Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1912, Page 2

Norðurljósið - 01.05.1912, Page 2
34 Norðurljósið Líka var þar kaþólskur prestur, sem varaði þá oft við því að dómur myndi vissulega koma yfir þá, ef þeir bættu ekki ráð sitt; en þeir skeyttu því ekki. Það er sagt, að á föstudaginn langa, það ár sem bærinn eyði- lagðist, tóku nokkrir bæjarbúar svín og leiddi það út á torgið og krossfestu það, til þess að sýna hatur sitt og fyrirlitningu á Drottni Jesú Kristi. Svo djúpt getur hið mannlega hjarta fallið, þegar það er einu sinni farið af vegi Ouðs. En endirinn kom hastarlega. A minna en þrjátiu sekúndum voru hinir 40,000 borgarmenn kallaðir í burtu frá syndum sínum og löstum, til að bíða með örvæntingu þeirrar stundar, er þeir urðu að standa honum reikningsskap, sem þeir hötuðu og smánuðu hjer á jörðu. # * * Pompeii var forðum skemtistaður, þar sem rómversk- ir ríkismenn dvöldu sjer til hressingar, og er sagt, að hinar ógurlegustu og ónáttúrlegustu syndir væru þar framdar. Árið 63 eftir Kristi kom mikili jarðskjálfti, sem eyðilagði mikinn part af bænum, en menn bygðu hann upp aftur og bráðlega hafði hann 30,000 íbúa. En þ. 24. ágúst árið 79 gaus eldfjallið Vesúvíus ösku og eldhrauni yfir hinn dauðadæmda bæ. Bærinn var ekki aðeins gereyðilagður, heldur varð hann alveg hulinn hrauni, svo að menn vissu ekki í nærri því seytján hundruð ár hvar bæjarstæðið mundi vera. Aðeins örfáir komust undan hinum voðalega straumi elds og ösku. * * * Árið 1748 var bóndi nokkur ítalskur að grafa brunn, nokkrar mílur frá Naples; þá kom hann ofan á skraut- legt herbergi, langt niðri í jörðinni, með líkneskjum og fleiri forngripum. Þá fóru kunnugir menn aðrann- saka staðinn, og fundu hina fornu Pompeii aftur. Heil hús og jafnvel heilar götur hafa nú komið fyrir sjónir manna aftur, og menn hafa fundið þar margt, sem er til ómetanlegs gagns fyrir fornfræðinga. Á meðal annars fanst standandi beinagrind við inn- gang eins hússins. Á hauskúpunni var hjálmur og í hendinni spjót, sem sýndi að þetta voru ieifar af róm- verskum hermanni. Þegar hið ógurlega eldregn dundi yfir bæinn, og alt var í uppnámi, á meðan allir hlupu eitthvað burtu til að reyna að bjarga sjer, hefir hann staðið kyr og gætt skyldu sinnar. Það er sagt, að það hafi verið hlýðni og trúmenska hinna rómversku her- inanna, sem hafi unnið Rómverjum hið volduga ríki sem þeir stjórnuðu, og hjer höfum vjer vitnisburð um það. Honum var sagt að bíða og vaka þar, og — hann hlýddi, jafnvel þótt himnarnir steyptu eldi yfir hann! Margir rómverskir hermenn höfðu tekið kristna trú, og það má vera að hann hafi verið einn þeirra, og hafi þess vegna ekki verið hræddur við dauðann. Ekkert vissi hann um það, að heimurinn mundi dást að trúmensku hans og sjálfsfórn jafnvel eftir átján hundruð ár, nje heldur að hann yrði fyrirmynd sem mundi hvetja marga til að vera trúir í stöðu sinni hvað sem að höndum ber. í 1669 ár vissu menn ekk- ert um hreystiverk hans, en nú er það opinbert. Mjer er ekki kunnugt um, hvort það finnst nokkuð þessu líkt í rústum annara hinna eyðilögðu borga sem nefndar hafa verið, en eitt veit eg, — að dagurinn kemur, þegar Drottinn »mun leiða það í ljós, sem í myrkrinu er hulið, og opinbera ráð hjartnanna. Og þá mun sjer hverjum (ráðsmanni Drottins) hlotnast lofstír af Guði« (I. Kor. 4. 5.). Það var enn margt annað sem fanst í Pompeii.. Margar beinagrindur voru svo vel geymdar, að hægt var að sjá, hvað mennirnir voru að aðhafast, er dauð- inn kom snögglega yfir þá. En jeg ætla aðeins að drepa á eitt, sem vakti atkygli mína er jeg las um það. Á húsvegg einum fundust nokkur ósiðleg orð, rituð á latínu, sem líklega hafa verið skrifuð rjett áður en eld- gosið byrjaði. Auðvitað hefir þeim, sem ritaði þau,. ekki komið í hug, að menn mundu eftir mörg hundruð ár lesa hina fyrirlitlegu tilraun hans til að spilla sið- ferði annara. En þó hann risi upp frá dauðum í dagr gæti hann ekki tekið þau aftur. Eins er því farið um hvert einasta orð, sem vjer segjum eða ritum. Alt verður opinbert. Kristur segir sjálfur: »Sjerhvert ónytjuorð, það er mennirnir mæla,. fyrir það skulu þeir á dómsdegi reikning lúka<. (Matt. 12. 36.) Það getur vel verið, að vjer höfum gleymt flestum. þeim syndum, sem vjer höfum drýgt, en »það, sem maður sáir, það mun hann og uppskera* (Galat. 5. 7.)• hvort sem því er sáð í holdinu eða andanum. Þegar Guð tekur í burtu hraun aldanna, sem hylur syndir tnanna, þá ntun hann >>dæma heimsbygðina með rjettvísi af manni er hann hefir þar til kjörið, og gaf öllum fullvissu um það, með því að reisa hann frá dauðum« (Post. gern. 17. 31.) Það er svo óendanlega miklu betra en að reyna að gleyma syndum sínum, að kannast við þær frammi fyr- ir Guði, og láta hann hylja þær, svo að þeirra verði ekki minst að eilífu. »Sælir eru þeir, sem afbrotin eru fyrirgefin og syndir þeirra huldar. Sæll er sá maður sem Drottinn tilreiknar ekki synd«. (Róm. 4. 7,- 8.) »Blóðið Jesú Krists, Guðs sonar, hreinsar oss af allri synd« (I. Jóh. 1. 7.) * * * „Drottinn gekk fram hjá, og mikill og sterkur stormur, er tœtti fjöllin og molaði klettana, fór fyrir Drotni, en Drottinn var ekki i storminum. Og eftir storminn kom landskjálfti, en Drottinn var ekki i

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.