Fjallkonan - 06.12.1907, Blaðsíða 2
192
FJALLKONAN
Einar Hjörleifsson
skáld
htfir ferðast um bygðir Vestur-
íslendinga i sumar og haust, og er
mi nýkominn heim úr þeirri ferð.
Hann hefir haldið þar fyrirlestra á
mðrgum stöðura og iesið upp kafla
úr nýjustu skáldsögu sinni, sem heitir
Ofurefli. Yesturheimsblöðin ís-
lenzku láta mikið af því, hve góður
rómur hafl verið gerður að máli hans
hvarvetna. Fyiirlestrarnir hafa verið
um sjálfstæðisbaráttu íslend-
inga og andlegar frelsishreyf-
ingar á íslandi.
Á margan hátt hafa landar vorir
vestra sýnt hr. E. H. sóma og viður-
kenningu á þessu ferðalagi. Stjórnar-
nefnd Lögbergs hélt honum samsæti
28. okt., mjög veglegt og myndarlegt
í alla staði. Það samsæti sátu 60
manns. Kveðjusamsæti fjölment var
honum haldið í Winnipeg 1. f. m.
skömmu áður en hann lagði af stað
heim, og flutt þar kvæði og einkar
hlýlegt ávarp, og ] 000 kr. ávísun að
að gjöf frá mörgum Winnipeg-íslend-
ingum. í ávarpinu er meðal annars
komist svo að orði.
Þér hafið ofið saman hugi Austur-
og Yestur-íslendinga, kent þeim að
skilja hver annan og verða hugfang-
nir hver í annars örlögum og störfum.
Þetta fáum vér aldrei fullþakkað.
Pér hafið heimsótt 03S aftur og
eruð að kveðja. Yér hlýddum er-
indi yðar um sjálfstæðisbaráttu ís-
lands — og varð heitt um hjarta.
Vér hugsuðum með yður um and-
legt frelsi — og ættum betur að
kunna að ineta og geyma þann
fjársjóð en áður. Vér heyrðum
skáld3öguna yðar gullfögru: Ofurefli,
og skildum, að það er kærleikurinn
einn, sem leysir þjóð vora úr fjötr-
nm og læknar sárin. Þér sýnduð
oss inn í framtíðarlönd frelsis og
menningar, er þjóð vor á enn ónum-
in. Yér vonum, að þar verði land-
námsmenn margir og yður hepnist
að útvega sem flesta.
Til þess hverfið þér nú aftur aust-
ur um haf.
Það er meiri myndarbragur á
framkomu Vestur-íslendinga gagnvart
hr. E. H. heldur en meðferðinni, sem
hann íær hér heima. Þeir telja ekki
á sig að launa hann til þess að
koma til sín um langan veg, til þess
að fá að heyra fyrirlestra hans, og
gefa honum stórgjafir í tilbót. En
íslendingar hér heima virða ekki rit,-
verk hans þess, að þeir tími að
greiða honum lítilfjörlegan lífeyri, til
þess að hann geti gefið sig við því
starfinu sem honum lætur bezt og
þjóðinni er svo mikil þörf á að
unnið verði. Þeir láta sér sæma að
kasta í hann í eitt skifti fjárhæð, er
nemur ekki helmirig af lægstu sýslu-
mannslaunum á landinu. Og ■ hve-
nær kemur sá tími, að sveitir þessa
lands keppist um að fá hann til sín,
til þess að heyra hann lesa upp rit-
verk sín?
Pað væri lítill sómi kynslóðinni,
sem nú er uppi, ef niðjar vorir geta
sagt það með sönr)U> aö snjallasti
rithöfundurinn, sem vér eigum, hafi
orðið að búa við svo þröngan kost,
að þjóðin íékk eigi notið hæfileika
hans. Því að þjóðin er það, sem
nýtur verka hans — ekki þessi kyn-
slóð ein, sem lifir samtímis honum,
heldur allar óbornar kynslóðir, méð-
an íslenzk tunga er töluð.
Erlendar ritsímafréttir
til Fj&llkonunnar frá K. B.
Kh. 3. de«.
Hafstein ráðherpa
hefir frestað heimför sinni til 6. des.
Gufuskipaferðirnar.
Hafstein ráðherra hefir endurnýjað
samninga við Sameinaða gufuskipafé-
lagið (um íslandsferðirnar), ]>ó með
nýju fyrirkomulagi á strandferðunum
og fieiri viðbótum.
Loftfar siitnar upp.
Franska loftfarið „Patrie“ sleit sig
upp á laugardaginn var, leið í loft
upp og sást síðast yfir írlandsströnd-
um og stefndi þá til norðvesturs.
Slys.
Námuslys varð í Pensylvaníu, 60
inniluktir og kœfðir.
Frá Hafnfírðingum.
Eftir mislingana hefir smám-
saman færst meira lif í bæjarbúa. Fé-
lögin hafa smámsaman vaknað til
starfa og láta nú til sín taka. Nú
búa sig allir sem kappsamlegast undir
jólin, einstakir menn og félög. Þá
Koma þau vafalaust fram á sjónar-
sviðið, sum að minsta kosti, og
hlakka allir til að sjá þá jólasveina.
Yeðráttan hefir verið stilt þessa
viku, stormalítið, og lítill snjór í bygð;
sjaldan frost að mun.
Barnastúka (I. 0. G. T.) var
stofnuð hér síðastl. sunnudag. Það
gerði stórgæzlumaður ungtemplara,
Jón Árnason prentari í Reykjavlk;
en stofnunina undirbjó hr. Sigurður
Eiríksson regluboði, er hann var hér
á ferð i vikunni áður. Stofnendur
voru um 80. Stúkan heitir Vonar-
ljósið nr 51. Gæzlumaður hennar
er Jón Helgason prentari.
Hey brann
í f. m. á Ketilstöðum í Jökulsár-
hlíð eystra, um 150 hestar.
Lagastaðfesting.
Öll lögin frá síðasta alþingi hafa
verið borin upp í ríkisráði Dana og
hlotið konungsstaðfestingu 22 f. m.
Málmleitinni
i Vatnsmýrinni hjá Reykjavík er
nú hætt um sinn. Borinn var kom-
inn 220 fet niður. Óráðið mun enn
hvort grafinn verður gígur niður að
málmunum; en fyr verður ekki úr
því skorið, hvort námugröftur þar
svarar kostnaði.
Almennnr borgarafundur
var haldinn í Reykjavík 3. þ. m.
eftir fundarboði frá Kristjáni Þor-
grímssyni bæjarfulltrúa og konsúl, til
þess að ræða um vatnsveitu bæjarins,
borgarstjórann tilvonandi, bæjarstjórn-
arkosninguna, sem í hönd fer o. fl.
Fundurinn var vel sóttur, og þótti
inörgum þar góð skemtun. feim
lenti þar saman í orðahnippingum
bæjarfulltrúunum, og vönduðu ekki
hverir öðruni kveðjuinar. Mest átt-
ust þeir við Hannes Hafliðason og
Kristján Þorgrímsson, út af vatns-
veitunni og borgarstjórastöðunni.
Það er álit. margra að fundurinn muni
ekki hafa kælt blóðið í Reykvíkingum
undir kosningahríðina sem nú fer í
hönd, og þykja bæjarfulltrúarnir ekki
hafa gengið á undan með góðu eftir-
dæmi með framkomu sinni. Er nú
auðsjáanlega kominn glímuskjálfti og
vígamóður í borgarbúa. — Einhvorj-
ar fundarályktanir voru samþyktar,
en ókunnugt er um, hvernig þær
hafa verið eða hve mikið fylgi þær
hafa haft.
Brezkur konsúll
hér á landi, í stað Jóns heit. Vída-
lins, kvað vera skipaður Woodhouse,
konsúll í Þórshöfn í Færeyjum og á
hann að hafa konsúlsstörfin hór í hjá-
verkum. Litur því út íyrir að ísland
sé orðið „hjáleiga hjáleigunnar" Fær-
eyja! Einhver íslendingur mun þó
eiga að fá að verða undirkonsúll Fær-
eyjakonsúlsins hér, og færi bezt á
að það væri danskur kaupmaður,
sem hefir selstöðuverzlun hér, og
léti hann einhvern verzlunarþjón sinn
annast störfin. Þá væri hver silki-
húfan upp af annari.
Jónasar al'mælið.
tslendingar í Kaupmannahöfn höfðu
fjölment samsæti 16. f. m., afmælis-
dag Jónasar Hallgrímssonar. Þeir héldu
þar sína ræðuna hvor, um Jónas,
Guðm. Einnbogason magister og dr.
Þorvaldur Thoroddsen prófessor —
Guðxn um skáldskap hans, en dr. Þor-
valdur um vísindastörfin (náttúru-
fræðina). Guðmundur Tómasson lækn-
ir las upp kvæði eftir Jónas: Ferða-
lok, og Valdimar Steffenssen söng:
Fífilbrekka, gróin grund. Þá hélt og
Hannes Hafstein ráðherra ræðu og
flutti samsætinu kveðju konungs. Ög
fleiri ræður voru haldnar þar. Jón
Sigurðsson stúdent (frá Kallaðarnesi)
flutti kvæði um Jónas.
Hef ndir
á
Islandi í fornöld.
x.
(Niðurl.). Auk þess, að lög Is-
lendinga hin fornu eru fullkomnari og
merkari en fornlög annara germanskra
þjóða, standa íslendingar betur að
vígi en þær, þegar leitað er upplýs-
inga um það, hvernig lögunum hafi
verið fylgt í lífinu. Til eru að vísu
nokkrar frásagnir um lifnaðarháttu,
lagaskipun og lögfylgi annara Norð-
urlandaþjóða (og germanskra þjóða).
Margar þær sögur, sem til eru um
Norðurlandaþjóðirnar,. eru rítaðar af
ísleridingum á íslenzka tungu. En
þær sögur, sem til eru um Norður-
landaþjóðirnar frá þessum timum
komast ekki til jafns við sögurnar af ís-
lendingum í fornöld. Þær eru svo
margar og merkar og skýia svo vel
ýmislegt i lögunum og sýna, hvern-
ig þeim heflr verið beitt í lifinu, að
þær má kalla „viva vox juris civilis"
eins og rómversku 1 ögfræðingarnir
kölluðu prætorsréttinn í Róm.
En sögurnar bera þess allvíðaljóst
vitni, að lögin voru opt ekki nema
dauður bókstafur, og kom það bezt
fram 4 síðustu árum þjóðveldisins,
eftir að þau höfðu verið í letur færð.
Löghlýðnin hafði aldrei verið mikil,
en úr hófi keyrði eftir því, sem lengra
leið fram eftir lýðveldis-tímabilinu.
Sumstaðar voru lögin vitanlega ekki
með öllu samrýmanleg almennings-
álitinu, og verða af þeirri ástæðu í
reyndinni einatt að lúta í lægra
haldi. Svo var ástatt um hefndirnar.
Almenningsálitið og eldri venjur
kröfðust fiefndarinnar í miklu stærri
stíl en lögin leyfðu. Menn spurðu
ekki um það, hvort árásin væri
þess eðlis, að hefndir væru lögum
samkvæmt leyfðar fyrir hana. Ekki
var því skilýrði heldur svo nákvæm-
lega fullnægt, að tíminn væri ekki
útrunninn, sem hefna mátti á, né
heldur að hefndarathöfnin væri með
öllu lögleg. Menn sýndu það í verk-
inu „að framar ber að hlýða guði
en mönnum". Það sem sæmdar-
hugmyndir þeirra kröfðust, létu þeir
unnið án þess að hirða um það,
hvað lögin leyfðu eða bönnuðu. Þess-
konar ólöghlýðni leiðir oftast til glöt-
unar, nema því að eins að lögin séu
með öllu skaðleg. Þar sem lögin
eru framar almenningsálitinu, eins
og var á íslandi i fornöld í því efni,
er hér greinir, þá er glötunin vís, ef
lögunum er ekki fýlgt. Far sem lög-
in eru niðurbrotin með sverðinu, eins
og hér á landi, þar er þjóðarsjálf-
stæði og lífi og limum einstaklings
bráður háski búinn. Aflið og lögin
verða og hljóta að fara saman, en
alveg öfugt við það, sem átt.i sér
stað hór á landi. Áflið á að vera og
hlýtur að vera að meira eða minna
leyti þjónn laganna, ef þeim er ekki
fúslega fylgt. Þeir verða að sætta
sig við þvingun, er ekki viJja hlýðn-
ast lögunum. En eitthvert ríkisvald
verður að ráða yfir þvingunaröflum
þessum og stjórna þeim. Þau má
ekki leggja í hendur einstaklinganna,
því að þá er gatan greidd ójafnaði
og ólöglegu ofbeldi. Hór á landi var
ekkert slíkt opinbert vald, eins og
oft hefir verið áminst. Höfðingjarnir
gengu sjálfir oft bezt fram í því, að
brjóta niður lögin. Þar af leiddi
það, að kirkjan og Noregskonungur
tók æ meir og meir að hlutast til
um mál íslendinga og þeir tóku enda
sjálfir til þ6irra óyndisúrræða, að
leggja með fúsum vilja mál sín undir
úrskurð Noregskonungs. Ef þeir
hlýddu eigi hans úrskurðum, þá áttu
þeir vísa reiði hans (og kirkjunnar).
Hún varð hættuleg á þeim tímum,
því að nógir urðu til þess að reka
erindi þeirra konungs og kirkju um
þær mundir. Á þerina hátt dróst
smámsaman dómsvaldið að nokkru
leyti út úr landinu og til Noregskon-
ungs. Framkvæmdarvald og löggjaf-
arvald slíkt hið sama, að minsta
kosti að nokkru leyti, þegar eftir að
íslendingar höfðu svariö Hákoni
gamla trúnaðareiða (1262 og 1264).
Þar með var saga lýðveldisins á
enda og gamlalöggjöfin innan skamms
að mestu eða öllu úr gildi muninn.
Einar Arnórsson.