Fjallkonan - 10.12.1906, Page 1
Kemur út einn sinni og
tvisvar í viku, alls 70 bl.
um árið. Verð árgangsins
4 krðnur (erlendia 5 krónur
eða l'/j dollar), borgist fyrir
1. júlí (erlendis fyrirfram).
B Æ XI) A B L A Ð
TJppsðgn (skrifieg) bund-
in við áramót, ógild nema
komin sé til útgefanda fyr-
ir 1. október, enda hafi
kaupandi þá borgað blaðið.
Afgreiðsla:
Stýrimannastíg 6.
VEKZLUXABBLAÐ
XXILI. árg.
Reykjavík, 10. desember 1906.
Nr. 65
Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þriðjudag í
hverjum mán. kl. 2—3 í spítalanum.
Forngripasafn opið á mvd. og ld. 11—12.
Hlutabankinn opinn kl. 10—2‘/«og 5*/,—7.
K. F. TJ. M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd.
Almennir fundir á hverjn fóstudags- og
suunudagskveldi kl. 81/, siðd.
Landakotskirkja. Guð3þjónuBta kl. 9'/j
og kl. 6 á hverjum helgum degi.
Betel sd. 2 og 61/, mvd. 8, ld. 11 f. h.
Landakotsspítali opinn fyrir gjúkravit-
jendur kl. 10‘/,—12 og 4—6.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—3 og kl. 6—8.
Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud.
ld. kl.12-1.
Lœkningar ókeypis i læknaskólanum á
hverjum þriðjudegi og fóstudegi kl. 11—12.
Náttúrugripasafnið, Vesturg. 10, opið á
sunnud. kl. 2—3.
Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14
og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Margarinið makalausa.
Mörg hundruð pund nýkomin í
með 8/s „(xambetta.
Alveg ferskar skökur — eins og bezta kúasmjör.
Þar fæst líka Yega Plantefedt.
var 1. júlí. Útgefandi tekur því með miklum þökkum, að áskrifendur borgi sem fyrst.
„Ekki eins og
þessi toilheimtumaður!“
Nýtt Kirkjublað flytur eftirfarandi
ágrip af fyrirlestri, sem einn af prest-
um hins vestur-íslenska kirkjufélags,
síra Björn B. Jónsson, hélt á siðasta
þingi félagsins:
„Síra Björn talar um „íslenska óbíl-
girni.“ Hún kemur fram í pólitisku
illdeilunum hér heima. Ræðumaður
segir að Vestur-íslendingar hafi tek-
ið allmiklum stakkaskiftum síðari ár-
in óbilgirnin íslenzka hafi orðið að
lúta í tægra haldi fyrir nýrri amer-
ískri menning. Menn ekki jafn-upp-
stökkir nú, fylgja eigi jafnt í blindni,
og leiðtogarnir eruað verða umburð-
arlyndari. Skoðanamunur leiðir nú
ekki út í hatur og illdeilur. Þetta Iiafa
þeir lært í skólunum vesti-a yngri
mennirnir.
„Með þetta fyrir augunum er ekk-
ert að hneykslast á því þótt til séu
þeir menn, sem farnir eru í alvöru
að spyrja,hvort eigi yæri það holl-
ast fyrir oss (Vestur lslendinga) og
afkomendur vora, að vér algjörlega
segðum skilið við ísland og öll áhrif
þaðan?“ í blöðum og tímaritum ber-
ast vestur „frækorn úlfúðar, sundur-
lyndisogmannhaturs," og svo bætist
við hvað kristindómsóvildin víða skín
út úr blöðunum heima. „Er það ekki
beinlínis skylda vor að forða börn-
um vorum frá slíkum áhrifum, og
beina þeim á brautir nýrrar og feg-
uri, menningar,sem við þeim bros-
ir hér í landi og býður þeim faðm-
inn?„
Ræðum. vill þó eigi „aðsvokomnu
máli“ svara því játandi: „Vér meg-
um, ekki enn hugsa til að slíta öllu
sambandi við ísland. Vér erum því
sjálfir enn ekki vaxnir.“
N. Kbl. tlytur þetta fyrirlestrar-á-
grip athugasemdalaust. Vér efumst
um‘ að blaðið hefði gert það, ef rit-
stjórunum hefði verið kunnugt um
það, sem hefir verið að gerast í
sumar í blaðamenskunni með Vest-
ur-íslendingum.
Sami pósturinn, sem flutti hingað
til lands, í Áraamótum, þessa hörðu
áminningu vestan að og þessa yfir-
lýsing um það, hve miklubetri Vest-
ur-íslendingar séu, en vér hér
heima, flutti jafnframt mikið af ís-
lenzkum blöðum, þar á meðal elztu
og öflugustu blöðin, Sameininguna,
Heimskringlu og Lögberg.
Þar hafa í sumar farið fram um-
ræður, sem ekki er ófróðlegt að at-
huga í sambandi við áminningu síra
B. B. J., sem er flutt af svo miklu
andlegu valdi.
Þær umræður hófust með þeim
hætti, að síra Jón Bjarnason skor-
aði i mánaðarriti kirkjufélagsins,
Sameiningunni, á íslenzka kirkju og
kristindómsvini vestan hafs að skjóta
saman fé til þess að koma upp húsi
handa heimatrúboðsmönnum hér í
Reykjavík. Ritstjóri Heimskringlu
mælti móti þessum samskotum í
blaði sínu, tjáði sig andvígan heima-
trúboðsstefnunni.
Þeim mótmælum svaraði sira J.B.
í Sam. Þau mótmæli byrja á erind-
ishelmingnum í Ulfarsrímum;
Enginn bað þig'orð til hneigja
illur þrællþú máttir þegja.
Eftir þessu upphafi er alt orða-
lagið í grein síra Jóns. Alveg er
víst óhætt að fullyrða, að i engu
kirkju - og trúmálariti í neirni hafi
svipuð grein birzt, né heldur hefði
svipúð grein getað birzt, nema í
kirkjnmálariti Vestur-Islendinga Sam-
einingunni. Mergurinn málsins þar
annars, að ritstjóri Heimskringlu, hr
B. L. Baldvinsson, hafi engan rétt
til þess að ræða um annað eins og
þetta, af því hann sé ekki kristinn
maður I
Ritstj. Heimsk. svaraði aftur með
afar-harðorðri grein með fyrirsögn-
inni: „Það lekur úr honum afa.“
Meðal margs annars bregður hann
þar síra J. B. um, að hann sé bil-
aður á geðsmunum, að hann hafi
viljað spilla fyrir mannskaða-samskot-
unum, og að hann beri ekki skyn á
sorg þeirra, sem fyrir ástvinamissi
hafi orðið, því að hann hafi aldrei
neitt barn eignast.
Þó kastar tólfunum, þegar Lög-
berg kemur til sögunnar, fer að taka
þátt í þessum umræðum. Þar rek-
ur hver svívirðingargreinin aðra um
B. L. Baldvinsson ritstjóra. En
einna magnmest er það, sem Sigfús
nokkur Benediktsson ritar þar. Hann
hefir um mörg ár ritað í Heims-
kringlu hinar svæsnustu skammir um
Lögberg og vestur-íslenzku prestana.
Nú er hann orðinn stórreiður ritstj.
Heimskringlu, af því að blaðið hafði
farið nokkuð hörðum orðum um
ljóðabók eftir hann, bók sem ekki
gæti komið til nokkarra mála að
bjóða hér á landi, vegna þess, hve
ruddaskapurinn er takmarkalaus, auk
þess sem hún er að langmestu leyti
furðu-leiðinlegur leirburður. Þessi
maður tekur nú upp þykkjuna fyrir
síra J. B. í Lögbergi, fyllir fjölda-
marga dálka af máli um B. L. B. og
kveður sér hljóðs með þessu snyrti-
lega erindi:
Hans er sál af klámi kýld,
kroppurinn sem á gandi,
alinn upp á sjávarsíld
soðinni í hlandi.“
Rétt á eftir er það tekið fram til
frekari áréttingar, að maðurinn, sem
hér sé átt við, sé nefndur B. L. Bald-
vinsson, en að faðerni hans sé mjög
vafasamt, og að síldin, sem hann
hafi verið alinn upp á, hafi verið soð-
in í stæku hlandi!
Vér hyggjum ekki þörf á að skýra
nákvæmar frá þessari ritgjörð. Hún
er öll nokkuð svipuð upphafinu.
Þann veg er þá háttað umræðun-
um í helztu blöðum Vestur-íslend-
inga, sérstaklega þeim blöðum, sem
standa kirkjufélaginu næst. Og svo
þykir prestinum þar von, að menn
vilji forðast „frækorn úlfúðar, sund-
urlyndis og mannhaturs,“ sem ber-
ist í blöðum og tímaritum héðan af
landi, þar sem menn séu þar vestra
orðnir svo miklu umburðarlyndari
og skoðanamunur valdi þar ekki hatri
og illeilum!
í gamalli bók, sem leiðtogar vestur-
ísl.kirkjufélagsins hafa miklar mætur á,
er til saga um mann, sem þakkaði
guði fyrir, að hann væri ekki eins
og aðrir menn og ekki eins og
þessi tollheimtumaður. Síra B. B.
J. hefir tekist ágætlega að rifja þá
sögu upp fyrir lesendum sinum.
En óneitanlega á nokkuð annan
veg en hann sennilega ætlast til.
Prestar og keimarar.
Tillögur frá presti
um
giigngerðar breyti ugar.
Niðurl.
Meðmæli höf. með aðalatriðinu í
tillögunum prentum vér hér á eftir
með einni örstuttri úrfelling.
„Að gera presta að kennurum og
kermara að prestum, það uggir mig,
að mörgum muni þykja skrítin eða
fáránleg eða fráleit hugmynd. En
þessi hugmynd heíir nú samt fæðst
og glæðst hjá mér og ýmsum fieir-
um einmitt útaf nú verandi og ein-
kanlega út af almentbolJalögðu skipu-
lagi kristindóms og alþýðumentamála
landsins. Og tilgangur þessararar
tillögu um, að sameina prests- og
alþýðukennarastaríið, er sá fyrst, að
endurreisa til fullrar nytsemdar og
viðurkenningar hina gömlu og grónu
stétt í þessu landi, prestastéttina, og
gjöra henni nú bæði skylt og ljúft
og fært að vinna sem allra mest og
bezt það starf, sem hún lengst af,
og allra stétta bezt hefir unnið hér
o: að kristilegri og borgaralegri
menuing og uppbygging alþýðunnar;
og í öðru lagi er tilgangurinn sá,
að spara þjóðinni heila fjölmenna
sérstaka stétt manna: alþýðukennara
stéttina, sem til þessa hetir verið,
og mun enn lengi vera, mjög ófull-
komin, og geysi dýr eftir afnotum,
og mundi kosta of fjár, ef hún ætti
að verða vel fullnægjandi til verulegr-
ar almennrar alþýðumentunar og