Fjallkonan - 22.05.1908, Side 2
73
FJALLKONAN
r.
~1
FJALLEONA
kemur út hrem föstudag, og auka-
bloð við og rið. Alls 60 blöð um
irií. Verð irgangsins 4 kr. (erlend-
is 5 kr. eða l*/5 dollar), borgist fyrir
1. júli (erlendis fyrirfram). Uppsögn
bundin við iramót, ógild nema
komin sé til útgefanda fyrir 1. okt-
óber, enda sé kaupandi þi skuld-
er selt, og langmest gengur til útlend-
inga“.
Þetta er sljólega hugsað og því
ekki allskostar rétt.
Það er að vísu satt, að útlending-
ar drekka hér mikið og færa þannig
þjóð vorri „talsverða peninga". En
íslendingar drekka líka mikið hjá
þeim, og eg efast stórlega um að
peningar þeir, sem þjóð vor íær frá
útlendingum fyrir áfengi séu mikið
meiri en þeir, sem hún sjálf lætur
til þeirra fyrir sömu vöru. Að öðru
leyti getui það ekki verið kristilega
og siðferðislega rótt aí íslendingum,
að kaupa vinföng til þess með þeim
að seðja drykkjufýsn óþroskaðra
manna og ..drykkjuræfla", hvort
heldur þeir eru innlendir eða út-
Iendir. Það er að setja freistingav-
snöruna fyrir smælingjana í stað
þess að taka hana í burtu.
Og að það sé „ærlegt" að taka við
fé þvi, sem innlendir menn og út-
lendir leggja „viljugir í forðabúr þjóð-
arinnar", fyrir áfengi er stórkostlegt
álitamáJ. Fyrst og fremst efast eg
stóriega um, að þeir séu margir, sem
einhverntima á líísleiðinni sjá ekki
eftir fé því, sem þeir á þennan hátt
hafa lagt „af frjálsum vilja til lands
og þjóðar", þegar samvizka þeirra
vaknar til meðvitundar um alt það
ílfc, sem vínnautn þeirra heflr haft í
för með sér, — þegav þeir minnast
þess eignatjóns og tímatjóns, heilsu-
og Sálartjóns, sem þeir hafá orðið
fyrir af áhrifum vinsins — og þegar
þeir minnast þeirrar sáru og djúpu
sorgar og þeirra mórgu og heit.u tára,
sem svo ótal margir af þessum yfir
komnu drykkjumönnum svo oft hafa
bakað ástvinum sínum. Já, mikið
má það vera. Svo áiít eg það stórt
samvizkuspursmál, að geta með
glóðu geði veitt móttöku því fó, sem
þannig er tilkomið.
Að aðflutningsbannið geri íslend-
inga „að Molbúum í augum allra
mentaþjóða heimsins" — „að hálf-
þroskuðum Hottentotta eða Indíána"
o. s. frv., er svo fjarri öllum sanni,
að það nær erigri átt.
Veit höfundurinn það ekki, að það
eru eínmitt mentuðustu þjóðir heims-
ins, sem þegar eru búnar og eru óð-
um að koma á hjá sór bannlögum,
og að þau gefast alstaðar vel ?.
Hvað er t. d. að segja um Finn-
land, Bandaríkin og mörg ríki í Ame-
ríku? Um þetta getur höfundurinn,
og þeir sem vilja, fengið frekari upp-
lýsingar i Templar og fleiri „dagblöð-
um vorum, sem stöðugt færa oss
fréttir um það. Ætti það að verða til
þess, að höfundur þessi dirföist ekki
að láta aðra eins vitleysu sjást eftir
sig á prenti.
Hvað það snertir, að alls ekkert
verði úr fé þvi „sem veitt heflr verið
tii útbreiðslu bindindinu og öllum þeim
virðingarverðu störfum þeirra manna
sem af alúð hafa gefið sig fram til
þessa" ef aðflutningsbannið kemst á,
er það einnig helber misskilningur. Því
fái aðflutningsbannið, — sem í fylsta
máta er takmark Good Templara og
allra sannra bindindisvina i landinu
með bindindiSBtarísemi sinni, og þings
og þjóðar með fjárframlögum ár eftir
ár til styrktarþvi fyrirtæki, — fram að
ganga, þá kemur það best í Ijós
hversu mikla og góða ávexti féð og
störf þeirra manna, sem íyrir málinu
hafa barist alt til þessa, hafa borið.
Og að störf þessara manna hverfi og
falli „i dvala gleymskunnar, og þeir
sjálflr um leið „flr sógunni líka“ er
tóm endileysa.
Minning þeirra mun lifa á vörum
þjóðarinnar svo lengi, sem land þetta
byggist, miklu fremur fyrir það að
þeir hafa sigrað, náð takmarkinu.
Þeirra manna er ávalt síður minst.,
er berjast fyrir einhverju því málefni,
sem aldrei kemur að tilætluðum not-
um og sem aldreí nær fram að ganga.
Og störf þeirra þurfa heldur ekki að
„hverfa" og falla niður, þótt þau þá
er bannlögin kæmu í gildi, hafl að
miklu leyti náð tilgangi sínum.
Margt er að gera, margs að gæta
og altaf getur jafn góður fólagsskapur
eins og bindindisfélngsskapurinn fundið
sér nóg verkefni. Liggur þá fyrst
fyrir, að styðja að öllu þvi, sem eflt
getur siðmenning þjóðarinnar — ekki
sízt ungu kynslóðarinnar, — kenna
henni að bera virðingu fyrir fengnum
bannlögum og yfirleitt öllu því sem
gott er og rétt, og svo að vera á verði
með því opinbera til að gæta þeirra,
sem á móti þrjóskast og lögunum
ekki hlýða. En ég tel enga ástæðu
til að álykta, að þeir yrðu margir, ef
a/g hlutar allra landsmanna, þeirra er
atkvæði greiða, biðja um lög þessi.
íslendingar eru fremur en hitt kunnir
að því, að vera löghlýðin þjóð.
Þá koma loks þær mótbárur höf-
undarins gegn aðflutningsbanninu,
sem bjá honum virðast ekki vera
léttastar á metunum, nefniiega frjáls-
ræðisskerðing og tekjuhallinn fyrir
landssjóðinn. Báðar eru mótbárur
þessar endileysa.
Lítum á frelsið.
„Bað er ekki hið rétta frelsi, að
hver maður megi lifa og Iáta eins
og hann vill“, og ekki sú rétta hag-
nýt.ing frjálsræðisins, þessarar dýr-
mætu gjaíar, að mega gera það, sem
sér og öðrum er til skaða og skamm-
ar.
Sé það sjálfgtæðisskerðing, að mega
ekki drekka áfenga drykki og að-
flutningsbannið þess vegna haft á
þessu frelsi manna, þá eru
hegningarlögin einnig haft á
„persónulegu frelsi", að svo miklu
leyti, sem þa'u takmarba sjálfræði
maima í því að stela.
Hið -ania má og segja um flest
önnur lagaboð.
Maðurinn getur þá fyrst verið sann-
arlega fijáls þegar hann afneitar og
hrindir frá sér öllu því, serri ílt er og
skaðlegt, enryður sér braut að þvífull-
komnunar takmarki, sem Ijær honum
krafta til að vinna að heill og fram-
förum sín og sinna og þeirrar þjóðar
siam hann lifir og starfar með.
(Niðurl.).
Jóh. Ólafan.
Hvað tekur þá við?
Hvað á nú til bragðs að taka, fari
svo, sem helzt eru hórfur á, að samn-
ingaleiðin við Dani um mál vor reyn-
ist ófær ?
Eigum vór þá að heimta fullan
skilnað eða una við ástandið, sem
verið heflr?
Þessar spurningar eru sifelt að
vefjast fyrir þeim, sem hugsa um
málið af alvöru.
Og þeir eru margir. Að likindum
hefir ekki um margar aldir verið
hugsað meira um sjálfstæði laudsins
en nú; og aldrei jafn mikið um það
rætt og af jafnmiklum áhuga.
feir eru raunar sjálfsagt til, sem
ekkert hugsa um stjórnmál nú fremur
en áður, — raenn sem aldrei hugsa
um nein almenn mál af alvöru.
En þeim aumingum fer vonandi
óðum fækkandi. Enda er ekkert til,
sem megnar að vekja menn til um-
hugsunar um hag landsins, ef ekki
það, að sjálfstæði þess er í voða.
Vafalaust tekur það nokkuð langan
tima, að rnenn átti sig á þvi, hvað
gera skuli. Og dómarnir verða sjálf-
sagt misjafnirogstefnurnarfleiri en ein.
Nokkrir veiða þeir að líkindum,
sem halda vilja samningunum áfram
við Dani. Ef til vill vilja einhverir
sætta sig við frumvarp millilanda-
nefndarinnar óbreytt. Um það er
ekki unt að segja með vissu fyr en
nefndarmennirnir eru konmir heim
og nefndarálitið orðið kunnugt. Fyr
eru menn ekki til fulls búnir að átta
sig. Beir sem þegar hafa látið uppi
fylgi við írumvarpið geta áttað sig
betur, þegar þeir kynnast nefndar-
álitinu.
Aðrir vilja gera eina tilraunina enn
til þess að fá Dani til að slaka til.
Breyta frumvarpinu i þeim atriðum,
sem oss eru óhagstæðust og heyra
hvað Danir segja við því.
Að svo stöddu er ómögulegt að
geta í eyðurnar um það, hvernig
Danir mundu verða við, efþetta ráð
væri tekið.
En væri nokkur von um að það
bæri góðan árangur, þá er sjálfsagt
að gera það.
En ef allar samkomulagsleiðir
verða ófærar — hvað þá ?
Skilnaður, eða hvað?
Þeir eru til, sem ekki mega heyra
skilnað nefndan. í þeim flokki eru
fleiri en þeir, sem alt af vilja láta
undan síga eða gefast, upp í sjálf-
stæðisbaráttunni. Margir góðir og
ötulir sjálfstæðismenn fylla þann flokk
líka.
Dá sundlar við hugsnninni um
það, að vér eigum að standa einír.
Deim veitist að vísu erfitt að gera
grein fyrir þvi, hver hlunnindi oss
eru að því að standa í sambandi við
Dani á líkan hátt og verið hefir.
En samt óar þeiin við skilnaði.
Petta er nú hugrekkið okkar ís-
lendinganna.
Sumir geta ekki til þoss hugsað, að
við hættum að vera í húsmensku hjá
Danskinum.
Þeir sem djaifari eru, vilja að mirista
kosti fá að vera í tvíbýli við hann.
Og báðir þeir flokkar hrista höfuð-
in yflr „drengjunum", sem telja bezt
að slíta sambúðinni, sem öllurri flokk-
um kemur saman um að aidrei hafi
orðið íalandi til heilla.
En þetta hugleysi er að bverfa.
Skilnaðarhreyfingii) er svo ung, að
engin von er til þess að hún só búin
að ryðja sér til rúrns. En hún gerir
það smátt og smátt, ef ekki rætist
úr málum vorum því betur á annan
veg.
Dað eru forlög hverrar góðrar stefnu,
að eiga faa formælendur í fyrstu, en
vjnna sér fylgi smám saman-
Það þurfum vér fslendingar að láta
oss skiljast sem fyrst, að ókleift er
það ekki, að skilja við Dani og standa
einir.
Annars fer það að verða vafamál
hvort vér höfum nokkuð með sjálf-
stæði að gera í nokkurri mynd.
Hitt er annað mál, hvort hyggilegt
er að halda fram skilnaði að svo
stöddu.
En korauin vér málum vorum ekki
í gott horf á annan veg — getur þá
nokkur sjálfstæður íslendingur verið i
ofa um að stefna beri að skilnaði?
Eða hvað ev þá annaö fyrir hönd-
um?
. ----------
Viðtökurnar.
Nokkuð misjafnar, en yfirleitt þó
alt annað en vingjarnlegar, eru við-
tökurnar, sem frumvarp millilanda-
neíndarinnar fær hjá íslendingum.
Landvarnarfólagið og Stúd-
entafélagið í Reykjavík hafa bæði
samþykt fundarályktanir um málið,
og telja skilnað við Dani eina úrræðið
ef konungssamband fæst ekki.
Sömu skoðunar er félagið Skjald-
borg á Akureyri. Það hefir sam-
þykt svipaða fundaryfiilýsing nýlega.
Stjórnmálafélag Seyðíirðinga sain- (
þykti 13. þ. m. svo látandi fundar-
ályktun:
Stjórnmálafélag Seyðisfjarðar t.elur
frumvarp millilandanefndarinnar beina
árás gegn fi e’sisbaráttu þjóðarinnar.
Konungssamband eitfc ófáanlegt.
Skilnaður því sjálfsagður.
Sírnskeyti af Seyðisfirði segir allan
Aust.firðingafjórðung andvígan fruni-
varpinu. Jón fiá Múla (alþingismað-
ur) eindreginn á móti því, og sömu-
leiðis blaðið Austri.
Heimastjórnarfélagið Fram í
Reykjavík hefir orðið fyrst til að lýsa
yfir ánægju sinni með gerðir nefnd-
arinnar og þakkað henni fyiir afrekin.
Fámennur fremur hafði fundurinn
verið, þegar sú bátíðlega athöfn fúr
fram.
Frá Kaupmannahöfn var sent svo,
hljóðandi skeyti 20. þ. m.:
Stúdentafólag samþykt. þökk fylgi
nefndargerðum 19 gegn 15; barist
tveim fundum. Geymið ummæli
Hagerups.
Þetta stúdentafélag, sem þakklætið
sendir, heitir Kári, og er skipað
heimastjórnarinönnum (Finni, Bogaj
en mun hafa boðið utan félagsmönn-
um á fundinn.
Blöðin ísafold, Djóðólfur og Ingólfur
hafa öll flutt andmæli gegn frum- '
varpinu. En Lögrótta (með Jón
Ólafsson efst á blaði) og Reykjavík
virðast. ætlii að veita því fylgi sitt.