Fjallkonan

Útgáva

Fjallkonan - 08.11.1906, Síða 3

Fjallkonan - 08.11.1906, Síða 3
FJALLKONAN. 227 honum og stjórn Völundar, að hann hætti að starfa fyrir félagið, og jafn- framt veitti félagið honum notkura fjárhæð umfram kaup sitt að s’.iln- aði. Sett er það sömuleiðis í samband við hinn væntanlega félagsskap, að á mánudaginn neituðu 5 menn, sem verið hafa við vélarnar í verksmiðju Völundar, að gera nokkura vinnu- samninga og urðu úrslitin þau, að þeir starfsmenn fóru allir frá félag- inu. Völundur fekk þegar menn í skarðið, og alt gengur þar eins og áður. Úr víðri veröld. Haskólinn í Aberdeen. Háskólinn í Aberdeen á Skotlandi varð 400 ára í haust. Eins og nærri má geta, var mikið um dýrðir. Meðal annars var vígt nýtt háskólahús í viðurvist Játvarðs konungs og Alexöndru drotningar. Hús- ið er forkunnar fagurt, og 15 ár hafa þurft til þess að koma því upp. Mestu afmælisveizluna hélt kanzlari há- skólans, Strathcona lávarður, og lagði til allan kostnaðinn. Um mitt sumarið tjáði hann rektor há- skólans, að sig langaði til að bjóða til miðdegisverðar öllum þeim, sem tækju þátt í hátíðahaldinu. Rektor sagði honum, að þeir mundu verða um 2400, og að ekki væri til í Aberdeen nokkurt hús, sem tæki svo marga boðsgesti. „Gott og vel“, svaraði lávarðurinn „Þá komum við okkur upp húsinu.“ Og lávarðurinn gerði það. Hann lét reisa skála, til þess eins að halda þar veizluna, þetta eina kvöld. Og þar var veizlan haldin. í skálanum var salur einn 100 álnir á hvern veg. Kostnaðurinn við veizluna nam alls 160 þús. kr. Miðdegisverðurinn sjálfur kost- aði 86 þús. kr„ en húsið 54 þús. Þær 20 þús., sem þá verða eftir, gengu til ým- issa útgjalda. Þjónarnir í veizlunni voru 600. Þeir voru aðfengnir frá Lundúnum. Járnbraut- arlestin, sem kom með þjónana, flutti jafn- framt 50 smálestir af horðbúnaði, þar á meðal 24 þús. postulínsdiska, 64 þús. knífa, gafla og skeiðar, 4 þús. silfurdiska, 12 þús. glös og 900 skrautgripi úr silfri. Borðin voru skreytt skrauthlómum, sem námu tug- um þúsunda. I súpuna voru hafðar 90 skjaldbökur, sem fengnar höfðu verið frá Yestur-Indíum. Og á borð voru bornar meðal annars 2500 lynghænur og 1000 akurhænur. Landsíminn. Dagfari lætur illa af landsímasam- bandinu fyrir menn á Eskifirði fyrsta hálfa mánuðinn. „Fjarri ftr því“, segir blaðið 13. okt., „að hann (síminn) hafi orðið að fullum notum, því ad hann hefir alt af öðruhvoru legið í lamasessi. Hafa menn oft ætlað að símtala héðan til Reykjavíkur, en það heflr oftast verið ómögulegt. Eitt dæmi af mörgum má nefna : Maður nokkur kom hér inn á talsímastöðina og vildi ná tal- sambandi við Reykjavík. A Seyðisfirði var svarað: að hálftíma liðnum verður það hægt. Maðurinn beið. Eftir rúman hálf- an tíma er símtalað frá Seyðisfirði: Sam- band getur ekki fengist. Þannig gekk 2 daga, að maðurinn fekk ekki talsamband við Reykjavík. Yar oftast svarað frá Seyðisfirði, að samband fengist ekki“. Barn skaðast. Fjögra ára gamall garnall dreng- ur, sonur Guðmundar Péturssonar núningalæknis, kom á mánudaginn inn í rennismiðju Gísla Finnssonar, Vesturgötu 38, og varð þar fyrir hrapallegu slysi. Vinstri höndin á barninu lenti í rennivélinni og 4 fingurnir kubbuðust af upp við hnúa. Þumalfingurinn marðist líka stórkost- lega, en von um að honum verði bjargað. Barninu líður nú bærilega eftir atvikum. Heimili barnsins er á Vesturgötu, ekki langt frá húsinu þar sem slys- ið vildi til. En ekki var heldur svo mikið við drenginn haft, eftir er þessi ósköp höfðu að höndum borið, að hann væri borinn heim til sín, eftir því sem faðir hans heiir tjáð Fjallk. Telpukrakki var látin leiða barnið, og er mikil furða, að það skyldi geta staðið á fótunum og gengið með annan eins áverka. Eigandi verksmiðjunnar, hr. G. F. var ekki viðstaddur. Utbúnaður á þessari smiðju, sem full er af vélum, þyrfti að athugast alvarlega. Farartálmi er þar enginn fyrir börn, sem þangað leita inn af forvitni, hurðir stundum opnar, þeg- ar vélarnar eru að snúast, t. d. þeg- þetta slys vi’di til, gangur þráðbeint inn af götunni og eftirlit sjálfsagt lítið eða stopult með þeim, er inn kunna að koma. Þetta er sýnileg ur voði, og ætti hvergi að líðast í bænum. Mikilnienska. Ekki er það annað en mibilmensku- læti af skringilegra tægi, sem kem- ur fram í Dagfara frá 30. f. mán., þar sem alþingismenn eru víttir harð- lega fyrir það að vilja semja við Dani um sambandið milli landanna. „Ef vér semjum um mál vor við nokkurn, þá eigum vér að semja við konung einan og engan aunan“, seg- ir blaðið. Er ókleift að koma því inn hjá öllum blaðamönnum þessa lands, að þeir séu skyldugir til að tala við þjóðina um vandasömustu mál vor eins og fullorðnir menn, en ekki eins og börn? Lengra kemst barnaskapurinn naumast. Flestir fullorðnir íslendingar vita það víst, að konungur mundi með öllu afsegja að semja við oss, án samráðs við stjórn sína í Danmör! u. Og vér hyggjum ekki, að Dagfari geti bent á nein ráð til þess að neyða hann til samninga. Hann lít- ur svo á, sem hanu hafi ekki vald til þess. Og á sama hátt lítur á mál- ið hvert mannsbarn í því landi, þar sem hann á heima. Hitt er annað mál, að fylstu líkur eru til þess, að konungur geti haft mikil áhrif á málið. Fyrir því er það oss stór- lega mikilsvert, ef hann lítur vinar- augum á kröfur vorar, sem vér von- um að hann geri. Hins er vert að geta, sem Dag- fari tekur rétt fram í þessari grein. Blaðinu farast svo orð: „Kröfum vorum fáum vér bezt framgengt með því, að verða fyrst sammála um kröfurnar, og halda þeim svo fast fram, einarðlega og án þess að draga nokkuð úr þeim.“ Kröfunum verður ekki að eins bezt framgengt með því. Það er eini vegurinn til þess að þeim verði fram- gengt. Og það er nákvæmlegaþetta, sem Fjallkonan hefir nú stöðugt ver- ið að brýna fyrir mönnum að vér verðum að verða sammála um kröf- urnar. En það ríður ekki á nokkurn hátt bág við það, som nú er í vændum, að vér reynum með samningum að fá Dani til að fallast á kröfur vor- ar með góðu. Maður druknar. Bát, tveggja manna fari, með tveim mönnum á, hvolfdi við Hegra- nestá í Skagafirði á þriðjudaginn. Öðrum manninum var bjargað. Sá, er druknaði, hét Kristinn Sigurgeirs- son, 25 ára efnismaður frá Sauðár- króki. (Talsímaskeyti frá Sauðár- króki). Igocti hálslín og alt því tilheyrandi hjá H,Andersen4Sön. Gi„ _ J „ _ J er ódýrasta og frjálslyndasta diLallLluHi lifsábyrgðarfélagið. Það tek- ur allskonar tryggingar, alm. lifsábyrgð- ellistyrk, fjárábyrgð, barnatryggingar o. fl. Umboðsm. Ftftur Zóplitf iiía'tfton. ritstjóri Bergstaöastrœti 3. Heima 4—5. Samkomuhúsið Betel Sunnudaga: Kl. 6Vj e. h. Fyrirlestur. Miðvikudaga: Kl. 8'/4 e. h. Bíblíusamtal. Laugardaga: Kl, 11 ,f. h. Bænasamkoma og bíblíulestur. 256 um, að hann lét undan að lokum. Pontal dró hann með sér inn í garðinn og hringdi. Gamall þjónn kom út og lauk upp.“ „Dömurnar oru væntanlega heima?“ sagði Pontal. „Sé svo, þurfið þér ekki að segja til okkar; þér vitið að eg er hér heima- gangur, og það er búist við obkur.“ Og aftur tók hann fast í handlegginn á Líónel; hann var stað- ráðinn í því að láta hann ekki ganga úr greipum gér. Því næst dró hann Líónel upp eftir steinriði; þrepin voru slitin og skekt. Einu augnabliki síðar ýtti hann honum inn í setustofu; þar inni var kringlótt borð, og á borðinu var lampi. Við þetta fcorð sátu tvær konur, hvor á móti annari; önnur var sokkin niður í útsaum; nin var að lesa í bók. Það voru sömu konurnar, sem Líónel hafði nokkurum dögum áður hitt í banzkabúð. „Ó hvað þetta var fallegt af yður, hr. Pontal,“ sagði greifa- ekkjan, stóð upp í skyndi og gekk á móti honum. „Frú mín góð,“ svaraði hann, „það er yður að kenna, ef eg hefst það að í kvöld, sem ekki er í raun og veru skjalarita sam- boðið. Vitið þér ekbi, að þessum vesalings skjalariturum er bann- að að fást við nokkuð, sem ekki kemur embætti þeirra við, og eiga afsetning á hættu, ef út af er brugðið? En það vill svo vel til, að eg er gamall maðnr, og ætla bráðum að hætta starfinu hvort sem er. En við látum alt fara sem verkast vill — eða réttara sagt, sem þér viljið.u Hann hneigði sig virðulega, gekk að dyrunum og hvarf út um þær í einni svipan. Líónel varð alveg utan við sig og ráðþrota; þetta kom honum 253 ekki að, de Preval nokkurum, greifa. Faðir hennar hefir einhvern tíma kynst honum í Pétursborg. Þessi spjátrungur var sendiherra- ritari þar. Hann fær brottfararleyfi, og kemur þá til Parisar og rifjar þá upp kunningsskapinn við baróninn. Baróninn segir hon- um frá arfinum. En greifinn er gætinn maður, og hann snýr sér fyrst til mín, til þess að fá að vita, hvort honum hafi verið sagt satt um fjárhæðina. Alt stendur heima. Þá lætur hann gera sig kunnugan þessum auðuga erfingja og biður hennar. Hann er aðals- maður, á töluverð efni, hefir lag á að láta á sér bera, er liðugt um málbeinið og tapar sér aldrei, á hverju sem gengur — og hvað viltu hafa það meira? Hann er glæsilegt eiginmannsefni. En nú vill svo slysalega til, að frk. de Saligneux má ekki heyra á hann minst; til bráðabirgða krafðist hún ársfjórðungs til þess að syrgja frænda sinn, sem henni þótti mjög vænt um. Þessi ársfjórðungur er liðinn, og greifinn er tekinn til aftur. Hann heldur, að ungfrúin meti mín orð nokkurs, og hefir beðið mig að leggja gott orð inn fyrir sig. Auðvitað hefi eg neitað því, en baróninn heldur sínu máli fram af mikilii mælsku. Það er hrein og bein ofsókn, sem aumingja stúlkan verður fyrir. Alt af er verið að telja um fyrir henni og kvelja hana, og verst allra er föðursystir hennar, greifa- frú de Juines. Þekkirðu frú de Juines?" „Nei, og mig langar heldur ekkert til að kynnast henni.“ „Það er alveg rétt af þér; í hennar augum er lífið hirtingar- tími, og hún veifar hirtingarvendinum yfir baki annara manna. Einhver gremja hefir komið í hana við bróðurdóttur hennar og hún gerir henni lífið svo leiðinlegt sem henni er unt. Hún hefir unnið

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.