Norðurljósið - 01.08.1912, Qupperneq 8
64
Norðurljósið
Eyrun-
Næst augunutn virðast eyrun vera hin furðulegasta
sköpun hins alvitra Ouðs. Hljóðhimnan, hamarinn og
steðjinn — að jeg nefni ekki meira — bera öll svo
glöggan vott um fyrirhyggju skaparans, að það er hjer
um bil ómögulegt að skilja, hvernig andlegur sljóleiki
getur náð svo háu stigi hjá mönnum, að nokkur, sem
þekkir þessi dásemdarverk, skuli geta efast um það að
persónulegur skapari hafi búið þau til.
Ætlunarverk mitt er samt ekki að lýsa heyrnarfær-
unum, heldur að benda á það, sem getur komið fyrir
þau, og sem mönnum er gefið að lækna, ef þeir vita
hvað helzt á að gera til þess.
Jeg fylgi sömu aðferð og þegar jeg var að tala um
heimilislækningar við augun, nefnilega: (1) að gera
við slysum, sem kunna að koma fyrir eyrun, (2) að
nefna ráð til þess að lina eða bæta eyrnasjúkdóma og
(3) að ræða um heyrnina alment og um heyrnarleysi.
Slys.
I þeim löndum, sem opt er leikinn fótknattleikur*,
og í Ameríku, þar sem mjög harður knattleikur, sem
»base-ball« heitir, er tíður, kemur það ekki ósjaldan
fyrir, að eyrað (eyrablaðið) er rifið nærri því' laust frá
hötðinu, enda nota hinir gætnari þátttakendur litla húfu,
sem verndar eyrun fyrir slíku óhappi. Slíkt slys kem-
ur auðvitað sjaldan fyrir hjer á landi, en þó er rjettast
að nefna það. Það sætir furðu, hvað eyrað grær fljótt
og vei, og stundum jafnvel er vonlaust virðist vera að
haldamegi eyranu lifandi. Þessvegna eiga menn að hreinsa
sárið vel með volgu vatni, og binda um eyrað svo vel
sem hægt er, þangað til læknirinn kemur.
Það kemur ekki oft fyrir, að hljóðhimnan rifni. Högg
á eyrað sprengir hana mjög sjaldan, og sama er að
segja um háa hvelli. Ef menn heyra illa á eftir höggi
* Hjer er ekki átt við þann knattleik, sem þekkist hjer á landi, sem
er nefndur á erlendu máli „Association football", heldur við harðari
leikinn, þar sem menn leggja hendur hver á annan, til þess að ná
knettinum, og heitir „Rugby footbalK
eða hvelli, er það optast fyrir áreynsluna á heyrnar-
færin yfirleitt, en bendir sjaldan til þess, að hljóð-
himnan sje rifin. Hún rifnar þó stundum, þegar menn
stinga oddmjóu verkfæri inn í hlustina. Það á aldrei
að stinga neinu í eyrað, hvorki til að hreinsa það nje
heldur til að ná úr því neinu, sem farið hefir inn í
hlustina; verður seinna bent á ráð til þess að ná úr
eyranu því, sem inn í það kann að komast. Þegar hljóð-
himnan rifnar, finnur maður mikið til fyrst, það blæð-
ir úr hlustinni og ntaður heyrir ekki með því eyra.
En það batnar vanalega fljótt, og hljóðhimnan grær
aftur, enda þurfa læknar stundum beinlínis að skera
gat á hana t sumum eyrnasjúkdómum. Sjúklingurinn
þarf samt að halda algerlega kyrru fyrir í nokkra daga.
Þeir sem hafa börn undir hendi, eiga að muna vel
eftir því, að það er mjög skaðlegt að berja börnin á
eyrun.
Það kemur oft fyrir, að börn láta eitthvað inn í hlust-
ina, og getur það oft verið mjög skaðlegt, ef því er
ekki náð strax út. Það veitir ekki af að endurtaka með
áherslu að það má ekki notá oddmjótt verkfœri, eða
neitt stint, til að ná nokkru úr eyranu. Þegar hægt er
að sjá hlutinn, er mikil freisting að gera þetta, en það
er nærri því óhjákvæmilegt að barnið hreyfi höfuðið á
meðan, og þá ýtist hluturinn lengra inn í hlustina.
Bezta og tryggasta ráðið er að sprauta aðeins volgu
vatni í eyrað, og ef ekki er hægt að ná því með þessu
móti, verður það að bíða þangað til læknishjálp fæst.
Ef lítil fluga eða eitthvert annað skorkvikindi kemst
inn í hlustina, skríður það oftast nær út aftur sjálfkrafa,
ef menn hella fáeinum dropum af bómolíu inn í hlust-
ina. Ef flugan kemur ekki út, þá er það líklega af því,
að hún befir kafnað af olíunni; á þá að sprauta volgu
vatni inn í hlustina, til þess að skola henni út. (Framh.
^loRÐURLJÓSIÐ kemur út einusinni á mánuði, og verð-
ur 96 blaðsíður á ári. Árgaugurinn kostar 50 aura og
borgist fyrir fram. Menn mega senda útgefandanum
verðið í óbrúkuðum frímerkjum.
Ritstjóri og útgefandi: Arfhur Gook, Akureyri.
(Afgreiðslumaður blaðsins á Isafirði er hr. James L. Nisbet.)
Prentsmiðja Odds BJörnssonar.