Alþýðlegt fréttablað - 29.07.1886, Blaðsíða 4
4
þarf að breyta ntg. blaðanna þannig, að
stækka ritgjörða blöðin og fækka þeim, en koma
npp fréttablöðum. Nóg væri að hafa eitt
þjóðblað í Keykjavík (t. d. tvöfalt að stærð
við Þjóð. eða ísaf., er kæmi út 2 í viku) er
gæti tekið eins mikið af ritgjörðum og hin
bl. öll nú flytja. Væri því vel stjórnað, gæti
það orðið betra en öll þessi smáu til samans,
og þó hálfu ódýrara, ef það væri viðlíka út-
breitt (varla yfir 10 kr. árg.). En svo ætti
eitt lítið alþl. frbl. að koma út í hverjum
fjórðungi landsins. G-ætu þau tekið fréttir
hvert úr sínu nágrenni, hvert eptir öðru,
eptir þjóðblaðinu í Rvík og útl. blöðum, og j
af þeim gæti nálega hver maður keypt eitt ;
eintak, en stærri kaupendurnir mundu kaupa j
þjóðbl. að auki. En hvort þessí breyting
kemst á i fljótu bragði, það er annað mál. j
Þjóðin verður sjálf að hjálpa til þess með j
tímanum. — Ef eg ætti að skipa fyrir um
slíkt, mundi það verða á þessa leið: Eg á-
lít ritstj. í Kvík alla fremur liðlega og vil
að þeir geti notið sín. Vil þá láta B. J. !
gefa út þjóðblaðið, og hafa Gf. P. fyrir að-
stoðarmann. Þ. J. vil eg senda vestur á
ísafjörð. — Þeir þurfa góðan vekjara Vest-
firðingarnir. — V. Á. ætti að afleysa ritstj.
„Austra“. Á Akureyri vil eg láta gróðursetja
einhvern „kynja-kvist“ úr Þingeyjarsýslu, er
breiði greinar sínar út yfir norðurland. Þó
ritstj. „Alþl. frbl.“ tilvonandi sé ólærður
maður, ætti hann að geta gefið út slíkt bl.
í Rvík, því fremur sem þar kæmi einnig út
annað fullkomnara blað.
Sú viðbára mun hafa mætt boðsbrjefinu að
„Alþl. frbl.“ almennt hér um nágrennið, að
menn geta eigi keypt það í þessu ári fyrir
fátækt og eymdarskap, annað væri nauðsyn-
legra að kaupa, o. s. frv. Það er svo langt i
frá, að það megi álíta ráðlegt, að hver fá-
tæklingurinn kaupi mörg blöð; og þeim sem
ekkert kaupa óþarfara, yrði jafnvel ekki láð,
þótt þeir ekkert blað keyptu — og er það þó
nálega hið sama sem að vera fyrir utan
heiminn —; en því miður munu fátæklingarnir
ekki vera búnir að venja sig alveg af að eyða efnum
sínum í sumt það, sem óþarfara er og skaðlegra en
blöðin, en vaninn gjörir það að verkum, að menn finna
ekki til þess. Dæmi: Að brúka neftóbak er álitið ó-
siðlegt, óþarft og skaðlegt, en af vana finnst mönn-
um það nauðsyn og eyða því margir miklu fé til þess.
Laglega rituð blöð eru álitin lífsnauðsynleg og ómiss-
andi hjá öllum siðuðum þjóðum, og fárra ára vani
gjörir blaðakaup að meiri nauðsyn en munaðarvöru-
kaup. Tóbaksmenn, sem farið hafa til Ameriku, hafa
eptir 5—6 vikur verið búnir að venja sig af að „taka
í nefið“, en siðaður maður, sem orðinn er vanur að
lesa fréttablöð, getur ekki vanið sig af listlnni til að
vita hvað við ber í heiminum kringum hann. Ætli
það væri ekki eins hollt að kaupa dálítið fréttablað
fyrir 2 eða 3 krónur eins og 2 pund af tóbaki eða 2
flöskur af vínföngum?
Á.: Jú, það held eg nú reyndar. En nú höfum
við flestir blöð, lesum hver hjá öðrum, og alla vega,
svo þetta er að „bera í bakkafullan lækinn“.
B.: En margír kaupa þó ekki bl., og sumir tefja
sig töluvert á þvi að ganga til nábúa sinna og snikja
frjettir úr blöðunum. Tilgangurinu með „Alþl. frbl.“
er því sá, að gefa slikum mönnum — og þeim sem
ekki kæra sig um að kaupa langar ritgjörðir ogblaða-
þras með fréttunum — kost á að vita hið helzta sem
við ber, einkum innanlands, án þess að sækja það til
nábúa síns, eða verða jafnframt að kaupa ýmislegt
annað dót, sem þeim er minna um gefið.
Kosin nefnd í stj.sk.málið (30./,.): Sig. Jónss. 22,
B. Sv. 21, Sig. Stef. 19, Þorv. Ker. 18, Lárus H. 17,
Þór. Böðv. 17, Einar Th. 16. atkv.
ísai'old frá 21. þ. m. hefir inni að halda ritgjörð
frá Eiríki Magnússyni um bókhleðufyrirmynd, hans.
Hann stingur upp á að reist yrði eitt aðal-safnhús
með því formi fyrir öll listaleg og vísindaleg söfn
landsins. Betur að því yrði komiðí verk, og það sem fyrst.
AUGLÝSINGAR.
Þórunn A. Bj arnardóttir, yfirsetukona, býður sæng-
nrkonum í Bvík og þar i nánd aðstod sína. Hún
heflr verið skipuð í emb. á 4. ár og unnið hylli allr kvenna
sem hún hefir aðstoðað. Hún býr í Þingholtsstræti 15.
Eptir sláttinn í sumar og í haust, gef eg mönnum
hér nærlendis kost á, að veita forstöðu jarðabótastörf-
um, svo sem sléttum, ræslu, girðingum o. fl., ef ein-
hver kynni að vilja nota það. Einnig veiti eg leiðbeining.
ar í jarðrækt ef þess er óskað. Björn Bjarnarson.
Útgefandi: Björn Bjarnarson.
Pi’entað hjá Sigm. Guðmundssyni.