Fjallkonan - 01.02.1907, Page 1
Fjallkonan
Nýir kaupendur, sem
gefa sig fram fyrir lok
þessa mánaðar, fá 1 kaup-
bæti hina ágætu skáldsögu
,lefndina
282 blaðsíður.
Gefið yður fram sem fyrst
Bjálfsagt er það fyrir alla að koma í hina glæsilegu
þvi þar fáat allskonar nauðsynlegir og fagrir búshlutir og ýmislegt fleira, t. d.
Messingskatla Ijómandi fallega og alak. „Plet“ áhöld. Glastau fagurt og
fágætt, með öllum regnbogans iitum. Kertastjaka (Plet) ljómandi. Diska og bolla af
öllum tegundum. Matar- og kaífistell ýmiskonar. Bakkar allskonar. Brauðhníf-
ar og kjötvélar. Kafíimaskínur með 3 kveikjum. Speglar allskonar. Mynda-
styttur hv. misl. Allskonar galv. og emaileruð áhöld. Harmonikurnar óbilandi.
Tauvindur óviðjafnanlegar. Þvottastell og þvottagrindur allskonar. Taukörfur, sem
hvergi fást aðrar eins, og ótal margt fleira. — Þá má ekki gleyma hinu margbreytta
úrvali af lömpum falleguui og ódýrum.
í þossa doilci íor onginn snnöforö.
við ritstjórann eða af-
greiðsluna (Stýrimannast.
6.)
Bróðurkyeðjur.
Ekki er lengi að skipast vcður
í lofti.
í vor sem leið bar landsynningur-
inn oss hverja bróðurhveðjuna á fæt-
ur annari frá Dönum. Var þá mælt
til vináttu og litli bróðir beðinn að
koma og fá sér bita og sopa. Hann
þebtist boðið og var tekið mætavel.
Að skilnaði var hann leiddar úr garði
með gjöfum og fagurmælum og lof-
orðum um. að gera Islendinga ánœgða.
Þá var vor og vindurinn hlýr og
hver farfugl bar þá vináttulaufblað í
í munninum.
En nú er vetur og blæs allkalt úr
landsuðrinu og heldur eru nú vin-
áttulaufin farin að verða litverp.
NoJckur blöð af vináttuviðinum
bárust hingað með Valnum. Þau eru
all-eftirtektaverð. Þar er minst á
ríkisráðið, fánann, þegnréttinn og
veiðiréttinn.
1. Hvað viðvíkur ríkisráðssetunni,
eru þau reiðust við Lögréttumenn,
af því að þeir hafa sagt, að þar um
ætti Alþingi eitt atkvæði. Það þykir
dönsku blöðunum óhæfa, Og kemur
þar fram, það sem auðvitað var, að
Danir halda því fram, að þeir eigi
atkvæði um það mál og lita svo á,
að samþykki Alþingis 1903 hafi verið
viðurkenning á þeim skilningi. En
hitt er óskiljanlegt, að þau eru eigi
jafnreið ávarpsmönnum, sem vilja þó
gera það að skilyrði fyrir samningi
við Dani, að þeir hætti öllu tilkalli
til slíks atkvæðis.
„Politiken“ segir það skyldu dönsku
stjórnarinnar, að hafa nú gætur á
oss, því að hún beri ábyrgð á, hvernig
hagað sé málum vorum, fyrir sakir
undirsfriftarinnar undir skipun ís-
landsráðherrans. — Sýnist mönnum
ekki opnast hér vegur til þess að
koma óþægilegu innihaldi inn í rík-
isráðsetuna, sem menn kölluðu ein-
tömt form 1903? Er það allmikið
»ly», »em oss varð þá. En svo er
nú komið sem komið er, og er nú sá
einn kostur fyrir höndum að allir
verði nú samtaka og reyni að rjúfa
þetta haft. Því að nú má öllum
vera augljós sá vilji Dana að herða
það. Full sönnun þess er í dönsku
blaðadrífunni.
2. Fáninn d ekki upp á pallborðið
hjá þeim. Á fánakröfunni sjá þeir
að vér gerum oss eigi ánægða með
minna en að þeir viðurkenni að vér
séum jafnrétthá þjóð sem Danir. Eu
þá sýnir það sig, hvernig þeir hafa
hugsað sér að gera oss ánœgða: að
kenna oss að vera ánægðir með það,
sem vér höfum, en þeir ráði þó sjálfír
skilningi á öllum ákvæðum. „Þegiðu
nú, þúsund ára barnungi; þú fær
ekki meira. Sá hefir nóg, sér nægja
lætur.“ — Margt segja blöðin skringi-
legt hér um. Eitt er það, að sú fregn
fljúgi hér um landið eins og eldur í
sinu, að konungur hafi lofað oss sér-
stökum tána. En í sambandi við það
þykir þeim mjög ískyggilegt að ís-
lendingar ætla að taka vel á móti
konunginum. Því að svo getur farið,
hugsa þau, að þeir geri hann sér
vinveittan. Væri slíkt allilt af því,
að þeir þykist vera þegnar konungs.
En hugsun blaðanna er að vér séum
þegnar Dana, en þeir svo þegnar
konungs.
3. Ekki verður þeim betur við,
er þeir heyra að vér viljum ekki hafa
danskan þegnrétt í voru eigin landi,
né heldur að aðrar þjóðir, sem lúta
Danakonungi, hafi að sjálfsögðu þegn-
rétt hér.
4. En sú hlið þessa máls er þeim
þó viðkvæmust, sem veit að veiðirétt-
inum. Það er þeim óskiljanlegt, að
vér gerumst svo djarfir að eigna oss
landhelgina við eigin strendur. Hitt
eru þau fús á, að hvetja Dani til
hjálpar við oss til þess að vinna á
þorskkindinni og fækka slíkum óarga-
dýrum við strendur vorar. Er svo
að sjá sem þau haldi að vér verðum
því saddari sem meira er veitt af
þorskinum hér við Jand, þótt vér fá-
um þar Qkkert af. Og sjálfsagt munu
þau telja oss gróða í því, að fiskur-
inn fari heldur í danskan maga en
franskan eða enskan eða norskan.
— En þar sem þeir tala um að sú
krafa væri hörð, að þeir verði land-
helgi vora fyrir sjálfum »ér, þá er
þar til að svara, að slíka kröfu viljum
vér eigi gera og höfum eigi farið
fram á slíkt.
Sannfæringin um það, að Danir eigi
landhelgi vora er svo rík, að Færey-
ingar þykjast líka eiga hana.
Meira blöð í kúnni.
Þetta ber alt vott um að danskir
blaðamenn vilja ólmir halda þeim
tökum, sem þeir hafa á íslandi, þess-
ari þurtottuðu mjólkurkú, sem er nú
farinn að stálma á ný. En þó er
þetta ekki meira en bunnugir menn
gátu búist við. En hér er meira
blóð í kúnni.
Þau barma sér sáran yfir því
Danaliatri (!!), sem lýsi sér í því, að
íslendingar taki kaupafólk og hafn-
gerðarmann frá Noregi. En verst
þykir þeirn þó, að talað hefir verið
um að koma á skipaferðum milli
Hamborgar og Eeykjavíkur. Er margt
spaugilegt, sem þau segja um það
mál: Þeim þykir ósvinna að Hannes
Hafstein leyfi þvi blaði að rita slíkt,
sem er honum fyljandi. Er því auð-
séð að þeir heimta af vorum eigin
ráðgjafa að hann sé umboðsmaður
danskra kaupmanna og sjái um að
Hamborg dragi ekki verzlun úr hönd-
um keppinaut gínum, Kanpmannahöfn.
Þó að þetta sé íslenskri verzlun stór-
hagur, þá má hann ekki sinna því.
Hitt er landstjön (auðv. danskt). —
Hitt er nærri því eins spaugilegt, er
þau komast að þeirri niðurstöðn, að
öll þessi DjöðverjavináttafX) stafi af
því, að þýski erindrekinn, D. Thom-
sen, eigi hluti í „Reykjavíkinni".
Yerzlunarfrelsi á íslandi er rúm-
lega fimtugt. Dönsku blöðin vilja ef
til vill lyfja því elli.
Holger Wiehe
meistari, er ungur maður og fróður í
íslenzku máli og um íslenzk mál, og
ritar með stillingu og velvild um mál
vor, og hendir gaman að því allra
versta, sem talið var. — Hann er
sá langbezti allra Dana, er rita nú
um mál vor, en þó finst honnm það
óhugsandi að ísland geti staðið á eigin
fótum. Er honum það vorkunnarmál,
er íslendingar gerast sjálfir til að
æpa það í eyru útlendinga, er vantrú
þeirra á þroska íslands leggur þeim
illu heilli í munn. Gætu þeir þó látið
sér nægja að flytja slíkar kenningar
bér heima á meðan þeira helztslíkt
Bókaverzlun
Guöm Gamalíelssonar.
Jónas Helgason: Kirkjusöngsbók,
önnur útgáfa, aukin og endurbætt
af Sigfiisi tónskáldi Einarssyni. Bók-
in kostar í gyltu skinnbandi 7 kr.
Þeir, sem vilja eignast bók þessa,
geta sent bókaverzluninni 7 kr. póst-
ávísun fá þeir þá bókina senda með
næsta pósti sér að kostnaðarlausu.
»* æ . K
jfnga |sland
w
* myndablað handa börnum og ungliugum *
á þetta auglýsingarúm.
Gjörið svo vel að veita því
athygli.
uppi. — En H. W. fer eins og
þeim að hann greinir ekki- frá því,
hvaðan vér höfum styrk nú, sem vér
gætum eigi fengið eins góðan eða betri,
ef vér yrðum sjálfstæð þjóð.
Gulur og grœnn.
Holger Wiehe ber af öðrum að
stillingu og þekkingu, jen Georg
Brandes ber jafnmikið af öðrum að
vanstillingu og vanþekkingu. — Hann
líkir oss við Amagerbúa og reynir
að gera háð að oss. En grein hans
er jafnólík fyndni, sem Knippelssbrú
er ólík Atlantshafinu. Til dæmis má
nefna það, að hann lætur Amagerbúa
heimta gulrófu í grænum feldi fyrir
fána. Þetta á að vera til svívirðingar
við fána vorn íslendinga, en sýnir
það eitt, að G. B. er, eftir dönskum
talshætti, svo gulur og grænn af reiði,
að Amagerkonum þætti hann vera
lifandi ímynd gulgræna fánans. Yæri
hann fullsæmdur af þeim heiðri fyrir
greinar sínar.
Góðir íslendingar. Eruð þér eigi
svo veðurglöggir, að þér sjáið að enn
er sama blikan í lofti sem á dögum
Einars Þveræings? Þeir Grettir,
Þorgeir Hávarson og Þormóður Kol-
brúnarskáld stiltu ofsa sínum í hóf
meðan þeir réru til lands, og þóttu
þeir þó engir skapdeildarmenn.
Yæri nú vel fallið að fylgja þeirra
dæmi. Mundi það og verða bezta
svarið upp á þessar bróðurkveðjur
frænda vorra.
Bjarni Jónsson frá Vogi.