Fjallkonan


Fjallkonan - 01.02.1907, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 01.02.1907, Blaðsíða 2
FJALLKONAN 18 FJALLKONAN kemur út hvern t'ösl udug og oftar. Alls 70 blöð um árið. Verð árgangsins 4 kr. (erlendis 5 kr. eða V/a dollar), horgist fyr- ir 1. júli (erlendis fyrirfram). Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október, enda hafi kaupandi þá horgað blaðið. Bitstjóri Einar tJutiuarsson, Templara- sund 3. (Talsími lbO). Heima kl. 2—3. Afgreiðslan er á Stýrimannastig 6. (Tal- sími 117.) Fjallkonan er útbreiddasta blað og þvi best að auglýsa i henni. Gjörið svo vel að senda auglýsingar yðar í Félagsprent- smiðjuna (Talsími 133) á hádegi daginn fyrir útkomu blaðsins. Pólitísk dýr. II. Hérar. Fá dýr eiga sér fleiri óvini en hérarnir. Menn, hundar, úlfar, gaupur, merðir, refir, kettir, ernir, haukar, uglur, hrafnar ofsækja' þá á allar lundir. Og samt lifa þeir. Og ætt þeirra verður langlíf í land- inu. Ekki er það aflinu að þakka. Hérar eru smávaxnir og afllitlir. Ekki vígtönnum né öðrum vopnum. Þeir hafa hvorugt, Ekki samtökum né félagsskap. Slíkt er óþekt með þeim. Ekki fastheldni við réttindi sín né skarplegum lögskýringum. Þeir hugsa ekki um neitt þess háttar. Ekki slungnum erindrekum meðal annara dýraþjóða. Þeir eiga enga. Ekki vináttu við konunga eður keis- ara. Hérar koma aldrei ósteiktir í veizlur þeirra. Ekki verzlun né iðnaði. Hérar vinna hvorki né spinna, • og verzlunarvöru eiga þeir enga nema skinn sín og kjöt, en mega hvorugt missa. — Hérareru nagdýr, oglifa á jurtafæðu, káli, rófum, viðar- berki og öðru snarli. Þegar hart er i ári verða þeir oft að bíta lítinn kost. Og þó eru þeir pólitísk dýr og mættu vel verða fyrirmynd vor og annara smáþjóða. Því sókn og vörn eru óþektar hugmyndir í póli- tik þeirra, en þeir skifta litum með árstíðum og þeir kunna að flýja. Löngum eyrum, hérahjarta og fráum fótum eiga þeir lif sitt að launa. Eyrun eru afarlöng og næm fyrir hverju pólitísku þruski, hjai'tað er viðkæmt, svo að frægt er, og frá- leikurinn frábær í undanhaldi. Stingum nú hendinni í eiginn barm Skyldum vér ekki geta lært af hér- unum? Hvað er það sem nú ætlar að koma ringulreið á samninga stjórnar vorrar við Dani? Það er fyrst og fremst ofstutt eyru. Vér þurfum að heyrahvert andartak Dana. Vér þurfum að heyra hvert pólitískt fótatak Albjarts og Sir Jens forsæt- isráðherra. Og vér verðum að Iieyra hvað Brandes segir um uppreistar- hug Amagerbúa. En hvað stoðar það, ef það væru aðeins eyrun sem lengdust? Hvað stoðar oss að heyra ógnunarorð Dana, ef hjartað hreyfist ekki, og vér kunnum ekki undan- haldið? Veit eg að vísu að sumir hérar kunna það bragð að reka aðra héra úr bælum þeirra og leggjast í þau sjálfir — en láta óvinina elta hina. Slíkt getur bjargað einstakl- ingnum, en ekki þjóðinni í heild sinni. Og hvað stoða oss löng eyru og hérahjarta, ef fæturna vantar fráleik til flóttans? Látum oss því alla biðja: Herra! Gef þú oss löng eyru, hérahjarta og fráa fætur. Amen! TJnnar-Steinn. ísland sinánað, Georg Brandes var ýmsurn Islend- ingum áður að góðu kunnur og hafði oft talað h ýlega í garð íslendinga. Voru menn bonum þakklátir og gáfu honum, þegar það heiðursnafn, sem er einna auðfengnast, „íslandavinur“. Á þeirri nafnbót sannast það oft um oss, að litlu verður Vöggur feginn. En G. B. er frægur maður og þykist vera meiri en að manulegum hætti og sannkallað „ofurménni41. Hann hafði litið svo á, að heiður sinn mundi vagsa efhann tæki þessa smá- þjóð undir úlpulatið sitt og hlúði eitt- hvað að henni. En svo kemst hann á snoðir um það, að hún vilji í al vöru vera sjálfstæð þjóð. Þáverður hann afarreiður og man nú eftir því, að „ofurmennin11 mega troða þjóðirn- ar fótum, ef þeim verður þá hægra að beina fluginn upp í hæðirnar. Hann hugsar nú með sér að refsa þessum þjóðarormi og vinua sjáifum sér frægð. Háð og hermdaryrði þótti honum til- tækilegust, en hann var lengi í vafa um hor; steininn undir þetta nýja snildarverk sitt. Spurningin gekk um alt höfuð hans og leitaði svars. Loks fann hún í kálgarði þessa mikla anda, það sein hún leitaði að: Atnagermor, giv mig Guleroer. Þá sá hann alt í einu, hvernig lístaverkið átti að vera. Og nú byrjaði hann: Amager er litið annað en hluti af Kaupmannahöfn. Þess vegna þóttist G. B. tinna þarna heppilega samlík- ingu, er segði nákvæmlega, hvað hann og aðrir stórdanir vilja gera úr ís- landi. Samanburðurinn er þá þessi: Arnager — ísland. Hann skrifar: Hngumstórir ísl. hafa boðið Dönum birginn með brauki og bramli. Þeim þykir Danir engan rétt eiga til þess að veiða í ísl. land- holgi. Þeir neita að Danir séu fædd- ir til þegnréttar á íslandi. Þótt nú- tíðin ráði þeim til hófs, þá minnast þeir fornrar frægðar. Þótt mannfæðin minni þá á að fara varlega, þá hugga þeir sig við stærð landsins. En þótt Amagerbúar hafi þolað alt hingað til, þá ætla þeir nú að segja „hinum Dönunum (maður ætti ef til vill að segja aðeins: Dönum)“ allan hug sinn. í þessum vinsemdarorðum gyðings- ins felst að íslendingar eigi ekki heimting á meira sjálfstæði en hluti úr Kaupmannahöfn; að þaðséósvinna af þeim að vilja sjálíir eiga lands- nytjar af íslandi, að þeir haíi engan rétt, af því þeir séu fáir og að þeir eigi að telja sig danska (megi ekki tala við Dani heldur hina Danind). Næsti samanburðarliður er: Knippelsbrú — Atlantshaíið. — Þar með lýsir G. B. þeirri skoðun Dana að ísland sé þeim eins náið og Amager. Yeizlumatarbrúin eins góð og Knippelsbrú. Þriðji liður: Ætterni Amagerbúa — ætterni íslendinga. — 1516 voru fluttir nokkrir bændur þangað frá Hollandi. Hafa þeir auð- vitað aldrei verið nema örlítill hluti íbúa á þessum útskækli Sjálands. Býst G. B. því við að menn muni hlæja að þjóðernis og frelsiskröfum þeirra ef þeir gerðu þær. Hann helir svo þetta til að gera frelsiskröfur vorar að athlægi. Allir sjá, hvað þessu svipar til landnáms forfeðra vorra — og um leið hver ambaga þessi fyndnistilraun er. Fjórði liður: Kristjánshöfn — Reykjavík. Kristjánshöfn (hluti af Khöfn) er sfærri. Hvaða rétt ætli Rvík hafl þá? Auk þess má vel hýsa konung og hirð hans á Amager, en á íslandi verður að byggja hjall til þess. — Ný sönnun fyrir réttleysi voru. Á þessum lið nær G. B. sér niðri, því að Khöfn flytur úr salernum sínum út á Amager. Hans fyndni andi sveimar lengi á þeim stöðvum og yfir- skyggir þær með vængjablaki anda- giftar sinnar. Og það var einmitt yfir þessum kafla, sem „Reykjavíkin" veltist um af hlátri. Og þá varð henni þetta að orði: „Mikið eigum við Brandesi að þakka!“ Fimti liðurinn er: Kálkerlingarnar skýlislausar — ísl. stúdentar búandi á Garði. — Það ættum vér að gera sem fyrst að biðja Dani að hirða námsstyrk þann, sem stúdentar vorir fá þar. Auðvitað er hann eigi annað en end- urborgun eða réttar sagt vextir af klaustrafjám vorum. Ea það vita Danir ekki og þykir hann vera gjöf og vér eiga að þegja af þakklæti. G. B. kemur einnig með þetta brígsl og er þeim mun heimskari en þeir heimsku, að hann fyrirverður sig ekki fyrir að setja þvaðrið í opinbert blað. En er vér afsölum oss þessum styrk, þágeturhann útvegað kálkerlingunum sínum hann. Mundu þær þá væntan- lega halda honum heiðurssamsæti og bera fyrir houum það merki, sem hann telur fegurst. Sjötti samanburðarliður: Amagertorg — landhelgin kringum ísland. — Þar með gefur hann oss bending um að vér eigum ekki meira með landhelgi vora en kálkerlingar eiga með ;torg í miðri Kaupmanna- höfn. Sjöundi liður: Amagermor, giv mig Gulerod — Eldgamla ísafold. — Þar sést góð viljinn og fyndnin. Áttundi liður: Fánasöngur Einars Bonediktssonar — leir um Amager eftir G. B. En því miður er hér ekki rúm fyrir þýð- ingu á þessum skáldskap ofurmennis- ius. Væri slíkt þó æskilegt fyrir þá sök, að þá mundu margir sjá, að ís- lenzk blöð eru eigi svo ámælisverð og léleg sem þeim þykir, ef þau eru borin saman við dönsk blöð. Því að ekkert þeirra mundi hafa léð G. B rúm fyrir svo ósvífinn þvætting um Dani eða neina aðra þjóð. Níundi liðurinn verður líklega lengi að minnum hafður. Þar sýnir G. B. að hann vill vera forgöngumaður Hann mun hafa getað hugsað sér að margir mundu verða til að sýna karl- mensku sína með því móti, að bekkj- ast til við fána fámennrar þjóðar. En hér var leikur á borði fyrir tals- mann lítilmagnanna G. B. Og hann varð sá fyrsti. Og hann gerði það svo götustrákslega, að hann má vera viss um að enginn af sporgöngumönn- um hans mun taka honum fram. Hann lauk meistaraverkinu í sam- ræmi við ræðuefnið sem nefnt var: „Amagermor, giv mig Gulerod“. Hann lætur gulrófuna og kálhöfuðið vera ljó ið í skottinu. Hólaborgarálfurinn gerði sig mjög mjúkan við Áslaugu Hólafifl. „Ofur- mennið“ Georg Brandes var og mjög stimamjúkur við íslenzku þjóðina. Þar um hefir Árni Garborg kveðið: „Og fölva þá réttir fram höndu hann, en hún frá eg stilling týni. En þegar nú kyssa vill mærin þann mann, er munnurinn rottutrýni.11 Frá Færeyjuin. Síðastliðið ár heflr verið óhagstætt fyrir Færeyinga á landbúnaði. Korn- uppskera brást mjög, sökum þess að vorið var kalt og haustið var vot- viðrasamt, en hún er ekki veruleg nema í nokkrum bygðarlögum. Einnig var lítil uppskera af jarð- eplum og gulrófum. en það hefir all- míkla þýðingu. Hey urðu allmikil að vöxtum, en hröktust í votviðrunum. Ærnar ganga úti alt árið á Fær- eyjum. Lambadauði varð mikill í vorfrostum og sömuleiðis fórst all- mikið af ám. Augnveiki í fé kom- upp á Austurey, sem er önnur stærsta eyjan, og fórst margt fé sökum henn- ar. Eyjarnar vantar dýralækni. Þilskipin og opnir bátar veiddu vel við eyjarnar, en veiði eyjar- skeggja við ísland var fremur rýr. Fiskifloti eyjanna er 120 þilskip með um 1400 háseta. Tvö fi kiskip reyndu veiði við Grænland og höfðu þau styrk til þess frá ríkinu, en veiðin brást að mestu. Á eyjunum eru 6 eða 7 hvalfang- arastöðvar og gerði varla að veiðin þar svaraði kostnaði. Fuglatekja var tæplega í meðal- lagi. Mest var hún að tiltölu á eyjunni Mikines, þar búa 40 fjöl- skyldur og veiddust þar 70,000 lundar. Yeðurfræði í hálofti. Mest af þekkingu manna á veður- lagi í hálofti heflr fengist með því að láta „flugdreka“ og flugbelgi fara í loft upp og festa þar við veður- rnæla. Hinn 29. nóvember 1905 var sendur upp flugdreki úr veðurfræði- stöðinni í Lindeberg. Komst hann 6430 metra upp (20487'fet). Við drekann voru fest veskfæri, ersegja sjálf til. Eftir þeim reyndist að í þessari hæð var 25 stiga kuldi, en niðri á jörð var 5 stigs. Vindhrað- inn þar nppi var 25 metrar (rúm 79 fet) á sekúndunni, en niðri á jörð var hann 8 metrar (rúm 25 fet) á sama tíma. Af drekafestinni voru gefnir út 14500 metrar (um 46200 fet). „Skrítna fólkið" var leikið laugardagskvöldið 26. þ. m. í Iðnó. Það gerðu nokkrir stúdentar og jungfrúr til ágóða fyrir veikan mann. Leikurinn er mjög skringilegur og hlóu áhorfendur dátt, enda var vel leikið og af sumum ágætlega. Húsið var svo troðfult að slíks eru fá dæmi. Til tals hefir komið að fá leikflokk þenna til að leika sama leik aftur til hagnaðar fyrir heilsuhælið.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.