Fjallkonan - 20.07.1906, Qupperneq 3
FJALLKONAN.
135
Koma keuuaranna.
Kennara-hópurinn, sem væntanleg-
ur var, kom hingað aðfaranótt þ. 15.
þ. mán. Ekki er hann jafn-fjölmennur
eins og við var búist, ekki nema
26 manns alls.
Þar af eru 12 danskir og 1 sænsk
kona. Hitt Norðmenn. Meiri hlutinn,
undir 20, er konur,
1 hópnum er frk. Halldóra Bjarna-
dóttir, sem fyrir nokkurum árum
var kennari við barnaskólann hér, en
hefir haft kennarastöðu í Noregi síð-
an hún fluttist héðan. Foringi farar-
innar heitir Rustöen, frá Heggedal
nálægt Ivristjaníu. Hann er banka-
gjaldkeri jafnframt því, sem hann
er kennari. Einn prestur er í förinni
Anders Hovden frá Krydsherred í
Noregi, rithöfundur og skáld, ritar á
nýnorsku, og einn ritstjóri, Trond-
kvale, frá Elverum í Austurdölum.
Holmesen heitir einn, og er yfirkenn-
ari við barnaskóla í Kristjaníu, og
enn einn Rolleif Lien, sveitakennari
frá Lundi á Þelamörk.
Hópnum heíir öllum verið komið
fyrir til gistingar hér í bænum, þá
daga, sem hann stendur við. Glímu-
félagið hefir glímt fyrir gestina og
söngmenn sungið fyrir þá, og þótti
þeim að hvorutveggju bezta skemtun.
Þ. 18. þ. m. lagði hópurinn á stað
með Keykjavíkinni upp í Borganes.
Þaðan var ráðgert að fara á mótor-
bát upp Hvítá að Hvítarvöllum. En
hestar voru sendir héðan á þriðjudag-
inn, og frá Hvítarvöllum ætluðu þeir
upp að Reykholti, Gilsbakka, Surts
helli, Kalmannstungu, og þaðan Kalda-
dal á Þingvöll. Helzt var ráðgert að
fara þaðan austur að Geysi og Gull-
fossi. Yerði úr þeirri ferð, koma þeir
ekki hingað aftur fyr en um miðja
næstu viku.
Samsæti mun vera í ráði, að þeim
verði haldið, áður en þeir leggja á
stað héðan, með Tryggva kongi, ann-
an sunnudag.
Líflátslieguingin.
. Kmh. 9. júlí ’06.
Duman rússneska hefir samþykt
afnám líflátshegningar.
Helzti jafnaðarmaður á Frakk-
landi, Jaures, bar um daginn upp
frumvarp um sama efni á alþingi
Frakka. Er taiið, að það hafi tals-
vert fylgi.
Hér í Danmörku hefir sá, sem um
langan aldur hefir gegnt .böðulsem-
bættinu, verið „settur af“ með eftir-
launum. Alberti vill hafa nýja og
yngri krafta. Embættinu hefir ver-
ið slegið upp'og eru þegar komnar
yfir 60 umsóknir um það. Búist er
við, að ef til vill verði böðuls þörf
þegar dómar falla í nauðgunarmál-
unum. Auk þess á böðullinn að
verða flengingarmeistari eftir fleng-
ingarlögunum alræmdu. Hér verður
í þessu efni lítið vart hinnar nýrri
menningar.
Með Tryggra kongi
komu á sunnudagsnóttina 68 far-
þegar, þar á meðal, auk bæjarfógeta
og Norðurlanda-kennaranna, cand.
jur. Einar Arnórsson og Magnús Sig-
urðsson, frökenarnar Sigríður Björns-
dóttir og Helga Thorsteinsson, úr-
smiður Guðjón Sigurðsson, gullsmiður
Páll Þorkelsson, 17 verkamenn til
ritsímans og 12 útlendir ferðamenn,
þýzkir og enskir.
Sigfús Einarsson
tónskáld og kona hans (áður fröken
Hellemann) eru nýkomin hingað til bæj-
arins.
Leiðrétting.
Einar Gunnarsson cand, phil. segir í
Handbók fyrir hyern mann, sem hann nú
heflr gefið út í þremur útgáfum, að pásk-
ar verði 23. apríl 1913. En það er ekki
svo. Það ár er sunnudagsbókstafur E. og
gyllinital 14. Páskar verða því 23. marz
það ár (góupáskar), eins og sjá má í grein,
sem eg skrifaði í Fjallkonuna 1904 bls. 148.
Tvær prentvillur hafa slæðst i þá grein
Fjallkon. Pálkadagur 24. marz 1904, en
á að vera 23. marz, og orðin „Til þess
að sumarpáskar verði útheimtist því, að
tungl sé fult 20. marz eða næsta dag þar
á undan“, á að vera næstu daga þar á
undan, og leiðréttist það því hér.
Gaulverjahæ 4. júlí 1906.
Jón Pálsson.
Á síðastliðnum vetri vildi okkur það
óhapp til, að svo að segja allar okkar
eigur, ætar og óætar, með húsum (auk
lifandi fénaðar) brunnu til ösku á einni
nóttu, svo að við stóðum þar húsvilt og
hálfnakin uppi með 16 manns; þar á
meðal 4 ungbörn og 3 gamalmenni. Hefð-
um við þá verið illa komin, hefðu ekki
okkar góðu sveitungar, jafnt konur sem
karlar, sýnt þá framúrskarandi hjálpsemi
að gefa okkur gjafir í fatnaði, peningum
og fleira, og þess utan buðust til að taka
börnin, enda þó við gætum ekki notað þau
góðu tilboð, því börnin fengust ekki til
að skilja við okkur. Af því leiddi, að
flest af fólkinu, 12 að tölu, varð að
hrúgast á einn bæ, Bakka, og naut þar
fæðis og allra þægmda í hálfan mánuð,
og sumt lengur, hjá því góða fólki, sem
þar býr.’ Einnig hafa fornvinir okkar og
ættmenn lengra hurtu tekið stórkostlegan
þátt í óhöppum vorum með því að skjóta
saman og senda okkur drjúga peninga-
upphæð. Ollum þessum velgjörðavinum
vorum vottum við okkar, innilegasta þakk-
læti í nafni okkar foreldra okkar og
og systkina, og biðjum þann, er ekki
lætur einn vatnsdrykk ólaunaðan, af kær-
leika útilátinn, að borga þessu góða fólki
fyrir okkur, þegar því mest á liggur.
Feigsdal í júní, 1906.
Jón Jónsson. Valdís Jónsdóttir.
LaulLiir teKex
margar tegundir, dÖÖllir,
gr^filijur, ost-
ar, r>3TÍs-ULr og margt
fleira er uýkomið í verslun
Tapast hefir brúnn hestur, vakur frá
Götum í Mýrdal, mark: heilrifað hægra,
aljárnaður. Hver, sem kynni að verða
var við hejitinn, er beðinn að koma hon-
um til Jóhanns 1 Ossabæ i Landeyjum eða
Heiðmundar Hjaltasonar á Götum.
ekta Kina-Lifs-Elixír
sem hefir einkennismiða þann, sém
hér er fyrir ofan og innsiglið vrP í
grænu lakki á flöskustútnum.
Fæst hvarvetna á 2 kr. flaskan.
Biðjið um sýnishorn af okkar prýðisfögru nýjungum, stórmikið úr að velja-
Sérstakt fyrirtak:
Silki-áamast fyrir ísl. húning, svart, hvítt og með fleiri lit-
um frá 2,15 fyrir meterinn.
Vér seljum að eins sterkar silkitegundir, sem vér ábyrgjumst heint til ein-
stakra manna, og sendum vörurnar tollfrítt og ílutningsgjaidslaust til
heimilanna.
Vörur vorar eru til sýnir hverjum sem viU hjájfrú Ingibjörgu Johnsen, Lækj-|
argötu 4 í Beykjavík.
Sehweizer & Co. Luzern Y 4 (Sehweiz).
Silkivarnjngs-útflytjendur. Kgl. hirðsalar.
er bezt aö ls.au.pa lija
líili JéBiSJlÍ
Hiaug’aveg’ 24.
sem verið er að taka upp hjá
Jónatan í>orsteinssyni.
SAMKOMUHÍSIÐ
BETEL
við Ingólfsstræti og Spítalastig.
Samkomur verða haldnar framvegis eins
og hér segir:
Sunnudaga:
Kl. 2 e. h. Sunnudagaskóli.
Kl. 6‘/2 e.: h. Fyrirlestur.
Miðvikudaga
Kl. 8 e. h. Biblíusamtal.
Laugardaya:
KI. 11 f. h. Bænasamkoma og bibliu-
iestur.
Kirkjusálmasöngsbókin verður viðhöfð.
Allir velkomnir á samkomurnar.
Vinsamlegast
D. Östlund.
Chocolade
lang ódýrast í verzlun
M. Matthíassoiiar.
lorseii
loiðurlanda-sambands
1.1. Idvontisia,
P A. Hansen
frá Dannmörku
gistir Reykjavík nokkra daga eftir
þann 20. júlí. Hann mun tala á
samkomnm í „Betel" á laugardaginn
kemur kl. 11. f. h. og á sunnudag-
inn kl. ö^/a e, h. Allir eru vel-
komnir. Aðgangur ókeypis.
33. Ostlund.-
Ritstjóri Einae Hjöeleii’sson.
Fólagsprentsmið.jan — 1906.
185
skeggið, og á forkinn vantaði tvær greinarnar. Dálítið fjær var
Júppíter; hann var búinn að missa höfuðið. Regnvatn hafði sezt
í holu á strjúpannm á honum, og spörfuglarnir höfðu kunnað sig
svo illa að nota holuna fyrir baðker. Innan um nokkura runna
var ofurlítill grískur smalaguð; haun var hnakkakertur og hafði
um laugan aldur haldið hjóðpípu upp að munninum á sér. Nú var
ekkert orðið eftir af hljóðpípunni né höndunum.
Og samt var enn nokkuð eftir af einkennum þessa garðs, svo
úr sér genginn og loðinn sem hann var orðinn. Menn fnndu, að
um þessi göng höfðu framiiðnar kynslóðir farið, kynslóðir, sem
þrammað höfðu þar metnaðarríkar á jarðarblettum, sem þær áttu
sjálfar, og vitað vel af því, að mikið væri í sig varið.
Um þetta var Líónel að hugsa, og jafnframt leit hann kring
um sig í þeirri von að fá að sjá frk. Saligneux bregða fyrir. Hann
leitaði hennar með ákefð, en gat ekki komið auga á hana. Hann
grunaði það ekki, að hún hafði falið sig inn í einum laufskálanum
og horfði á hann þaðan. Hver hugsunin rak aðra hjá henni, hugs-
anir, sem voru hver annari gagustæðar; annað veifið stokkroðnaði
hún, hina stundina brann eldur úr augum hennar. Stundum lang-
aði hana til að fara hlægja, og stundum lá henni við að gráta af
reiði. Gremjan fekk vald yfir öllum öðrum tilfinningum hennar.
Hún var stórreið við forlögin; henni fanst eins og þau hefðu sig að
leiksoppi, og vörpuðu henni hvað eftir annað út í ógöngur, sem
hún varð sjálf að komast úr. Við og við sleit hún af trjánnm
blöð og greinar, vatt þetta og sneri milli handa sér, þangað til
það var orðið að smáögnum. Reiðin sefaðist ofurlítið við þetta;