Fjallkonan - 01.02.1907, Side 4
20
FJALLKONAN
Listin að lengja lífið.
Tveir franskir lœknar fullyrða
að þeir hafi fundið ráð til að
hindra að kalk setjist á œðavegg-
ina.
Hið fræga franska blað „Le Matin“
fullyrðir að 2 franskir læknar hafi
fundið meðal, sem læknar Arterio-
Sklerose eða kalkmyndum í slagæð-
unum. Þeir eru hinn nafnfrægi vís-
indamaður porf. Arsonval, sem er
félagi hins franska vísindafélags og
Dr. Moutier.
Arterio-Sklerose er mjög algengur
sjúkdómur, sem getur gripið menn á
ungum aldri og mjög hrausta og
orðið þeim að bráðum bana; en nær
allir menn fá hann er þeir taka að
eldast. Blaðið staðhæfir að þegar
þessum sjúkdóm sé rutt úr vegi,
verði varla nokkur innvortis veiki er
geti stytt mönnum aldur og því haldi
menn áfram að lifa, lengi, lengi. . .
Meðalið er rafurmagn.
Prof. Arsonval hefir gert rafvél
með mjög hörðum straum skiptum.
Það er alkunna að rafstraumar,
sem eru annars nógu sterkir til að
drepa menn, gera ' ekkert mein ef
þeir skiftast á nógu hratt. Vélar
próf. Arsonval mynda 300000 og
500000 sveiflur á sekundu og enda
miklu meira.
Dr, Moutier reyndi þessa strauma
fyrst á kanínum og marsvínum og
síðan á ^mönnum, og sýndu þeir
þegar hinar stórkostlegustu verkanir,
svo að sjúklingarnir urðu samstundis
heilir heilsu og það án þess að kenna
nokkuð til sársauka af völdum raf-
magnins.
Höfðingrleg- g-jöf.
Álasundsbúar í Noregi sendu um
nýárið Oddeyrarbúum þeim er urðu
fyrir eldsvoðanum, tvö hús að gjöf.
Húsin var ákveðið að senda í fyrra
mánuði með s/a Prospero, en þegar
til kom hafði það ekki rúm fyrir
þau og drógst þá sendingin lengur
en til stóð og féll Álasundsbúum
það mjög illa.
Stærra húsið er einlyft 50 álna
langt og 15 álna breytt, og að nokkru
hólfað sundur. Minna húsið er tví-
lyft 12 al. á lengd og 9 á breidd;
það er bjálkahús og klætt að utan.
Húsunum fylgja eldavélar og ofn-
ar múrsteinn, gler og naglar. Enn-
fremur fylgir mikið af ábreiðum
(500) dýnum, koddum, blikkáhöldum,
diskum, bollapörum o. fl.
Samkvæmt símskeyti til Fjallk.
er stóð í síðasta blaði, hefir risið á-
greiningur nokkur milli bæjarstjórn-
ar Akureyrar og þeirra er brann
hjá, útaf húsum þessum.
En söm er gjöfin frá hendi Ála-
sundsbúa vina vorra og frænda á
gamla ættlandinu.
Guðmundar Hjaltason
kennari, hefir nú um tíma ferðast
í Noregi og heldur þar fyrirlestra.
Hann er góður drengur og mikill
dugnaðarmaður og má hann verða
oss til gagns og sóma í Noregi.
Frá 8.—17. þ. m. ráðgerði hann að
halda 10 fyrirlestra víðsvegar á
Sunnmæri,
Sigurður bdksali Kristjánsson
hefir 15. þ. m. verið sæmdur riddara-
krossi Dannebrogsmanna.
Ritsímaskeyti.
til Fjallkonunnar.
frá Ritzau Bureau.
Khöfn 24. jan. ’07 kl. 660 síð.
Afráðið er að gufuskipið Birma
fari með konung til íslands, er það
kemur heim úr Austurheimsferðum.
Það verður búið loftritunartólum.
Búist er við að prinsarnir Valdemar
og Haraldur verði í fylgd með kon-
ungi.
Veðrátta.
Loftvog hefir þessa dagana komist
hærra en dæmi eru til áður í Dan-
mörk, Svíþjóð og um miðbik Norð-
urálfunnar. Það voru 800 milli-
metrar.
9 menn hafa helfrosið í París.
Um alla Norðurálfu hefir verið
óvenju hörð vetrarveðrátta, hina
síðustu daga.
Khöfn. 29. jan. ’07 kl. 615 síðd.
Þingrof.
Blöðin „Vort Land“ og „Köben-
havn“ ræða um nauðsyn á þingrofi hér
á landi, áður næsta alþing kemur
saman.
Konungskoman.
Talað er um að taka úr sjóliðinu
skpishöfn alla á „Birma“ (skipið, sem
konungur kemur á í sumar) og verð-
ur yfirhöfuðsmaður Garde yfirmaður,
en honum næstur Kjær höfuðsmaður.
Ríkisdagur Þjóðverja.
í byrjun kosninga til þýzka þings-
ins hafa jafnaðarmenn mist 19 sæti
að mestu til frjálslynda flokksins.
Námuslys.
í Saarbriicken (í Rínarlöndum) varð
námuslys, þar sem fórust yfir 100
manns.
Samsöng’
hélt Sigfús tónskáld Einarsson með
flokk sínum í Bárubúð sunnudags-
kvöldið 27. þ. m. — Þar voru með-
al annars sungin þrjú íslenzk lög ný-
samin. Þau voru „Sumarnótt“ eftir
Árna Thorsteinsson en „Lofsöngur1'
og „Ei finst nein af fríðleiksdætrum“,
eftir Sigfús Einarsson. Mikið þótti
til þessara íslenzku laga koma og allur
var samsöngurinn hin bezta skemt-
un, enda endurtekin næsta sunnndag.
Málmur.
Rostgaard vélastjóri fór utan í
haust að nokkru að tilhlutun félags-
ins Málmur til að útvega því bora
til gullborunar. Nú er hann kominn
heim aftur, en ekki borarnir. Talið
er þó að borarnir muni koma með
Ceres í næsta rnánuði. Það gengur
æði silalega með framkvæmdir þessa
félags, en þetta mun hafa sínar or-
sakir, sem annað, þó að þær séu of
lítið kunnar félagsmönnum.
Sameiuaða gufuskipafélagið.
Vesta kom frá útl. 24. þ. m. og
með henni Magnús Sigurðsson, lög-
fræðingur, V. Claesen, landsjóðsgjald-
keri, jungfrú Guðrún Indriðadóttir,
leikmær, Rostgaard, vélastjóri, Bert-
elsen, verkstjóri í Iðunni og Jessen,
vélastjóri frá ísafirði með frú sinni.
Laura kom frá útlöndum 25. þ. m.
og með henni Páll Stefánsson verzl-
unarerindreki og sýslumannsfrú Val-
gerður Benediktsson.
Síraafréttir af norðurlandi.
Akureyri 31. jan. ’07 kl. 1,40 síðd.
ísfréttir.
ísinn hefir sést úr. Svarfaðardal
allmikill hroði úti í Eyjafjarðarmynni.
Á Skagafírði nokkur ís alt inn að
Sauðárkrók.
Frost töluverð undanfarna daga,
en í dag er sunnanvindur og þýða.
Ný fríinerki
er búist við að vér fáum jafnóð-
um og þau þrjóta, er nú gilda.
Það verður gaman að sjá hvern-
ig stjórnarráðinu þóknast að hafa
gerð þeirra, en búast má við að breyt-
ingin verði ekki svo mjög í þjóðlegri
stefnu.
Hin núgildandi frímerki eru, sem
kunnugt er, með mynd Kristjáns 9.
og stendur undir myndinni „Chr. IX.
R. D.“ þetta R. D. sagði fyndinn
maður að þýddi riddari af Danne-
brog, en það mun þó fremur þýða
konungur Dana, og hefir Alberti vor
þóttst komaár sinni þarna vel fyrir borð
er þetta sýndi útlendingum að vér
værum Danir.
Þegar aðrar þjóðir breyta frímerkj-
um, þá er listamönnum boðið að
keppa um að semja gjörð þeirra og
eru þau valinn, er fegurst þykja og
bezt einkenna þjóðina. Ef að vér
ættum áhugasama stjórn myndi hún
gera slíkt hið sama.
Préf.
Fyrri hluta embættisprófs við lækna-
skólann hafa nýlega tekið:
Guðm. Þorsteinsson, Hinrik Er-
lendsson, ÓJafur Þorsteinsson og Sig-
valdi Stefánsson.
Síðari hluta prófsins tóku:
Halldór StefánssonogSigurmundur
Sigurðsson báðir með H. betri einkunn.
Jón sagnfræðingur Jónsson
hélt fyrirlestur um Eggert Ólafsson
miðvikudaginn 23. þ. m. í Bárubúð.
Var það gert fyrir „Ungmennafélag
Reykjavíkur.“ Fyrirlesturinn var á-
heyrilega fluttur og einkar frólegur
eins og vænta mátti. Verður hann
væntanlega prentaður mjög bráðlega,
svo að þeir geti einnig notið hans
er ekki gátu hlýtt á hann.
Björgun.
Skipshöfnin af skipinu „Imperial-
ist“, er sökk á Breiðafirði, og getið
var um í síðasta blaði, hefir bjargast.
Von á henni úr Stykkishólmi með
Lauru.
OTTO M0NSTED’
danska smjorlíki
er bezt.
t£
Brauns verzlun Hamborg’
Vetrarjakkar af öllum stærðum og verði frá kr. 7,00
Skjólliúfur og enzkar húfur ný teknar upp.
Nærfötin hlýju og margeftirspurðu.
Erfiðisjakkar, mjög margar tegundir og afar ódýrir.
Erfiðisbuxur, sterkar og ódýrar.
Brauns verzlun Ham.borg’
Aöalstrætl 9 Telefón 41.
Laust prestakall.
Hvammur í Laxárdal í Skagafjarð-
ar prófastsdæmi (Hvamms og Ketu-
sóknir). Metið kr. 937,17. — Jarð-
abótalán 600 kr. endurborgast með
jöfnum afborgunum á 15 árum.
Veitist frá fardögum 1906. Auglýst
22. janúar. Umsóknarfrestur til 8.
marz 1907.
Alfa
sinjðrlíki
er ágættaðbaka
og steikja úr.
Reynið og dæniið!
Gj„nrj->rrl er Ódýrasta og frjálslyndasta
UÍldlllidill llfsábyrgðarfélagið. Pað tek-
ur allskouar tryggingar, alm. lifsábyrgðar
ellistyrk, fjárábyrgð, barnatryggingar o. fl.
Umboðsm. Pétur Zéphénía«»oii.
ritstjóri Bergstaöastrœti 3-
Samkomuhúsið Betel
Sunnudaga: KI. 6*/a e. h. Fyrirlestur.
Miðvikudaga: Kl. 81/4 e. h. Bíblíusamtal.
Laugardaga: Kl, 11 f. h. Bænasamkoma
og bíbliulestur.
í Timbur- og Kolaverzluninni
Reykjavik
eru alt af nægar birgðir af t i m b r i
og góðum ofnkolum.
Björn Guðmundsson,
Félagsprentsmi&Jan — 1906