Fjallkonan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fjallkonan - 28.08.1908, Qupperneq 2

Fjallkonan - 28.08.1908, Qupperneq 2
138 FJALLKONAN fjallkonan kemur út hveru föetudag, og auka- blöð við og við. Alls 60 blöð um árið. Vorð árgangsins 4 kr. (erlend- is 5 kr. oða U/a dollar), borgist fyrir 1. júli (erlendis fvrirfram). Uppsögn bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt- óber, enda sé kaupandi þá skuld- laus við blaðið. er hér koma á eftir, enda þótt þær nái eigi til a 11 r a kaupenda blaðs- ins áður en kosningar fara fram í haust. Útgefandi hefir í hyggju að bæta úr þessari slysni síðar, svo að gagni geti komið öllum alþingiskjós- endum, er blaðið kaupa íramvegis, og biður hann þá jaínframt velvirð- ingar á þvi að svona óhöndulega tókst til í ár. Kjörherbergi. í húsinu, þar sem kosningin fer fram, skal vera annað herbergi áfast, svo lagað, að eigi verði í það gengið nema úr kjörherberginu. Sé eigi á sliku völ, má tjalda fyrir eitt hornið i kjðrherberginu, svo ekki sjáist þang- að. Sé gluggi á herberginu' eða hinu tjaldaða horni, skal festa tjald fyrir hann, svo eigi sjái inn að utan, og skal tjaldið ná svo langt út fyrir hann, að ekki sé hægt að stinga kjörseðli út að glugganum, svo hann sjáist að utan. Tjaldið skal fest niður áhæfi- lega mörgum stöðum með innsigli kjörstjórnar. í herberginu eða hinu tjaldaða horni skal vera lítið borð, sem skrifa má við. Kjörfundur settur. Á hádegi skal kjörfund setja. Þá skulu vera mættir á kjörstaðnum allir undirkjörstjórarnir. Þeir, sem við eru staddir. í kjörherberginu mega engir vera viðstaddir aðrir en kjörstjórnin, sem situr við borð í herberginu, og þing- mannaeínin eða umboðsmenn þeirra, og einn kjósandi í senn. Á meðan á kosningarathöfninni stendur, má aldrei nema einn kjörstjórinn ganga út í senn, og íelur hann þá öðrum úr kjörstjóminni verk sitt á meðan. Atkveeðakassi og kjörskrár. Fyrir framan sig á borðinu hefir kjörstjórnin tvö eftirrit af kjörskrá hreppsins, og gera meðkjörstjórarnir báðir merki við nafn hvers kjósanda nm leið og hann hefir neytt kosninga- réttar síns. Á borðinu stendur og atkvæðakassi, er landsstjómin hefir látið gera. Eru kassarnir með sömu gerð í öllum hreppum. Á þeim er lok á hjörum og góð læsing fyrir. Langs eftir lokinu er rifa 6 þml. löng og */* þuml. víð að ofan, en víðari að neðan. í þennan kassa láta kjós- endur atkvæðaseðla sína. Áður en fyrsti kjósandi lætur seðil sinn í kass- ann, skal kjörstjórnin og þingmanna- efnin eða umboðsmenn þeirra gæta þess að kassinn sé tómur, og síðan læsa honum. Athöfnin hefst. Athöfnin byrjar með því að oddviti kjörstjómarinnar leggur ö am atkvæða- seðlaböggul þann, sem yfirkjörstjórn- in hefir sent, og skulu allir viðstaddir gæta þess vel, hvort böggullinn hefir verið opnaður og geta þess í kjör- bókinni. fví næst opnar oddviti bögg- ulinn og teiur seðlana, en allir við- staddir teija líka. Þess skal getið í kjörbókinni, hvort tala seðlannakem- ur heim við tölu þá, sem tilgreind er í bréfi því, er yfirkjörstjórn lætur íylgja hven j sendingu. Dyraverðir. Kjörstjórnin skipar 2 menn eða fleiri til dyravörzlu áður en kosning byrjar, og skiftast þeir á. Pegar kjörstjórn segir dyraverði til, að kosn- ing byrji hleypir hann kjósendum inn, einum í senn. Verði ágreining- ur um, í hverri röð kjósendur kom- ist að, skal röðin á kjörskrá ráða, og kemst sá fyr að, sem framar stend- ur á kjörskránni, ef fleiri en einn gefa sig fram í senn. Kjósendur gefa sig fram. Þegar kjósandi kemur inn í kjör- herbergið, gengur hann tii oddvita kjörstjórnarinnar. Pekki kjörstjórnin ekki manninn, má hann fá inn með sér 2 kjósendur, sem kjörstjómin þekkir, og ef þeir lýsa því yfir að viðlögðum drengskap sínum, að hann sé sá, sem hann kveðst vera, þá er það næg sönnun; ganga vitnin þá út en kjósandi verður eftir. Kjöpseðill. Þegar kjörstjórnin kannast við manninn og finnur nafn hans á kjör- skránni, fær oddviti honum einn kjör- seðil. Á seðlinum eru nöfn allra þing- mannaefna í kjördæminu skráð með ským prentletri. Nafn hvers þing- mannsefnis er i línu sér og ríflegt millibil milli lína. Fyrir framan nafn hvers þingmannsefnis er feitur hringur. Kjósandi mepkip seðilinn. fegar kjósandi hefir tekið við kjör- seðlinum, fer hann með hann inn í afherbergið, að borðinu sem þar stend- ur og gerir kross innan í hringinn fyrir framan nafn þess eða þeirra þingmannaefna, sem hann kýs, með blýanti sem kjörstjómin leggur til. Eigi að kjósa einn þingmann fyrir kjördæmið, skal merkja að eins við eitt nafn; en við tvö ef tvo þing- menn skal kjósa. Mepkið. Krossinn eða krossarnir á kjörseðl- inum mega hvergi vera annarstaðar en innan í hringnum, og eiga að ná alveg út áð umgjörð hans, en alls ekki út fyrir. Lítur þá hringurinn þannig út: Enginn önnur merki, stryk, rispur eða önnur einkenni má gera á seðil- inn. Sé það gert, er seðillinn ógildur. Seðillinn afhentup. Þá er kjósandi hefir merkt seðil- inn, brýtur hann hann saman einu ■sinni (í miðju), svo að letrið snýr inn, gengur inn í herbergið til kjör- stjómarinnar, að kjörborðinu, með seðilinn í hendinni, og stingur hon- um sjálfur niður um rifuna á lokinu á atkvæðakassanum, og gætir 'þess, að enginn sjái, hvað « seðlinum er. — Síðan gengur kjósandinn út, og næsti kjósandi kemur inn. Ógildup seðill. Seðill verður ógildur: a. ef kjósandi lætur nokkurn sjá hvað á honum er, eftir að hann hefir merkt hann; b. ef hann setur á hann rangt merki eða aukamerki (önnur en inn- an í hringina); c ef kjósandi merkir af vangá við annað nafn en hann ætlaði sér. Komi þetta fyrir skal kjósandi ekki láta seðilinn í atkvæðakassann, heldur afhenda hann kjörstjórninni (samanbrotinn); en hún leggur alla slika seðla í umslag, sem hún síðar innsiglir og sendir yfirkjörstjórninni. — Síðan víkur kjósandi frá atkvæða- greiðslunni, en getur síðar, þegar all- ir aðrir viðstaddir kjósendur hafa greitt atkvæði, fengið nýjan seðil til að kjósa á. Ómepktup seðill Nú vill kjósandi engan kjósa af þeim, sem í kjöri eru, en vill þó eigi gera það uppskátt. Þarf hann þá eigi annað en brjóta seðilinn saman ó- merktan og stinga honum svo í at- kvæðakassann, án þess að láta nokk- urn mann sjá, hvað á honum er. Atkvœðakassinn innsiglaðup. Þá er atkvæðagreiðslunni er lokið tekur oddviti kjörstjórnarinnar at- kvæðakassann án þess að opna hann, vefur vandlega utan um hann léreíti eða öðru haldgóðu efni og bindur svo utan um. Síðan er kassinn látinn ofan í sterkan léreftspoka, bundið vandlega fyrir með snæri eða sterku seglgarni, sem ekki er hnýtt saman, og innsigli kjörstjórnarinnar sett á fyrirbandið og pokann, sem næst hnútnum. Alt þetta er gert að ásjá- an'di þingmannaefnunum eða umboðs- mönnum þeirra, og eiga þeir rétt á að setja innsigli sín á enda fyrirbands- ins. Afgangsseðlap. Oddviti lætur því næst í umslag sér alla þá seðla, sem afgangs eru og í ann-að umslag þá sem ógildir hafa orðið, og lokar umslögunum. Bæði umslögin eru síðan látin í ann- að stærra umslag, ásamt lyklinum að atkvæðakassanum, og er það um- slag þegar í stað innsiglað með inn- sigli kjörstjórnarinnar og þingmanna- efnanna eða umboðsmanna þeirra, ef þeir vilja. Yfipkjöpstjópn sendup kassinn og umslagið. Að öllu þessu loknu skal tafarlaust senda áreiðanlegan mann með at- kvæðakassann, umslagið og kjörbók- ina til yfirkjörstjórnarinnar, í vatns- heldum umbúðum. Formaður yfir- kjörstjórnarinnar gefur viðurkenningu fyrir að hafa tekið við sendingunni. Kassapnip opnaðip. Yfirkjörstjórnin opnar atkvæðakass ana úr öllum hreppum kjördæmisins í einu og telur atkvæðin. Sú athöfn fer fram fyrir opnum dyrum í viður- vist þingmannaefnanna eða umboðs- manna þeirra. Kjöpseðlunum puglað saman í viðurvist þessara manna opnar odviti yfirkjörstjórnar atkvæðakassana hvern af öðrum, eftir að þess hefir verið vandlega gætt, hvort innsiglin eru óbrotin. Jafnótt og hver kassi er opnaður, er seðlum þeim, sem í honum eru, óskoðuðum, helt í hæfi- lega stórt, tómt ílát með loki yfir, eru aliir kassarnir tæmdir i það, en ílátinu við og við lokað og það hrist, svo að seðlarnir, frá öllum kjör- stöðunum ruglist vel saman. Ollum kjörseðlum úr kjórdœminu er vandlega blandað saman, áður en at- kvœðin eru talin. l’að kemst því aldrei upp, liverir hljóta atkvœði úr hinum einstöku hreppum. Fullkomin launung. Enginn fœr nokkurn [tíma að vita hvernig kjósendur hafa greitt atkvœði sitt, nema þeir segi sjálfir frá. Enginn er skyldur til að skýra frá því fyrir rétti i nokkuru máli, hvernig hann liefir greitt atkvœði (sjá 60. gr. kosningalaganna). Sektip og fangelsi. Kjörstjóri, sem reynir að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu kjósenda með- an á kosningarathöfn stendur, eða skoðar atkvæðisseðil kjósanda áður en hann leggur hann i atkvæðahylk- ið, skal sæta sektumeðafangelsi, Beiti kjörstjórnir af ásettu ráði of- ríki við kosningarathöfn, eða geri sig seka í frekri rangsleitni, varðar það fangelsi eðabetrunarhúsvinnu alt að 2 árum, ef miklar sakir eru (61. gr. kosningalaganna). Enginn vandi að kjósa. Á því sem nú hefir sagt verið, fer því mjög fjarri, að kosningar athðfn- i n sé vandasöm. fað er af illum hvötum sprottið, ef nokkur reynir að telja kjósendum trú um að þeir séu eigi færir um að kjósa. Vítavepð ósannindi. í>að eru vítaverð ósannindi, ef nokk- ur heldur því fram, að hægt sé að komast fyrir, hvernig kjósendur greiða atkvæði. Séu slíkir ósannindamenn til, er það velgerningur að gera nöín þeirra kunn almenningi. Þingmálafundir. —o— Þingmannaefni þessa kjördæmis eru nú búin að fara um all m suðurhluta þess og halda þar fundi; eru nú 1 Kjósarsýslunni. Allir hafa fundirnir orðið mjög erfiðir þeim Uppkasts- mönnum, og munu þeir lítt erindi fegnir, er þeir komast heim úr kross- göngunni. í einum hreppi syðra (Grindv.) varð ekki fundarfært, sök- um þess að þerrir var góður fundar- daginn, eftir langvarandi óþurka, og vildu menn því eigi tefja sig við fund- arsókn. En fimm fundi héldu þing- mannaefnin fyrir sunnan Hafnarfjörð. Á fæstum þeirra tóku aðrir til máls en þingmannaefnin, og atkvæðagreiðsla fór hvergi fram annarstaðar en á Brunnastöðum. En ekki hafði það þó leynt sér neinstaðar, hvern hug kjósendur höfðu til Uppkastsins, og hvergi lögðu kjósendur því nokkurt liðsyrði. í>vi fer svo fjarri að þing- mannaefni stjórnarmanna hafi aflað sér nokkurs fylgis á bessu ferðalagi, að það er jafnvel talið sennilegt, að svo geti farið, að þeir fái ekki at- kvæði nolckurra annara þar syðra en meðmælenda sinna 10. sept. — ef þeir greiða þá allir atkvæði. Þingmálafundur Hafnfirð- i n g a var haldinn 26. þ. m., og hófst kl. 4x/2 síðdegis. Þingmannaefni Upp- kastsmanna fóru heim til sín með Ingólfi kvöldið áður sunnan úr Kefla- vík, og munu hafa beðið höfðingja sinn, ráðgjafann, ásjár og liðveizlu í orrustunni við Hafnfirðinga. Víst er er um það, að sú fregn barst um höfuðstaðinn, að nú skyldi gert hart

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.