Fjallkonan - 06.12.1907, Page 1
XXIV. árg.
Hafnarflrði. 6. deseinber 1907
Nr. 49
c?. c?. cTRorshinsson & @o.
nen
Með „CERES" er koinið iil Terzlunarinnar:
Cpli (amerísk.), *ffín6er, dlppdsínur o. fl.
„Með JESTU' konia:
cJóíatré og *3ólafrés$firaut, €Jclafierfi
og allar aðrar
i
JÓLAVÖRUR.
Virðingarfjlst.
S. cSorgmannr\
TTMiil iiinrmmnir— i ■■ .
dluglýsincjum
í Fjallkonuna
er veitt viðtaka í pventsmiðjnnni.
Handrit sendist í síðasta lagi á mið-
vikudagskvöldum íyrir kl. 7.
Ungmennafélögin.
m.
(Niðurlag).
Lögbundinn félagsskapur með æsku-
]ýð þjóðarinnar hefir til skaroms tíma
verið lítt tíðkaður hér á landi, þegar
bindindisfélagsskapurinn er undanskil-
inn. Þar er uin að kenna skorti á
góðum forgöngumönnum frekar en
hinu, að ungmenni landsins ha.fi verið
tregari tii fylgis, en vænta mætti,
þegar um slíkt er að ræða. Langt er
þó síðan, að vottað hefir fyrir til-
raunum í líka átt í ýmsum sveit.um;
en skammlífar hafa þær hreyfingar
víst orðið víðast hvar, enda enginn
alúð lögð við, að stefna þeim að einu
marki um land alt. En það er skil-
yrði þess, að nokkur veigur verði í
félagsstarfinu til frambúðar.
Víðtækur ungmennafélagsskapur
með ákveðnu markmiði og lögbundnu
fyrirkomulagi hefir komið í ]jós hér
á seinustu árum í tveimur myndum:
kristileg unglingafélög og Ungmenna-
félögin, sem svo eru nefnd.
Hvortveggja hreyfmgin er aðflutt
hingað eða sniðin eftir útlendi’i fyrir-
mynd, og er ekkert út á það að setja
Pann veg á að vera háttað viðkynn-
ingu vorri við aðrar þjóðir, að vér
nemum af þeim alt það, er betur má
fara og oss getur að gagni komið á
•ættjörðinni; en ekki að vér leggjumst
flatir fyrir áleitni þeirra eða hermum
það eftir, sem til ógagns er eða van-
*æmdar.
Nú mætti svo virðast, er fljótt er
á iitið, að það mundi valda tvískift-
ingi og verða til tjóns, að bæði þessi
félög rísa upp um sama leyti. Og
ýmsir spyrja á þá leið, hvort ekki
væri betra að snúa sér einhuga að
öðru þeirra, en láta hitt eiga sig. En
af skammsýní er slikt sprottið og lítilli
þekkingu.
fað mundi verða vísasti vegurinn
til þess að vekja sundrung og flokka-
drátt með æskulýðnum, ef farið væri
að metast um það, hvort félegið ætti
að lúta í lægra haldi.
Og það væri óþarfasta verkið, sem
vinna mætti þessu þjóðfélagi, að eggja
æskulýðinn til kappsfullrar baráttu
innbyrðis um annað eins og þetta.
Nóg er um flokkadrættina samt, þótt
því sé slept, og unglingunum ekki
sigað upp að þarflausu.
fví að þarflaust er það. Og skaðlegt
er það.
Vegna þess að þessi félög hafa hvort
sitt hlutverk að vinna, er þörf fyrir
þau bæði, alveg eins og þörf er fyrir
þjóðfélag og kirkjufélag til dæmis.
Kristilegt félag ungra manna (K.
F. U. M.) keppir að því marki, að
gera áhangendur sína áhugasama
kristna menn, svo sem nafníð
bendir á. En því fer þó fjarri, að
þar með sé útilokuð afskifti þess fé-
lagsskapar af öðrum efnum; því að
hver trúaður maður, sem skilur rétt
anda kristindómsins, telur það skyldu
sína, að styðja hvert gott mál til
sigurs.
En það er undir forgöngumönnun-
um komið, hvoit það verður gert.
Pað eru til þröngsýnir kristindóms-
vinir, sem amast við öilu öðru en
því, sem þeir telja trúarbrögðunum
einum koma við. Væri félagsskap-
urinn undir stjórn slíkra manna
verður staitsvið hans þiöngt og til
minni nota en æskilegt væri. En
enginn getur um það sagt, hvort svo
fer hér eða ekki.
Ungmennafélögin eiga fyrst og
fremst að vera þjóðlegur félags-
skapur, Peim er ekkert óviðkom-
andi, sem íslenzku þjóðinni má verða
til nytsemdar, þess vegna telja þau
sér skylt að styðja líka kristin-
dóminn, af því að hann er lífsafl,
sem glæðir alt það, sem bezt er í
mannseðlinu, þegar hann er rétt
skilinn og rétt boðaður.
Eitt atriðið í stefnuskrá ungmenna-
félaganna er það, að þau byggi starf
sitt á kiistilegum grundvelli. Pað
leiðir af því, að þau geta ekki amast
við kristilegu unglingafélögunum. En
hitt er annað mál, að ekki er því að
treysta, að ungmennafélögin vinni
stárf þeirra. svo vel sem þörf væri á
eða æskilegt þætti. Þess vegna fer
bezt á því að félögin starfl bæði.
Það þarf engum klofningi að valda.
Þeir ungmennafélagsmenn, sem áhuga
hafa á kristindómsmálum, en þykir
þeim of lítið sint í því félagi, geta
stofnað með sór kristilegan félagsskap
og verið þó jafngóðir liðsmenn i
ungmennafélaginu eftir sem áður.
Það, sem mest er um vert í þessu
máli er það, að trúlega só unnið, og
ekki vikið frá merki félaganna. Sma-
vægilegur skoðanamunur um einstök
atriði má aldrei glepja félagsmönnum
sýn. Æskulýður landsins þarf þess
með, að mentast og æfast í því, að
nota kraíta sína, andlega og líkam-
lega, í þarflr sjálfra sín og fóstur-
jarðarinnar; og þjóðfélagið þarf þess
með. Til þess er lögbundinn félags-
skapur með göfugu takmarki vel fall-
inn, sé haldið í réttu horfl.
Þess hafa gerst dæmi, að góður
félagsskapur heflr vilst á villigótur í
starfi sínu, og snúist til vanblessunar
fyrir þá, sem hlut áttu að máli.
Skemtanafýsn og alvöruskortur unga
fólksins hefir tiðum unnið mikið
tjón góðu máli. fað skyldu aflir vinir
ungmennafélagsskaparins reyna að
hefta, án þess þó að gjöra nokkra
tilraun til að kæfa niður sjálfsagða
og heilbrigða lífsgleði æskulýðsins.
Það er önnur villigatan og engu
betri.
Mannalát.
Frú Maren Lárusdóitir, sem and-
aðist 14. f. m. í Reykjavík var fædd
að Hofsósll. des. 1828 og var einka-
dóttir L.Thórarenssensýslum. og konu
hans, Eiinar Jakobsdóttur (Hafsteins).
Hún fluttist ung með foreldrum sínurn
að Enni og var þar hjá þeim unz
hún giftist, 14 júlí 1854, Jóhannesi
sýslumanni Guðmundssyni, sem um
það leyti varð sýslumaður í Stranda-
sýslu. Þar dvöldust þau 6 ár. fá
varð hann sýslumaður í Mýra- og
Hnappadalssýslu, og bjuggu þau þá
í HjarðarhoJti í Stafholtstungum. Jó-
hannes sýslumaður varð úti 11. marz
1869, og flutti þá frú Maren sál, sig
á föðurleifð sína, Enni, og bjó þar
10 ár en flutti sig þá til Reykjavíkur
og var þar, það sem eftir var æflnnar.
Með manni sínum eignaðist hún 10
börn og koinust 6 af þeim til full-
orðinsára: Anna, gift dr. Valtý Guð-
mundssyni (d. 1903); Katrín, ógift
heima hjá móður sinni; Lárus, að-
stoðarprestur í Sauðanesi (d. 1888);
Sigríður, gift séra Kjart.ani Helgasyni
í Hruna; Jóhannes sý»lumaður og
bæjarfógeti á Seyðisfirði, og Ellert tó-
viiinuvélastjóri í Ólafsdal.
Frú Maren var mikilhæf kona og
mjög vinsæl meðal allra, sem kyntust
henni, trygg í lund og staðföst, þrek-
mikilogeinbeitt,brjóstgöð og nærgætín.
Hún bar öll einkenni íslenzkrar ágæt-
iskonu.
Jarðarför hennar fór fram 29. f.
m. að viðstöddu miklu fjölmenni.
Árni Thorsteinssoii landfógeti, er
andaðist 29. f. m. (sbr. síðasta bl.),
var fæddur að Arnarstapa á Snæ-
fellsnesi 6. apríl ]828, og skorti því
freka fjóra mánuði á át'trætt. For-
eldrar hans voru Bjarni amtmaður
Thorsteinsson og kona hans, Fórunn
Hannesdóttir biskups Finnssonar. —
Hann tók stúdentspróf við Reykja-
víkur ]ærða skóla 1847 með II. eink.;
sigldi síðan tíl Kaupmannahafnar og
nam lög við háskólann þar. Tók
embættispróf 1854 sömuleiðis með
annari einkunn. Tveimur árum síðar
(1856) varð hann sýslumaður í Snæ-
fellsnessýslu, en 1861 landfógeti og
bæjarfógeti í Reykjavík.
Eftir að þau embætti voru aðskil-
in gegndi hann landfógetaembættinu
einu, unz það var afnumið 1904.
Meir en fjórðung aldar var hann kon-
ungkjörinn alþingismaður og um
langan tima forseti efri deildar.
Hann var frábærlega skyldurækinn
og reglusamur embættismaður, yflr-
lætislaus og vildi alt rétt gera. Hann
hafði mikinn áhuga á atvinnumálum
landsins, og ritaði ýmsar greinar um
landbúnað og flskiveiðar.
Árni var kvæntur frændsystur
sinui Sophiu Hannesdóttur kanþm.
Johnsen, og liflr hún hann; börn
þeirra eru: Árni Ijósmyndari og
söngskáld, Bjarni, Hannes cand. jur.
og bankastarfsmaður og Þórunn kona
Fr anz Siemsens f. sýslumánns. Ömiur
dóttir þeiira var frú Sigríður kona
Páls sýslumanns Einarssonar í Hafn-
arfirði, dáin 1905.