Fjallkonan


Fjallkonan - 25.09.1909, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 25.09.1909, Blaðsíða 2
146 FJALLKONAN sjálfar né börn þuifi eða geti horft á slátrunina. Bæjarstjórnir ættu að semja strangar og ákveðnar reglur uin slátrun og alt er að því lýlur og fylgja þeim hart fram. Þá mundi þetta lagfærast á skömmum tíma. Eg ætla mér eigi að benda á neina sérstaka slátrunaraðferð, þar eð eg er enginn sérfræðingur í þeirri grein. Fó þekki eg þær allmargar, 5—6, og eru allar miklum mun betri en skurð- araðferðin, sem er einhver su grimmi- legasta, vidbjóðslegasta og villimann- legasta aðferð er þekkist hjá siðaðri Þjóð. Og það veit eg, að sæist maður vinna að slátrun erlendis á íslenzka vísu, væri hann óðara tekinn fastur! Og svo að lokum nokkur orð til hafnfirzkra foreldra: Látið eigi börnin yðar horfa á slátrunina! Reynið i hamingju bæn- um að sporna við því af öllum mætti! Það er enginn barnaleikur að lífláta Bkepnur, þótt menn verði að gera það, og l)örn eiga aldrei að vera sjónarvottar að því, hve góð sem slátrunaraðferðin er — og allra sízt þegar um skurðaraðferðina er að ræða! — Það spillir hjartalagi og tilfinningalifl þeirra og gerir þau köld og kæringarlaus gagnvart blessuðum skepnunum, sem eru oss gefnar til þess að annast þær og láta þeim líða vel, í þakklætis skyni fyrir það, að þær þjóna oss á margvíslegan hátt! Hér eru upptökin að iilri meðferð á skepnum, sem er eitt af ijótustu brennimerkjum íslendinga: Horfellir sauðfjár og hálsskurður, ill meðferð og útigangnr hesta. Alt þetta eru þjóðarsyndir, svo gamiar og rótgrónar, að nú verðum vér, sem ungir erum, að taka hóndum saman og rífa þær upp^með rótum fijótt og einarðlega.----------— — Eg býst eigi við að fá þakkieeti mikið frá Hafnfirðingum fyrir línur þessar, og er hins vegar ekkert sér- lega hræddur við hnútur þær, er eg fæ á bakið. En eg hefi svo þrásinn- is ár eftir ár staðið sneyptur og skömmustulegur frammi fyrir út- iendingum, er þeir hafa spurt mig eftir ísl. slátrunaraðferðinni, sem ill- ræmd er um öll Norðurlönd, að mér þykir eigi nema maklegt, að Hafn- firðingar og aðrir íslendingar, er vilja hugsa ofurlítið, standi sem allra snöggvast sneyptir — frammi fyrir sjálfum sér. Helgi Valfýsson, ...C>»<X> .... Sitt aí hverju úr Suður-Múlasj'slu. Góð heflr blessuð tíðin verið hér í sumar, bæði til sjávar og lands. Fað er því gott útlit á að fiskiafli muni verða vel í meðallagi. Par sem aðallega er um þá atvinnu að ræða. Sildarafli kvað vera mikill, einkum nú á Fáskrúðsfirði, en afli kvað fást þar minni nú á vélabáta, en róðrar- báta síðan aflinn gekk á grunninn. Heyaflinn verður óefað mikill og góður nú. Pó hefir heyrst, að ekki alls fyrir löngu hafi taða á túnum á Hér- aði legið öll óhirt og farin að blikna. , Yeizlunin er ekki góð aem stendur, Útlenda varan í háu verði, en innlend 1 lágu fremur, eins og fiskur og ulL Bændum veitist þvi fremur örðugt að halda við búskapnum, og þarf ekki eyðslu þeirra einni um að kenna. Út- gjöldin eru margvísleg, fyrir utan það, sem fer i munn og maga þeirra sjálfra, svo sem: þinggjald, sóknargjald, kirkjugjald, sýslusjóðsgjald, aukaút- svar og fátækratíund tollgjald af toll skyldum vörum, svo og brunabóta- gjald, sem margir nú gjalda, sumir lifsábyrgðargjald og svo má ekki gleyma gjaldinu þvf, sem ekki mun minst, þ. e. það sem gengur til innlendra og útlendra kaupmanna og þjóna þeirra allra. Eg þekki bændur, sem hafa 4—6 ómaga og jafnvei fleiri og lífs- stofn þeirra er : um 100 kindur, (60 ær, 10 geldkindurog um 30 gemlingar), 2 kýr og 2 hestar. Af þessum 60 ám eru 20 leiguær, og þarf að gjalda af þeim 30 kr. í leigu. í útgjöldum áð- ur töldum þarf að greiða um 150 kr. og er þó ekki meðtalið þar í bruna- bótagjald, og ekki það sem rennur í vasa kaupmanna, sem maður ekki veit hvað mikið er í raun réttri. Það verða þá með leigunni af 20 ám 180 kr. útgjöld. sem hægt er hér að telja á þessu litla búi. Hvernig skyldi nú annars embættismönnunum 1 landinu lítast á, ef þeir þyrftu að lifa af svona litlu? Á þessu — já minna en þessu lifa nú margir bænd- ur í landinu fyrir sig og sina og gera þó oft gott náunga sínum af þessum litlu efnum. Svo bætist nú við út- gjaldaliðinu þegar þarf að fara að kenna börnunum, fæði handa kennara og laun hans o. fl. — Það skal því engan undra, sem íhugar það rétt, þó kveinað sé og kvartað af bændum, þegar útgjöld aukast, þó þeim sé illa við ýmis konar bitlinga úr sjóðunum, sem þeir þurfa að leggja í, þó þeim sé illa við fjðlgun embættismanna og hærri laun handa þeim og svo loks eftirlaun á laun ofan handa öllum þessum. — Nú geta ekki prestarnir lifað og sveizt með bændunum upp á gamla mátann lengur. Peim er dá- litið fækkað, hækkuð laun þeirra og eiga svo að hafa meira að vinna en áður, en flestir þó að likindum, sem vinna engu meira en áður, allia sízt þó að barnauppfræðslunni, sem var ein- mitt í þelrra verkahring eða hefði átt að vera, þvl þá gátu þeir haft nóg að starfa yfir veturinn, þótt um- dæmi þeirra hefði verið að eins hver einstök sveit, og við það mátt spara aukamenn við það starf, en láta laun- in ganga til þeirra til að bæta upp „brauðið" (o: kenslulaunin). — Og þá hefðu menn þó loks fengið vel mentaða kennara. — En nú er útlit á, að í landinu sé að myndast nýr embættismannahópur, kennarar, með auknum launum, sem prestar o. fl. Pví þá ekki að fara að hafa þá fyrir guðsorðsprédikara líka? Megum vér við því, að fjölga svo embættismönn- unum? Pað er ekki sama „Gósen- land“ hér, sem sum löndin handan við hafið. Náttúran tekur mann mýkri tökunum þar, og margt er þar hægara við að eiga. — Pví er nú ekki farið til að taka annars beizlið fram af klárnum í kirkjumálunum ? Stafar drátturinn að eins af hræðslu um að prestarnir muni þá ekki hafa atvinnu þá sem þeir nú hafa? Á því mun engin hætta. Liti raenn að eins til ýmsra félaga, sem myndast í landinu af frjálsum vilja t. d. Goodtemplara-og Ungmenna- félaganna. Og þannig lagaður félags- skapur er þúsund sinnum skemtilegri og gagnlegri en lagaskipanir. Ping- ið ætti að fá sóknunum allt kirkju- vald í hendur, og umráð yfir eignun- um, og svo styrkja kirkjufélögin ef með þyrfti. Engan biskup að hafa. Prestaskólaforstöðumaðurinn gæti ver- ið í stað hans. Hvort að losnaði um bönd Lúterstrúarinnar varðar náttúr- lega þingið ekki um, því hver á frjálst að trúa því, sem hann trúa vill, enda ekki neitt víst að menn alment kæri sig um að halda sig við aðra trú fremur en Lúterstrúna. — Lágt leggjast þeir og flatmaga sig í skammarsorpinu sumir leiðtogarnir, sem þykjast vera, nú um stundir, gegn stjórninni. Pað hefði víst þótt Ijótt og vítavert orðbragð af álþýðu ölluppnefnin, sem ráðherrahefirfengið. Það gerir mann steinhissa að „læið- ir menn“ leggja sig við slíku. Svo- leiðis uppnefni muna menn vist ekki að neinn einn maður hafi verið nefnd- ur. Pað er verra en ódældar götu- strákar láta fara fiam úr sér. Fyr má nú finna að en gera það svo. Slíkt getur aldrei orðið til að bæta fyrir eða friða, og er þó ófriðurinn nógur samt; ekki rekur það eftir Dön- um um að gefa eftir, meðan svo gengur hér á landi. — Og ekki leggjast þeir grynnra í sorpinu á sinn hátt, sem vilja halda vínflóðinu á landinu og við það, í stað þess ef mögulegt væri með lög- um að veita því í burtu. Feir þekkja þó vonandi, margir af þeim, marga hörmung sem vín heflr vaidið; margur peningur heflr fyrir það eyðst, mörg konan fellt tár af hvarmi vegna víns. Já mörg konan (og margt barnið) ver- ið nakin svöng og klæðalítil, vegna víns og margt lífið týnst vegna þess. Ójá, maður þekkir sitt hvað í þessa áttina, t. d. manninn sem byrjaði að drekka á 17. árinu. Hann átti þá um 70 fjár, margt af því sauðir, Allt var það eytt áður en hann náði tvltugs aldri. Eitt árið tók hann út í reikning sinn 1 tunnu af brennivíni alls, fyrir utan annað vín, og fyrir utan vín sem hann keypti beint fyrir peninga út í hönd. Móðir hans, góð og greind kona, drekkti sér útaf óreglu þessari. Faðir hans varð rugl- aður, af sinni ofdrykkju og sonarins, og dó 1 eymd. Sonurinn hefir nú ver- ið ræfill undir 40 ár. að flækjast manna á milli. — Það er meira en orð nær yfir, að nokkur skuli geta gerst málsvari þess, að haida þessu við í landinu, ef hægt væri að reka það i burtu. Feir geta ekki gert það með rólegri og góðri samvizku; það eitt er þó víst. — Eg minnist dáiítið á verzlun fyrst í bréfi þessu. Matvara er dýr hér víðast hvar, t. d. hjá Ö. & W. versl- un mun hún þannig; Rúgur 24 kr. tn., rúgmjöl 25,00, bankabygg 26,00, hrísgrjón 36,00, baunir 36,00 og hveiti 40 kr. tunnan. Fyrir ullatpundið gef- ur sú verslun 75 aura. Fiskur: 16, 13, 10, (ýsa) pd. Nei, verziunin er þungdræg fyrir bændur nú, og mundi það bezta ráð- ið að fara að minka viðskiftin, kaupa minna, en reyna að notfær.-. sér sem bezt það sem maður framleiðir sjalfur. Viðskiptahagnaðurinn sýnist fremur lenda í yasa kaupmanua, rac« lendra og útlendra, en bænda sjálfra í í landinu. Og það sem menn verzla, ætti ekki vera annað en það sem menn reka með kaupfélagsskap á sem kostnað- ar minstan hátt sem auðið er — og með sem haganlegastri og beztri stjórnsemi. — Eitt var það enn sem mig langaði til að minnast á. Oft hefir sú spurning hreyft sér í huga mínum, hvernig á því búskap- arlagi og stjórnsemi standi, að iandið skuli ekki treysta sér að leggja út i að kaupa 1 strandferðabát og svo bæta við smátt og smátt. Eftirlauna- fúlgan mundi t. d. draga langt til þess. Hún er víst 120 þús. á fjárhagstíma- bilinu. Og ekki dettur mér annað i hug en að Thor. E. Tuiinius hafi viljað landinu aiít hið bezta með tilboði sínu. En það kann vera að félagið hafi þurft að fá einhvern dá’ítið vel styrkan í félag við sig, t. d. allt ís land. Sumir fá ekki skilið að það hefði ekki átt að hafa ráð á því að ganga í félagið, eins og árlega að kosta nokkrum tugum þúsunda í hið Sameinaða, en eignast samt aldrei eitt einasta skip. Thoie hluthafar og ísland hefði átt að geta kept við það féiag. Einstakir menn og félög kaupa sór gufuskip, þvi getur þá ekki ís- land farið að eignast eina fleytu? Z. Látinn er suður á Þýzkalandi í Altoná, Einar Bessi Baldvínsson, son- ur Baldvins Einarssonar, hins merka og nafnkunna landa vors, er andaðist í Kaupmannahöfn 1833 á alt of ung- um aldri. Einar var kominn á 79. aidursár. Dvaldist hann á Þýzka- landi allan aldur sinn, nema nokkur ár i æsku hór á landi. Hann var lengi tollheimtumaður í Altona. Kvæntur var hann danskri konu, og er sonur þeirra, Baldvin, stjórnarráðs* embættismaður i Berlin. Þeir feðgar komu skemtiferð hingað til lands í fyrra og áttu þá vikudvöl í Reykjavík hjá frænda sínum, Páli borgarstjóra Einarssyni. Lagaskólinn. Aukakennara á að setja þar með 1600 kr. ársiaunum. Um það starf hafa sótt þessir lögfræðingar: Björn Pórðarson, Magnús Guðmundsson, Bogi Brynjóifsson, Magnús Sigurðsson og Jón Kristjánsson. Yatnsveitan hér í bænuin er nú það á veg komin, að byrjað er að grafa fyrir pípunum ofan úr Lækjarbotnum. Vinna um 50 verkamenn að því á degi hverjum. Yfirmaður við vinn- una er Sigurg. Gíslason vegaverkstjóri. Heflr hann brugðið lítið eitt út af fyrirætlun verkfræðingsins (Th. Kr.), þessari sem hann sagði sjálfur um, að ekki mætti byggja á til fuilnustu, og verður sú breyting sýniiega tii þess að spara fé og fyrirhöfn. Járn- smiður Ingvar Vigfússon frá ísaflrði er ráðinn til þess að koma fyrir pip- unum i skurðina, og er hanu kominn hingað til bæjarins.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.