Fjallkonan

Issue

Fjallkonan - 08.11.1906, Page 1

Fjallkonan - 08.11.1906, Page 1
Kemur út einu sinni og tvisvar í viku, alls 70 bi. um árið. Verð árgangsins 4 krónur (erlendís 5 krónur eða 1V, dollar), borgist fyrir 1. júlí (erlendia fyrirfram). B Æ NDABLAÐ tJppsögn (skrifieg) bund- in við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. október, enda hafi kaupaudi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Stýrimannastíg 6. y E K Z L U íí A R B L A Ð XXIII. árg Reykjavik, 8. nóvember 1906. Xr. 57 Margarinið makalausa. Mörg liundruð puud nýkomin í m með s/s „Giambetta. Alveg f e r s k a r skökur — eins og b e z t a kúasmjör. Par fæst líka Vega Plantefedt. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. priðjudag í bverjum mán. kl. 2—3 í spítalanum. Forngrigasafn opið á mvd. og id. 11—12. Hlutabankinn opinn kl. 10—21/, og 57«—7- K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd. Almennir fundir á hverju fóstudags- og sunnudagskveldi kl. 81/, siðd. Landakotskirkja. GuðsþjónuBta kl. 97a og kl. 6 á hverjum helgum degi. Betel sd. 2 og 672 mvd. 8, id. 11 f. h. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit- jendur kl. 10'/i—19 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. ld. kl. 12—1. Lœkningar ókeypis í iæknaskólanum á hverjum þriðjudegi og föstudegi kl. 11—12. Náttúrugripasafnið, Vesturg. 10, opið á sunnud. kl. 2—3. * Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14 og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. ,Getur sízt komið til wála‘. Fréttaritari Fjallkommar í Khöfn gat þess í næstsíðasta blaði, að stjórnarblaðið Köbenhavn hefði látið uppi skoðun sína nm fánamál vort. Danir hafa verið fræddir um það, að Islendingar séu farnir að hugsa um að eignast sérstakan fána, til þess að geta haft fyrir augunum og sýnt veröldinni auðsætt tákn þess að vér séum sérstök og sjálfstæð þjóð. Og nú eru Danir að byrja að ræða þessa hreyflngu. Þetta danska stjórnarblað segist auðvitað vilja styðja allar sanngjarn- ar kröfur íslendinga, en sérfáni sé það, er sízt geti komið ti) mála, að því fráskildu, ef farið væri að tala um það, að Island gengi undan kon- unginum. Sjálfsagt hefir blaðið látið hugg- ast við frásögn Lárusar H. Bjarna- son, sem sagði því, að áhuginn væri lítill á málinu hér á landi. Sú hugg- un hefði orðið minni, ef L. H. B. hefði sagt blaðinu satt — að hann viti ekkert um áhugann annað en það, að öll blöð landsins, að kalla má, séu málinu meðmælt — að meiri eindrægni sé um það í blöðum íslend- inga en ílest önnur mál. Þetta danska blað er vafalaust svo skyn- samt, að það skilur, að slík eindrægni blaðamanna sé ekki einskisverð — að hún merkir annaðhvort það, að áhugi er fyrir hjá þjóðinni, eða að hann er að minsta kosti í vændum. En hvað sem áhuganum líður, þá höldum vér íslendingar því fram, að þetta sé mál, sem Danir eigi ekki að láta sér koma nokknra lifandi vitund við. Það verður líkasjálfsagt þeim affarasælast. Þeir missa einskis í við það að vér fáum sérstakan fána. Þeir hafa ekki að neinu leyti nokkurn baga af því, að þjóð vor verði sem sjálf- stæðust, sýnilega og verulega. Þeir hafa ekki nokkurt gagn af að bæla okkur undir sig að neinu leyti. Þeir hafa ekkert annað en tjón af þeim tilraunum, æsa íslendinga og halda við sífeldri úlfúð. Og að Iokum láta þeir undan. Ógæfan er sú í sam- búðinni við þá, að þeim hættir svo við að rísa öndverðir langa-lengi, láta ekki undan, fyr en óvildarsár eru komin, sem ekki eru auðgrædd. Allir muna eftir baráttu þeirra gegn landstjórafyrirkomulaginu hér á landi, þessu sífelda afsvari þeirra ár eftir ár. Jafnvel frá viustrimanna ráðaneyti fáum vér þau skeyti 1901, að engin dönsk stjórn geti nokkuru sinni geflð samþykki sitt til slíks fyrir- komulags. Nú eru jhfnvel hægri- menn farnir að skrifa um það í hægrimannablöðum, að það fyrirkomu- lag eigi að vera oss velkomið. Eða þá undirskrift forsætisráðherr- ans ondir skipun íslandsráðherrans. 1904 er hún talin alveg sjálfsögð. 1906 lætur danski forsætisráðherrann á sér skilja, að vel geti komið til mála að breyta þessari tilhögun, þegar íslandsráðherrann verði skip- aður næst. En þegar Danir fara að átta sig á landstjóra fyrirkomulaginu og und- irskriftarmálinu, þá eru íslendingar orðnir svo leiðir á þreflnu, að mörg- um þeirra er langnæst skapi að Ieggja út í algerða skilnaðarbaráttu. Mundi ekki að öllu leyti betur hafa farið á því og verið affarasælla frá sjónarmiði Dana að líta með meiri sanngirni á málstað íslendinga þeg- ar í byrjun málaleitananna? Mikillega væri þess óskandi, að sams konar þvergirðingur héldi nú ekki áfram eftirleiðis, hvorki í fána- málinu né öðruni málum. Hann heflr engin áhrif önnur en þau að fylla hugina gremju. Nærri má geta, að aldrei tekst Dönum að sannfæra íslendinga um það, til dæm- is að taka, að þeim eigi ekki að vera heimilt að hafa hvern fána, sem þeim sjálfum líkar og engir aðrir hafa. í augum hvers íslend- ings er það ekki annað en fjarstæða að Danir eða nokkur önnur þjóð eigi að hafa rétt til þess að banna slíkt eða bjóða. Þegar slíkum fjarstæðu-þvergirð- ingi eru samferða önnur eins um- mæli frá Danmörk, eins jog þau, sem vér gátum um í síðasta blaði, að staðið hefðu í Danmark dernde, — alveg óhikað sagt, að stjórnin sé skyld til þessiað halda fyrir oss þeim réttindum, sem Danir sjálfir viður- kenna, að séu sjálfsögð, ef vér ekki seljum þeim i hendur land vort, að því leyti sem þeim kann að þóknast að nota það, þá er ekkert undarlegt, þó að íslendingar fyllist óhug og gremju. Undarlegt er það, hvað ofríkis- hugurinn getur verið ríkur í þjóð- unum! Er það ekki sannarleg fyrirmun- un, að jafn-gáfuð þjóð og jafn-mönn- uð þjóð eins og Danir, og jafnframt þjóð, sem orðið hefir fyrir jafn-miklu ofbeldi, eins og þeir hafa orðiO að sæta, skuli eiga svona örðugt með að uppræta úr hug sér yfirdrotnun- ar tilhneigingarnar — skuli vera svona lengi að læra að líta á oss sem bræðnr sína, en ekki sem und- irlægjur — líta á oss sem frjálsa sambandsþjóð, jafnborna þeim að öllu leyti? A víð og dreif. í greinum, sem þeir síra Jón Helgason og síra Magnús Helgason rita í Nýtt Kirkjublað út af Ijóða- kveri síra Yaldemars Briem, víkja þeir að málefni, sem almenning varð- ar svo miklu, að oss er ekki ljóst, hvernig hugsandi menn um þvert og endilangt landið geta komist hjá því að taka þar í strenginn öðruhvoru megin í huga sínum. Málefnið er þetta: Hvað eigum vér að skylda börnin til að læra mikið af trúar- greinum undir fermingu, og hvað eigum vér að skylda presta og kenn- ara til að kenna börnum mikið af þeim ? Síra J. H. þykir höf. Ijóðakversins fara þar fljótt yfir sögu, útskýra sumar trúargreinar lítið og sleppa öðrum með öllu. Síra M. H. finst það ekki aðfinsluvert. Hann kemst þar að orði meðal annars á þessa leið: „Uui sumar þær trúargreinar, t. d. eilífa útskúfun, er vitanlega skift skoðunum meðal presta, og það get- ur hvorki verið holt börnum né prest- um að reyna að neyða þá til að fara lengra í flutningi slíkra lærdóma, heldur en sannfæring þeirra býður þeim, en hins vegar nóg tilefni fyrir þá til þess að minnast á þá við börnin, að svo miklu leyti, sem þeir treystast til að gera það börnunum til gagns.“ í biblíusögunum vill síra M. H. að börnin fái meginatriðin úr lífi og starfi Krists. Geti ekki myndin, sem þar verður fyrir þeim af honum, haft áhrif á hugarfar þeirra, þá hyggur hann, að „trúarlærdómarnir, sem bygðir hafa verið utan um þá dýrðarmynd“, muni ekki geta það. „En ef þeir fá engu áorkað íþessuefni,“ segir síra M. H. enn fremur, „til hvers er þá alt þetta hrófatildur um „tvö eðli“, „tvenns konar stöðu“, „þrenns konar embætti“ o. fl. í barna- lærdómi? Fyrir mínum sjónum ekki til annars en skyggja á ljósið, gera það flókið, sem er og á að vera ein- falt. Vofa tóm, sem glepur hið lif- andi orð.“ Síra J. H. situr þar fastur við sinn keip. Hann vill, að engu sé slept í kverinu úr efni hinnar postul- legu trúarjátningar. Og hann segir meðal annars: „Síra M. nefnir þar útskúfunarlær- dóminn einan, vitandi, að mörgum er lítt sárt um hann. En vill hann ekki gefa kristilegri trúkenslubók að sök, að, hún sleppir öðru eins trúaratriði og „getinn af heilögum anda“, sem öllum trúaratriðum frem- ur snertir bjarta hinnar kristnu trú- ar? Finst honum það engu skif'ta, hvort gengið er steinþegjandi fram fram hjá niðurstigning Krists til helju? . . . Og um „skiftar skoðan- ir“ presta á útskúfuninni er það að segja, að slíkt fær aldrei réttlætt það, að lærdómi þeim sé slept úr hinum kristnu fræðum. Mundi hann ekki verða magur, áður en lyki, barnalærdómurinn, ef þar mætti ekk- ^rt standa, sem skoðunum væriskift um meðal presta?“ — „Hrófatildrið", sem síra M. H. kallar svo, finst síra J. H. ómissandi, til þess að geta frætt börnin um persónu og líf Krists. Nú langar Fjallk. til að apyrja: Getur verið nokkurt vit í því, þeg- ar málið er athugað af skynsemd og

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.