stjórnar í Kaupmannahöfn, við hlið konungs. Á síðari árum hafa menn hugsað sér staðfestingar- valdið hér innanlands eftir brezkri fyrirmynd. Vér getum ekki hugsað oss, að neinn íslendingur gerði það að miklu kappsmáli, hvort þetta fyrirkomulag yrði valið. Það ætti að fara eftir því, hvort hentugra þætti, þegar farið væri að leggja málið niður fyr- ir sér nákvæmlcga og ákveða sam- bandið við konunginn. Litil líkindi eru til þess, að um fleiri leiðir yrði að tefla. Vér teljum fyrir vort leyti miklu meiri líkur til þess, að land- stjórafyrirkomulagið þætti hentugra, en að sækja staðfesting á öllum lögum og mörgum embættisskipun- um og ýmsum öðrum ráðstöfunum út í Danmörk. En nógur tíminn er að tala um það, þegar þar að kemur. Og engin ástæða er til þess að vera að gera það að kappsmáli nú og vonandi aldrei. Hitt er kappsmál, og á aJ vera kappsmál, hverjum góðum íslendingi, að þjóðin nái sjálfstæði sinni. Og þeir alþingismenn, sem svíkj- ast undan merkjum í samræðum sínum við Dani, ættu ekki að verða öfundsverðir og verða það fráleitt. Fóðurkaup Og landbúmiðar-ágóði. (Niðurl.) Vér spurðum í síðasta blaði, hvort vér mundum ekki heldur kjósa að rækta land vort sjálfir, ef þess væri nokkur kostur, en að láta aðrar þjóð- ir gera það. Vér göngum að því vísu, hvernig allir íslendingar muni svara, En svo munu menn segja: Það er verið að rækta landið. Með hverju ári bætist mikið við túnin. Á fáum árum hefir verið (ræktað meira en á mörgum öldum áður. Þetta er satt. En naumast fáum vér trúað öðru, en að athugulum mönnum þyki ískyggilegt, hvað rækt- un landsins gengur seint. Og hvað verður langt þangað til fyrir hana tekur að mestu eða öllu, með því lagi, sem nú er? Fólkið er að flykkjast úr sveitun- um. Hugurinn verður altaf meiri og meiri burt þaðan. Hverjir eiga að rækta landið, þegar ekkert verkafólk fæst lengur? Allir sjá, að sú stórkostlega breyt- ing er fyrir höndum einhvern tíma, að vér verðum að hætta að vinna jafn-mikið með mannahöndum eins og hingað til hefir verið gert. Vér verð- um að láta vélarnar vinna. Þörfin er að verða brýnni með hverju árinu vegna fólksfæðar. En til þess að geta látið vélarnar vinna til nokkurra muna, verður ræktun landsins að komast í alt annað horf en hún er nú. Til þess þarf að vera miklu meira til af sléttuðu, ræktuðu landi. En verður unt að koma þessari breytingu á með því áframhaldi, sem nú er? Verður ekki tíminn alt of langur? Verða ekki örðugleikarnir alt af meiri og meiri? Og fara ekki útlendingar að sjá það, meðan á þessu hjakki stendur, að ekki þarf annað en senda hingað peninga og fólk, til þess að eiga vísan mikinn arð af fé sínu? Sumum kann að þykja þetta ólík- lega spurt. En þeir gæta þá alls ekki að þvi, að þekkingin á íslandi er að vaxa, og að ekki þarf annað en þekkingu á landinu til þess, að freisting geti lifnað hjá útlendum mönnum til þess að leggja það undir sig. Alveg vafalaust vildum vérheldur leggja það undir oss sjálfir. Oss vantar til þess peninga og oss vantar til þess fólk, munu menn segja. Bankarnir geta ekki lagt fé í slík fyrirtæki. Og aðra peninga höfum vér ekki. Um peningaleysið til ræktunar landsins er það að segja, að það er með öllu óeðlilegt, að á peningum þurfi að standa fyrir þjóðina til þess að vinna það verk, sem öllum kem- ur saman um, að muni borga sig stór- kostlega og margfaldlega. Land- stjórnin getur áreiðanlega séð fyrir þeim peningum, ef landsmenn krefj- ast þess. Sjálfsagt er meiri örðugleikum bundið að sjá fyrir verkafólki. En ekki kemur til nokkurra mála að halda því fram, að slíkt hafi verið reynt til þrautar með hinni ófullkomnu viðleitni við að fá hingað norska sjó- menn. Töluverðar líkur eru til hins, að með skynsamlegri fyrirhyggju muni vera kleift að fá hingað verkafólk, bæði til lands og sjávar. í þá áttina bendir að minsta kosti eitt dæmi héðan úr nágrenninu.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.