Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1913, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.01.1913, Blaðsíða 5
Norburljósib 5 Heimilislœkningar. Ein blaðsiða i hverju tölublaði „Norðurljóssins" verður notuð iil að flytja greinar um heimilislækningar og nauðsynlegar leiðbeiningar um, hvernig á að fara rjett með heilsuna, eins og verið hefir í 1. árgangi. Það hejir komið í Ijós, að eigi var vanþörf á slikum leiðbeiningum, og hafa þessar „heimilislœkningar“ orðið mjög vinsœiar. Geri jeg mjer far um, að vanda þessar greinar sem mest, til þess að þœr verði að sem mestu gagni, og jeg œtla ekki að gefa neinar ráðleggingar, sem ekki eru staðfestar af áreiðanlegum sjerfrœðingum í lœkn- isvisindum. Jeg endurtek það, sem jeg ritaði . J. grein um heimilisíœkningar, (I. árg.) að það er langt frá œtlun minni, að þœr komi að öltu leyti í staðinn fyrir lœknisráð; þœr eru aðeins gefnar til þess, að menn viti betur, hvernig þeir eiga að fara með likama sinn, og til þess að þeir geti gripið til góðs ráðs, þegar á liggur, og á meðan lœknirinn er sótiur. Jeg bið heíðraða lesendur að minnast þess, svo að það valdi engum misskilningi. Ritstj. XIII. Hárlos. Hárlos getur komið af ýmsum orsökum, en aðallega valda því: elli, mikil veikindi eða þung sorg. Pað kemur og opt fyrir eftir barnsburð, en þá er það ekki langvint, og hárið vex vanalega aftur alveg eins og áður. Svo eru og nokkrir húðsjúkdómar, sem hafa hárlos í för með sjer, þegar þeir eru á höfðinu. Kvenfólki er hætt við .að fá hárlos, ef það lætur hárið vera laust á næturnar eða á hinn bóginn, ef hárið er bundið of fast. Ef menn hirða hárið vel á meðan þeir hafa góða heilsu, er síður ástæða til að óttast að þeir missi hárið eftir veikindi eða áreynslu. Það á ætíð að þvo hánð .að minsta kosti eiuu sinni á viku; þá má bæta eggja- rauðu í vatnið til þess að fá froðu, eða nota góða sápu. Það er gott að greiða hárið og bursta vel með hárbursta kvöld og morgna. Það er álitið orsökin til þess, að karlmenn verða oftar sköllóttir á unga aldri en kvenmenn, að þær greiða og bursta hárið miklu oftar heldur en þeir. Yfirleitt er ekki nauðsynlegt að bera neitt í hárið, nema það sje of þurt; þá nota sumir vaselín t' hárið, •og gefst það vel. Ef hátið losnar, en nýtt hár kemur strax í staðinn, er oft hægt að bæta það, með því að þvo hárið, greiða og bursta, eins og áður er sagt. Ef nýtt hár kemur ekki aftnr, á að láta klippa örlítið af hárinu, á hverjum mánuði, og ef hárið er að verða gisið, er gott að þvo það einstöku sinnum úr köldu vatni að kvöldi til, þurka það vel og binda svo vasaklút um höfuðið og hafa hann alla nóttina. Önnur aðferð, sem hefir reynst mjög vel, er að nudda alt höfuðið hægt rneð ediki (ekki sterkari en notað er með mat) í fimtán mfnútur, þurkar svo hirið og nudda ‘það úr bómolíu f fimtn mínútur. Þetta er gert um leið og háttað er, og hárið er svo þvegið næsta morgun úr vatni, með góðri sápu. Þetta er gert á hverju kvöldi, svo sem 4-5 sinnum. Menn mega nota heitt eða kalt 'Vatn til að þvo höfuðið, eftit óskum, en ef heitt vatn er notað, þá ber altaf að skola höfuðið á eftir snöggvast með kolau vatni; annars er hætt við að maðuritin fái kvef. Þessi regla á altaf við, þegar höfuðið er þvegið, en.ekki aðeins þegar búið er að bera edik og bómoliu í höfuðið. Það eykur vöxt hársins að nudda hörundið á höfðinu með fingrunum svo sem fimm mínútur kvöld og morgna. Þegar hárið losnar eftir veikindi, er nauðsynlegt að fá ráðleggingar og meðöl hjá lækni til að styrkja sjúkling- inn, og hann á að hafa gott fæði. Þá ætti hárlosið að batna um leið og kraftarnir aukast. Eins og þegar er getið, getur hárlos verið afleiðing af sumum húðsjúkdómutn. Yfirlcitt er það þá ekki annara meðfæri en lækna að bæta það. Samt verður minst á þau ráð, sem óhætt er að gefa, þegar farið verður að ræða húðsjúkdóma hjer í blaðinu. A8 uppræfa hár. Menn spyrja stundum, hvort ekki sjeu til meðöl til þess að uppræta hár, sern er ofaukið, sem vex, t. d. á andlitinu á kvenmönnum og sem þeir vilja helst losast við. Dr. Wilson, sjerfræðingurinn mikli í húðsjúkdómum, ritar á þessa leið: „Til eru í sölubúðunum meðöl, sem er sagt að geti upprætt hár. Ett þau geta ekki gert það í raun og veru, því að rótin og alt það af hárinu, sem er undir yfirborði hörundsins, er eftir alveg eins og áJur, og sprettur upp með nýjum krafti, undir eins og ntenn hætta að nota áburðinn. Að því leyti er áburðurinn ekki betri en rakhnífur, og án efa er hið síðarnefnda betra og vissara. . . . Þegar alt kemur til alls, er vissasta að- ferðin að nota litla töng og hafa mikla þolinmæði við það." Elestir eru þessum lækni samdóma. Einasta vissa að- ferðin er að lýna hárin upp eitt og eitt í senn með lít- illi töng; en til þess að það verði ljettara, á að þvo hörundið á þeim parti úr heitu vatni, sápulausu, tvisvar eða þrisvar sinnum, með stuttu millibili, áður en farið er að týna upp hárin,

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.