Fjallkonan

Eksemplar

Fjallkonan - 20.07.1906, Side 1

Fjallkonan - 20.07.1906, Side 1
 Kemnr út einn sinni og tvisvar í viku, alls 70 bl. um árið. Verð árgangsins 4 krónur (erlendis 5 krónur eða 17* doliar), borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrirfram). FJALi BÆNDABLAÐ tJppsögn (skrifleg) bnnd- in við áramót, ógild nema komin sé tii útgefanda fyr- ir 1. október, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Hafnarstr. 22. YERZLUNAllBLAfi XXIII. árg. Reykjavík, 20. júlí 1906. Xr. 34 Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þriðjudag í hverjum mán. kl. 2—3 í spítalanum. Forngripasafn opið á mvd. og Id. 11—12. Eins og liinum neiöruöu viösKiptamönnum mun kunnugt, eru einkunnarorð verzlunarinnar: „Litill ágöði, fljót skil,“ en nú geturhúu sagtmeð sanni: ÐUU minniágööl, fLJÓtarÍ SKÍI Til þess að sýna, að þessi orð séu ekki markleysa ein, selur verzlunin nú margar Vörur í Nýlenduvörudeildinni með talsvert lægra verði en áður hefir viðgeng- ist, og auk þess heíir hún fengið tvo nýja vagna, er flytja vörurnar heim til kaup- enda. Munum vér með ánægju senda öllum viðskiftamönnum vorum í bænum allar vörur kostnaðarlaust heim til sín. Elutabankinn opinn kl. 10—27* og BV*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjnm degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 87* siðd. Landakotskirkja. Gnðsþjónusta kl. 9 1 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Betél sd. 2 og 67* mvd. 8, ld. 11 f. h. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit- | jendur kl. 107*—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjálasafniö opið á þrd., fimtud. ld. kl. 12—1. Lœkningar ókeypis í læknaskólanum á hverjum þriðjudegi og fóstudegi kl. 11—12. Náttúrugripasafniö, Vesturg. 10, opið á sunnud. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Danir og heimboðið. ______ Til hvers er alþlngísmönnum stefnt út? Kaupm.h. 1. júlí. Blaðið „Köbenhavn“, stjórnarblað, flutti um daginn grein, sem sýnir mjög vel, hvernig Danir líta á íslands mál- * Greinin er um „heimboðið.“ Höfund- urinn segir að um stjórnmál íslands þurfi ekki að tala við þingmenn. Það mál sé algjörlega útkljáð; þótt fáeinir æsíngamenn vilji fá lands- stjóra eða eitthvað þessháttar, þá komi slíkt ekki til mála, enda séu all-flestir íslendingar á móti því. Ekki er heldur nein þörf á að tala um landið og landbúnaðinn, því að það eigi íslendingar ómótmælanlega. 1 Nei, það er sjórinn og sjávarútveg- urinn! Alþingismennirnir eiga að gefa okkur (Dönum) vitneskju um hvernig við getum hagnytt ókkur eign- ir okkar í sjónum kringum Island. Blaðið „Pressen“ tekur í sama strenginn. Því finst Danir nota sér illa milljónirnar, sem þeir eigi í land- helgi íslands. Og svona hugsa nærri því allir Danir — ekki sízt stjórnarmenn. Stjórnmálið er útkljáð; það mál, sem nú liggur fyrir, er, hvernig Danir geti haft sem mest upp úr íslandi. Eins og „Köbenhavn“ segir, hafa þeir hirt það sem þeir gátu af jarðeignum landsins. Verzluninni halda þeir enn, sumstaðar með fullkominni einokun, — og í fávizku sinni halda þeir, að þessari verzlun sé engin hætta búin. Hin takmarkalausa fyrirlitning þeirra á ísléndingum og einstaka þekking- arleysi á landinu og framförum þess varnar því, að þeir geti hugsað sér nokkurn vilja eða getu hjá lands- mönnum sjálfum til þess að nota sér auðsuppsprettur landsins. Þessa skoð- un styðja líka fleðulæti sumra íslend- inga frammi fyrir Dönum, sem hljóta að vekjafyrirlitningu allrafrjálslyndra | manna. — Danir halda því, að þeir hafa þau tök, sem haldi, á verzlun- inni og að ekki verði grætt meira á landbúnaðinum. Aftur á móti hafa þeir heyrt að talsverður fiskur sé í hafinu kringum ísland — og þá verð- ur að hirða hann. Til þess að gefa Dönum góð ráð í þessu máli.vill „Köbenhavn“ — og þorri danskra manna — að alþingis- menn komi hingað í sumar. ' Danir búa sig nú í óða önn undir að taka á móti þingmönnunum. Ætla má að einhver helzti viðburðurinn verði veizla sú, sem ríkisþingið ætlar að halda. Þar verður konungur og alt ríkisþingið, ráðherrarnir, bæjarstjórn- in öll, háskólakennarar, helztu rit- stjórarog rithöfundar, forstjórar helztu verklegra fyrirtækja (t. d. stóra nor- ræna ritsímafélags, þess sameinaða), flestir þeir sem eitthvað hafa komið við íslandsmál (Hovgaard, Hammer, Prytz o. fl.), margir „íslenzkir“ kaup- menn - og íslenzkir stúdentar. Sam- tals yfir 500 manns. Sjálf móttöku- hátíðin verður í háskólanum. Þar opnar Eiríkur fyrst „kommóðuskúff- una.“ Um ferðirnar út áJótland o. 11. og aðrar veitingar skrifa eg að líkindum seinna. — Blaðið „Politiken“ gefur yfirlit yfir flokkaskiftinguna og ætlar að segja æflsögur helztu þingmannanna. Þar er Björn Ólsen orðinn helzti maður Heimastjórnarflokksins; Arni Jónsson er tækifærisskáld o. s. frv. Eiijs og kunnugt er, er próf. Finnur Jónsson ráðunautur blaósins í íslandsmálum. „Nationaltidendo“ biður veizlu- menn að halda ekki of margar ræð- ur svo að íslendingar hafi ekki of miklu að svara. Stækur flokksmaður íslenzkur, sem er búsettur hér, vill að þingmennirnir verði sammála og minnist ekki á stjórnmál.” Samlynd- inu vill hann ná með því að skifta ræðum á milli flokkanna eftir hlut- föllum. Þjóðræðismenu eiga að „fá“ að svara þetta mörgum o. s. frv. Já, hollum ráðum og barnalegum tillögum rignir hér jafnt yfir rétt- láta sem rangláta. Vonandi að menn fari að ráðunum; tillögurnar geta varla talist hættulegar. Einbætta-samsteypau. Eftir Harald Nielsson. II. Óhætt mun að gera ráð fyrir, að brátt komi fram krafa um það, að prestar alls landsins fái að kjósa biskupinn. Slíkt er aldrei nema eðli- legt. Og fáist því framgengt, verð- ur einhver duglegasti og áhugamesti prestur landsins fyrir kjörinu. Slíkur maður getur verið ágætlega lagaður til að vera biskup, en illa fallinn til að yera forstöðumaður prestaskólans. Framkvæmdarsamt starfslíf út á við og stjórnsemi er sjaldnast samfara iðjusömu bóknámi og ríkum þekking- arþorsta. — Og það er blátt áfram hlægilegt að ímynda sér, að einhver af prestaskólakennurunum yrði jafn- an gerður að biskup, eins og sumir hafa haldið fram. Hættan við sam eininguna er sú, að í biskupsembætt- ið veljist maður, sem er lítill guð- fræðingur, en duglegur og ráðríkur kirkjumaður. Haqn á svo að vera yfirmaður yfir fræðslu prestaefnanna, en skortir ef til vill einmitt það, sem þar varðar mestu: víðtæka þekking og djúpa, og það víðsýni og frjáls- lyndi andans, sem slík þekking veitir. — Og beiti hann því næst valdi sínu á hina kennara skólans, er kenningarfrelsinu vísað á dyr. En úr því prestarnir eru bundnir af játn- ingarritum kirkjunnar og mega aldrei flytja neina kenning, er talið verður að komií bága við þau, og lendi presta- skólakennararnir undir fargi ráðríks biskups, hvernig er þá hugsanlegt að nokkur framför verði, nokkurt nýtt sannleiksljós komist að. En guðfræðin er engu síður en annað háð lögmáli framþróunar og fullkomnunar. Menn mega ekki standa í stað þar, frekar en annarstaðar; þá dofnar yflr öllu; and- leg visnun getur þá færst yfir allan kirkjulíkamann áður en varir. — Eg segi ekki að svona fari, ef samein- ingin kemst á, en eg bendi á, að svona geti farið. Og fyrir það á að girða. í áliti minni hlutans (L. H. B.) er því haldið fram, að forstöðumaður prestaskólans muni hafa svo mikinn tíma aílögum frá embættisstörfuin sínum, að ekki sé annað sýnilegt en að hann muni geta bætt á sig bísk- upsstörfunum. Og er þar í það vitn- að, „að núverandi forstöðumaður hafi svo miklum aukastörfum að gegna, að fullkomlega muni nema biskups- störfunum, og heyrist þó ekki annað en að hann anni öllum störfum sínum, embættisstörfum og öðrum störfum, vel.“ Yið þessa staðhæfing er það fyrst og fremst að athuga, að þótt búnað- arfélagsstörf forstöðumanns presta- skólans hafi verið mikil síðari árin, munu þau hvergi nærri jafnast á við þau störf, sem nú hvíla á biskups- embættinu. En mér liggur við að segja aðaðalflutningsmanni frumvarpsins og mörgum, sem líkrar skoðunar eru, sévorkunþóað þeirhugsi svona, því að allir Iandsmenn vita, að tveir af kenn- urum prestaskólans hafa nú um all- mörg ár gefið sig mjög við annarleg- um störfum. Forstöðumaðurinn hefir verið mörg ár í bæjarstjórn Reykja- víkur og nokkur ár forstöðumaður landsbúnaðarfélagsins; og hinn (síra E. Br.) hefir um mörg ár gegnt banka- störfum og annast söfnunarsjóðinn, og setið í stjórn Búnaðarfélagsins. Báðir hafa þeir jafnvel ferðast í sumarleyfinu í þarfir Búnaðarfélagsins. Og báðir eru þeir alþingismenn. Öll þessi störf heimta mikinn tíma. Eg skal þegar taka það fram, að á því er enginn efi, að þeir hafa unnið þjóðinni gagn með þessum auka- störfum sínum. En dettur nokkrum í hug, að jafnmiklir atgjörvis- og gáfumenn, sem þeir vitanlega báðir eru, hefðu ekki getað notað þennan afgangs tíma sinn, hið ágæta næði, er embættum þeirra fylgir, til gagns fyrir prestaefnin og kirkju landsins, og þá um leið til gagns fyrir alla þjóðina? Slíkum mönnum er ætlað að lesa mikið; til þess er næðið lát- ið vera svo mikið. Þeim er ætlað að kynna sér nákvæmlega sínar vís- indagreinir, ætlað að fylgja vel því merkasta, sem ritað er um þau efni með menningarþjóðunum. Og eins og þeir vita, er lesa nokkuð erlend tímarit og bækur, þá er, alt af verið að ræða andleg mál af hinu mesta kappi með menningarþjóðunum, ekki síztílöndum mótmælenda-trúar. Eru

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.