Fjallkonan - 21.09.1906, Síða 2
174
F.TALLKONAN.
Smápistlar
úr
þingmannaförinni.
III.
„Öll min föt í standi! Eg er orðinn
fjallakongur og skytta!“
Þetta varð manninum að orði í
fyrndinni, þegar hann kom heim til
konunnar og krakkanna af hreppa-
skilaþinginu og sveitungar hans voru
búnir að kjósa hann í þessi tvö veg-
semdarembætti.
Eg segi ekki, að þingmönnum hafi
orðið beint þetta að orði, þegar þeir
voru búnir að nugga stírurnar úr
augunum á sér föstudagsmorguninn
hinn 20. júlí. En allir fóru þeir að
hyggja að fötum sínum og hugsa um
að hafa spjarirnar í standi, því þennan
dag áttu þeir að ganga á fund kon-
nngs og drottnigar. Varð þá alls til
að gæta, að ekki yrði Mörlandinn sér
til minkunnar, hvorki að klaeðaburði
né öðru, sem mönnum væri sjálf-
rátt.
„Sinn er siður í landi hverju“, segja
menn, og „lýttur er sá, sem ekki
fylgir Iandsiðum.“ Á það heima ekki
síður við hirðir konnnga enn í kot-
um smælingja, Á íslandi þykir sá
ekki kunna manna siði, sem ekki
þakkar húsbónda og húsfreyju inn-
virðulega fyrir matinn og allar góð-
gerðirnar og þáð með handabandi.
Við konungshirð mundi það þykja
„frásaga til næsta bæjar,“ ef einhver
hlypi í drottninguna til þess að þakka
henni fyrir matinn með handabandi,
þegar staðið er upp frá borðum. Og
þó að sá þyki mætastur gestur á ís-
landi, sem skrafar og skeggræðir mest
við húsbændur og heimamenn, þá
vekur sá hlátúr í hirðsölum, sem sí
og æ er blaðrandi í hæiunum á
drotningarefninu, konugsdætrunum
eða konunginum sjálfum.
Svona er margt skrítið í Harmoníu!
Konungur hafði boðið þingmönnum.
ríkisþingsmönnum og ráðgjöfum að
þiggja morgunverð hjá sér úti í Fred-
ensborg. Svo heitir höll ein á Sjá-
landi, norður frá Kaupmannahöfn. Er
hún mörgum kunn á íslandi fyrir þá
sök, að Kristján konungur 9. hafði
þar jafnan sumardvöl og söfnuðust
börn hans, tengda- og barnabörn og
mergt annað stórmenni þangað til
hans. En ekki hafði Friðrik 8. þar
sumardvöl í þetta sinn. Komu þau,
konungshjónin, þangað þenna sama
dag um hádegisbil, í fyrsta sinni, síð-
an er konungur tók við ríki eftir
föður sinn.
Þingmenn og samferðamenn þeirra
fóru laust fyrir dagmál frá Khöfn og
með járnbrautarlest norður í þorp
það er Hilleröd heitir. Þar var num-
ið staðar og ekið til hallar þeirrar,
sem heitir Frederiksborg. Vildu Danir
sýna þingmönnum hana, því að hún
er forkunnar fögur. Eru þar fjölda
margir salir uppi og niðri, hver öðr-
um fríðari, eru bæði veggir og loft
skreytt Ijómandi fögrum myndum.
Og mikill fjöldi er þar af fögrum
málverkum eftir marga af helztu
listamönnum Dana.
Þegar þingmenn voru búnir að
skoða höllina og hallarkirkjuna með
listaverkum þeim, sem þar voru, fóru
þeir og borðuðu litlaskattinn með
ríkisþingmönnum skamt frá höllinni.
Áð því búnu var aftur stigið upp
í vagn og ekið áleiðis til Fredens-
borgar. Þegar þingmenn komu að
þorpi því er í námunda við Fredens-
borg og er samnefnt höllinni, þá
var þar saman kominn múgur og
margmenni og allar götur, sem um
áttti að fara, troðfullar af fólki, sem
æpti húrra í sífellu, þangað tilþing-
menn fengu hellu fyrir eyrun.
Stúlkurnar veifuðu klútunum sinum,
köstúðu blómum af strætunum upp
í vagnana til þingmannanna og heltu
yfir þá blómregni ofan úr gluggun-
um. Þær gátu ekki tekið betur og
hjartanlegar móti íslenzku þingmönn-
unum, þó þeir hefðu verið unnustar
þeirra allra og þær hefðu verið að
heimta þá úr beljargreipum eftir
frægan sigur og mörg hreystiverk
og stórvirki í þarfir fósturjarðarinn-
ar. Og svo sagði síðar einn úr
þingmannaflokki, ráðinn og roskinn,
að miklir straurar eða drumbar hljóta
þeir menn að vera, sem ekki fyndu
neina hreyfingu undir vinstra vestis-
boðangnum þegar slíkum viðtökum
væri að mæta, því víst mættu þær
láta gamla menn kasta ellibelgnum
og framliðna hrærast í gröfum sín-
nm! Karlmennirnir voru heldur
ekki neinir eftirbátar; þeir veifuðu
höttunum og öllu því, sem lauslegt
var og þeir gátu hönd á fest, hróp-
uðu og kölluðu hver öðrum hærra
og buðu íslendinga velkomna. Á
svölunum á húsi einu, þar sem far-
ið var fram hjá, stóð Ólafur Poulsen,
hinn frægi leikari Dana; var hann
allur á lofti af kæti og brosandi út-
nndir eyru. Út úr öllum gluggum
var stungið flaggstöngum og sum-
staðar á strætum voru heiðursbogar
skreyttir blómum og blómvöndlum.
Og það var eins og náttúran vildi
hjálpa blessuðu fólkinu til; því þó að
áður hefði um morguninn gengið dá-
litið í skúrum, þá gerði glaða sól-
skin og dýrlegustu blíðu, þegar vagn-
lestin nálgaðist Fredensborg.
Þegar kom að hallarhliðinu, var
mannfjöldinn þar eins og mest í
réttnm, og meðan þingmenn og ríkis-
þingmenn voru að stíga út úr vögn-
unum, þá mátti á báðar hliðar heyrá
tifið í ljósmyndavélunum, þar sem
verið var að taka lifandi myndir af
öllu því sem gerðist. —
Það var um miðmunda bil að all-
ir gestirnir voru komnir til konungs
hallarinnar. Yar þar þá saman kom-
inn hinn mesti mannfjöldi. Auk
þingmanna voru þangað komnir marg-
ir blaðamenn og embættismenn úr
grendinni, meginhluti allra ríkisþings-
manna, allir ráðgjafarnir dönsku og
margt annað stórmenni. Jafnóðum
og gestirnir komu, var þeim vísað
til herbergja, til þess að skola af
sér ferðarykið og dubba sig upp,
áður en þeir gengju fyrir jöfur
og drottningu. Yoru ekki færri en
150 herbergi ætluð gestunum í því
skyni. Að því loknu voru gestirnir
á fund konungs og var alþingismönn-
um Islendinga sýndur sá sómi, að'
að þeim var ætlað fyrstum inn að
ganga. Tók konungur og drottning
þar við þeim, krónprinsinn og krón-
prinsessan, börn konungs önnur og
margt annað hirðfólk. Yoru þau
konungur og drottning hin Ijúfmann-
legustu í öllu viðmóti: Heilsuðu
þau öllum þingmönnum og buðu þá
velkomna á sinn fund sem fulltrúa
íslenzku þjóðarinnar.
Eftir að konungur og fólk hans
var búið að heilsa ýmsum öðrum
gestum, var gengið til borðhalds.
Var öllum þessum mannfjölda búin
máltíð í sal einum miklum og veg-
legum. Var það hvorttvegja, að vel
og ríkmannlega var á borð borið,
vistir nógar og drykkur mikill, enda
líka ósleitilega til matartekið: Var
auðséð á öllu, að bæði voru menn
matlystugir orðnir og matareinurð
hjá flestum í góðu lagi. Vita Danir
það vel, og ekki síðnr en aðrar
þjóðir að „matur er mannsins megin“.
Veizlan var sem við mátti búast
hin ágætasta. „Þar voru á borðum“,
eins og segir í sögunum, alls konar
krásir og margvíslegt dýrahold,
kryddaður kjúklingar og pipraðir
páfuglar: þar var drukkið pimet og
klaret humbur barðar, gígjur slegn-
ar, troðið symfón og salteríum.“!
Að miðri máltíð tók konungur til
máls og flutti tölu langa og snjalla.
Bauð hann alla gesti sína velkomna,
sérílagi þó alþingismenn íslendinga,
og mintist íslands og íslenzku þjóð-
arinnar með hlýjum og vinsamlegum
orðum. Á líkan hátt beindi hann
og orðum sínum til Dana. Ræðu
þessari svaraði landshöfðingi Magn-
ús Stephensen, forseti neðri deildar,
fyrir hönd íslendinga,, og H. N.
Hansen, forseti landsþingsins danska,
fyrir Dana hönd. Aðra ræðu flutti
konungur og áður gengið væri frá
borðum.
Þegar borðhaldi var lokið röbb-
uðu menn saman ýmist úti eða inni.
Þar á ineðal var gengið út í dal-
verpi eitt skamt frá höllinni, sem
Norðmannsdalur heitir. Það er skógi
lukt á allar hliðar; er þar fagurt
mjög og í dalverpinu fjöldi stand-
mynda, sem sýnir þjóðbúninga í Nor-
egi á ýmsum stöðum og tímum. Síð-
an var gengið til hallarinnar aftur,
konungur kvaddur og drottning hans
og síðan haldið af stað til Kbafnar
einni stundu fyrir miðjan aftan.
Þingmönnum hafði verið boðið að
reka iun höfuðið á Garði, er þeir
kæmu frá Fredensborg. En svo
heitir bygging sú, eins og margir
vita þar sem mörgum stúdentum er
ætlaður bústaður meðan þeir dveljast
við háskólann. Ekki er hún veg-
leg eftir nútíðarhætti og herbergja-
vist fremur léleg. En þar hefir marg-
ur góður íslendingur átt dvöl og
óvíða mun ættjarðarástin ástin til
íslands vera heitari og ósérplægnari
en í brjóstum sumra íslenzku mann-
anna, sem þar hafa hafst og hafast
við. Þeir eru fæstir á þeim árunum
orðnir það lærðir, að þeir hafl mag-
ann fyrir sinn guð. Alt þess hátt-
ar kemur venulega með hinni „æðri
og betri þekkingu“ fullorðinsáranna.
Og þó að þeir sé sumir, sem hafa
þótt svíkja lit og hlaupast frá hug-
sjónum æskuáranna og stóru orðun-
ura, sem þá eru tíð, þá eru hinir
líka margir, sem aldrei hafa gleymt
því og hafa efnt drengilega heit-
strengingar þeirra daga erþeirhöfð-
ust við í „rauða kassanum". Til
margra þeirra hluta, sem mikinn
blessunarþroska hafa borið íslandi,
hefir verið niðursáð á Garði.
Ymsir af þingmönnum höfðu áður
búið á Garði, og öllum þótti gaman
að koma þar snöggvast. En — ærið
þótti þeim þar dauft að þessu sinni:
Stúdentar voru fáir heima. Leita
þeir sem farfuglar í ýmsar áttir til
sveitasælunnar á sumrin. Komast
sumir með lóunni og maríuerlunni
allar götur norður til íslands.
Vel var þingmönnum fagnað af
hinum fáu Garðbúum og öðrum góð-
um mönnum, er þar voru fyrir. En
fremur var viðstaðan stutt, því flest-
ir vildu komast heim og hvíla sig
nndir morgundaginn.
Vissu þeir, að þá mundi ekki til
setu boðið.
Leiðréttiugr.
I síðasta pistli hefir það misprentast, að
einn af beztu söngmönnum Dana er neínd-
ur Helgi Nielsen, en á að vera Nissen.
InngólfsmyiKlin í vænduni.
Iðnaðarmannafélagid
gefur 2000 kr.
Nýlega hefir Iðnaðarmannafélagið
samþykt á fundi að gangast fyrir
samskotum til þess að koma upp
mynd af Ingólfi landDámsmanni hér
í Reykjavík. Og hefir byrjað með
því að gefa sjálft til þess 2000 kr.
Málið bar fram á fundinum Jón Hall-
dórsson trésmiður. Gjöfin var samþ.
í einu hljóði eftir nokkrar fjörugar
umræður. Ákveðið að senda hrað-
skeyti til Einars Jónssonar mynd-
höggvara um það, er gerðist á fund-
inum, því að auðvitað verður mynd-
in keypt af honum.
Rausnarlega hefir Iðnarmannafé-
lagið riðið á vaðið. Og líklegt að
það verði mörgum hvatning til að
bregðast vel við samskotunum. Auk-
þess hefir félagið samþykt að láta í
té húsnæði ókeypis til allra skemt-
ana, er kynnu að v’erða haldnar til
að afla fjárins til myndarinnar.
Nefnd var kosin ennfremur á sama
fundinum: til þess að gangast fyrir
samskotunum, Jón Halldórsson tré-
smiður, Magnús Benjamínsson úrsm.,
Sveinn Jónsson trésm., Magnús
Blöndal trésm. og Knud Zimsen
verkfr. (form. félagsins).
Gizkað er á, að myndin muni kosta
um 20,000 kr. a/io hluta þess hefir
Iðnaðarmannafél. gefið. Vonandi
stendur ekki lengi á hinu. Það er
sómi Reykvikinga að koma sjálfir
upp myndinni af elzta Reykvíkingn-
um, og — enn meiri sómi að sýna,
að þeir vilji styrkja efnilegasta
listamann landsins eftir mætti.
Laudlæknir
er settur frá 1. okt. Guðmundur
Björnsson héraðslæknir.
Skipstrand
varð á Sauðárkrók 13. þ.: „Em-
anúel“, kolaskip til Gránufélagsvlrzl-
unar. Farmurinn var að miklu leyti
kominn í land.
Hjálmar
flutningaskip Thors Jensens (leigt
Duus-verzlun til vöruflutnings suður
með sjó) er ókomið enn. Menn eru
orðnir hræddir nm það.
Dáinn
er hérí bæ Gísli Guðnason, skóla-
piltur reykvískur. Lést 15. þ. m.
Var í 4. bekk lærða jskólans. Hann
var stiltur og vandaður piltur; óvenju-
lega ákveðinn trúmaður, svo ungnr.
Vesta
kom frá útlöndum og Austfjörðum
í morgun með fjölda farþega.