Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1913, Qupperneq 7

Norðurljósið - 01.05.1913, Qupperneq 7
Norburljósið 39 o o © o o a ccoscec©©©©©©©© • • • • Er biblían ábyggileg? (Framliald.) VI. Örkin hans Nóa. Fyrir nokkrum árum var smíðaO mjög einkennilegt skip í hinni konunglegu skipasmiðju í Kaupmannahöfn. Það var eftirlíking af örkinni hans Nóa. Það var 30 fet á lengd, 5 á breidd og 3 á hæð; og það var líkast sem skipið er, því stöðugra verður það í sjó, en á hinn bóginn minkar styrkleiki þess ótrúlega mikið. Helsti lærimeistari (Rabbí) Oyðinga í Kaupmanna- höfn, Simonsen prófessor, hjelt því fram, að örkin hefði verið, samkvæmt frumtextanum, sem hann er gagnkunnugur, þríhyrnd í lögun, þannig að h.ún hafi legið flöt á vatninu, en yfirbyggingin hafi verið í lög- un eins og húsþak. Verkfræðingurinn segir, að það sje ekki hægt að ímynda sjer neina þá lögun, sem sje hentugri fyrir örkina, þar sem henni var ekki ætlað að sigla, heldur að eins að liggja flöt á bylgjunum. I stormi mundi hreyfingin á slíku skipi hafa verið mjög Ararat-fjall, þar sem Örkin staðnæmdist. (1. Mós. 8. 4.) Msþaki, þar sem hliðarnar voru skáhallar og náðu saman að ofan. Skipasmiðurinn, sem ljet smíða þetta skip, hjet Vogt; hann hafði lengi verið að gera tilraunir við skipasmíði og hafði tekið eftir því, að það er nákvæmlega sagt fyrir því, í fyrstu bók Móse, hversu löng, há og breið örkin ætti að vera, sem Drottinn skipaði Nóa að smíða. Hann fann að hlutföllin á milli lengdar, breiddar og hæðar voru nákvæmlega eins og vísindin nú á tímum sýna að fari best, þegar um stórskip er að ræða. Það «r einkar erfitt að hitta á rjettu hlutföllin. Því lengra lítil. Vogt segir: ♦F’að er álit mitt, að örkin hafi verið meistaraverk, þegar tillit er tekið til ætlunarverks henn- ar. Ef hinum mesta núlifandi verkfræðing væri sett það hlutverk að byggja eins stórt og sterkt skip, til þess að liggja svo kyrt sem hægt er á sjónurn og vera eins einfalt og örkin var, þá er jeg þess fullviss, að hann gæti ekki smíðað betra skip, en örkin hans Nóa var.« Simonsen prófessor, sem áður er getið um, bendir á það, að það eru til sögur um syndaflóðið og örkina, sem menn hafa fundið í rústum, eftir forn assyriska og babyloniska menn. Biblíu-gagnrýnendur hafa haldið því

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.