Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1913, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.09.1913, Blaðsíða 5
JVlunnurinn. MunnsKóf (framhald). Við munnskóf er best að nota bórglycerín, sem á að fást í öllum lyfjabúðum. Það er nóg að bera ofur- lítið af því á tnunnhúðina eftir að búið er að hreinsa munninn þegar barnið er hætt að drekka. Það þarf sjaldan að gefa barninu neitt inn, því eitthvað af bór- glyceríni hlýtur að fara ofan í barnið, þegar það er borið á munninn, og það hefir bætandi áhrif. Þessi veiki getur auðvitað orsakast af vanheilsu móð- urinnar. Yfir höfuð að tala er best að venja barn af brjósti, ef móðirin er ekki með góðri heilsu, en þó er vissara að leita læknisráða, áður en það er gert. Meinsemd í munninum. Þessi kvilli kemur stundum fyrir á börnum frá 2 til 6 ára, þegar þau hafa ekki gott viðurværi og búa þar sem loftið er rakasamt, eða þar sem þröngt er um rúm og loftið ilt. Bólgan byrjar í gómunum og verða þeir hvítleitir og linir. Igerð kemur fljótt og breiðist út um gómana og kjálkana. Kinnarnar og varirnar bólgna og verða oft að harðri hellu. Stundum detta tennurnar úr. And- inn verður mjög daunillur og eitlarnir undir kjálkunum bólgna og sárna. Það er nauðsynlegt að leita læknis, nema að veiki þessi sje á mjög Iágu stigi, það er að segja, ef bólgan breiðist lítið út og ígerð er lítil. Það á að hreinsa munn- inn oft, — til dæmis á hverjum klukkutíma, — með karbólvatni, fimm dropum af sterkri karbólsýru í kaffi- bolla af vatni. Það má alls ekki láta barnið sjálft skola munninn með þessu; það er betra að taka hreina rýju og dýfa í karbólsvatnið og þurka munninn að innan með henni. Sjúklingnum á að gefa sterka kraftsúpu eða hrátt egg þeytt út í stóran kaffibolla af mjólk, eða aðra styrkjandi fæðu. Þess skal gætt, að fullorðnir fá stundum meinsemd í varirnar, tunguna og kinnarnar, einkum ef þeir eru berklaveikir. Það er ekki hægt að beita neinum heim- ilislækningum við slíkar meinsemdir, og eiga menn að leita hinnar béstu læknishjálpar tafarlaust, því afleiðing- arnar geta orðið alvarlegar, ef það er ekki gert. Sfomatitis hjá barnfóstrum. Þegar konur hafa barn á brjósti (ogenda stundum áður en barnið fæðist), geta þær fengið bólgu í munnhúðina og verður hún svo sár, að þær þora ekki að borða, jafnvel þótt matarlystin sje í besta lagi. Stundum breið- ist þessi bólga út og kemur upp í maganum og görn- unum. Fyrst finnur sjúklingurinn til í munninum, eins og hann hafi brent sig á heitu vatni, tungan verður Ijós- rauð, en munnhúðin er vanalega dekkri. Munnvatnið verður beiskt og ef það kemur við hörundið á and- litinu, verður það ofurlítið sárt. Eftir nokkurn tíma kem- ur ígerð í munninn. Hægðirnar eru tregar, nema þeg- ar veikin er í maganum og görnunum, því þá kemur niðnrgangur. Þessi veiki hverfur hjerumbil æfinlega þegar barnið er vanið af brjósti, en þess gerist sjaldan þörf. Það á að hreinsa munninn með bómolíu og karbólsýru, (25 partar af bómolíu með 1 parti af karbólsýru), eða bór- glyceríni. Sjúklingurinn á að neyta ávaxta, ef þess er kostur. (Framhald.) Kirtlaveikismeðalið. Allir þeir, sem hafa fengið meðal við kirtlaveiki frá mjer, eru vinsamlega beðnir að minnast þess, að meðölin voru send þeim með þeim skilmála, að menn Ijetu mig vita um átangurínn, fiegar meððlin vœru búin. Það eru líklega fleiri en hundrað börn, semjeg hefi ekki ennþá fengið að vita um, og jeg vil mælast til þess, að menn rouni eftir loforðinu og segi mjer með fám orðum frá áhrifum meðalanna. svo framarlega sem þeir hafa getað dæmt. Gott er að nota tækifærið, þegar menn senda rojer áskrifendagjaldið fyrir 1914. Ritstj.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.