Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1912, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.05.1912, Blaðsíða 3
Norsurljósib 35 landskjálftanum; og eftir landskjálftann kom etdur, en Drottinn var ekki i eldinum; ]en eftir 'eldinn kom bliður vindblær . . . Þá barst rödd\að eyrum honum (Elia)". (I. Konungabók 19. 11.-12.) Við alla, sem vilja heyra, talar Drottinn með hinni blíðu rödd kærleika síns. »Komið til mín, allir þjer, sem erfiðið og eruð hlaðnir þunga og jeg mun veita yður hvíld«. — »Ouð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vjer enn vorum í syndum vorum.« >Því svo elskaði Guð heim- inn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.« Leitum hans þá allir í náð, en bíðum ekki dómsins. Leyndardómur pýramídanna. Pýramídi er ferstrendur skeintoppur, og nafnið á vanalega við þau miklu mannvirki, sem finnast í sum- um fornum menningarlöndum, og sem voru gerð fyr- ir mörgum öldum af fornþjóðunum. Einkum eru það pýramídarnir í Egyftalandi, sem menn eiga við, er nafnið er nefnt, og vjer ætlum að lýsa stuttlega þess- um feiknastóru minnisvörðum, sem standa á bökkum Nílfljótsins, og sem eru svö gamlir, að enginn veit með neinni vissu, hversu margar aldir eru liðnar síðan þeir voru bygðir. F*að má telja alls sextíu pýramída við Nílfljótið, en flestir eru þeir smáir í samanburði við þá stærstu og hafa ekki vakið mikla eftirtekt. Aðallega eru það þrír þeirra við Ohizeh, sein menn kalla >pýramídana« án þess að taka tillit til þess, að aðrir sjeu tii. Það eru skiftar skoðanir um aldur þessara pýramída, en lítill vafi leikur á því, að þeir sjeu elstu bygging- arnar sem til eru í víðri veröld. Mörgum ber sarnan um, að þeir muni vera um 4000 ára ganilir, og er margt sem virðist staðfesta það. Nokkrir segja að þeir sjeu 5000 ára eða meira, enda reynist það æfinlega svo, er menn geta sjer til um aldur fornra bygginga og minnisvarða, að þeir reikna alt of hátt, og nákvæmari rannsókn sýnir það og sann- ar nærri því í hverju einasta dæmi. Pýramídarnir eru allir tilbúnir með mestu nákvæmni, samkvæmt stærðfræðislegum og stjörnufræðislegum regl- •um. Undirstaða þeirra er nákvæmlega ferhyrnd, og hin- ar fjórar hliðar snúa nákvæmlega á móti norðri, suðri, austri og vestri. Sumir álíta að þeir hafi vérið notaðir meðal annars sem nokkurskonar stjörnuturnar, enda er í stærsta pýramídanum ákaflega löng pípa (171 álnir á lengd), sem miðar á þann blett stjörnuhiminsins, þar sem pólstjarnan var fyrir 4000 árum, þá er ætlað að pýramídinn hafi verið bygður. Stærsti pýramídinn er 220 álnir á hæð, en hliðarnar eru 284 álnir. Annar er nærri því eins hár, en hinn þriðji er meira en helmingi minni. Það hefir verið reiknað út, að það hefir þurft meira en 6,840,000 smá- lestir af steini til að koma stærsta pýramídanum upp! Samkvæmt frásögn Heródóts, hins mikla sagnfræðings liðinna alda, unnu 100,000 manns í 10 ár til þess að búa til veg, 1500 álna langan, svo að hægt yrði að flytja steinana frá grjótnámunum. Svo vann þessi mikli fjöldi enn í 20 ár til að byggja pýramídann. Heródót segir svo frá, að hann hafi fundið á pýra- mídanum steintöflu, sem ritað var á fjárhæðin, sem borguð var fyrir radísur, lauka og geirlauka handa verkamönnunum. Nam hún 5,580,000 króna ; og þó hafa þeir líklega borðað eitthvað meira en radísur, lauka og geirlauka! Ekki geta menn verið alveg vissir uin, í hvaða til- gangi þetta alt hafi verið gert, en að líkindum hafa pýramídarnir verið notaðir af konungunutn sem leyni- legir stjörnuturnar á meðan þeir lifðu og sem graf- hvelfingar, er þeir voru dánir. Oömul munnmæli sögðu svo frá, að Egyftar hafi stund- að stjörnufræði í leyni mörg hundruð árum áður en aðrar þjóðir þektu hana. Það er því líklegt, að hinir egypsku konungar hafi fyrir alla muni viljað ganga svo frá pýramídanum, að enginn gæti brotist inn. A hinn bóginn er það alveg víst, að þeir voru notaðir til að geyma lík konunga Egyptalands; likkistur úr granít- steini hafa fundist í þeim, og auk þess er margt, sem ritað er með myndaletri, sem ber vott um það sama. Inngangurinn í stærsta pýramídann er um 24 álnir frá jörðu á norðurhlið hans og það er álitið, að hann hafi verið þannig úr garði gerður, að það hafi ekki verið hægt að sjá hann eða finna, nema af þeim ein- um, sem þektu leyndardóminn. Þegar komið er inn, er langur gangur á ská, djúpt niður í jörðina, eða um 45 álnir undir grunni pýramídans: þar er hvelfing 23 álna löng og 13 lh alin á breidd. En þegar menn koma 30 álnir niður frá innganginum er annar gangur út úr honum sem liggur skáhalt upp á við, þangað til kom- ið er að nokkurskonar höll, 14 álna hárri. Þessi höll er líka á ská, og upp af henni er »herbergi konungs- ins«, sem kallað er. En undir eins og menn koma í höllina, sjest annar langur gangur (54 lh alin á lengd) sem liggur lárjettur til herbergis í miðjum pýramídan- um, sem heitir herbergi drotningarinnar«. Herbergi

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.